Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Stjarnan
2
1
Paide
Emil Atlason '24 1-0
1-1 Patrik Kristal '55 , víti
Emil Atlason '73 2-1
25.07.2024  -  19:00
Samsungvöllurinn
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Jérémy Muller (Lúx)
Maður leiksins: Emil Atlason
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson ('14)
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson ('71)
22. Emil Atlason
30. Kjartan Már Kjartansson ('71)
32. Örvar Logi Örvarsson
35. Helgi Fróði Ingason ('71)
80. Róbert Frosti Þorkelsson

Varamenn:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('71)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('71)
11. Adolf Daði Birgisson
14. Jón Hrafn Barkarson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
19. Daníel Finns Matthíasson
24. Sigurður Gunnar Jónsson
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('71)
37. Haukur Örn Brink ('14)
41. Alexander Máni Guðjónsson

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Björn Berg Bryde

Gul spjöld:
Kjartan Már Kjartansson ('62)
Haukur Örn Brink ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið Frábær sigur hjá Stjörnumönnum sem fara með eins marks forystu til Eistlands!
90. mín
+3
Thomas Agyepor er að fá aðhlynningu og allt stopp
90. mín
Fáum 4 mínútur í uppbót
90. mín
Paide fá hérna hvert upphlaupið á fætur öðru en ná sem betur fer ekki að nýta það betur en þeir eru að gera.
88. mín
Paode fá svo horn en ekkert verður úr því
87. mín
ROSENÖRN Þvílík varsla hjá Rosenörn. Gestirnir sækja upp hægri kantinn og ná fyrirgjöf og upp úr því dauðafæri en Rosenörn ver meistaralega.
86. mín
Róbert Frosti vinnur hornspyrnu fyrir Stjörnuna
84. mín
Stúkan hefur ekki undan þessa stundina að púa á Muller sem flautar og flautar.
83. mín
Stjörnumenn vilja víti, Emil skallar bolta sem kemur inn í teig og er heppinn að fá ekki takka frá varnarmanni í andlitið.
82. mín
Brotið var víst dæmt á Emil Atla, enginn skilur neitt.
81. mín
Hilmar Árni kemur boltanum í netið eftir frábæra sókn en Muller dæmir brot, ég veit ekki á hvað og stúkan tryllist. Eftir góðan fyrri hálfleik er Muller aðeins að missa þetta finnst mér
80. mín Gult spjald: Haukur Örn Brink (Stjarnan)
Fer í tæklingu og nær í boltann en Muller vill meina að hann hafi verið með takkana á undan sér.
80. mín
Hilmar Árni tekur hornspyrnuna í útswing á hausinn á Gumma Kristjáns sem skallar boltann hátt upp í loftið og Jarju í markinu grípur það örugglega.
79. mín
Hilmar Árni með frábæra fyrirgjöf sem Emil er nálægt því að ná en Paide ná að hreinsa, þeir koma honum þó ekki langt og Róbert Frosti fær boltann út í teiginn og á skot í varnarmann og aftur fyrir
75. mín
Inn:Thomas Agyepor (Paide) Út:Robi Saarma (Paide)
75. mín
Inn:Oskar Hoim (Paide) Út:Predrag Medic (Paide)
73. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Heiðar Ægisson
Hver annar?? Frábær bolti inn á teiginn frá Heiðari sem Emil tekur listilega vel niður, leikur á varnarmennina og klárar örugglega framhjá Jarju í markinu
72. mín
Haukur með fínan bolta inn á teiginn á Emil en Paide menn hreinsa á síðustu stundu
71. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (Stjarnan) Út:Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
71. mín
Inn:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan) Út:Örvar Eggertsson (Stjarnan)
71. mín
Inn:Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) Út:Helgi Fróði Ingason (Stjarnan)
70. mín Gult spjald: Predrag Medic (Paide)
Missir af Emil og ákveður að taka glímutak og uppsker réttilega gult
67. mín
Nú er það Henrik Ojamaa sem kemst í skot fyrir utan teiginn en það er beint á Rosenörn í markinu
67. mín
SLÁIN Fín sókn hjá Paide sem endar með skoti frá Patrik Kristal en það hittir þverslánna
65. mín
Hornið er yfir allan pakkann og ekkert verður úr þessu hjá þeim
64. mín
Gestirnir fá horn.
62. mín Gult spjald: Kjartan Már Kjartansson (Stjarnan)
Spjald fyrir dýfu inn í teig.
60. mín
Örvar og Predrag Medic eigast við inn í teignum og detta báðir. Stjörnumenn vilja víti en Örvar er dæmdur brotlegur.
58. mín
Eftir krafs inn í teignum ná heimamenn skoti á markið en það fer í varnarmann og aftur fyrir, annað horn.
58. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á góðum stað sem Helgi Fróði tekur. Góður bolti inn í en Paide menn skalla aftur fyrir, horn fyrir Stjörnuna.
55. mín
Inn:Daniel Luts (Paide) Út:Abdoulie Ceesay (Paide)
55. mín Mark úr víti!
Patrik Kristal (Paide)
Sendir Rosenörn í vitlaust horn
54. mín
Víti fyrir Paide!!! Örvar Logi fær hann í höndina, mjög klaufalegt hjá Stjörnunni að hafa ekki verið búnir að koma þessum bolta frá
52. mín
Örvar Eggert með skot utarlega í teignum en beint í fangið á Ebrima sem grípur boltann örugglega.
52. mín
Gestirnir aðeins að gera sig líklega en Stjörnuvörnin sér við þeim
51. mín
Nákvæmlega ekkert að frétta í upphafi seinni
46. mín
Emil sparkar þessu aftur í gang
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hjá okkur, fínasta skemmtun þessi fyrri hálfleikur. Stjörnumenn fengið betri færi en gestirnir komist í ágætis stöður og farið illa með þær.
45. mín
Ebrima Jarju!!!!! +3
Þvílík varsla, boltinn kemur inn í teiginn á hausinn á Gumma Kristjáns sem setur hann aftur fyrir á hausinn á Emil sem á góðan skalla á markið en Ebrima eins og köttur í markinu ver.
45. mín
+2

Þið munuð ekki trúa því en stjarnan er að fá hérna hornspyrnu
45. mín Gult spjald: Abdoulie Ceesay (Paide)
Úff fleygir sér niður í teig Stjörnunnar eins og hann hafi verið skotinn og fær spjald fyrir leikaraskap, Jérémy Muller með þetta allt í teskeið
44. mín
EMIL Boltinn frá Helga Fróða kemur á nær þar sem Emil á góða snertingu, fer í skotið en það er í varnarmann
44. mín
Góður bolti inn á teiginn frá Gumma Kristjáns en Milan Delevic stekkur hæst og skallar aftur fyrir
42. mín
Patrik Kristan heppin að sleppa með spjald finnst mér eftir olnboga í andlitið á Örvari Loga.
38. mín
Krafs í teignum sem endar með hreinsun.
38. mín
En ein hornspyrnan fyrir Stjörnuna.
38. mín
Frábær bolti inn á teiginn frá Saarna á Patrik Kristal en hann fer illa með góða stöðu og Stjörnumenn koma boltanum frá.
36. mín
Vítakall úr stúkunni þegar Örvar Eggert dettur í teignum en það er veikt og á bara ekki rétt á sér hreinlega.
33. mín
Robi Saarma kemst í fína fyrirgjafarstöðu en flaggið á loft.
30. mín
Paide menn skalla frá en Stjörnumenn halda pressunni áfram þangað til þeir eiga fyrirgjöf sem er beint í hendurnar á Ebrima Jarju.
30. mín
Stjarnan fær hornspyrnu, hún er allt of löng og yfir allan pakkann. Gummi nær að elta hann og upp úr því fá þeir annað horn
28. mín
Aftur er það Helgi Fróði sem á spyrnuna en gestirnir skalla frá.
28. mín
Örvar aftur að vinna hornspyrnu fyrir Stjörnuna
26. mín
Rosenörn að leika sér að eldinum, tekur einhverja útgáfu af gamla góða hollenska vaffinu á marklínunni, sleppur með skrekkinn.
26. mín
Róbert Frosti með fína tilraun fyrir utan teig en boltinn fram hjá
25. mín
Inn:Dimitri Jepihhin (Paide) Út:Siim Luts (Paide)
Luts haltrar af velli
24. mín MARK!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stoðsending: Helgi Fróði Ingason
EvrópuEmil Örvar vinnur hornspyrnu sem Helgi Fróði tekur á nær beint á pönnuna á Emil sem skallar boltann í netið, frábær skalli hjá Emil!
24. mín
Emil rennir honum til hliðar á Róbert Frosta sem er rétt fyrir utan D-bogann en hann hittir ekki boltann, sparkar bara í loftið. Örvar Logi er á bak við hann og nær skoti en það er ekki nægilega gott. Spurning hvort þetta hafi verið planað eða ekki.
22. mín Gult spjald: Nikita Baranov (Paide)
Tekur Emil niður rétt fyrir utan teiginn, góður staður fyrir aukaspyrnu
21. mín
Ceeday tekur sprettinn upp að marki Stjörnunnar og reynir að setja hann fyrir þegar hann er kominn upp að endalínu en enginn samherji sem fylgdi honum þangað og Stjörnumenn hreinsa.
20. mín
Mikið miðjumoð síðustu mínútur, hvorugt liðið að anda að marki andstæðingsins þessa stundina.
16. mín
Hár bolti inn fyrir vörn Stjörnunnar sem Abdoulie Ceesay er fyrstur í en hann á svo skot sem er langt yfir markið.
14. mín
Inn:Haukur Örn Brink (Stjarnan) Út:Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Ótrúlega svekkjandi fyrir Óla Val og skellur fyrir Stjörnumenn en hann var búinn að vera öflugur í upphafi leiks.
13. mín
Óli Valur er sestur og þeir eru að græja skiptingu, sá ekki að eitthvað hafi gerst.
12. mín
Óli Valur virðist vera að biðja um skiptingu
11. mín
Frábær skipting hjá Gumma Kristjáns yfir á Óla Val sem keyrir á varnarmanninn, cutar inn og fer í skotið en varnarmennirnir komast fyrir það
9. mín
Örvar Eggert gerir vel og finnur Heiðar í hlaupinu upp kantinn en er svo dæmdur brotlegur, stúkan ósátt.
7. mín
Stjörnumenn sækja hinum megin og Óli Valur er kominn inn á teiginn vinstra megin en á þunga snertingu og setur hann aftur fyrir.
7. mín
Gestirnir spila Stjörnumenn sundur og saman hérna og eru að komast í góða stöðu en úrslitasendingin alveg ferlega léleg og beint aftur fyrir.
5. mín
Fín sókn hjá Stjörnumönnum sem endar með fyrirgjöf frá Óla Val inná vítapunkt þar sem Helgi Fróði er en ótrúlegt en satt þá svíkur fyrsta snertingin hann og færið rennur út í sandinn.
3. mín
Hár bolti aftur fyrir vörn Stjörnunnar á Ojamaa en hann er flaggið á loft.
1. mín
Sindri með erfiða sendingu á Örvar Loga og nálægt því að koma sínum mönnum í klandur en bjargar sjálfur og skallar frá
1. mín
Leikur hafinn
Við erum farin í gang
Fyrir leik
Þetta er að fara í gang! Liðin ganga inn á völlinn. Stjörnumenn í dökkbláu evrópubúningunum sínum og gestirnir í hvítu.
Fyrir leik
Byrjunarliðið hjá Stjörnumönnum Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er búinn að velja byrjunarliðið sitt.

Hann gerir fjórar breytingar frá leiknum gegn Fylki um liðna helgi. Mathias Rosenörn kemur aftur í markið og þeir Óli Valur, Örvar Eggerts og Emil Atlason koma sömuleiðis inn í liðið. Árni Snær Ólafsson, Hilmar Árni Halldórsson, Adolf Daði Birgisson og Haukur Örn Brink taka sér sæti á bakknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
„Þessi leikur leggst mjög vel í okkur," Jökull Elísabetarson sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrr í þessari viku og má lesa hvað hann hafði að segja um leikinn hér
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarateymið Dómarateymið í dag kemur frá Lúxemborg en Jérémy Muller er á flautunni, Yannick Mentz og Kevin Stammet eru á sitthvorri línunni og Ricardo Morais en fjórði dómari.
Fyrir leik
Þeir eistnesku Gestirnir frá Eistlandi slóu út Bala Town frá Wales í fyrstu umferðinni á hádramatískan hátt en fyrri leikurinn fór 2-1 fyrir Paide þar sem voru skoruð 2 mörk í uppbótartíma og sá seinni 1-1 en sigurmarkið skoruðu þeir á 120. mínútu í uppbótartíma. Þeir eru í 4. sæti í deildinni heima fyrir en þeir hafa einmitt verið að vinna með 3.-4. sætið síðustu ár.

Liðið kemur frá samnefndum bæ, Paide, sem er nokkuð lítill bær í miðju Eistlands og ef marka má trip advisor er ekkert sérstakleg margt skemmtilegt hægt að gera þar. Liðið á sér ekki langa sögu en það var stofnað árið 2004 og hefur spilað í efstu deild síðan 2009. Þeir urðu bikarmeistarar árið 2022 og unnu meistarakeppnina í Eistlandi svo í fyrra.
Fyrir leik
Stjörnumenn Þeir bláklæddu gerðu vel í síðasta einvígi gegn Linfield. Fyrri leikinn unnu þeir 2-0 hér heima og sú úrslit dugðu til þess að fara áfram en seinni leikurinn fór 3-2 fyrir Linfield og því samanlagt 4-3. Síðasti leikur Stjörnunnar var gegn Fylki á sunnudaginn þar sem þeir unnu þolinmæðisverk og kláruðu þann leik 2-0.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Gleðilegan Evrópudag Komiði sælir kæru lesendur og verið velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Paide í forkeppni sambandsdeildarinnar. Þetta er fyrri leikurinn í þessu einvígi og hefst hann klukkan 19.00 á Samsungvellinum
Mynd: EPA

Byrjunarlið:
99. Ebrima Jarju (m)
2. Michael Lilander
6. Patrik Kristal
8. Henrik Ojamaa
14. Robi Saarma ('75)
16. Predrag Medic ('75)
19. Siim Luts ('25)
20. Abdoulie Ceesay ('55)
23. Milan Delevic
27. Nikita Baranov
29. Joseph Saliste

Varamenn:
1. Mihkel Aksalu (m)
60. Mattias Sapp (m)
5. Gerdo Juhkam
10. Andre Frolov
15. Hindrek Ojamaa
17. Dimitri Jepihhin ('25)
24. Muhammed Susc
25. Mouhamed Gueye
28. Oskar Hoim ('75)
41. Daniel Luts ('55)
80. Thomas Agyepor ('75)

Liðsstjórn:
Ivan Stojkovic (Þ)

Gul spjöld:
Nikita Baranov ('22)
Abdoulie Ceesay ('45)
Predrag Medic ('70)

Rauð spjöld: