Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Fram
1
0
KR
Guðmundur Magnússon '78 1-0
Tryggvi Snær Geirsson '93
Alex Þór Hauksson '94
11.07.2024  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Þokkalegar
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 562
Maður leiksins: Ólafur Íshólm Ólafsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
23. Már Ægisson ('46)
28. Tiago Fernandes
79. Jannik Pohl ('70)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
11. Magnús Þórðarson ('70)
25. Freyr Sigurðsson
27. Sigfús Árni Guðmundsson
31. Þengill Orrason
32. Anton Ari Bjarkason
71. Alex Freyr Elísson ('46)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Haraldur Einar Ásgrímsson ('62)
Tryggvi Snær Geirsson ('85)

Rauð spjöld:
Tryggvi Snær Geirsson ('93)
Leik lokið!
Litli endirinn! Ég skal segja ykkur það!

Þetta var rosalegur endir og þetta er ekki búið!

Ég ætla að hlaupa niður og ná menn í viðtöl!

Takk fyrir mig og njótið kvöldins!
100. mín
Ólafur Íshólm fullkomnar sinn leik í kvöld með því að grípa tvo bolta í röð!
100. mín
KR að fá horn! Guy Smit inn í!
95. mín
Okei... Þetta byrjar semsagt með því að Tryggvi Snær margbrýtur á Stefáni Árna og Twana flautar og bíður eftir að Tryggvi standi upp og er með gula spjaldið í vasanum. Þegar Tryggvi er að standa upp fer hann með höndina í andlitið á Alexi Þór og það ætlar allt að sjóða upp úr. Hann gefur Tryggva sitt annað gula, talar við aðstoðardómarana og varadómarann og spjaldar þá Alex Þór líka.

Pálmi Rafn tekur alvöru trylling og fær einnig gult spjald.

Þetta tók allt einhverjar fjórar mínútur.
94. mín
ÞAÐ ER ALLT AÐ SJÓÐA UPP ÚR!
94. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
94. mín Rautt spjald: Alex Þór Hauksson (KR)
93. mín Rautt spjald: Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
91. mín
7 mínútur í uppbótartíma! Það er hellingur eftir en Pálmi Rafn er allt annað en sáttur við uppbótartíman greinilega.
89. mín
Hafa ekki unnið leik í 108 daga KR-ingar reyna og reyna en þeim tekst ekkert að skora. Þetta lítur ekki vel út fyrir KR-inga en seinasti sigur þeirra kom 20. maí í Hafnarfirði.
85. mín Gult spjald: Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
84. mín Gult spjald: Benoný Breki Andrésson (KR)
Fyrir dýfu! Ég íhuga að þetta hafi verið rétt en ég hélt fyrst að það hafi verið snerting en síðan tekur hann nokkur skref í viðbót og dettur síðan.

Áhugaverður dómur.
78. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Tiago Fernandes
FRAMARAR AÐ TAKA FORYSTUNA! Kannski gegn gangi seinni hálfleiksins?

Tiago á sendinguna í gegn á Gumma sem tjippar þægilega yfir Guy í marki KR. Þetta er það sem leikurinn þurfti en ég get alveg trúað því að þetta er ekki seinasta markið í þessum leik.

Fáum við drama?!
77. mín
Það er hálfótrúlegt að staðan sé ennþá 0-0. Mikið af færum en léleg slútt vægast sagt.
74. mín
Inn:Jón Arnar Sigurðsson (KR) Út:Birgir Steinn Styrmisson (KR)
74. mín
Inn: Luke Rae (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
73. mín
Útaf í börum Birgir Steinn hefur legið niðri í dágóðan tíma og fengið hér aðhlynningu. Hann fer útaf í sjúkrabörum. Vonandi er þetta ekkert alvarlegt en það hefur verið töluvert af meiðslum í þessum leik.
70. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Jannik Pohl (Fram)
69. mín
KR-ingar mikið betri í seinni hálfleiknum Eyþór Aron með hörkuskot sem Ólafur ver glæsilega. Síðan fær Aron Sig boltann sem kemur með fyrirgjöf sem lendir ofan á þverslánni.

KR-ingar eru að fá færin en eru ekki að ná að taka þau
65. mín
Aftur eru KR-ingar í færi! Atli Sigurjóns kemur með fyrirgjöf inn á teiginn sem Benoný Breki kassar niður út í teiginn á Stefán Árna sem kemur aleinn á ferðinni. Hann tekur skotið í fyrsta sem fer hins vegar hátt yfir.

Hvernig er ennþá bara markalaust?!
63. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Skotið var það seinasta sem Theodór gerði í leiknum. Inn fyrir hann kemur herra HúbbaBúbba.
63. mín
Atli Sigurjóns tekur spyrnuna inn á teiginn sem Ólafur kýlir frá. Eftir það á Theodór Elmar misheppnaða tilraun sem fer hátt yfir.
62. mín
KR fær hornspyrnu!
62. mín Gult spjald: Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)
Fer í harkalega tæklingu á Atla Sigurjónssyni og fær spjald fyrir.
60. mín
Aron Sig með spyrnuna sem fer í gegnum allan pakkann og yfir í markspyrnu.
59. mín
Litla varslan! Stefán Árni með hörkuskot sem Ólafur Íshólm ver glæsilega í hornspyrnu!
58. mín Gult spjald: Atli Sigurjónsson (KR)
Spyrnan hjá Aroni var ekkert sérstök og Framarar bruna upp í sókn en Atli Sigurjóns brýtur og fær að líta gula spjaldið.
58. mín
KR-ingar að fá horn!
56. mín
Jannik Pohl með lúmska tilraun af mjög stuttu færi eftir harða baráttu við Axel Óskar sýndist mér en skotið fer bara beint í Ólaf í markinu.
52. mín
562 áhorfendur í Úlfarsárdalnum í kvöld
46. mín
DAUÐAFÆRI! Benoný Breki er kominn einn í gegn skyndilega. Ég sá ekki aðdragandan en þarna átti hann að skora. Hann kannski var með allt of mikinn tíma en hann fer að mínu mati of nálægt Ólafi sem gerir vel og kemur út í teiginn og étur bara Benoný!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Alex Freyr kemur inn á í hálfleik fyrir Má en það eru KR-ingar sem hefja þetta fyrir okkur á ný en þeir sækja í átt að Langavatni.
46. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Fram) Út:Már Ægisson (Fram)
45. mín
Hálfleikur
Þá hefur Twana flautað til hálfleiks. Kannski sanngjarnar hálfleikstölur en Framarar hafa vissulega fengið færin.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
45. mín
Haraldur Einar tekur spyrnuna stutt á Fred sem Birgir Steinn skallar frá.
45. mín
Fram að fá hornspyrnu! Fred með skalla sem fer í varnarmann og rétt yfir!
45. mín
+3 í uppbót
40. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
39. mín
ATLI Í FÆRI! Finnur Tómas með góða sendingu fyrir markið á Atla Sigurjóns sem er hinum meginn við vítateiginn aleinn en tekur skotið hátt yfir markið.
33. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (KR)
29. mín
KR-ingar hafa unnið sig hægt og rólega inn í leikinn og maður bíður bara núna eftir dauðafæri frá þeim í hvítu og svörtu.
22. mín
KR-ingar bægja hættunni frá.
21. mín
Framarar fá hornspyrnu!
20. mín
Haraldur Einar tekur spyrnuna inn á teiginn sem Axel Óskar skallar frá.
19. mín
Fá aðra hornspyrnu Fred tekur spyrnuna inn á teiginn en þeir fá aðra hornspyrnu hinum meginn.
18. mín
Horn sem Fram á
17. mín Gult spjald: Axel Óskar Andrésson (KR)
Brýtur á Má Ægissyni þegar hann er við það að sleppa í gegn og réttilega fær hann spjald.
14. mín
ANNAÐ DAUÐAFÆRI! Haraldur Einar gerir ótrúlega vel á vinstri vængnum og kemur boltanum inn á teig í lappir á Gumma Magg. Hann á þá sendinguna í fyrsta á Tryggva sem er aleinn inni á teig KR við markteiginn og tekur skotið sem fer hátt yfir.

Framarar að byrja leikinn ívið betur!
7. mín
DAUÐAFÆRI! Fred gerir glæsilega og sendir Gumma Magg gjörsamlega einan í gegn. Gummi er aleinn og tekur sinn tíma í að klára færið, hann kemur með mjög fast skot á markið en það var hins vegar ekkert það gott og Guy Smit grípur þetta.

Þetta var mjög svipað og power skot í Fifa 24 ef menn þekkja það. Var lengi að taka skotið sem var mjög fast en ekkert mjög gott í svona stuttum færum.
4. mín
Sóknarpressa Fram! Löng sókn Framara upp úr horninu endar með annari hornspyrnu á sama stað. Þeir lágu á KR-ingunum og klaufar að ná ekki að skora þarna!
4. mín
Fram að fá hornspyrnu
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Framarar sem eiga upphafsparkið í kvöld en þeir sækja í átt að Hvannadalshnjúk.

Framrar leika í bláum treyjum, hvítum stuttbuxum og bláum sokkum.

KR-ingar leika í hvítum og svörtum treyjum, svörtum stuttbuxum og hvítum sokkum.
Fyrir leik
Minningarstund fyrir leik Hall­dór B. Jóns­son, fyrr­ver­andi formaður knatt­spyrnu­deild­ar Fram og fyrr­um vara­formaður KSÍ, lést þriðju­dag­inn 9. júlí eft­ir erfið veik­indi. Hann var 75 ára gam­all.

Framarar minnast hans núna með mínútu klappi hér fyrir leik.
Fyrir leik
Styttist Þá ganga liðin til vallar og klappa fyrir áhorfendum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Þetta er fyrsti fótboltaleikur Fram í júlí en þeir hafa ekki spilað leik síðan þeir töpuðu 2 - 1 gegn Víkingum úti 30. júní síðastliðinn. Frá þeim leik gerir Rúnar Kristinsson þjálfari liðsins eina breytingu á liðinu sínu. Jannik Pohl kemur inn í byrjunarliðið fyrir Magnús Þórðarson.

KR spilaði síðast gegn Stjörnunni 6. júlí og gerði þá 1 - 1 jafntefli. Pálmi Rafn Pálmason þjálfari liðsins gerir engar breytingar á liðinu frá þeim leik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Framarar minnast Halldórs B. Jónssonar fyrir leikinn Hall­dór B. Jóns­son, fyrr­ver­andi formaður knatt­spyrnu­deild­ar Fram og fyrr­um vara­formaður KSÍ, lést þriðju­dag­inn 9. júlí eft­ir erfið veik­indi. Hann var 75 ára gam­all.

Hall­dór vann frá­bært starf fyr­ir Fram og ís­lenska knatt­spyrnu þegar hann hafði heilsu til. Halldór B. Jónsson var gerður að heiðursfélaga Fram á 100 ára afmæli félagsins árið 2008.

Hall­dór tók við for­mennsku í knatt­spyrnu­deild Fram árið 1981. Síðar varð hann öfl­ug­ur vara­formaður KSÍ og sá mikið um innra starf inn­an Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands. Hann var til mynda formaður móta­nefnd­ar og formaður dóm­ara­nefnd­ar til margra ára. Hall­dór var sæmd­ur heiður­skrossi KSÍ, sem er æðsta heiðurs­merki sam­bands­ins.

Hall­dór og stjórn­ar­menn hans í Fram lögðu mikla áhersla að styrkja meist­ara­flokk Fram, sem varð mjög sig­ur­sæll und­ir stjórn Ásgeirs Elías­son­ar þjálf­ara en liðið vann 15 bik­ara á 7 árum. Meðal ann­ars varð fé­lagið Íslands­meist­ari þris­var sinn­um og bikar­meist­ari jafnoft.

Fram­ar­ar munu minn­ast Hall­dórs B. Jóns­son­ar fyr­ir leikinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar Liðin mættust áður í byrjun mótsins 20. apríl síðastliðinn. Þá vann Fram 0 - 1 sigur með marki Freys Sigurðssonar á 7. mínútu. Leikurinn var spilaður á heimavelli Þróttar í Laugardalnum því grasið var ekki orðið grænt í vesturbænum.

Freyr fagnar sigurmarkinu í fyrri leiknum. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gengið til þessa Liðin hafa átt svipuðu gengi að fagna í fyrstu 13. umferðum mótsins og sitja hlið við hlið í töflunni.

Fram er í 7. sæti með 16 stig, hafa unnið 4, gert 4 jafntefli og tapað 5.

KR er í 8. sætinu, hafa unnið 3, gert 5 jafntefli og tapað 5.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gisnasta umferð sumarsins Leikurinn í dag er liður í gisnustu umferð sumarsins, 14. umferð Bestu-deidlar karla, en mjög langt er á milli leikja.

Umferðin hófst 30. maí með tveimur leikjum. Valur vann þá Stjörnuna 5 - 1 og Breiðablik og Víkingur skildu jöfn, 1-1.

Umferðin heldur svo áfram í kvöld með þessum leik en næsti leikur er svo á sunnudaginn klukkan 14:00 þegar Vestri fær KA í heimsókn.

Henni lýkur svo mánudaginn 15. júlí. Þá fara fram tveir leikir klukkan 19:15. FH - HK og Fylkir - ÍA
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Dómari leiksins í dag er Twana Khalid Ahmed með nokkra aðstoðarmenn með sér.

Dómari: Twana Khalid Ahmed
Aðstoðardómari 1: Eysteinn Hrafnkelsson
Aðstoðardómari 2: Antoníus Bjarki Halldórsson
Skiltadómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Eftirlitsmaður KSÍ: Jón Sigurjónsson
Twana dæmir í dag. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í Úlfarsárdalnum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Lambhagavellinum í Úlfarsárdal.

Hér mætast Fram og KR í Bestu-deild karla klukkan 19:15.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
5. Birgir Steinn Styrmisson ('74)
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason (f)
9. Benoný Breki Andrésson
10. Kristján Flóki Finnbogason ('40)
11. Aron Sigurðarson
16. Theodór Elmar Bjarnason ('63)
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson ('74)

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
8. Stefán Árni Geirsson ('40)
17. Luke Rae ('74)
18. Aron Kristófer Lárusson
19. Eyþór Aron Wöhler ('63)
25. Jón Arnar Sigurðsson ('74)
30. Rúrik Gunnarsson

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Attila Hajdu
Vigfús Arnar Jósefsson

Gul spjöld:
Axel Óskar Andrésson ('17)
Alex Þór Hauksson ('33)
Atli Sigurjónsson ('58)
Benoný Breki Andrésson ('84)
Pálmi Rafn Pálmason ('94)

Rauð spjöld:
Alex Þór Hauksson ('94)