Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
KR
2
2
Fylkir
Kristján Flóki Finnbogason '37 1-0
1-1 Þóroddur Víkingsson '51
Kristján Flóki Finnbogason '52 2-1
2-2 Nikulás Val Gunnarsson '72
27.06.2024  -  19:15
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Toppaðstæður hérna í Vesturbænum fyrir knattspyrnu
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 968
Maður leiksins: Aron Sigurðarson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
5. Birgir Steinn Styrmisson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson ('87)
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Aron Sigurðarson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('57)
18. Aron Kristófer Lárusson ('87)
29. Aron Þórður Albertsson ('81)

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
14. Ægir Jarl Jónasson ('57)
17. Luke Rae ('81)
19. Eyþór Aron Wöhler ('87)
23. Atli Sigurjónsson ('87)
25. Jón Arnar Sigurðsson
30. Rúrik Gunnarsson

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Attila Hajdu

Gul spjöld:
Birgir Steinn Styrmisson ('91)
Kristján Flóki Finnbogason ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkismenn ná í jafntefli í Vesturbænum! Þá er þetta búið og liðin deila stigunum að þessu sinni.

Viðtöl og skýrsla birtast inn á síðunni innan skamms.

Þangað til næst, takk fyrir mig og hafið það gott!
95. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Fyrir hvað veit ég ekki en hann fær allavegana spjald.
94. mín
KR-ingar keyra upp í sókn en AD1 var búinn að lyfta flagginu. Lítur allt út fyrir að liðin tvö munu deila stigunum í kvöld.
91. mín Gult spjald: Birgir Steinn Styrmisson (KR)
Brýtur á Ómari Birni sem þarf aðhlynningu. Eða bara að tefja því Birgir fékk spjald.
90. mín
+4 í uppbót!
88. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir) Út:Benedikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
88. mín
Inn:Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir) Út:Orri Sveinn Segatta (Fylkir)
87. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Aron Kristófer Lárusson (KR)
87. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR) Út:Benoný Breki Andrésson (KR)
85. mín
DAUÐAFÆRI! Tekið stutt. Alex Þór kemur með glæsilegan bolta á fjærstöngina þar sem Axel Óskar er. Hann skallar boltann fyrir markið og beint á Finn Tómas sem er einn á móti marki nánast. Hann tekur skotið í fyrsta sem fer yfir!

Þetta var dýrt!
85. mín
KR að fá annað horn!
84. mín
Aron Sig tekur spyrnuna inn á teiginn. Það myndast mikill darraðardans inni á teignum en Ásgeir Eyþórs nær að hreinsa boltanum frá að lokum.
84. mín
KR að fá horn! Kemur markið núna?
81. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
81. mín
Emil Ásmunds mættur til leiks! Axel Óskar með lélega sendingu upp völlinn sem Emil kemst fyrir. Hann tekur tvær til þrjár snertingar áður en hann lætur vaða en skotið fór rétt framhjá!
78. mín
Inn:Emil Ásmundsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Fyrrum leikmaður KR-inga mættur til leiks!
77. mín
KR betri KR-ingar hafa tekið yfir leikinn núna. Það er klárt að Fylkismenn eru sáttari með stigið í kvöld.

Ég finn samt lykt af sigurmarki!
72. mín MARK!
Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Stoðsending: Ómar Björn Stefánsson
HEYRÐU ÞEIR JAFNA! Varamaðurinn Ómar Björn gerir gífurlega vel, leikur á Birgi og rennir boltanum fyrir markið. Þar var Nikulás mættur á réttan stað og klárar í autt markið.

Þetta er orðin gífurlega spennandi leikur!

Fáum við sigurmark og eitthvað drama í þetta?
70. mín
Mikill hiti í þessu Orri Sveinn, á gulu spjaldi, fer í groddaralega tæklingu á Aron Sig sem liggur sárþjáður niðri. Síðan gerist eitthvað eftir það sem pirraði Fylkismenn gífurlega. Ég tók ekki eftir því en allt verður vitlaust um stund.

Sigurður ákveður að sleppa öllum spjöldum
68. mín
Dauðafæri! Arnór með fyrirgjöf inn á teiginn sem fer beint í lappirnar á Orra Sveini. Orri er aleinn á auðum sjó inni á vítateig KR-inga og tekur skotið í fyrsta sem fór rétt framhjá.

Þarna á hann að setja þetta á markið!
66. mín
Aron Sig tekur aukaspyrnuna sem fer í vegginn og síðan fjarar sókn KR-inga fljótlega út í sandinn.
65. mín Gult spjald: Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Sá brotlegi
65. mín
KR-ingar að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað
65. mín
968 áhorfendur í Vesturbænum í kvöld!
63. mín
Inn:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
61. mín
Aron Sig tekur hornið inn á teiginn sem Ásgeir Eyþórs skallar frá.
60. mín
KR að fá hornspyrnu!
58. mín
Arnór Breki með hornið sem Benoný Breki, fyrsti varnarmaður, skallar frá.
57. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
57. mín
Fylkismenn að fá horn!
56. mín
Aftur er reynt eitthvað af æfingarsvæðinu sem Ólafur Kristófer og varnarmenn Fylkis eru í engum vandræðum með og hreinsa frá.
56. mín
KR-ingar að fá horn!
54. mín
Guy Smit gerir vel og handsamar boltann!
54. mín
Fylkir að fá horn!
52. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Aron Sigurðarson
STUTT GAMAN HJÁ FYLKI! Miðja og mark nánast!

Aron Sig fær boltann úti við hliðarlínu á miðjum vallarhelming Fylkis og kemur með hann fyrir. Boltinn var ótrúlega góður fer á fjærstöngina þar sem Kristján Flóki var mættur. Þegar allt leit út fyrir að hann væri að fara að missa af boltanum nær hann á einhvern ótrúlegan hátt að skalla boltann á markið. Og viti menn. Hann fór inn í markið.

KR-ingar strax komnir aftur yfir! Allt annað en í fyrri hálfleik!
51. mín MARK!
Þóroddur Víkingsson (Fylkir)
Stoðsending: Birkir Eyþórsson
ÞAÐ ER ALLT ORÐIÐ JAFNT! Fylkismenn sækja og uppskera!

Birkir fær boltann fyrir utan vítateig KR-inga og kemur með stórhættulegan bolta inn á teig KR. Þar er Þóroddur mættur og nær að komast í boltann sem endar í netinu!

Fylkismenn búnir að jafna!
50. mín
Næsta horn er aftur tekið stutt sem endar með skoti fyrir utan teig Fylkis, sem Theodór tekur sýnist mér, sem fer í gegnum pakkann og aftur fyrir. KR-ingar vilja annað horn en fá það ekki.
49. mín
Annað horn! Eitthvað beint af æfingarsvæðinu sem endar með skoti frá Aroni Kristóferi á markið en Ólafur ver í annað horn!
49. mín
KR að fá hornspyrnu!
47. mín
KR-ingarnir byrja þetta af krafti! Aron Sig tekur spyrnuna inn á teiginn sem Axel Óskar skallar í varnarmann. KR-ingar ná ekki frákastinu en Fylkismenn bægja hættunni frá í bili.

Þessi var á leiðinni inn!
46. mín
Horn sem KR-ingar eiga! Theodór Elmar með skot inni á teig Fylkis sem Ólafur ver í horn
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Þá er þetta að byrja á ný en það eru KR-ingarnir sem hefja þetta fyrir okkur. Þeir sækja í átt að Sandgerði á meðan gestirnir sækja í átt að Langajökli.

Vonandi fáum við einhver fleiri mörk í þetta í seinni hálfleiknum!
45. mín
Hálfleikur
Þá er Sigurður Hjörtur búinn að flauta til hálfleiks. Skiljanlega bætir hann engu við.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori!
41. mín
Spyrnan var slök hjá Aroni Sig og Fylkismenn hreinsa. Sóknarpressa KR heldur þó áfram.
40. mín
FRÁBÆR TÆKLING! WOW!

Benoný Breki sleppur einn í gegn en hann er hundeltur af Orra Sveini. Orri Sveinn fer þá í hetjulega tæklingu og KR-ingar eiga horn!
39. mín Gult spjald: Orri Sveinn Segatta (Fylkir)
37. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Aron Sigurðarson
KR-INGAR SKORA! Já ef eitthvað lið var að fara að skora þá var það KR.

Aron Sig fær boltann úti vinstra meginn og kemur með boltann inn á teignn. Hann fer beint á ennið á Kristjáni Flóka sem skallar framhjá Ólafi í markinu. Boltinn ógeðslega lengi á leiðinni í markið og þetta leit ekkert vel út hjá Ólafi en líklegast var þetta bolti sem hann átti ekkert að verja þannig séð. Þarf að sjá þetta aftur.

Risamark!
36. mín
Benoný Breki kemst einn í gegn en þá fer flaggið á loft hjá AD2.
35. mín
Hef séð skemmtilegri fótboltaleiki, viðurkenni það alveg.
33. mín
Aron Sig tekur spyrnuna meðfram jörðinni inn á teiginn sem Fylkismenn hreinsa. Í leiðinni er brotið á Orra Sveini.

Þetta var eitthvað beint af æfingarsvæði KR-inga sem heppnaðist ekki alveg.
32. mín
KR að fá horn! Sitt fyrsta í leikjum.
31. mín
Þá loksins gerist eitthvað Theodór Elmar með hörkuskot við vítateigslínuna sem Ólafur ver. AD var hins vegar búinn að lyfta flagginu.

Ekki sá ég hver var rangstæður. Annað hvort Benoný eða Theodór sem komu úr rangstöðunni. Það er það einsa sem passar.
29. mín
Zzzzz Ekkert nýtt að frétta úr Vesturbænum. Allt frekar rólegt bara.
23. mín
Arnór Brekur tekur spyrnuna inn á teiginn sem er núna alltof stutt og fyrsti varnarmaðurinn skallar boltann frá. Hann verður að finna jafnvægið í þessum hornspyrnum.
22. mín
Fylkir fá horn Jæja Arnór minn, hittu á teiginn!
22. mín
Aron með skot Aron Kristófer með gott skot utan að teig sem fer beint á Ólaf í marki Fylkis.

Loksins láta þeir vaða á markið KR-ingarnir. Hafa komið sér í álitlegar stöður en nánast ekkert skotið. Fíla þetta hjá Aroni.
20. mín
Aftur yfir í innkast! Arnór Breki tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer aftur í gegnum allan pakkann og í innkast.

Annað hornið af tveimur sem hafa verið nákvæmlega eins hjá Arnóri og Fylki.
20. mín
Fylkismenn að fá hornspyrnu!
17. mín
Blautur völlur Völlurinn er mjög blautur. Maður sá það bersínilega í þessum sprett hjá Benedikt. Þeir bleyttu hann vel fyrir leik og leikmenn virðast ekki höndla hann mjög vel.

Spurning hvort þeir hafi gert ráð fyrir að sólin væri sterkari. Ég veit það allaveganna ekki en hann er afar blautur og boltinn skoppar lítið.
16. mín
Daríus með sprett! Benedikt Daríus vinnur boltann á sínum eigin vallarhelming og keyrir upp völlinn. Hann á geggjaðan sprett áður en hann tekur skotið sem fer í varnarmann og út í innkast.
12. mín
Arnór Breki tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer yfir allan pakkann og í innkast hinum meginn.
11. mín
Fylkir að fá fyrstu hornspyrnu leiksins!
8. mín
Svona sé ég þetta til að byrja með KR (3-1-4-2)
Smit
Finnur - Axel - Birgir
Alex Þ
Aron Þ - Theodór E - Aron - Aron K
Benoný - Kristján

Fylkir (4-2-3-1)
Ólafur
Birkir - Orri - Ásgeir - Arnór
Ragnar - Nikulás
Þórður - Præst - Benedikt
Þóroddur
5. mín
Leikurinn fer afar rólega af stað. KR-ingar ógnað meira en ekkert um færi eins og er.
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er byrjuð! Þá er þetta komið í gang og það eru gesirnir úr Árbænum sem hefja þetta fyrir okkur og sækja í átt að Sandgerði. KR sækir í átt að Langajökli.

Heimamenn spila í hvítum og svörtum treyjum, svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum.

Gestirnir spila í appelsínugulum treyjum, svörtum stuttbuxum og appelsínugulum sokkum.

Ég á von á markaveislu í kvöld!
Fyrir leik
Styttist Þá ganga liðin til vallar og gera sig klár í slaginn.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! KR-ingar, sem sóttu sterkt stig gegn Víkingum í Víkinni í seinustu umferð, gera engar breytingar á liðinu sínu frá þeim leik. Pálmi Rafn stýrði Vesturbæjarliðinu í þeim leik eftir að Gregg Ryder var látinn fara.

Fylkismenn töpuðu gegn FH á útivelli í seinasta leik en frá þeim leik gera þeir allt að þrjár breytingar á liðinu sínu. Emil Ásmundsson, Sigurbergur Áki og Orri Hrafn detta úr liðinu fyrir þá Orra Svein, Benedikt Daríus og Þórodd Víkingsson.
Fyrir leik
Leikir liðanna Liðin mættust í fyrstu umferð Bestu deildarinnar í ár í Árbænum. Sá leikur var átta markaleikur. KR-ingar unnu leikinn 4-3 en eftir að hafa komist 4-1 yfir náðu Fylkismenn að setja tvö á þá í restina sem hleypti spennu í leikinn. Það dugði hinsvegar ekki til.

Þrátt fyrir að liðin hafi endað sitthvoru megin í töflunni í tvískiptingunni í fyrra þá spiluðu þau samt sem áður þrisvar sinnum gegn hvoru öðru. En þau drógust saman í Mjólkurbikarnum. Í þeim bikarleik unnu KR 4-3 í mögnuðum fótboltaleik. Nokkru dögum eftir bikarleikinn fór fram Bestu deildarleikur í Árbænum milli liðanna sem var einnig bráðskemmtilegur og fór 3-3. Seinni leikur liðanna í fyrra fór 2-0 fyrir KR í Vesturbænum.




Tölfræði úr viðureignunum
Leikir: 82
Fylkis sigrar: 20 (24%)
Jafntefli: 18 (22%)
KR sigrar: 44 (54%)

Stærsti Fylkir - KR leikurinn?
Einn stærsti Fylkir - KR leikur sögunnar fór fram í Árbænum árið 2002. Þá mættust liðin í næst seinustu umferð í spennuþrungnum toppbaráttuslag. Fylkir sat á toppnum fyrir leik með KR einu stigi á eftir sér. Fylkissigur og titillinn endar í Árbænum. Fylkismenn tóku forystuna í upphafi síðari hálfleiks en KR-ingar jafna leikinn undir lokin. Í seinustu umferðinni tapa Fylkismenn gegn Skagamönnum og KR vinnur sinn leik og eru krýndir Íslandsmeistarar. Alls mættu 4833 á leikinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hjalti Þór Hreinsson
Fyrir leik
Kristalskúla Fjölnisstráksins Sá mikli meistari í sínu fagi og Fjölnismaður mikill, Júlíus Mar, fékk þann heiður að spá í spilin fyrir komandi umferð í Bestu deildinni.

KR 3 - 0 Fylkir (í kvöld, 19:15)
KR-ingar komast loksins aftur á sigurbraut eftir sterkt jafntefli í Víkinni. Birgir Steinn setur eitt skallamark eftir horn og gefur tóninn svo koma mörk frá tveimur úr 112, Aroni Sig og Ægi Jarl, 3-0 lokatölur.
Fyrir leik
Þriðja liðið Það er Sigurður Hjörtur Þrastason sem mun dæma þennan Reykjavíkurslag. Honum til aðstoðar verða þeir Bjarki Sigurðarson og Bryngeir Valdimarsson. Varadómarinn í kvöld er Gunnar Oddur Hafliðason, sem dæmdi leik Gróttu og ÍR mjög vel í gærkvöldi, en eftirlitsmaður KSÍ er hann Björn Guðbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fylkismenn með 6 stig af 12 í seinustu fjórum Fylkismenn fóru í heimsókn til FH-inga í Kaplakrika í seinasta leik þar sem þeir töpuðu 3-1. Á leiknum á undan því sóttu þeir sterkan og mikilvægan sigur á móti Vestramönnum. Fylkismenn eru á botni deildarinnar en aðeins þremur stigum frá öruggu sæti og einu stigi frá liðinu fyrir ofan sig, KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
KR-ingar sóttu sterkt stig Gregg Ryder var látinn taka pokann sinn hjá KR eftir tap KR-inga gegn Skagamönnum á dögunum. Pálmi Rafn, sem var áður aðstoðarþjálfari, stýrir núna liðinu tímabundið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Pálmi fékk erfiðan fyrsta leik sem stjóri KR en það voru sjálfir bikar- og íslandsmeistararnir Víkingur Reykjavík á útivelli. KR-ingar spiluðu þó hörkuleik í Víkinni og gerðu 1-1 jafntefli sem verður að teljast bísna gott miðað við hverni tímabilið hefur verið hjá Vesturbæjarliðinu. Eyþór Aron fékk upplagt tækifæri til að koma sínum mönnum yfir undir lok leiks en hann skaut framhjá. Það verður áhugavert að sjá hvort KR-ingar munu spila jafn varnarsinnað í kvöld og þeir gerðu gegn Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sú lang Besta! Heil og sæl ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik KR og Fylkis í Bestu deild karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Segatta ('88)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('88)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('63)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('78)
25. Þóroddur Víkingsson
27. Arnór Breki Ásþórsson

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('88)
16. Emil Ásmundsson ('78)
22. Ómar Björn Stefánsson ('63)
24. Sigurbergur Áki Jörundsson
70. Guðmundur Tyrfingsson ('88)
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Orri Sveinn Segatta ('39)
Nikulás Val Gunnarsson ('65)

Rauð spjöld: