Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Fylkir
3
0
ÍA
Ómar Björn Stefánsson '16 1-0
Orri Sveinn Segatta '29 2-0
Aron Snær Guðbjörnsson '86 3-0
15.07.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Bongó og logn! Gerast ekki betri!
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 785
Maður leiksins: Ómar Björn Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Sigurbergur Áki Jörundsson
22. Ómar Björn Stefánsson ('84)
27. Arnór Breki Ásþórsson
70. Guðmundur Tyrfingsson ('76)
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('68)

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
4. Stefán Gísli Stefánsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('68)
19. Arnar Númi Gíslason
21. Aron Snær Guðbjörnsson ('76)
25. Þóroddur Víkingsson ('84)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('12)
Nikulás Val Gunnarsson ('59)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fylkismenn vinna kærkominn sigur á ÍA!

Frábær leikur en það koma viðtöl og skýrsla inn á síðuna innan skamms.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
92. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
92. mín
Skagamenn fá horn!
90. mín
3 mínútur í uppbótartíma
90. mín
Aron fagnar þriðja markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

87. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Arnór Smárason (ÍA)
86. mín MARK!
Aron Snær Guðbjörnsson (Fylkir)
Stoðsending: Nikulás Val Gunnarsson
Þeir bæta bara við! Nikulás sleppur einn í gegn á móti Árna Marínó og rúllar boltanum til hliðar á varamanninn Þórodd sem tekur eina móttöku og rúllar honum svo í netið.

Það tryllast allir úr fögnuði í Árbænum þar sem kærkomin þrjú stig eru nánast komin í hús!
84. mín
Inn:Þóroddur Víkingsson (Fylkir) Út:Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
83. mín
Inn:Ármann Ingi Finnbogason (ÍA) Út:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
83. mín
DAUÐAFÆRI! Árni Marínó kemur út úr teignum og hreinsar fram. Hreinsunin breyttist í KDB sendingu þar sem Hinrik var sloppinn einn í gegn. Hann tekur skotið sem var alls ekki gott og fór framhjá.

Viktor Jóns gjörsamlega brjálaður sem vildi fá sendinguna á sig frá Hinriki.
81. mín
Stöngin og Fylkismenn vilja víti og tryllast! Ragnar Bragi tekur skotið í fyrsta fyrir utan vítateig ÍA sem smellur í stönginni. Boltinn dettur út í teiginn á Ómar sem virðist hafa verði tekinn niður á Árna Marínó en Jóhann dæmir ekkert. Allt gjörsamlega tryllist í Árbænum.

Við fyrstu fannst mér þetta bara vera rétt hjá dómarateyminu.
76. mín
Johannes Vall tekur spyrnuna inn á teig sem Ólafur Kristófer gerir mjög vel í að handsama.
76. mín
Inn:Aron Snær Guðbjörnsson (Fylkir) Út:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir)
75. mín
Einhvernveginn skorar Skaginn ekki en þeir fá annað horn!
75. mín
Skagamenn að fá hornspyrnu!
70. mín
Skagamenn bruna upp og sækja! Johannes Vall brunar upp vinstri vænginn og kemur með boltann fyrir á Viktor Jóns sem skallar boltann rétt framhjá. Hann var gjörsamlega einn og óvaldaður en gerði vel að ná skallanum.
69. mín
Þrjár hornspyrnur í röð Arnór Breki tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer beint á ennið á Orra. Orri tekur skallan á markið en Árni Marínó ver í annað horn.

Fylkismenn fá svo annað horn. Næst tekur Gummi Tyrfings skot í varnarmann Fylkis og í annað horn.

Síðan fá þeir þriðja hornið en þá kemur slakur skalli framhjá marki ÍA.
69. mín
Fylkismenn að fá hornspyrnu!
68. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir)
66. mín
Næsta mark er gífurlega mikilvægt Ef ég ætti að giska núna hvernig leikurinn fer myndi ég segja jafntefli. Næsta mark allavegana er gífurlega mikilvægt. Skagamenn eru líklegri finnst mér á þessari stundu að skora næsta mark og þá held ég að þeir munu alltaf jafna metin eftir það.

Sjáum hvað situr.
60. mín
Hetjulegur varnarleikur hjá Fylki Vardic tekur skotið sem fer í vegginn, þá fær Arnór Smára boltann og hann tekur skotið líka í vegginn. Sóknin heldur áfram og boltinn dettur inn á teiginn og það myndast mikill darraðardans áður en Fylkismenn hreinsa.

Hvernig er bara ekki komið mark í þennan seinni hálfleik?
59. mín Gult spjald: Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Mér fannst þetta fyrst vera léleg tækling og klárlega brot en Fylkismenn eru allt annað en sáttir.

Hann brýtur á Steinari Þorsteinssyni en Skagamenn eiga núna aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
58. mín
Rétt framhjá hjá Vardic! Arnór Smára tekur spyrnuna inn á teiginn sem Marko Vardic skallar rétt framhjá!

Eins og ég segi, það liggur Skagamark í loftinu.
58. mín
Skagamenn að fá hornspyrnu!
56. mín
Gummi Tyrfings þarf að gera betur þarna! Arnór Breki fær boltann fyrir utan teig ÍA og keyrir á teiginn. Hann rennur boltanum svo til hliðar á Gumma Tyrfings sem kemur með hræðilegt skot eða sendingu. Virtist samt hafa verið sending en illa farið með gott færi þarna hjá heimamönnum!
53. mín
Skagamenn byrja af krafti! Allt annað að sjá ÍA-liðið í seinni hálfleiknum til þessa. Það liggur Skagamark í loftinu!
52. mín
Skagamenn sækja enn eina ferðina Steinar vinnur boltann ofarlega á vellinum og kemur honum til hliðar á Marko Vardic sem tekur skotið niður í hornið en Ólafur ver vel.
52. mín
Arnór Smára með hornið inn á teiginn sem fer beint í hendurnar á Ólafi í markinu.
52. mín
Skagamenn að fá horn!
51. mín
Sláin! Jón Gísli með rosalegt skot fyrir utan teig sem fer í slána!
50. mín
Skagamenn vilja víti! Jón Gísli kemur með góðan bolta inn á fjærsvæðið þar sem Johannes Vall er mættur. Þegar boltinn lendir fyrir framan hann hrasar hann, eða fær einhverja snertingu í bakið og vill vítaspyrnu líkt og allir Skagamennirnir.

Ég held að það hafi verið lítið sem ekkert í þessu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Gestirnir byrja núna með boltann og sækja í átt að Esjunni en Fylkismenn sækja í átt að Árbæjarlauginni.
45. mín
785 áhorfendur á vellinum
45. mín
Hálfleikur
Þá hefur góður dómari leiksins, Jóhann Ingi, flautað til hálfleiks og Fylkismenn leiða 2-0 bara verðskuldað í hálfleik.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
45. mín
Arnór Breki tekur spyrnuna inn á teiginn sem Árni Marínó gerir vel í að handsama.
45. mín
Fylkismenn að fá horn!
45. mín
+2 mínútur í uppbótartíma ...í hið minnsta
43. mín
Johannes Vall skallar boltann frá nærstönginni
42. mín
Fylkir að fá horn! Fylkismenn sækja og uppskera horn!
39. mín
Það er baráttuandi í Árbæingum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
38. mín
Fylkismenn í ágætis færi Birkir Eyþórs finnur Mathias Præst í lappir við D-bogann sem tekur skotið í fyrsta á markið. Skotið var fast en fór beint á Árna sem var í engum vandræðum með boltann.
37. mín
Nýja þjálfarateymið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

35. mín
Hafliði Breiðfjörð er vopnaður myndavél í Árbænum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
29. mín MARK!
Orri Sveinn Segatta (Fylkir)
Stoðsending: Arnór Breki Ásþórsson
Sóknarpressan skila marki! Þeir voru búnir að liggja á þeim í nokkrar mínútur og uppskera mark!

Arnór Breki tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer beint á ennið á Orra og boltinn endar í netinu. Árni Marínó virtist hrasaði í teignum þegar boltinn var á leiðinni inn á teiginn en fær enga aukaspyrnu. Orri skallar nánast í opið markið.

Fylkismenn búnir að tvöfalda forystuna og það bara verðskuldað!
29. mín
Árni ver í horn! Boltinn fer út á Mathias Præst sem ver í annað horn.

