Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
Þróttur R.
2
1
ÍBV
Liam Daði Jeffs '38 1-0
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson '58 2-0
2-1 Tómas Bent Magnússon '60
11.07.2024  -  18:00
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Súld og gola
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson ('94)
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson
7. Sigurður Steinar Björnsson ('69)
20. Viktor Steinarsson
22. Kári Kristjánsson
25. Hlynur Þórhallsson
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('86)
75. Liam Daði Jeffs ('69)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
9. Viktor Andri Hafþórsson ('69)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
17. Izaro Abella Sanchez ('69)
19. Ísak Daði Ívarsson ('86)
21. Brynjar Gautur Harðarson
26. Þórir Guðjónsson ('94)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson
Bergsveinn Ás Hafliðason

Gul spjöld:
Jorgen Pettersen ('37)
Liam Daði Jeffs ('55)
Viktor Andri Hafþórsson ('77)
Ísak Daði Ívarsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttur vinnur hér sinn þriðja leik í röð.

Frekari umfjöllun væntanleg.
104. mín
Laddi eins og kóngur í ríki sínu, grípur boltann eftir fyrirgjöf.
104. mín
Jörgen staðinn upp og gengur af velli.
103. mín
Jörgen búinn að setjast upp, það eru góðar fréttir.
101. mín
Jörgen þarf aðhlynningu út við hliðarlínu. Það er verið að hringja á sjúkrabíl held ég og þessi leikur verður aðeins lengri. Sá ekki alveg hvað gerðist.
99. mín
Rosalega langur uppbótartími.
96. mín
Eyjamenn skora en brot dæmt Svaka mínútur hérna. Eyjamenn skora eftir aukaspyrnuna en það er brot dæmt en ég held að það sé rétt.
96. mín
Alvöru hiti! Það er alvöru hiti á bekkjunum. Þróttarar kasta sér upp af bekknum eftir að ÍBV fær aukaspyrnu. Svo fara rauð spjöld á loft á bekkina.
95. mín
Viktor Andri með skot fram hjá markinu.
94. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Þróttur R.) Út:Njörður Þórhallsson (Þróttur R.)
Þórir fer í vörnina!
92. mín Gult spjald: Ísak Daði Ívarsson (Þróttur R.)
Braut svona þrisvar á Alex.
90. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Pirringur í Alex.
90. mín
Uppbótartíminn er hafinn. Ég veit ekki hversu miklu er bætt við þar sem það er ekki skilti. En það eru nokkrar mínútur.
89. mín
Tómas Bent með fasta aukaspyrnu sem fer frekar langt yfir markið. Ákveðin bjartsýnistilraun þar sem þessi spyrna var frekar langt frá.
88. mín
Oliver fer niður í teignum en ekkert dæmt. Þetta hefði verið soft held ég.
86. mín
Inn:Ísak Daði Ívarsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
86. mín
Þetta var alvöru varsla!
85. mín
ÞVÍLÍK VARSLA!! Boltinn berst inn á teiginn eftir hornspyrnuna og það er einhver Eyjamaður sem nær lúmskt að stýra boltanum á markið, en Laddi í marki Þróttar ver ótrúlega vel!!!
84. mín
Felix með bolta inn á teiginn sem Eiður Atli skallar fram hjá. Eyjamenn fá hornspyrnu.
83. mín
Stórhættulegt! Alex Freyr gerir vel að vinna boltann á miðsvæðinu og á svo svakalegan bolta fyrir markið, en Eyjamenn missa af honum.
82. mín
Stuðningsmenn Þróttar ætla að syngja og tralla þennan sigur í höfn.
81. mín
Vilhjálmur Kaldal með góðan bolta fyrir en Izaro rétt missir af boltanum! Munaði ekki miklu þarna!
77. mín Gult spjald: Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.)
Hélt áfram eftir að búið var að flauta.
76. mín
Eyjamenn vilja eflaust fara að herða tökin.
75. mín
Góð tilraun! Eiríkur Blöndal fer yfir á vinstri fótinn og lætur vaða! Frábær tilraun sem fer rétt yfir markið!
73. mín
Eyjamenn með hættulegan bolta fyrir og Oliver skallar boltann fram hjá. Ekki langt fram hjá markinu.
70. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV)
69. mín
Inn:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.) Út:Liam Daði Jeffs (Þróttur R.)
69. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.) Út:Sigurður Steinar Björnsson (Þróttur R.)
68. mín
Það er einhver þreyta í mönnum. Nökkvi Már leggst niður með krampa. Tempóið aðeins dottið niður.
66. mín
Sigurður Steinar í frábæru skotfæri en setur boltann næstum því í innkast!
65. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV) Út:Viggó Valgeirsson (ÍBV)
62. mín
Oliver stekkur rosalega hátt í teignum og nær skalla að marki, en það var ekki mikill kraftur í honum.
60. mín MARK!
Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
EYJAMENN MINNKA MUNINN!! Tómas Bent með skot sem fer í varnarmann og endar í markinu.

Frábært svar hjá gestunum og þetta er leikur aftur! Þeir skoruðu bara strax og eru komnir aftur inn í þetta.
59. mín
Eyjamenn hafa verið sjálfum sér verstir í þessum leik, miklir klaufar.
58. mín MARK!
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
MARK!!!! Frábær sókn hjá Þrótturum!!!

Glæsileg sókn hjá Þrótturum endar með því að Kári Kristjáns á fast skot sem fer í slánna. Svo í kjölfarið dettur boltinn fyrir Vilhjálm í teignum og hann gerir annað mark Þróttara.
57. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (ÍBV) Út:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Sóknarsinnuð skipting.
55. mín Gult spjald: Liam Daði Jeffs (Þróttur R.)
Seinn.
52. mín
Sigurður Steinar í ágætis færi inn á teignum en hittir boltann ekki nægilega vel. Jón Kristinn ver þægilega.
50. mín
ÍBV er alveg með öflug vopn á bekknum sem gætu hjálpað þeim að snúa þessum leik við.
48. mín
Jón Ingason með fínustu tilraun sem fer rétt yfir markið.
47. mín
Oliver með boltann inn á teignum og reynir að leggja hann út á Hermann, en það gengur ekki.
47. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Fjórða gula spjaldið sem ÍBV fær.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur í Laugardalnum. Hörkuleikur en Þróttur leiðir eftir klaufaleg mistök hjá gestunum.
42. mín
Laddi tæpur í markinu hjá Þrótti en nær að bjarga sér.
41. mín
Kári Kristjáns með skot sem fer fram hjá markinu. ÍBV að bjóða Þrótturum upp í dans, eru klaufar í öftustu línu.
38. mín Gult spjald: Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Braut í aðdraganda marksins á Vilhjálmi sem þurfti að fá aðhlynningu.
38. mín MARK!
Liam Daði Jeffs (Þróttur R.)
Stoðsending: Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson
MARK!!!!! Upp úr engu kemur þetta mark!

Sigurður Arnar með boltann í öftustu línu, en Vilhjálmur Kaldal vinnur hann og ýtir honum upp á Liam Daða sem er sloppinn aleinn í gegn.

Liam Daði er ekkert eðlilega svalur í færinu. Vippar bara þægilega yfir Jón Kristin.
37. mín Gult spjald: Jorgen Pettersen (Þróttur R.)
Þriðja gula spjaldið í þessum fyrri hálfleik.
36. mín
FRÁBÆR VARSLA!! Hermann sleppur einn í gegn og er í algjöru dauðafæri en Laddi, eins og hann er kallaður, ver virkilega vel í markinu. Þetta var David de Gea varsla með fætinum.
35. mín
Stuðningsmenn Þróttar láta núna vel í sér heyra.
34. mín
Hættulegur bolti inn á teig Þróttara en Aðalbjörn Heiðar flautar aukaspyrnu.
30. mín
Oliver Heiðarsson er ekkert eðlilega snöggur.
27. mín
Þróttarar í álitlegri skyndisókn en Eyjamenn verjast þessu býsna vel, koma boltanum í burtu í þrígang.
24. mín
Það er mikið tempó í þessum leik og þetta er fram og til baka.
24. mín
Oliver með ágætis sendingu fyrir en Hlynur með góða tæklingu og kemur boltanum frá.
23. mín
Emil Skúli með skalla að marki eftir ágætis fyrirgjöf á fjærstöngina, en Jón Kristinn handsamar boltann nokkuð þægilega.
20. mín
Jón Ingason tekur aukaspyrnu af 25 metrum sirka og lætur vaða á markið. Spyrnan er ekki góð og Þórhallur Ísak á í engum vandræðum með að handsama boltann.
18. mín
DAUÐAFÆRI!! Hermann Þór núna í frábæru færi en setur boltann fram hjá markinu. Þetta er galopinn leikur en ekkert markið komið enn.
16. mín
Skjóttu! Eiríkur með flottan bolta á bak við vörnina. Sigurður Steinar eltir og er kominn í gott færi, en hann reynir að senda fyrir í staðinn fyrir að skjóta. Sendingin ratar á engan, en þarna átti hann bara að skjóta.
14. mín
Bæði lið fengið góð færi í byrjun leiksins.
14. mín
Kári með skot rétt fram hjá markinu!!
12. mín
OLIVER! Alex Freyr með stungusendingu á Oliver sem keyrir fram hjá vörn Þróttar. Hann er kominn í ágætis færi en setur boltann yfir markið. Skotvinkillinn frekar þröngur.
11. mín
Svona er ÍBV að stilla upp Jón Kristinn
Viggó - Nökkvi Már - Sigurður Arnar - Jón - Felix Örn
Eiður Atli - Tómas Bent
Alex Freyr
Hermann Þór - Oliver
10. mín Gult spjald: Viggó Valgeirsson (ÍBV)
Eyjamenn mjög áræðnir í byrjun leiks.
7. mín
Svona er Þróttur að stilla upp Þórhallur Ísak
Eiríkur - Hlynur - Njörður - Emil Skúli - Viktor
Jörgen - Kári
Sigurður Steinar - Liam Daði - Vilhjálmur Kaldal
6. mín
FÆRI!!! Njörður með stórkostlegan bolta upp völlinn, fer yfir vörn ÍBV og þar er Vilhjálmur Kaldal mættur til að skalla boltann. Jón Kristinn kemur út á móti og missir af boltanum, en Vilhjálmur setur hann einhvern veginn fram hjá. Þarna átti hann að gera betur.
4. mín Gult spjald: Eiður Atli Rúnarsson (ÍBV)
Lætur vita af sér í byrjun.
3. mín
Eiríkur Blöndal með frábæran sprett upp hægri kantinn og á svo góða fyrirgjöf en Liam Daði rétt missir af boltanum.
2. mín
Þórir Guðjóns á bekknum Hefur ekki enn komið við sögu í sumar en gæti mögulega spilað sinn fyrsta leik fyrir Þrótt ef hann kemur inn af bekknum á eftir.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Það styttist í að flautað verði á. Það er smá vindur og léttur úði í Laugardalnum. Alvöru íslenskt sumarveður.
Fyrir leik
Leikurinn í beinni á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
ÍBV á fjóra leikmenn í liði fyrri hlutans Í Innkastinu var opinberað úrvalslið umferða 1-11 í Lengjudeild karla. Elvar Geir, Valur Gunnars og Baldvin Borgars fóru yfir valið í þættinum.

Allir í úrvalsliðinu koma úr þremur efstu liðum deildarinnar; Fjölni, Njarðvík og ÍBV. Deildin hefur svo sannarlega verið óútreiknanleg og skemmtileg það sem af er.

Felix Örn Friðriksson, Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Vicente Valor og Oliver Heiðarsson koma úr liðinu frá ÍBV. Þá er Tómas Bent Magnússon á bekknum en enginn Þróttari komst í liðið.

Fyrir leik
Sex marka leikur síðast Þegar þessi tvö lið mættust í Vestmannaeyjum fyrr á tímabilinu, þá vann ÍBV 4-2 sigur. Oliver Heiðarsson skoraði þrennu í þeim leik en hann er einmitt uppalinn Þróttari.

Mynd: Fótbolti.net
Fyrir leik
Til hamingju með stórafmælið Hemmi! Þjálfari ÍBV fagnar stórafmæli í dag.
Fyrir leik
Baddi Borgars spáir í spilin Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, fékk annað tækifæri til að spá í Lengjudeildina eftir að hafa verið með núll rétta fyrr á tímabilinu. Spurning hvort að hann nái allavega einum réttum núna.

Þróttur 1 - 2 ÍBV
Ég spái því að Eyjamenn vinni í Laugardalnum.

Fyrir leik
Staðan? ÍBV hefur verið á góðu skriði að undanförnu og situr í þriðja sæti Lengjudeildarinnar með 19 stig. Þeir hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og verið að finna góðan takt. Þróttur hefur unnið tvo í röð og er í áttunda sæti með tólf stig.

Þetta ætti að vera mjög áhugaverður leikur.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Fyrir leik
Góða kvöldið! Og verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Þróttar og ÍBV á AVIS-vellinum í Laugardal. Þetta er leikur í tólftu umferð deildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f) ('57)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Nökkvi Már Nökkvason ('70)
5. Jón Ingason
16. Tómas Bent Magnússon
22. Oliver Heiðarsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
31. Viggó Valgeirsson ('65)
45. Eiður Atli Rúnarsson

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
6. Henrik Máni B. Hilmarsson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor
10. Sverrir Páll Hjaltested ('57)
17. Sigurður Grétar Benónýsson ('65)
18. Bjarki Björn Gunnarsson
20. Eyþór Orri Ómarsson ('70)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Eiður Atli Rúnarsson ('4)
Viggó Valgeirsson ('10)
Sigurður Arnar Magnússon ('38)
Tómas Bent Magnússon ('47)
Alex Freyr Hilmarsson ('90)

Rauð spjöld: