Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Njarðvík
1
1
Þróttur R.
Kaj Leo Í Bartalstovu '64 1-0
1-1 Kári Kristjánsson '82 , víti
Gunnar Heiðar Þorvaldsson '95
25.07.2024  -  19:15
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Sigurjón Már Markússon
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson
3. Sigurjón Már Markússon
7. Joao Ananias ('71)
8. Kenneth Hogg
9. Oumar Diouck
10. Kaj Leo Í Bartalstovu
13. Dominik Radic
15. Ibra Camara
19. Tómas Bjarki Jónsson
24. Hreggviður Hermannsson
25. Indriði Áki Þorláksson ('71)

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
5. Arnar Helgi Magnússon ('71)
11. Freysteinn Ingi Guðnason
14. Amin Cosic
18. Björn Aron Björnsson
28. Símon Logi Thasaphong
29. Kári Vilberg Atlason ('71)

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Margrét Ársælsdóttir
Jaizkibel Roa Argote

Gul spjöld:
Joao Ananias ('61)
Tómas Bjarki Jónsson ('69)
Kaj Leo Í Bartalstovu ('76)
Oumar Diouck ('92)

Rauð spjöld:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('95)
Leik lokið!
Flautað til leiksloka!

Njarðvíkingar allt annað en sáttir og það er smá hiti úti á velli.

Viðtöl og skýrlsa væntanleg.
96. mín
Þróttarar sækja hratt og fá aukaspyrnu.


Þróttarar vilja annað víti en Þórður Þorsteinn dæmir ekki.
95. mín Rautt spjald: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Njarðvík)
Það er hiti!

Verður í banni í Þjóðhátíðarleiknum!
95. mín
Njarðvíkignar fá aukaspyrnu - Þetta hlítur að vera síðasta færið
94. mín Gult spjald: Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.)
94. mín
Njarðvíkingar fá hornspyrnu.

Skyldi þetta vera loka séns?
92. mín Gult spjald: Oumar Diouck (Njarðvík)
91. mín
Inn:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.) Út:Brynjar Gautur Harðarson (Þróttur R.)
91. mín
Inn:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
87. mín
Oumar Diouck að komast í flott færi sem var heldur þröngt og skotið yfir markið.
86. mín
Brynjar Gautur slysar sig í gegn og þegar hann er að láta vaða ná Njarðvíkingar að henda sér fyrir! Þarna mátti ekki miklu muna.
82. mín Mark úr víti!
Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
Gríðarlega öruggt víti hjá Kára sem þrumar honum í uppi í hornið og Aron Snær Friðriksson átti engann séns!
81. mín
Þróttarar fá víti! Ibra Camara dæmdurr brotlegur í baráttu við Vilhjálm Kaldal í teignum!
80. mín
Þróttarar með góða pressu og vinna boltann af Ibra Camara og Liam Jeffs virðist vera komast einn í gegn en Sigurjón Már mætir á síðustu stundu og nær að renna sér á boltann.

Þróttur fær aftur boltann og koma honum fyrir markið en skallinn rétt framhjá!
79. mín
Inn:Liam Daði Jeffs (Þróttur R.) Út:Aron Snær Ingason (Þróttur R.)
77. mín
Kári Kristjánsson í úrvalstækifæri en hittir boltann illa og laust beint á Aron Snær Friðriksson.
76. mín Gult spjald: Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
Brotlegur þegar Vilhjálmur Kaldal ætlar að keyra hratt upp í skyndisókn.
74. mín
Þróttur leitaf af Aroni Snær Ingasyni inni á teig en Njarðvíkingar bjarga í horn.

Vilhjálmur Kaldal á skalla framhjá úr horninu.
72. mín
Dominik Radic að komast í flott skotfæri en skotið beint á Þórhall Ísak.
71. mín
Inn:Kári Vilberg Atlason (Njarðvík) Út:Joao Ananias (Njarðvík)
71. mín
Inn:Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík) Út:Indriði Áki Þorláksson (Njarðvík)
70. mín
Kári Kristjánsson með lúmskt skot úr aukaspyrnunni sem Aron Snær Friðriksson er í smá vandræðum með en sleppur með þetta.
69. mín Gult spjald: Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
Fer með olnbogan í Aron Snær Ingason í loftinu og uppsker gult.
68. mín
Hornið tekið fast niðri inn á teig þar sem Oumar Diouck kemur sér í skotfæri og lætur vaða en Þróttarar skalla yfir á marklínu!

Oumar Diouck tekur svo hornið hinumeginn og það fellur niður á hættusvæðinu og smá kaos áður en Joao Ananias lyftir boltanum svo yfir markið.
67. mín
Kaj Leo þræðir Dominik Radic á milli varnarmanna sem lætur vaða en varnarmenn Þróttara komast fyrir og bjarga í horn.
66. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.) Út:Sigurður Steinar Björnsson (Þróttur R.)
64. mín MARK!
Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
HEIMAMENN TAKA FORYSTU! Hreggviður með fyrirgjöf fyrir markið sem Þróttarar skalla frá beint fyrir fætur Kaj Leo sem lúrði fyrir utan teig og smellir honum fallega í fjærhornið!

NJARÐVÍK LEIÐIR!
61. mín Gult spjald: Joao Ananias (Njarðvík)
Tuð.
61. mín
Hornspyrna Þróttara á fjær þar sem Viktor Steinarsson er mættur og skallar fyrir en fær boltann aftur og lyftir svo fyrir á Emil Skúla sem skallar yfir.
60. mín
Vilhjálmur Kaldal með hörku skot fyrir utan teig sem Aron Snær Friðriksson slær yfir markið.
59. mín
Oumar Diouck með flottan bolta fyrir markið og Kaj Leo mætir á blindu hliðina á Þóri Guðjóns og stingur sér fram fyrir en nær ekki að stýra skallanum á markið.
56. mín
Oumar Diouck að koma sér í flotta stöðu en tekur einum of margar snertingar og Þróttarar ná að koma sér fyrir.
55. mín
Kenneth Hogg snýr af sér varnarmann Þróttara og kemur sér inn á teig og reynir að koma boltanum fyrir markið en hann fer í gegnum pakkann.
53. mín
SIgurjón Már að spila hættulegan leik og Aron Snær Ingason hirðir af honum boltann en sendingin fyrir markið ekkert spes og Njarðvíkingar koma þessu í horn.
52. mín
Dominik Radic með skalla framhjá.
50. mín
Njarðvíkingar að ógna en Kaj Leo með fyrirgjöf sem Þróttarar koma frá.
46. mín
Dominik Radic æðir í átt að teignum og reynir sendingu fyrir markið sem fer af hælnum af varnarmanni og það var nóg til að trufla sókina.
46. mín
Heimamenn sparka okkur af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Ibra Camara með flotta pressu og vinnur boltann og kemur honum á Oumar Diouck og hann æðir inn á teig en nær ekki að koma boltanum fyrir markið og fær horn.

Njarðvíkingar ná ekki að nýta sér hornið og Þórður flautar til hálfleiks.
45. mín
Við erum að detta í uppbótartíma en það er enginn til að segja okkur hve mikill hann er. Ég myndi samt giska á að hann væri alveg 3-4 mín.
44. mín
Kenneth Hogg með skot rétt yfir markið.

Boltanum lyft inn á teig þar sem Dominik Radic og Kenneth Hogg eru og Dominik Radic kemur boltanum til Kenneh Hogg sem reynir að snúa af sér varnarmann og láta vaða en yfir markið fór það.
43. mín
Leikurinn farinn aftur af stað en fáum líklega smá uppbótartíma í þessum fyrri hálfleik.
40. mín
Langur bolti fram og Oumar Diouck og Þórhallur Ísak skella saman. Oumar Diouck dæmdur brotlegur og Þróttarar fá aukaspyrnu.

Leikurinn stopp meðan það er hugað að Þórhalli Ísak sem kom verr úr þessu samstuði.
38. mín
Þróttarar reyna að finna Aron Snær Ingason í svæði á bakvið vörn Njarðvíkinga en Njarðvíkingar vel á verði.
36. mín
Aron Snær Ingason við það að sleppa einn í gegn og hristir af sér Indriða Áka en heimamenn mæta í hjálparvörn og Aron Snær Ingason missir boltann aðeins frá sér og Aron Snær Friðriksson kemur úr markinu og pikkar upp boltann og kemur honum hratt í leik aftur.

Þróttarar kalla eftir víti en það var ekki mikið í þessu fannst mér.
35. mín
Indriði Áki með tilraun hátt yfir markið.
31. mín
Bæði lið að leita af opnum en bæði lið þétt fyrir.
26. mín
Njarðvíkingar koma Oumar Diouck í flotta stöðu sem reynir að stinga sér á milli hafsenta og lætur vaða en Þórhallur Ísak er með þetta.
25. mín
Flott spil hjá Njarðvík og Tómas Bjarki kemur með sendingu á Kenneth Hogg í teignum en skotið heldur of laust og truflar Þórhall Ísak lítið.
24. mín
Miðjumoð er líklega besta lýsingin til að nota yfir þennan leik síðustu mínútur.
18. mín
Eiríkur fer illa með Hreggvið og sækir horn fyrir gestina.

Kemur hinsvegar ekkert úr þessu horni hinsvegar.
16. mín
Oumar Diouck tekur hornið innarlega en Tómas Bjarki skallar yfir markið.
16. mín
Hreggviður gerir vel og vinnur horn fyrir heimamenn.
11. mín
Hreggviður Hermannsson með fyrirgjöf fyrir markið sem Kenneth Hogg skalla framhjá.
11. mín
Njarðvíkingar með fína sókn og Joao Ananias kemst upp að endalínu og reynir fyrirgjöf sem Þórhallur Ísak slær í horn.

Njarðvíkingar gerðu lítið úr þessu horni.
9. mín
Þróttur pressar Njarðvíkurliðið hátt sem eiga í erfiðleikum með að spila sig úr pressunni.
6. mín
Oumar Diouck að gera sig líklegan en skotið framhjá.
5. mín
Vandræðagangur í öftustu línu Njarðvíkinga og Vilhjálmur Kaldal kemst á boltann og nær að koma góðu skoti á markið en Aron Snær ver þetta vel.
3. mín
Oumar Diouck með skot sem fer af varnarmanni og til Þórhalls Ísaks í marki Þróttara.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir sem sparka þessu af stað!
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Við fáum annað dýr til þess að spá í þessa umferð því Úlfur Ágúst Björnsson, sóknarmaður FH, er spámaður umferðarinnar. Hann fylgir á eftir kettinum Kela sem var með fjóra leiki rétta í síðustu umferð.

Njarðvík 3 - 1 Þróttur
Leikur umferðarinnar þar sem mínir menn í Njarðvík takast á við Þróttarana sem eru að spila silki Vennaball þessa dagana. Þessi leikur fer 3-1 Njarðvik þar sem Oumar Diouck og Freysteinn Ingi setja 1 hvor og Hreggi setur einn banger frá 30+ metrum til að sigla sigrinum heim.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson



Fyrir leik
Njarðvíkingar unnu á Avis Þessi lið mættust í 3.umferð á Avis vellinum í Laugardalnum þar sem Njarðvíkingar höfðu betur með einu marki gegn engu. Mark Njarðvíkinga í þeim leik skoraði Oumar Diouck.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Þessi lið hafa samkv. vef KSÍ mæst 21 sinni í mótsleik á vegum KSÍ.

Njarðvíkingar hafa sjö sinnum (33%) hrósað sigri.
Þróttarar hafa ellefu sinnum (52%) unnið.
Liðin hafa þá skilið jöfn þrisvar sinnum (14%).

Njarðvíkingar hafa skorað 35 mörk í þessum leikjum.
Þróttur hafa skorað 47 mörk í þessum leikjum.

Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Fyrir leik
Símon Logi Thasaphong er mættur til Njarðvíkur Njarðvík hefur fengið Símon Loga Thasaphong á láni frá Grindavík út tímabilið. Samningur Símonar við Grindavík rennur svo út eftir tímabilið og hefur samþykkt samning hjá Njarðvík sem gildir út tímabilið 2027.

Símon er sóknarsinnaður leikmaður, getur spilað fremst á miðjunni, á kantinum og sem fremsti maður. Hann hefur komið við sögu í ellefu af þrettán leikjum Grindavíkur í sumar og því koma þessi tíðindi eilítið á óvart.

Símon, sem fæddur er árið 2001, er uppalinn hjá Grindavík og hefur leikið allan sinn feril með liðinu fyrir utan eitt tímabil með GG sem er venslafélag Grindavíkur.

Á síðasta tímabili ksoraði hann sex mörk í 22 leikjum og var hann fimmtán sinnum í byrjunarliðinu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Fyrir leik
Hlynur Þórhallsson samdi til 2026 Það voru frábærar fregnir að berast úr herbúðum Þróttar R.

Þróttarar hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og eru með fjóra sigra í röð í deildinni en hinn bráðefnilegi Hlynur Þórhallsson á sinn þátt í þessari velgengni.

Hlynur, sem er fæddur 2005, þykir vera frábær varnarmaður og hefur fengið mikla athygli fyrir að vinna sér inn fast sæti í byrjunarliðinu.

Hlynur er uppalinn Þróttari og hefur alla tíð leikið fyrir félagið. Hann er kominn með tvö mörk í 13 deildarleikjum á tímabilinu, spilandi sem varnarmaður, auk þess að hafa nokkrum sinnum verið útnefndur sem besti maður leiksins í ár.

Mynd: Þróttur R.


Fyrir leik
Spútnik lið deildarinnar Njarðvíkingar komust aftur á sigurbraut í síðustu umferð þegar þeir báru sigurorð af Leikni Reykjavík í síðustu umferð. Fyrir það hafði liðið ekki tekist að sigra í fjórum leikjum svo Njarðvíkignar vonast til þess að vera búnir að rétta úr kútnum aftur eftir frábæra byrjun á þessu móti. Þrátt fyrir smá hremmingar í síðustu umferðum situr liðið þó í 2.sæti deildarinnar.

Njarðvíkingar hafa skorað 25 mörk í deildinni og fengið á sig 17. Það gefur okkur markatöluna plús 8.

Mörk Njarðvíkinga hafa raðast niður á:

Dominik Radic - 9 mörk
Oumar Diouck - 6 mörk
Arnar Helgi Magnússon - 2 mörk
Kaj Leo Í Bartalstovu - 2 mörk
Kenneth Hogg - 2 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Heitasta lið deildarinnar Það má vel færa rök fyrir því að Þróttur Reykjavík sé heitasta lið deildarinnar um þessar mundir. Þróttarar hafa unnið síðustu fjóra leiki sína í röð og eru á svífandi siglingu upp töfluna. Þróttarar hafa unnið Grindavík, Dalvík/Reyni, ÍBV og Þór Ak og koma því með gríðarlegt sjálfstraust inn í leikinn í kvöld.

Þróttur hefur skorað 21 mark í deildinni til þessa og fengið á sig 18 sem gerir plús 3 í markatölu.

Mörk Þróttara hafa raðast niður á:

Kári Kristjánsson - 5 mörk
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson - 3 mörk
Jorgen Pettersen - 3 mörk
Liam Daði Jeffs - 2 mörk
Hlynur Þórhallsson - 2 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Lengjudeildin Lengjudeildin hefur verið óútreiknandi í sumar. Fullt af óvæntum úrslitum og stutt á milli þess að vera í baráttu um umspil og vera utan umspils. Til marks um það eru tvö stig sem skilja að 9.sætið og 4.sætið.

14.umferð:

Fimmtudagur 25.07.24
19:15 Njarðvík - Þróttur R.
19:15 Afturelding - Keflavík
19:15 Grótta - Grindavík
19:15 ÍR - Leiknir R.

Föstudagur 26.07.24
18:00 Fjölnir - Dalvík/Reynir

Laugardagur 27.07.24
15:00 Þór Ak. - ÍBV

Staðan í deildinni fyrir umferðina:

1.Fjölnir - 30 stig
2.Njarðvík - 24 stig
3.ÍBV - 22 stig
4.ÍR - 19 stig
5.Þróttur - 18 stig
6.Keflavík - 18 stig
7.Þór Ak. - 17 stig
8.Grindavík - 17 stig
9.Afturelding - 17 stig
10.Leiknir R. - 12 stig
11.Grótta - 10 stig
12.Dalvík/Reynir - 8 stig

Mynd: Lengjudeildin

Fyrir leik
Dómarateymið Þórður Þorsteinn Þórðarson verður á flautunni hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Ragnar Þór Bender og Arnþór Helgi Gíslason.
Ólafur Ingi Guðmundsson sér til þess að allt fari fagmannlega fram.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin á Rafholtsvöllinn þar sem Njarðvíkingar taka á móti Þrótti Reykjavík í 14.umferð Lengjudeildarinnar.

Leiknum verður lýst hér í þráðbeinni textalýsingu!

Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
6. Emil Skúli Einarsson
7. Sigurður Steinar Björnsson ('66)
20. Viktor Steinarsson
21. Brynjar Gautur Harðarson ('91)
22. Kári Kristjánsson
25. Hlynur Þórhallsson
26. Þórir Guðjónsson
32. Aron Snær Ingason ('79)
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('91)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
4. Njörður Þórhallsson
9. Viktor Andri Hafþórsson ('66)
14. Birkir Björnsson
17. Izaro Abella Sanchez ('91)
19. Kolbeinn Nói Guðbergsson
75. Liam Daði Jeffs ('79)
99. Kostiantyn Iaroshenko ('91)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson
Bergsveinn Ás Hafliðason

Gul spjöld:
Viktor Andri Hafþórsson ('94)

Rauð spjöld: