Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Grótta
3
1
Grindavík
Kristófer Orri Pétursson '19 1-0
1-1 Josip Krznaric '52
Matevz Turkus '83
Pétur Theódór Árnason '84 , misnotað víti 1-1
Pétur Theódór Árnason '84 2-1
Gabríel Hrannar Eyjólfsson '98 3-1
25.07.2024  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Smá skýjað og smá vindur. Fínar aðstæður
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Kristófer Orri Pétursson
Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
2. Arnar Þór Helgason
8. Tareq Shihab
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
11. Axel Sigurðarson ('62)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
18. Aron Bjarki Jósepsson ('77)
19. Ísak Daði Ívarsson ('62)
26. Rasmus Christiansen
29. Grímur Ingi Jakobsson
77. Pétur Theódór Árnason

Varamenn:
31. Theódór Henriksen (m)
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson ('77)
5. Patrik Orri Pétursson ('62)
17. Tómas Orri Róbertsson
21. Hilmar Andrew McShane
22. Kristófer Melsted ('62)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Valtýr Már Michaelsson
Dominic Ankers
Viktor Steinn Bonometti
Damian Timan
Simon Toftegaard Hansen

Gul spjöld:
Aron Bjarki Jósepsson ('76)
Tareq Shihab ('96)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Twana flautar til leiks lok strax eftir uppspark. Leikmenn og þjálfarar Grindavíkur eru öskureiðir út í Twana eftir þennan leik. Mikið drama og spenna í þessum leik sem endar með að Grótta taka hér þrjú mikilvæg stig.

Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í dag, takk fyrir mig!
98. mín Gult spjald: Sigurjón Rúnarsson (Grindavík)
Fékk gult eftir að leikur var lokið fyrir að röfla við dómara
98. mín MARK!
Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
Aron Dagur var kominn í teig og Grótta menn ná að skalla boltanum burt. Gabríel tekur skot frá miðlínu og boltinn endar í netinu!
97. mín
Grindavík sækir hér í lokamínútu. Önnur hornspyrna þeirra í röð
96. mín Gult spjald: Tareq Shihab (Grótta)
96. mín
Pétur kominn á vinstri kanti og lætar eftir mann. Hann finnur Grím Inga sem skýtur svo boltanum rétt framhjá markinu
93. mín
Það eru 7 mínútur bætt við til uppbótar
92. mín
Patrik með lága fyrirgjöf á Pétur sem er í miðjum teig. Pétur skýtur í fyrstu snertingu, en Aron ver boltann vel.
91. mín
Inn:Andri Karl Júlíusson Hammer (Grindavík) Út:Christian Bjarmi Alexandersson (Grindavík)
91. mín
Inn:Nuno Malheiro (Grindavík) Út:Dennis Nieblas (Grindavík)
87. mín
Grindavík vinnur hornspyrnu
86. mín
Haraldur alls ekki sáttur með Twana og vill meina að Turkus væri að reyna að ná boltann og ætti þannig ekki að fá rautt fyrir brotið.
84. mín MARK!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Pétur klikkar á vítinu en fær svo strax annan séns og kemur boltanum í markið.
84. mín Misnotað víti!
Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Aron Dagur stendur sig vel að verja vítið, en boltinn dettur of langt frá honum.
83. mín Rautt spjald: Matevz Turkus (Grindavík)
Turkus brýtur inn í teignum og Grótta fá vítaspyrnu.
77. mín
Inn:Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta) Út:Aron Bjarki Jósepsson (Grótta)
76. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (Grótta)
72. mín
Svaka senur! Afarlega skírtið atvik þarna. Adam Árni brýtur á Arnar Þór þegar hann reynir að koma sér framhjá Arnari. Adam Árni dettur svo niður eftir afar lausa snertingu. Twana flautar og ætlar að gefa Grindavík aukaspyrnu og er búinn að taka rauða spjaldið úr vasanum og ætlar að gefa Arnari það. En svo spjallar Twana við aðstoðardómaran og hann dæmir svo aukaspyrnu fyrir Gróttur og ekkert spjald.

Þetta hefði verið ótrúlega furðulegt rautt spjald ef það hefði verið niðurstaðan.
68. mín
Grótta skora beint úr hornspyrnu, en brotið er á Aron Dag og markið er dæmt af.
66. mín
Inn:Kwame Quee (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
66. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Grindavík) Út:Daniel Arnaud Ndi (Grindavík)
62. mín
Inn:Kristófer Melsted (Grótta) Út:Ísak Daði Ívarsson (Grótta)
62. mín
Inn:Patrik Orri Pétursson (Grótta) Út:Axel Sigurðarson (Grótta)
52. mín MARK!
Josip Krznaric (Grindavík)
Grindavík að jafna hér snemma í seinni hálfleik!

Markið kemur eftir hornspyrnu. Josip fær boltann og lætur boltann vaða að markinu frá teignum. Flott skot frá Josip sem setur enn meiri spennu í þennan leik!
52. mín
Grindavík vinnur hornspyrnu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Kristófer sparkar seinni hálfeleikinn í gang!
45. mín
Hálfleikur
Heimaliðið fer inn í klefan einu marki yfir gegn Grindavík. Þetta hefur verið mjög spennandi leikur og vonandi heldur þetta áfram þannig í seinni hálfleik.
45. mín
Grótta fá aukaspyrnu á góðu svæði. Kristófer með spyrnu inn í teig, Aron Bjarki skallar boltanum rétt framhjá markinu.
42. mín
Grindavík með hornspyrnu, en Pétur skallar boltanum í burtu.
40. mín
Teymið hjá Grindavík og þá sérstaklega Haraldur er kominn með nóg af Twana á flautinni. Hann er alls ekki ánægður með frammistöðuna hans.
32. mín
Grindavík hafa átt svakaleg færi eftir tvær hornspyrnur. Í furða að þeir hafa ekki náð að jafna.
30. mín
Turkus sendir lága sendingu á Dagur Ingi sem reynir skoti á mark, en Arnar Þór er á undan með tæklingu og boltinn endar framhjá
27. mín
Grindavík að sýna smá takta eftir að lenda undir Daniel Ndi með flottan snúning og skýtur boltanum á markið. Rafal nær að verja skotið og boltinn endar framhjá markinu.
19. mín MARK!
Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Stoðsending: Axel Sigurðarson
Axel Sig sendir boltan inn í teig frá hægri kanti beint á Kristófer Orra sem stendur inn í teignum. Kristófer skýtur boltanum á fyrstu snertingu og boltinn fer framhjá Aroni Dag og beint inn í mark.

Verðskuldað mark frá Gróttu sem hafa byrjað þennan leik miklu betur.
16. mín
Aron Dagur! Grótta er með flotta sókn eftir frábæra tæklingu frá Aron Bjarka til þess að vinna boltann. Boltinn kemur hátt inn í teig Grindvíkinga og nær Pétur að skalla á markið. Aron Dagur er þó með ótrúlega vörslu sem nær að slá boltanum í burtu þannig að boltinn fer í stöngina.
13. mín
Gera betur þarna Pétur! Pétur fær frábæra sendingu frá Gabríel og lendir hann einn gegn markverði. Aron Dagur ver þó skotið hans vel.
11. mín
Það er byrjað að rigna hérna á nesinu. Grótta hafa verið miklu betri þessar fyrstu mínútur með mjög gott press. Grindavík er að byrja hérna mjög rólega.
7. mín
Grótta vinnur sér hornspyrnu. Gabríel sendir inn i teginn og Pétur skallar á leikmann Grindavíkur. Grótta vinnur sér annað horn.

3. mín
Axel með skot sem fer yfir markið eftir aukaspyrnu sem Kristófer Orri tók.
1. mín
Leikur hafinn
Daur Ingi sparkar leikinn í gang!
Fyrir leik
5 mínútur í leik! Það eru einungis 5 mínútur í að leikur hefst og ég gat talið um 30 manns sem eru sest í stúkunna. Þetta verður líklegast ekki mikill fjöldi sem ætla að mæta og horfa á þennan leik.
Fyrir leik
Breytingar á byrjunarliðum frá seinustu umferð Chris gerir fimm breytingar eftir 1-4 tap gegn Afturelding í seinustu umferð.
Tareq Shihab, Axel Sigurðarson, Rasmus Christiansen, Aron Bjarki og Pétur Theódór koma allir inn í byrjunarliðið fyrir
Arnari Daníel, Patrik Orra, Tómas Orra, Kristófer Melsted og Damian Timan

Haraldur Árni gerir fjórar breytingar eftir 5-1 tap gegn Fjölni í seinustu umferð.
Christian Bjarmi, Dagur Ingi, Sigurjón Rúnarsson og Daniel Ndi koma allir inn í byrjunarliðið fyrir Eric Varles, Adam Árna, Nuno Barbosa og Kwame Quee
Fyrir leik
Tafla Lengjudeildarinnar fyrir 14. umferð 1.Fjölnir - 30 stig
2.Njarðvík - 24 stig
3.ÍBV - 22 stig
4.ÍR - 19 stig
5.Þróttur - 18 stig
6.Keflavík - 18 stig
7.Þór Ak. - 17 stig
8.Grindavík - 17 stig
9.Afturelding - 17 stig
10.Leiknir R. - 12 stig
11.Grótta - 10 stig
12.Dalvík/Reynir - 8 stig
Fyrir leik
Spennandi dagur framundan Það er mikið um að gera í íslenska boltanum í dag. Víkingur, Stjarnan, Valur og Breiðablik spila öll heimaleik í Sambandsdeildinni í dag. Að auki eru þrír aðrir leikir í Lengjudeildinni sem fara fram í dag. Allir þessir leikir eru á svipuðum tíma. Vonandi mæta sem flestir á völlinn, annars verð ég hérna á vakt til að tilkynna allt það helsta sem kemur fram í þessum spennandi leik!
Fyrir leik
Öflugur sóknatengiliður til Grindavík Grindavík hefur líka verið að krækja sér í leikmann í glugganum. Dani Ndi er kominn til Grindavíkur frá Víking Ólafsvík þar sem hann hefur skorað tvö mörk í 10 deilda leikjum. Það verður spennandi að sjá hvernig Ndi stendur sig í Lengjudeildinni og hvort hann fái að spila gegn Gróttu.


Hægt er að lesa meira um Dani Ndi hér fyrir ofan.
Fyrir leik
Fáum við að sjá Rasmus í blárri treyju í dag? Rasmus hefur skirfað undir hjá Gróttu eftir hálft tímabil með ÍBV. Hann er kominn með leikheimild og fær að spila með Gróttu liðinu í leiknum í dag.


Hægt er að lesa fréttina hér fyrir ofan.
Fyrir leik
Dómarateymi leiksins Twana Khalid Ahmed verður með flautuna í leik dagsins. Með honum til aðstoðar eru Bergvin Fannar Gunnarsson og Magnús Garðarsson. Eftrirlitsmaður KSÍ er Einar Örn Daníelsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Gul og blá viðureign! Góða daginn og verið hjartanlega velkomin á beina textalýsingu frá Vivaldivellinum. Grótta tekur á móti Grindavík og bjóða þessi lið vonandi upp á spennandi leik leik hér framundan í 14. umferð Lengjudeildarinnar.

Mynd: Brynjar Óli Ágústsson
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('66)
7. Kristófer Konráðsson
8. Josip Krznaric
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
16. Dennis Nieblas ('91)
18. Christian Bjarmi Alexandersson ('91)
23. Matevz Turkus
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló
33. Daniel Arnaud Ndi ('66)

Varamenn:
9. Adam Árni Róbertsson ('66)
13. Nuno Malheiro ('91)
22. Lárus Orri Ólafsson
24. Ingólfur Hávarðarson
38. Andri Karl Júlíusson Hammer ('91)
77. Kwame Quee ('66)
95. Sölvi Snær Ásgeirsson

Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Hávarður Gunnarsson
Beka Kaichanidis
Jón Aðalgeir Ólafsson
Karim Ayyoub Hernández

Gul spjöld:
Sigurjón Rúnarsson ('98)

Rauð spjöld:
Matevz Turkus ('83)