Fylkismenn liggja að marki ÍA!
28. mín
Annað horn! Arnór Breki tekur spyrnuna sem fer í Marko Vardic og útaf í annað horn.
28. mín
Fylkir að fá horn! Fylksimenn liggja á Skagateignum sem skilar horni.
26. mín
Steinar Þorsteins með skot inn í teig Fylkis sem fer rétt yfir.

Skagamenn hafa ekki byrjað þennan leik vel og eru þannig séð heppnir að staðan sé ennþá 1-0 en þeir hafa verið smá bitlausir fram á við í kvöld til þessa.
25. mín
Fylkismenn sækja! Præst fær boltann á miðjum vellinum og finnur Nikulás sem sér að Árni Marínó er kominn langt út úr markinu. Hann lætur vaða fyrir utan teig, vissulega með mann í sér, en boltinn fer langt framhjá.

Fylkismenn stórhættulegir í þessum skyndisóknum!
22. mín Gult spjald: Johannes Vall (ÍA)
Brýtur á Præst þegar Fylkismenn eru komnir í stórhættulega skyndisókn. Hárrétt enn og aftur hjá Jóhanni.
22. mín
Johannes Vall tekur spyrnuna inn á teiginn sem Orri Sveinn skallar frá í tvígang.
21. mín
Skagamenn fá horn!
18. mín
Fylkismenn bægja hættunni frá
17. mín
Skagamenn fá horn!
16. mín MARK!
Ómar Björn Stefánsson (Fylkir)
Stoðsending: Guðmundur Tyrfingsson
Ómar byrjaði sóknina og kláraði hana! Fylkismenn bruna upp í skyndisókn og skora!

Ómar Björn kemur með geggjaðan bolta inn fyrir á Guðmund Tyrfings. Gummi keyrir inn á teiginn og kemur með boltann inn fyrir á Ómar sjálfan sem klárar framhjá Árna í markinu!

Fylkismenn komnir yfir!
12. mín Gult spjald: Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir)
Fer of seint í Oliver eftir að Oliver náði boltanum fyrst og fær gult.

Hárrétt hjá Jóhanni.
10. mín
Frekar lítið að gerast til þessa. Skagamenn kannski aðeins meira með boltann og ívið betri en lítið um einhver færi fyrir utan færið hans Hinriks.
6. mín
Fyrsta skot á mark Hinrik fær góða sendingu í gegn frá Arnóri Smára og nær skotinu á markið sem Ólafur er hins vegar í engum vandræðum með og handsamar boltann.
4. mín
Svona sé ég þetta Fylkismenn í sínu hefðbundna 4-2-3-1 og eru lítið að flækja þetta.
Fylkir (4-2-3-1)
Ólafur
Birkir - Orri - Sigurbergur - Arnór B
Ragnar - Nikulás
Halldór - Præst - Guðmundur
Ómar

Steinar Þorsteins er mjög ofarlega á vellinum í uppspili ÍA og þá virkar þetta meira eins og 5-2-3 en þetta er svona í grunninn sýnist mér.
ÍA (5-3-2)
Árni
Jón - Hlynur - Erik - Oliver - Johannes
Steinar - Arnór - Marko
Viktor - Hinrik
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað og það eru heimamenn sem hefja hér leikinn og sækja í átt að Esjunni. Skaginn sækir í átt að Kópavogi.

Fylkir spilar í appelsínugum treyjum, svörtum stuttbuxum og appelsínugulum sokkum.

Skagamenn spila í svartri treyju, svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum.
Fyrir leik
Styttist Þá ganga liðin til vallar og gera sig klár í slaginn.
Fyrir leik
Við fengum þetta veður bara! Það er sól og blíða, algjört logn og frábær andi í Árbænum.

Þetta ætti að vera frábær fótboltaleikur!
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, gerir þrjár breytingar á Fylkisliðinu frá Valsleiknum sem þeir töpuðu 4-0 í seinustu umferð. Sigurbergur Áki Jörundsson, Guðmundur Tyrfingsson og Halldór Jón Sigurður Þórðarson koma inn í liðið fyrir þá Ásgeir Eyþórsson, Þóroddur Víkingsson og Benedikt Daríus Garðarsson.

Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA gerir eina breytingu á sínu liði frá seinasta leik Skagamanna sem þeir unnu sannfærandi 8-0 gegn HK. Hlynur Sævar Jónsson kemur inn í liðið fyrir Hilmar Elís Hilmarsson.
Fyrir leik
Við fengum spá! Hinn mikli Þórsari og lífskúnstner, Sæbjörn Þór Steinke, fékk það erfiða en þó skemmtilega verkefni að spá í þennan áhugaverða leik í kvöld. Um leikinn hafði hann eftirfarandi að segja:

Fylkir 1-2 ÍA
Hörkuleikur í dag þar sem ÍA er sigurstranglegra liðið. Þórður Gunnar skorar mark Fylkis, jafnar í 1-1 eftir mark frá Arnóri Smárasyni en það verður svo Viktor Jóns sem klárar dæmið fyrir ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mættust í höllinni Liðin hafa mæst einu sinni áður í sumar í deildinni. Þá var Akranesvöllurinn ekki tilbúinn og leikurinn spilaður inni í Akraneshöllinni. Skagamenn unnu 5-1 sigur en Orri Sveinn, varnarmaður Fylkis, fékk rautt spjald í fyrri hálfleiknum.

Tölfræði úr leikjunum:
Leikir: 52
Fylkissigrar: 14
Jafntefli: 13
Skagasigrar: 25
Markatalan: Fylkir 72-99 ÍA

Mynd: Einar Ásgeirsson
Fyrir leik
Þriðja liðið Jóhann Ingi fær það skemmtilega verkefni að dæma þennan leik í kvöld en honum til halds og trausts verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Eysteinn Hrafnkelsson. Twana Khalid Ahmed er skiltadómari og eftirlitsmaður KSÍ er Eyjólfur Ólafsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Neðstir í deildinni og breytingar í þjálfarateyminu Fylkisliðið styrkti sig ekkert gífurlega mikið fyrir tímabilið og lang flestir sérfræðingar Bestu deildarinnar spáðu Fylkisliðinu falli. Í dag eru þeir neðstir í deildinni. Það lítur allt út fyrir að þetta gæti orðið tímabil sem Árbæjingar vilja gleyma sem fyrst. Einu sigrarnir hjá Fylki í ár hafa komið á móti neðstu tveimur liðunum fyrir utan þá, HK og Vestra. Þeir koma klárlega sem 'underdogs' inn í þennan leik í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Nýr aðstoðarþjálfari
Brynjar Björn Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fylkis út tímabilið hið minnsta. Hann mun aðstoða Rúnar Pál Sigmundsson. Olgeir Sigurgeirsson hefur gengt stöðunni undanfarin ár en var rekinn frá félaginu á dögunum þrátt fyrir andstöðu Rúnars Páls.
Fyrir leik
Evrópuandi á Skaganum Skagamenn eru í alvöru gír þessa stundina en þeir eru heitasta lið deildarinnar með 13 stig í seinustu 5 leikjum. Þeir koma úr hreint út sagt mögnuðum leik gegn HK á Írskum dögum sem þeir tóku sannfærandi 8-0 en þar skoraði Viktor Jóns hvorki meira né minna en 4 mörk en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar til þessa með 12 mörk.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hvernig klára þeir tímabilið?
Líkt og áður kom fram er ÍA heitasta lið deildarinnar og sitja í 4. sætinu. Þeir eru fjórum stigum á eftir Breiðablik en eiga leik til góða. Þetta er ekkert flóknara en það að Skagamenn eru komnir í Evrópubaráttu þar sem þeir eru að berjast um efstu sætin við bestu liðin í deildinni. Spurningin er bara hvort þeir nái að halda þetta út.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Sú lang Besta! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Fylkis og ÍA í Bestu deild karla úr Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson ('83)
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('92)
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
19. Marko Vardic
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason ('87)

Varamenn:
5. Arnleifur Hjörleifsson
7. Ármann Ingi Finnbogason ('83)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('87)
18. Guðfinnur Þór Leósson
22. Árni Salvar Heimisson ('92)
23. Hilmar Elís Hilmarsson

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Hjalti Rúnar Oddsson
Dino Hodzic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:
Johannes Vall ('22)

Rauð spjöld: