Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Ísland
3
0
Þýskaland
Ingibjörg Sigurðardóttir '13 1-0
Alexandra Jóhannsdóttir '52 2-0
Sveindís Jane Jónsdóttir '83 3-0
12.07.2024  -  16:15
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM kvenna
Aðstæður: Blæs nokkuð hressilega en það er þurrt sem stendur. Hitinn um 13 gráður
Dómari: Cheryl Foster (WAL)
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
3. Sandra María Jessen
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
8. Alexandra Jóhannsdóttir
9. Diljá Ýr Zomers ('74)
10. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('85)
11. Natasha Anasi ('80)
16. Hildur Antonsdóttir ('74)
20. Guðný Árnadóttir
23. Sveindís Jane Jónsdóttir

Varamenn:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
12. Telma Ívarsdóttir (m)
2. Berglind Rós Ágústsdóttir ('85)
5. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir
7. Selma Sól Magnúsdóttir ('74)
14. Hlín Eiríksdóttir ('74)
15. Katla Tryggvadóttir
17. Bryndís Arna Níelsdóttir
18. Guðrún Arnardóttir ('80)
19. Kristín Dís Árnadóttir
21. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
22. Amanda Jacobsen Andradóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Ásmundur Guðni Haraldsson
Jófríður Halldórsdóttir
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Ásta Árnadóttir
Aðalheiður Rósa Jóhannesdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stórkostlegur sigur Íslands staðreynd og við erum komin á EM (Staðfest)
Það var ekki bara eitthvað eitt það var allt sem gekk upp hjá íslenska liðinu i dag.
Stórkostleg frammistaða sem verður lengi í minnum höfð.

Umfjöllun um leikinn er væntanleg á Fótbolta.net
95. mín
Fólk stendur á fætur og klappar. Styttist í lokaflautið og hér verður fagnað vel í leikslok.
93. mín
Þýskaland reynir af veikum mætti en kemst lítt áleiðis. Vörn Íslands sterk og það sem lekur í gegn étur Fanney upp.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki sex minútur
Styttist óðum í að fólk geti byrjað að finna flug til Sviss því þangað erum við að fara á EM!
85. mín
Inn:Berglind Rós Ágústsdóttir (Ísland) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland)
83. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland)
MARK!!!!!! Hrikaleg mistök í öftustu línu Þjóðverja. Sveindís kemst inn í lélega sendingu og er ein gegn markverði. Henni verða ekki á nein mistök og klárar af gríðarlegri prýði

5243 áhorfendur á Laugardalsvelli ærast af fögnuði. EM sætið er því sem næst tryggt!

80. mín
Inn:Guðrún Arnardóttir (Ísland) Út:Natasha Anasi (Ísland)
Natasha verið stórkostleg í dag og fær standandi lófaklapp frá stúkunni er hún gengur af velli.
78. mín
Aftur Fanney
Freigang í hörkufæri í teignum eftir kraflítinn skalla frá Glódísi frá markinu. Nær ekki miklum krafti í skotið en Fanney gerir engu að síður vel að verja.
77. mín
Fanney með vörslu Sjoeke Nusken með skot frá vítateig en Fanney fljót niður og ver í horn.
75. mín
Inn:Felicitas Rauch (Þýskaland) Út:Sarai Linder (Þýskaland)
75. mín
Inn:Vivien Endemann (Þýskaland) Út:Klara Bühl (Þýskaland)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
74. mín
Inn:Hlín Eiríksdóttir (Ísland) Út:Diljá Ýr Zomers (Ísland)
74. mín
Inn:Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) Út:Hildur Antonsdóttir (Ísland)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
69. mín
Frábær hugmynd!
Alexandra vinnur boltann á miðjum vallarhelmingi Þjóðverja. Sér að Frohms er framarlega í markinu og lætur bara vaða. Boltinn hárfínt yfir slánna.
68. mín
Freigang með hörkuskot að marki eftir snögga sókn Þjóðverja. Boltinn þó talsvert yfir markið.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
63. mín
Fanney Inga liggur eftir á vellinum eftir atvikið áðan og fær aðhlynningu. Er Ísland að fara að neyðast til að skipta um markvörð? Í það minnsta tekur drjúgan tíma að huga að Fanney.

Fanney stendur að lokum upp og virðist ætla að halda áfram.
61. mín
Glódís með stórkostlega björgun Boltinn inn á teiginn sem Fanney missir af. Sýnist það vera varamaðurinn Freigang sem skallar boltann að marki og er á leið yfir línunna er Glódís nær að skófla boltanum af línunni og bjarga marki.

60. mín
Inn:Janina Minge (Þýskaland) Út:Elisa Senss (Þýskaland)
60. mín
Inn:Laura Freigang (Þýskaland) Út:Nicole Anyomi (Þýskaland)
58. mín
Darraðardans af bestu gerð.
Boltinn dettur niður í markteig Þjóðverja og fjöldi leikmanna í kring. Sýnist það vera Natasha sem reynir að skófla boltanum yfir línuna en Frohms handsamar boltann.
58. mín
Alexandra fagnar marki sínu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
57. mín
Natasha sem verið hefur frábær í leiknum vinnur hér aukaspyrnu á álitlegum stað við vítateig Þjóðverja.
55. mín
Þjóðverjar ógna en Natahsha eins og klettur í vörninni og lokar vel á skot Senss.
52. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
MARK!!!! Frohms gerir mistök í marki Þjóðverja og Ísland refsar.

Sveindís á undan Frohms í boltann sem þarf að hlaupa langa leið til baka í mark sitt. Sveindís leggur boltann út á Alexöndru sem á frábært skot sem sigrar Frohms sem þó var komin aftur í markið.

49. mín
Langt innkast Sveindísar skapar usla. Natasha vinnur horn upp úr atvikinu.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Gestirnir frá Þýskalandi rúlla þess af stað á ný.
46. mín
Fleiri myndir úr fyrri hálfleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Hálfleikur

Stórgóð frammistaða Íslands í þessum fyrri hálfleik. Gott mark úr föstu leikatriði sem fylgt hefur verið eftir með virkilega góðum varnarleik, Teflum oft á tæpasta vað en liðinu tekist að hreinsa upp eftir sig.
45. mín
+1
Lea Schuller kemur boltanum í netið eftir snarpa sókn Þjóðverja en flaggið fer á loft.
45. mín
Uppbótartími er að lágmarki ein mínúta.
44. mín
Enn frábær varnarleikur
Gott spil Þjóðverja skapar skotógn við vítateig Íslands en Glódsís sem fyrr vel staðsett og kemur sér fyrir skotið.
43. mín
Fanney Inga með frábæra vörslu.
Lea Schuller í dauðafæri á markteig eftir sendingu frá hægri. Fanney frábærlega staðsett í markinu og ver vel.
38. mín
Frábær varnarleikur hjá Natöshu
Þjóðverjar að spila sig í gegnum vörn en Íslands en einstaklega vel tímasett tækling hennar bægir hættunni frá.
33. mín
Sandra María vinnur horn af harðfylgi.

Ekkert kom upp úr horninu
30. mín
Erum að leika okkur að eldinum
Töpum boltanum illa á eigin vallarhelmingi til Leu Schuller. Hún er alls ekki feimin við að skjóta á markið en Glódís með fyrirmyndar varnarleikog lokar á hana.
29. mín
Þjóðverjar sækja hratt Lea Schuller með skotið eftir dálangan sprett en boltinn af varnarmanni og afturfyrir.

Fínasta horn fyrir okkur. Boltinn hár og svífur yfir allt og alla og út af hinum megin.
28. mín
Markinu fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
27. mín
Myndir frá stjörnuljósmyndaranum Hauki Gunnars
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
26. mín
Þung pressa Þjóðverja Í skotfæri í teignum en Glódís vel staðsett að vanda og kemst fyrir skotið. Þjóðverjar með enn eitt hornið.

Boltinn hár inn á teiginn og dettur ofan á þaknetið.
25. mín
Sjoeke Nusken með stórhættulegt skot eftir horn Þjóðverja. Synist það vera Natasha sem rekur kollinn í boltann og þær Þýsku fá annað horn.
22. mín
Þjóðverjar vinna horn er Guðný kemst fyrir sendingu Senss inn á teiginn.

Hornið verulega slakt og endaði í hliðarnetinu á nærstöng.
21. mín
Enn góð skyndisókn Íslands
Boltinn út til hægri á Diljá sem á fyrirgjöf fyrir markið þar sem Sveindís mætir á fjær. Færið þröngt en Sveindís með skotið sem hittir þó ekki markið.
20. mín
Aukaspyrna frá Schullar utan af velli. Fastur bolti sem Fanney heldur ekki í fyrstu tilraun en nær svo tökum á boltanum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
18. mín
Þjóðverjar virka hálf slegnir á vellinum yfir stöðunni sem uppi er. Íslenska liðið verið mjög ógnandi í hröðum upphlaupum sínum til þessa í leiknum.
13. mín MARK!
Ingibjörg Sigurðardóttir (Ísland)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
MARK!!!!!! Ísland fékk horn eftir skyndisókn og skot Söndru Maríu sem fór af varnarmanni.

Karólína með virkilega góða spyrnu inn á teiginn, Sveindís vinnur fyrsta boltann og Ingibjörg er hreinlega miklu sterkari en allar aðrar og skallar boltann í netið eftir að Þjóðverjum mistókst að skalla frá.

12. mín
Alexandra með hræðilega sendingu á miðjum vellinum beint fyrir fætur Leu Schuller Hún seturn boltann á Elisu Senss sem kemst inn á teiginn en setur boltann framhjá markinu.
10. mín
Fanney í alvöru brasi í markinu. Missir boltann undir pressu frá Lea Schuller en Þjóðverjar ná sem betur fer ekki að gera sér mat úr því.
9. mín
Hættulegur bolti á markið frá Buhl að mér sýnist. Fastur inn í átt að markinu og Fanney í smá basli. Frákastið til Þjóðverja sem ná þó ekki að koma boltanum á markið.
8. mín
Þýska liðið hægt og rólega að finna taktinn eftir hæga byrjun.

Vinna hér aukaspyrnu á góðum stað til fyrirgjafar.
4. mín
Gott samspil íslemnska liðsins setur Söndru Maríu í ?óða stöðu úti til vinstri. Þýska vörnin kemst þó á milli og ekkert verður úr.
3. mín
Gríðarleg áræðni í íslenska liðinu í byfjun.

Kraftmikið og vonandi að það haldi áfram á þeirri braut.
2. mín
Sveindís Jane ekki lengi að koma sér í færi
Fær boltann í fætur frá Ingibjörgu og keyrir af stað. Fer auðveldlega framhjá varnarmanni inn á teiginn og nær skoti en boltinn rétt framhjá stönginni fjær.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér á Laugardalsvelli. Ísland hefur hér leik. Sveindís Jane sparkar þessu af stað.

Áfram Ísland
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Það er að myndast ansi góð stemning á vellinum þó það sé kalt. Stelpurnar á Símamótinu eru að fjölmenna á völlinn og ætla að láta vel í sér heyra.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Engin Popp Byrjunarlið Þýskalands er afar sterkt að venju en þar er engin Alexandra Popp. Hún er frá vegna meiðsla. Sá leikmaður sem íslenska liðið þarf að passa best upp á er Lea Schüller, sóknarmaður Bayern München. Hún fór illa með okkur í fyrri leiknum.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Natasha byrjar óvænt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari landsliðsins, er búinn að velja byrjunarliðið og má sjá það hér að neðan.

Hann gerir þrjár breytingar frá sigrinum á Austurríki í síðasta mánuði. Þær Hlín Eiríksdóttir, Guðrún Arnardóttir og Selma Sól Magnúsdóttir taka sér sæti á bekknum. Inn koma þær Diljá Ýr Zomers, Natasha Anasi og Alexandra Jóhannsdóttir.

Natasha er að spila sinn sjötta landsleik. Hún meiddist illa á síðasta ári og er í dag að spila sinn fyrsta landsleik síðan í febrúar 2022.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Dómarinn í Laugardalnum fékk orðu í afmæli konungs
Mynd: Getty Images

Velski dómarinn Cheryl Foster dæmir leik Íslands og Þýskalands.

Foster er 43 ára og var í síðasta mánuði sæmd MBE orðu bresku krúnunnar á afmælishátíð konungsins. Hún var heiðruð fyrir framlag sitt til fótbolta og kvennaíþrótta.

Hún varð fyrsta konan frá Wales til að dæma á stórmóti á EM 2022 og svo dæmdi hún úrslitaleik Meistaradeildar kvenna 2023, milli Barcelona og Wolfsburg.

Hún starfaði síðan á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi þar sem hún dæmdi meðal annars leikinn um þriðja sætið.

„Þegar ég byrjaði fyrst að dæma vissi ég ekki hvert það myndi leiða mig. Ég ákvað að prófa þetta og svo virtist sem ég væri fín í þessu," sagði Foster eftir að hafa fengið orðuna.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Líklegt byrjunarlið Íslands
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

„Það eru allar heilar og allar klárar," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í gær.

Við spáum því að Þorsteinn geri eina breytingu frá sigrinum gegn Austurríki fyrir rúmum mánuði síðan.

Sú breyting er að Alexandra Jóhannsdóttir muni aftur koma inn á miðjuna fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur.

Sveindís Jane Jónsdóttir verði þá fremst á vellinum en miðverðir Þýskalands lentu í miklum vandræðum með Sveindísi í útileiknum áður en hún meiddist.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Gluggi sem er á frekar skrítnum tíma Hópurinn kom allur saman fyrr í þessari viku en þetta er skrítinn gluggi gagnvart stöðu leikmanna; hvar þær eru staddar varðandi keppni og æfingar. Leikmenn sem eru að spila í stærstu deildum Evrópu eru að koma úr sumarfríi en svo eru leikmenn sem eru að spila á Íslandi og í Svíþjóð í fullu fjöri.

Staðan á leikmönnum er mismunandi en Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, er ánægður með standið á leikmannahópnum.

„Það eru allar heilar og allar klárar. Það hefur gengið vel. Stelpurnar voru búnar að æfa eitthvað áður en þær komu hingað. Ég held að við séum að mörgu leyti í betri stöðu en Þýskaland (þar sem svo gott sem allir þeirra leikmenn eru að koma úr sumarfríi). Það eru líka leikmenn hjá okkur sem eru að spila í deildarkeppni. Þetta er bara fínt eins og staðan er núna. Þetta lítur vel út þrátt fyrir að þetta sé ekki draumatímasetning fyrir alla," sagði Þorsteinn.

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, er tiltölulega nýbyrjuð að æfa aftur eftir sumarfrí. Hún er á mála hjá þýska stórveldinu Bayern München.

„Það hefur gengið fínt. Við fengum ágætis frí í júní, byrjuðum svo að æfa sjálfar í lok júní og svo úti með Bayern 1. júlí. Mér líður fínt. Maður þarf ekki alveg níu mánaða undirbúningstímabil eins og er á Íslandi," sagði Glódís.

„Ég held að við séum allar í góðu standi. Maður missir ekki formið sitt niður á tveimur vikum. Við erum klárar í þetta. Það er ný upplifun að mæta beint í gríðarlega mikilvæga leiki með landsliðinu og það gíraði mig bara í gang í byrjun undirbúningstímabilsins."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Glódís með ákall til fyrirtækja
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, var með ákall til fyrirtækja á fundinum í gær.

„Er ekki fínt að byrja helgina á landsleik? Ég vona bara að vinnustaðir taki sig til og leyfi fólki að fara fyrr heim. Jafnvel búi til stemningu eftir hádegi, fólk mæti í treyjum og fari svo saman á landsleik. Mig langar allavega að við búum í þannig landi, þar sem það er gert. Ég vona það," sagði Glódís.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Af hverju byrjar leikurinn 16:15? Ástæðan fyrir leiktímanum er samningur KSÍ við þýska sjónvarpið, en Þjóðverjar eru tveimur tímum á undan okkur. Leikurinn hefst þá 18:15 í Þýskalandi og mun ekki riðla sjónvarpsdagskrá á föstudagskvöldi of mikið.

Þjóðverjar borguðu sem sagt KSÍ til að hafa leikinn á þessum tíma.

„Ástæðan er bara samningur við þýska sjónvarpið, ég held að það sé ekki flóknara en það. Þeir vildu hafa hann á þessum tíma og voru góðir við okkur," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í gær.

Það voru um 1800 miðar farnir úr kerfinu í gær en það er búist við fjölmörgum stelpum af Símamótinu á þennan leik.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Væri geggjað að klára markmiðið heima
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við erum alltaf bjartsýn og við teljum okkur alltaf eiga möguleika á því að vinna fótboltaleiki, sama á móti hverjum það er," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í gær.

„Við förum í alla leiki til að vinna. Þannig legg ég upp leikinn á morgun; við spilum til sigurs og ekkert annað. Það hefur ekkert annað verið rætt, við ætlum bara að mæta í leikinn og vinna hann. Við erum að taka eitt skref í einu. Ef við bætum spilamennskuna um eitt lítið skref áfram, þá eigum við mjög góðan möguleika," sagði landsliðsþjálfarinn jafnframt.

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, sat einnig fundinn og tók í sama streng.

„Það er svo sem ekki miklu að bæta við það. Við erum spenntar og það væri geggjað að klára þetta á heimavelli," sagði Glódís en hvað þarf til að vinna leikinn?

„Auðvitað mun varn­ar­leik­ur­inn okk­ar skipta miklu máli í þess­um leik. Þær eru með sterka ein­stak­linga og leik­menn sem geta gert frá­bæra hluti upp á eigin spýtur. Þær eru sterkar í fyrirgjöfum og í kring­um boxið. Að sama skapi sjá­um við ákveðna mögu­leika í því. Þetta verður gríðarlega erfitt verk­efni fyr­ir okk­ur en við erum spennt­ar og bún­ar að fara vel yfir okk­ar leikpl­an. Við ætl­um að eiga góðan dag á morg­un," bætti fyrirliðinn við.

Landsliðsþjálfarinn var svo spurður út í sóknarmöguleika gegn þýska liðinu, sem er eitt það sterkasta í heimi.

„Eigum við að gefa það allt upp eða?" sagði Þorsteinn léttur. „Við erum búin að sjá ýmislegt og munu reyna að spila inn á það á morgun þegar tækifærin gefast. Við teljum að það séu veikleikar hjá þeim í ákveðnum stöðum. Við munum stefna á það á morgun að nýta okkur það. Í síðasta leik sköpuðum við okkur góð færi úr til dæmis föstum leikatriðum og við þurfum að gera það aftur í leiknum á morgun. Við þurfum að framkvæma þau atriði vel og ef við gerum það erum við líkleg til að skora úr föstu leikatriði á móti þeim. Það eru ýmis atriði sem við höfum verið að teikna upp og skoða."

„Við þurfum að fækka þeim tilfellum þar sem þær komast í fyrirgjafastöður. Við þurfum að vísa þeim úr þeim stöðum að þær komist ekki einn á einn á góðum stað. Við þurfum að verjast vel inn í vítateignum og vera grimm þar. Við þurfum að verja markið okkar vel til að vinna þær," sagði landsliðsþjálfarinn jafnframt.

Einn minn uppáhalds landsleikur
Þýskaland hefur verið með yfirburði gegn Íslandi í gegnum tíðina en okkar stelpur hafa einu sinni farið með sigur af hólmi. Sá sigur kom í Wiesbaden árið 2017, 2-3 sigur hjá Íslandi. Glódís Perla tók þátt í þeim leik.

„Það er einn af, ef ekki bara uppáhalds landsleikurinn minn. Þetta var og er risastórt að við náðum í sigur á útivelli gegn Þýskalandi. Það gefur okkur trú á að við getum unnið Þjóðverja. Þetta er ekki óyfirstíganlegt verkefni sem við erum að fara í og ef við lendum á góðum degi, þá er allt hægt. Það þarf allt að ganga upp til að það verði," sagði Glódís og hélt áfram:

„Þetta er einn af mínum uppáhalds landsleikjum og mér myndi ekki finnast leiðinlegt að vinna Þjóðverja aftur, sérstaklega þar sem ég er núna að spila í Þýskalandi. Maður verður enn hungraðari í því að sýna hvað við getum sem lið og þjóð því ég er að spila þar. Við viljum ekki að það sé talað niður til okkar, við viljum að önnur lið beri virðingu fyrir okkur og því sem við stöndum fyrir. Þetta verður gríðarlega spennandi leikur."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Geta tryggt sig inn á EM í dag Um er að ræða næst síðasta leik Íslands í riðlinum í þessari undankeppni. Með sigri tryggir Ísland sig inn á lokakeppnina, en það verður hægara sagt en gert þar sem Þýskaland er eitt allra besta landslið heims.

En Ísland á tvo möguleika þar sem liðið lagði Austurríki að velli í síðasta glugga. Ísland þarf þrjú stig annað hvort í dag eða gegn Póllandi í næstu viku til að tryggja sig inn á mótið.

Mynd: KSÍ - Skjáskot
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Þýskalands í undankeppni EM kvenna 2025. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16:15.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
1. Merle Frohms (m)
2. Sarai Linder ('75)
3. Kathrin Hendrich
7. Lea Schüller
9. Sjoeke Nüsken
15. Giulia Gwinn
18. Nicole Anyomi ('60)
19. Klara Bühl ('75)
20. Elisa Senss ('60)
22. Jule Brand
23. Sara Doorsoun

Varamenn:
12. Ann-Katrin Berger (m)
21. Stina Johannes (m)
4. Bibiane Schulze
5. Marina Hegering
10. Laura Freigang ('60)
13. Pia-Sophie Wolter
14. Janina Minge ('60)
16. Vivien Endemann ('75)
17. Felicitas Rauch ('75)

Liðsstjórn:
Horst Hrubesch (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: