Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Vestri
2
2
Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson '18 , víti
Sergine Fall '27 1-1
1-2 Daniel Obbekjær '57
Benedikt V. Warén '65 2-2
06.07.2024  -  14:00
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Norðaustan gola, hiti 11 gr.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Sergine Modou Fall
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
3. Elvar Baldvinsson ('63)
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
10. Tarik Ibrahimagic
11. Benedikt V. Warén ('77)
19. Pétur Bjarnason ('63)
23. Silas Songani ('91)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Sergine Fall

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Aurelien Norest
7. Vladimir Tufegdzic ('91)
8. Daníel Agnar Ásgeirsson
9. Andri Rúnar Bjarnason ('63)
14. Johannes Selvén ('77)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('63)
20. Jeppe Gertsen
26. Friðrik Þórir Hjaltason
40. Gustav Kjeldsen

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Vladan Dogatovic
Vladimir Vuckovic

Gul spjöld:
Tarik Ibrahimagic ('16)
Elvar Baldvinsson ('55)
Ibrahima Balde ('82)
Davíð Smári Lamude ('93)
Morten Ohlsen Hansen ('97)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Að ég held bara sanngjarnt jafntefli.
98. mín
Andri Rúnar vill fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en Ívar er ekki á sama máli og flautar leikinn af.
97. mín
Fatai skallar frá.
97. mín Gult spjald: Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
Mótmæli.
96. mín
Vestramenn hreinsa en Ívar Orri vill láta endurtaka spyrnuna.
96. mín
Blikar fá horn á síðustu sekúndunum.
95. mín
Viktor Karl afléttir pressunni með slakri fyrirgjöf afturfyrir.
95. mín
Skallinn frá Stokke en Vestramenn skalla yfir. Annað horn sem Eskelinen kýlir frá.
94. mín
Kristófer og Eiður fara í skallabolta inn í teig og Kristófer vill fá víti. Blikar fá horn.
93. mín Gult spjald: Davíð Smári Lamude (Vestri)
Hann hefur sagt eitthvað, er samt sakleysið uppmálað við spjaldið.
93. mín
Balde með sendingu fyrir en hún fer framhjá pakkanum.
92. mín
Vá! Stokke með hælspyrnu á lofti eftir fyrirgjöf en boltinn svífur rétt framhjá.
91. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Vestri) Út:Silas Songani (Vestri)
90. mín
6 mínútum bætt við.
90. mín
Blikar með langt innkast. Obbekjær skallar hann upp í loftið en Eskelinen grípur.
88. mín
Viktor Karl með skot í varnarmann fyrir utan. Boltinn í innkast og Vestramaður liggur eftur.
87. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Patrik Johannesen (Breiðablik)
87. mín
Fall í fínni stöðu fyrir utan en skot hans langt framhjá.
86. mín
Fyrirgjöf var það, en Vestramenn skalla frá.
86. mín
Enn og aftur fá Blikar aukaspyrnu á hættulegum stað. Aðeins lengra til hliðar en áðan, sennilega fyrirgjöf.
85. mín
Sending fyrir hjá blikum en yfir allan pakkann.
84. mín
Tarik með gott hlaup upp völlinn en klikkar á sendingunni á Silas.
82. mín
Patrik með spyrnuna, mun betri en áðan og Eskelinen ver vel í nærhorninu. Svo er dæmd rangstaða í frákastinu.
82. mín
Blikar fá aukaspyrnu, nánast á sama stað eftir brot Balde.
82. mín Gult spjald: Ibrahima Balde (Vestri)
80. mín
Höskuldur með spyrnuna yfir. Ekki nógu góð spyrna miðað við hvað hann hefur sýnt að hann getur af þessu færi.
79. mín
Blikar fá aukaspyrnu á góðum stað.
77. mín
Inn:Johannes Selvén (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
75. mín
Höskuldur með skot fyrir utan en þessi fer hátt og langt yfir.
73. mín
Sending inn fyrir en Eskelinen kominn út og nær að hreinsa.
73. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik)
72. mín
Lítið að gerast í augnablikinu. Blikar meira með boltann.
68. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
68. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
67. mín
Lítið sést af sóknarleik Vestra í seinni hálfleik en ein góð sókn og þeir eru búnir að jafna.
66. mín
Aron Bjarnason með sendingu fyrir sem Eskelinen kýlir frá.
65. mín MARK!
Benedikt V. Warén (Vestri)
Stoðsending: Sergine Fall
Silas með boltann út á hægri á Sergine Fall sem á góða sendingu niðri, Andri Rúnar lætur boltann fara og Benedikt tekur boltann í fyrsta og i bláhornið. Virkilega vel spilað!
63. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Elvar Baldvinsson (Vestri)
63. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Vestri) Út:Pétur Bjarnason (Vestri)
59. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
50/50 milli Ísaks og Elvars og Elvar nær til boltans en Ísak fer í Elvar.
57. mín MARK!
Daniel Obbekjær (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Frábær sending Höskuldar úr aukaspyrnu af vængnum, beint á kollinn á Daniel Obbekjær sem skallar í bláhornið!
55. mín Gult spjald: Elvar Baldvinsson (Vestri)
Virðist stíga á Alexander Helga.
54. mín
Andri Yeoman leikur framhjá tveimur leikmönnum Vestra en skotið ekki nógu hnitmiðað og Eskelinen ver.
54. mín
Viktor Karl fellur rétt fyrir utan teig en fær ekki aukaspyrnu, Vestri fara í sókn og Benedikt Waren á sendingu sem Damir verst vel.
50. mín
Aron Bjarnason með frábæra sendingu á Patrik Johannesen en afgreiðslan hans í flottu færi er afar slök, laust og Eskelinen ver vel.
48. mín
Balde vinnur boltann á miðjunni og Vestramenn komast 4 á 4 en Silas með laust skot fyrir utan, hefði verið betra að finna samherja fannst mér.
47. mín
Löng aukaspyrna Benedikts á höfuðið á Morten Hansen en skallinn af löngu færi og hafnar þægilega í höndum Antons Ara.
46. mín
Vestramenn byrja með boltann. Engar breytingar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Ívar Orri flautar til hálfleiks.

Blikar eitthvað aðeins að koma til þarna undir lokin en annars hafa þeir verið afar blóðlitlir hér í dag. Vestramenn hljóta að vera ánægðir með gang leiksins hingað til.
45. mín
Höskuldur potar boltanum til hliðar en Patrik Johannesen skýtur framhjá.
44. mín
Blikar fá aukaspyrnu við vítateigshornið. Dagur Örn gerir vel og er tekinn niður.
42. mín
Damir með sendingu fram á Aron Bjarnason sem lyftir boltanum í fyrsta en vel yfir.
41. mín
Silas við það að komast fram fyrir Damir og í gegn en Damir nær að leika boltanum tilbaka á Anton.
40. mín
Fall með sendingu fyrir á Benedikt Waren sem á ekki alveg nógu góða snertingu til að skapa sér færi.
39. mín
Blikar að komast ofar á völlinn en slakar sendingar trekk í trekk og þeir tapa boltanum.
34. mín
Pétur vinnur boltann af Daneil Obbekjær í varnarlínu Blika en Daniel nær að vinna boltann aftur áður en hætta skapast.
33. mín
Sending inn fyrir hjá Blikum en of löng og í fangið á William. Sóknarleikur Blika verið afar slakur hingað til.
31. mín
Dagur brýtur á Silasi á hægri kantinum, fínasta fyrirgjafarstaða hér.
Blikar skalla boltann frá.
30. mín
Balde með einkar hættulítið skot fyrir utan sem rúllar í markspyrnu.
27. mín MARK!
Sergine Fall (Vestri)
Stoðsending: Morten Ohlsen Hansen
Hornið fer af leikmanni Vestra, Morten Hansen sýndist mer og Anton Ari slær boltann í stöngina en boltinn fellur fyrir Fall sem jafnar! Verðskuldað verður að segjast.
27. mín
Glæsileg markvarsla hjá Antoni! Tarik snýr hann við vítateiginn upp í hornið en Anton ver í horn!
26. mín
Pétur með góðan skalla a Silas sem vinnur horn.
25. mín
Höskuldur með sendingu fyrir en Hansen rétt á undan Ísaki.
24. mín
Vestramenn að komast í fínar stöður nálægt marki en vantar aðeins upp á til að skapa sér færi.
22. mín
Lítið gerst eftir markið. Liðin skiptast á hafa boltann.
18. mín
Þessi vítaspyrnudómur þótti mér ansi harður. Viktor fær hönd á bak en hefur misst boltann frá sér og fellur og Ívar bendir á punktinn.
18. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
Höskuldur sendir William í rangt horn. Öruggt víti.
16. mín Gult spjald: Tarik Ibrahimagic (Vestri)
16. mín
Viti! Löng sending í gegn á Viktor Karl sem fellur og Blikar fá viti!
13. mín
Viktor Karl með sendingu inn á teig en Morten hreinsar frá.
11. mín
Dagur með þrumuskot við vítateiginn en Eskelinen slær hann frá. Skotið í nærhornið en Eskelinen vel staðsettur.
11. mín
Vindurinn alveg dottið niður þannig að þetta eru bara toppaðstæður í dag.
8. mín
Góð sókn hjá Vestra. Benedikt finnur Tarik inn á teig sem finnur skotfæri og skot hans niðri í fjær vel varið hjá Antoni Ara.
7. mín
Sýndist Damir skalla þessa hornspyrnu yfir en Ívar Orri sá eitthvað annað og dæmir markspyrnu.
6. mín
Vel spilað hjá Waren og Silas og Vestri vinnur horn. Góð byrjun hjá þeim.
5. mín
Blikar skalla frá og fara í skyndisókn en sending Höskuldar í gegn fer alla leið á Eskelinen.
4. mín
Brotið á Tarik Ibrahimagic sem keyrði upp miðjuna. Aukaspyrna ca. 30 metra frá marki.
2. mín
Benedikt Waren með skot fyrir utan teig með vinstri fæti. Laust og beint á Anton Ara.
1. mín
Balde með sendingu á Silas á kantinum sem vinnur horn.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja þetta.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn. Gengur vel þrátt fyrir smá mótvind.
Fyrir leik
Enginn Jason Jason Daði ekki í hóp. Hann hefur verið sterklega orðaður við brottför til Grimsby Town.

Kristinn Steindórsson er meiddur og nafni hans Jónsson er ennþá frá vegna meiðsla.
Fyrir leik
Spáin Spámaður þessarar leikviku er Brynjólfur Willumsson sem er nýgenginn í lið Groningen í Eredivisie. Hann lagði fram þessa spá:

Breiðablik 5 - 1 Vestri (Lau 6. júl kl 14)
Mínir menn verða með veislu, Stokke setur eitt mål fyrir mig, Svo þeir sem verða i Panda-sokkum þeir sjá um mörkin.

Mynd: Groningen

Fyrir leik
Byrjunarliðin komin Byrjunarliðin eru klár. Ibrahima Balde snýr aftur í lið heimamanna eftir bann og Sergine Fall leysir af Elmar Atla. Toby King víkur fyrir Balde.

Ísak Snær er klár í slaginn hjá Blikum og Dagur Örn Fjeldsted og Daniel Obbekjær koma einnig inn í liðið frá síðasta leik gegn FH.

Benjamin Stokke og Oliver Sigurjónsson detta úr byrjunarliðinu og Viktor Örn í banni.
Fyrir leik
Breiðablik Blikar hafa verið að hiksta að undanförnu og verða vísast að vinna hér í dag ef þeir ætla að veita Víkingi raunhæfa keppni um titilinn í sumar. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við ÍA og í síðustu umferð töpuðu þeir fyrir FH þar sem þeir virkuðu ansi flatir.

Eru sem stendur í öðru sæti með 26 stig eftir 13 leiki.

Viktor Örn Margeirsson er í banni í dag, uppsöfnuð gul spjöld eins og hjá Elmari.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vestri Heimamenn hafa ekki byrjað vel á nýlögðum heimavelli og tapað illa fyrir Fram og Val. Þar áður lágu þeir í Árbænum og eru því staddir í þriggja leikja taphrinu.

Þeir finna sig nú í fallsæti, 11. sætinu með 10 stig eftir 12 leiki.

Elmar Atli fyrirliði er í banni í dag og Nacho Gil er farinn á lán til Selfoss.

Þeir þurfa jákvæða frammistöðu í dag til þess að rífa hópinn aftur í gang.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Síðasta heimsókn Blika vestur var árið 2011 og vekur upp góðar minningar af árum Gaua Þórðar með lið BÍ/Bolungarvíkur. 4-1 fyrir skástrikið í framlengdum leik gegn þáverandi Íslandsmeisturum Breiðabliks í 8 liða úrslitum bikarsins.

Af núverandi leikmönnum þá kom Andri Rúnar Bjarnason inn á sem varamaður í þeim leik en Kristinn Steindórsson og Andri Rafn Yeoman voru í byrjunarliði Blika.

Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson

Fyrir leik
Liðin mættust á Kópavogsvelli í apríl í annarri umferð Bestu deildarinnar og þar fóru Blikar með þægilegan 4-0 sigur. Markalaust í hálfleik en þeir fóru í annan gír í seinni hálfleik sem Vestramenn réðu ekki við. Spurning hvort Vestri hafi einhver svör í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vestra og Breiðabliks
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Daniel Obbekjær
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('68)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen ('87)
11. Aron Bjarnason
16. Dagur Örn Fjeldsted ('73)
22. Ísak Snær Þorvaldsson
30. Andri Rafn Yeoman ('68)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('68)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
20. Benjamin Stokke ('87)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('73)
24. Arnór Gauti Jónsson ('68)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Ísak Snær Þorvaldsson ('59)

Rauð spjöld: