Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
1
2
Drita
0-1 Arb Manaj '3
0-2 Veton Tusha '22
Ísak Snær Þorvaldsson '70 1-2
Besnik Krasniqi '89
25.07.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Aðstæður: Logn og aðstæður mjög góðar
Dómari: Jan Petrik (Tékk)
Áhorfendur: 914
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('45)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
19. Kristinn Jónsson ('66)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
9. Patrik Johannesen
16. Dagur Örn Fjeldsted
18. Davíð Ingvarsson ('66)
20. Benjamin Stokke ('45)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
24. Arnór Gauti Jónsson
25. Tumi Fannar Gunnarsson
26. Kristófer Máni Pálsson
28. Atli Þór Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Eyjólfur Héðinsson

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('34)
Höskuldur Gunnlaugsson ('51)
Halldór Árnason ('67)
Davíð Ingvarsson ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið Tékkinn flautar til leiksloka. Drita fara með 2-1 forskot í seinni leikinn sem fer fram úti eftir rúma viku.

Alveg góður möguleiki fyrir Blika að snúa þessu við.

Takk fyrir mig í kvöld.
96. mín
Höskuldur með fyrirgjöf eftir að hafa gert frábærlega úti vinstra megin og Davíð nær skallanum sem fer í utanverða stöngina.
95. mín
HÖSKULDUR SVO NÁLÆGT ÞVÍ Fyrirliði Blika tekur aukaspyrnuna og á frábæra spyrnu sem var á leið í fjær hornið en Faton með alvöru vörslu.

Horn Blikar.
94. mín Gult spjald: Zekirija Ramadan (Drita)
Bekkurinn hjá Drita spjaldaður
94. mín
Blikar fá aukaspyrnu á frábærum stað Blikar lyfta boltanum upp á Ísak Snæ sem fær högg og vinnur aukaspyrnu
91. mín
Kiddi með fyrirgjöf og Drita menn setja boltann í hornspyrnu
90. mín
Sex mínútur í uppbótartíma Það er tími fyrir Blika til að jafna þetta og laga stöðuna fyrir seinni legginn sem fer fram eftir viku.
89. mín Rautt spjald: Besnik Krasniqi (Drita)
Besnik í sturtu Fær sitt annað gula spjald eftir brot á Viktor Karli.

Koma svo Breiðablik!
88. mín
Eitt lið á vellinum síðustu mínútur Blikar leita og leita að jöfnunarmarki.
84. mín
Inn:Alexandre Fressange (Drita) Út:Arb Manaj (Drita)
83. mín Gult spjald: Besnik Krasniqi (Drita)
Neglir Ísak Snæ niður.

Hárrétt.
83. mín
Drita fær hornspyrnu
81. mín
Stokke aftur!!! Aron Bjarna í þetta skipti lyftir boltanum inn á teiginn á Stokke sem nær góðum skalla en Faton ver.
80. mín
BENJAMIN STOKKE! Höskuldur með boltann úti hægramegin og lyftir boltanum inn á teiginn og Stokke tekur boltann á lofti í fyrsta og Faton með frábæra vörslu.

Blikar nálægt því þarna.
77. mín
Inn:Ilir Mustafa (Drita) Út:Alamir Ajzeraj (Drita)
77. mín
Inn:Kastriot Selmani (Drita) Út:Iljasa Zulfiji (Drita)
74. mín Gult spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Viktor Örn lyftir boltanum til vinstri á Davíð sem er í baráttu við Krasniqi sem fellur og Davíð færður til bókar.

Krasniqi þarf aðhlyningu.
70. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
ÞARNA BLIKAR!!! Viktor Karl vinnur boltann og finnur Höskuld og Blikar keyra upp sem endar með því að Höskuldur finnur Ísak inn á teignum sem hamrar boltann í netið.

1-2!
67. mín Gult spjald: Halldór Árnason (Breiðablik)
Þetta var þvæla Faton er að taka markspyrnu frá marki Drita og þegar hann ætlar að hlaupa að boltanum og sparka boltanum upp völlinn þá færir hann boltann á annan stað. Þetta er bara seinna gula á Faton.

Eðlilega er varamannabekkur Blika ósáttur og Jan Petrik skokkar að bekknum og lyftir upp gulaspjaldinu.
66. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Fyrsti leikur Davíðs Ingvarssonar eftir heimkomu.
65. mín
Blikar fá hornspyrnu Höskuldur tekur spyrnuna en Drita menn koma boltanum frá.

Blikum er ekki ætlað að skora fótboltamark hér í kvöld.
61. mín Gult spjald: Faton Maloku (Drita)
Eftir ótrúlegan darraðadans inn á teig Drita eftir hornið er Faton spjaldaður. Ég sá ekki fyrir hvað.
60. mín
Hröð skyndisókn Blika Höskuldur vinnur boltann og Blikarnir keyra upp. Aron Bjarna fær boltann hægramegin og á skot sem fer af varnarmanni Drita og Breiðablik fær horn
57. mín
Aron Bjarna lyftir boltanum fyrir á Ísak sem nær ekki til boltans og boltinn endar hjá Kidda sem á skot yfir markið.
55. mín
Höskuldur!! Blikar lyfta boltanum inn á teiginn sem Drita menn skalla frá en boltinn beint á Höskuld sem tekur boltann í fyrsta og á gott skot sem fer rétt yfir markið.
53. mín Gult spjald: Veton Tusha (Drita)
Braut á miðjum velli
51. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Iljasa fær boltann á miðjum vallarhelming Blika og Drita menn voru á leið í hraðasókn. Höskuldur gerir frábærlega og á góða tæklingu á Iljasa sem fellur.

Tyrkinn Jan Petrik spjaldar Höskuld, ótrúlegt.
48. mín
Kristinn Steindórs fær boltann við vítateiginn og rennir boltanum til hliðar á Ísak Snær sem reynir að setja boltann í nær en Faton ver í horn sem Blikar ná ekki að gera sig mat úr.
46. mín
Blikarnir byrja vel Ísak Snær kjötar varnarmann Drita og rennir boltanum á Aron Bjarna sem var við vítateigslínuna en Aron hittir boltann mjög ílla og ekkert verður úr þessu.

Þarna var séns!
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað Hálfleiksbreyting hjá Blikunum.
45. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
Jan Petrik flautar til hálfleiks. Gestirnir frá Kosóvó leiða inn í hálfleik með tveimur mörkum gegn engu.

Nóg eftir af þessum fótboltaleik fyrir Blika til að gera eitthvað hérna í kvöld.

Tökum okkur korter.
45. mín
Ísak Snær Hornspyrna frá hægri sem Höskuldur setur inn á teiginn á Ísak sem nær öðrum skalla en boltinn beint á Faton Maloku.
45. mín
Blikar vilja víti Ísak Snær fellur inn á teig Drita og boltinn afturfyrir. Tékkinn á flautunni dæmir hornspyrnu
45. mín
Uppbótartíminn er þrjár míntur Andri Rafn með alvöru teikningu inn á teig Drita og Ísak Snær nær hörkuskalla en Faton Maloku ver vel í marki Drita.

Þetta var færi fyrir Blika
43. mín
Hörkusókn hjá Blikum Blikarnir gera vel á vallarhelming Drita sem endar með að boltinn er færður út á Aron Bjarna sem á fyrirgjöf sem fer afturfyrir.
34. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Oliver tekur Alamir niður og fær gult spjald.
33. mín
Höskuldur Gunnlaugs tekur spyrnuna en boltinn í varnarveginn en fær boltann aftur og á skot sem fer framhjá.
31. mín
Blikar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað Aron Bjarna með fyrirgjöf inn á teiginn sem Drita menn ná að koma út fyrir teiginn. Viktor Karl kemur á ferðinni og ætlar framhjá leikmanni Drita en er brotið á honum og Blikar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

Blikar að vakna!
30. mín
Viktor Örn Aron Bjarna með frábæran bolta inn á fjær þar sem Viktor Öern var mættur og nær skoti en boltinn framhjá.

Þarna hefði Viktor mátt hitta hann betur!
27. mín
Besnik með skot fyrir utan sem fer af Oliver og í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
22. mín MARK!
Veton Tusha (Drita)
JAAAHÉRNA HÉR Drita menn eru allt í einu að tvöfalda hér

Veton Tusha fær bolta inn fyrir og sleppur aleinn inn fyrir gegn Antoni Ara og rennir boltanum í nær hornið.
20. mín
Kristófer Ingi mættur í stúkuna Samkvæmt reglum UEFA má Kristófer Ingi ekki vera á bekknum þar sem hann er ekki skráður á heimasíðu UEFA og er því mættur upp í stúku. UEFA hafði sagt við Blikana að þetta væri í lagi og myndi reddast en svo er ekki.

Þetta er áhugavert með meiru.
17. mín
Þarna munaði litlu hjá Drita Veton Tusha finnur Alamir fyrir utan teig sem nær góðu skoti en boltinn sem betur fer rétt yfir.

Blikar ekki fundið neinn takt sóknarlega hingað til .
10. mín
Arb Manaj aftur að gera sig gildandi en hann er gríðarlega stór og sterkur. Fær boltann inn á teignum og nær skoti úr þröngum skotvínkli en boltinn þægilegur fyrir Tona í markinu.
8. mín
Kristinn Steindórs fær boltann við vítateigslínuna vinstramegin og lyftir boltanum inn á Ísak sem nær skalla en boltinn framhjá.
6. mín
Viktor Karl Viktor fær boltann fyrir utan teig og reynir auðvitað bara skot á markið en boltinn beint á Faton í marki Drita.
3. mín MARK!
Arb Manaj (Drita)
Stoðsending: Iljasa Zulfiji
Ekki byrjunin sem Blikar vildu! Gestirnir frá Kosóvó leiða strax!

Boltinn kemur inn á teig Blika frá hægri. Mér sýndist það vera leikmaður númer 20, Iljasa Zulfiji sem setti boltann inn á teignn á Arb sem snéri bak í markið en nær einhverneigin að setja boltann í netið framhjá Antoni Ara.

0-1.
1. mín
Veton Tusha strax með fyrirgjöf inn á teig Blika en boltinn afturfyrir.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Jan Petrik flautar til leiks og Blikar sækja í átt að Fífunni.

Við segjum bara áfram Ísland!
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks Jan Petrik frá Tékklandi leiðir liðin til leiks og áhorfendur rísa úr sætum og klappa.

Vonandi alvöru Evrópukvöld framundan hérna í Kópavogi.
Fyrir leik
Uppfærður leikmannahópur Blika UPPFÆRT: 19:08

Kristófer Ingi Kristinsson er í leikmanahópi Breiðablik en einhver mistök urðu á vef UEFA eða hjá Blikum og mun Kristófer líklega koma við sögu í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðablik Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum gegn KR um liðna helgi.

Inn koma þeir Oliver Sigurjónsson og Ísak Snær Þorvaldsson. Ísak var ekki í hópnum gegn KR. Vitað var að Alexaner Helgi Sigurðarson yrði ekki klár í leikinn í dag en það kemur á óvart að Kristófer Ingi Kristinson, sem byrjaði gegn KR, er ekki í hópnum. Benjamin Stokke sem skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn KR er á bekknum.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Oliver Sigurjónsson kemur inn.
Fyrir leik
Davíð Ingvarsson er mættur aftur heim og er komin með leikheimild

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson spenntur Guðmundur Aðalsteinn ræddi einnig við fyrirliða Blika, Höskuld Gunnlaugsson og var hann brattur fyrir þetta einvígi gegn Drita!

„Við tókum þá sérstaklega fyrir í dag. Þetta er lið með góð einstaklingsgæði. Þeir eru kraftmiklir og eru lið sem verður erfitt við að eiga. Við þurfum að sjá til þess að við eigum toppleik á morgun," segir Höskuldur en hann telur Blika eiga góða möguleika.

„Við förum inn í þetta einvígi fullir sjálfstrausts en auðmjúkir á sama tíma. Við vitum að við þurfum að hafa fyrir hlutunum."

„Við búum af þeirri reynslu að hafa staðið okkur vel undanfarin ár. Við höfum þá vitneskju að þetta er alltaf erfitt og þú þarft að eiga toppleik til að fara í gegnum hvert einvígi í Evrópu á hverjum tímapunkti."



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Möguleikarnir góðir fyrir Breiðablik Ef Breiðablik slær út Drita mun liðið mæta sigurvegaranum í einvígi Cliftonville frá Norður-Írlandi og Auda frá Lettlandi. Möguleikarnir á því að komast í umspil um sæti í riðlakeppni eru frekar góðir en Blikar voru 'seeded' í drættinum eftir að hafa náð góðum árangri í Evrópukeppni í fyrra.

„Það er mikilvægt að vera með hausinn á einum leik í einu, gamla klisjan. Það sem hjálpar okkur er árangur síðustu ára, að við erum þá í efri styrkleikaflokki í þremur umferðum. Það gefur okkur aukna möguleika á að ná langt."

„Auðvitað er alltaf heppni og óheppni í þessu, en þú skapar þína eigin heppni. Víkingar skapa sína heppni með því að vera meistarar í fyrra og þá fá þeir aðra andstæðinga en hin liðin í Sambandsdeildinni. Við erum í efri styrkleikaflokki og fáum lægra skrifuð lið í okkar potta en Valur og Stjarnan sem eru 'unseeded'. Innan einhverra ramma er þetta spurning um heppni og óheppni en það er líka mjög mikilvægt að safna stigum, bæði fyrir félagið og fyrir landið. Ísland getur komið sér upp um sæti og fengið betri sæti í þessum Evrópukeppnum," sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Meira frá Halldóri Árnasyni þjálfara Guðmundur Aðalsteinn fréttamaður Fótbolta.net fór í Kópavoginn í gær og náði á Halldóri Árnasyni þjálfara Blika. Guðmundur spurði Halldór hvort hann væri ánægður með þennan drátt.

„Þetta er svo flókið maður. Upprunalega eru þetta rosalega mörg lið sem þú getur mætt. Við erum í efri styrkleikaflokki og hefðum getað fengið miklu lægra skrifaðan andstæðing. En þetta er lið sem við eigum mjög góðan möguleika á því að slá út og við ætlum okkur að gera það."

„Þessi lið frá Kosóvó eru hátt skrifuð því þau hafa náð góðum árangri og kunna að vera í Evrópu. Við þurfum að taka þá alvarlega en við ætlum að slá þá út."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Erfitt fyrir Breiðablik að rýna í þetta Drita lið frá Kosóvó „Þeir hafa auðvitað ekkert spilað á þessu tímabili en við erum með leikina frá því í fyrra. Þeir hafa spilað öðruvísi í deildinni en í Evrópu. Vissulega hafa þeir mætt sterkum andstæðingum í Evrópu síðustu ár. Lið frá Kosóvó hafa náð mjög góðum árangri í Evrópu og eru hátt skrifuð. Það er ástæðan fyrir því að þeir koma inn í annarri umferð," sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðablik

Fyrir leik
Dómaratríóið kemur frá Tékklandi Jan Petrik mun sjá um að allt fari vel fram á Kópavogsvelli í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Marek Podaný og Lukás Matousek. Fjórði dómari er svo Jan Machálek.

Fyrir leik
Evrópukvöld á Kópavogsvelli Góðan og gleðilegan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin með okkur á Kópavogsvöll í leik Breiðablik og Drita í annari umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Flautum til leiks klukkan 19:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Verður Hilmar Jökull the Glacier á Kópavogsvelli í kvöld?
Byrjunarlið:
1. Faton Maloku (m)
2. Besnik Krasniqi
3. Blerton Sheji
4. Rron Broja
5. Juan Camilo Mesa Antunez
7. Alamir Ajzeraj ('77)
9. Arb Manaj ('84)
14. Albert Dabiqaj
15. Egzon Bejtulai
20. Iljasa Zulfiji ('77)
25. Veton Tusha

Varamenn:
22. Laurit Behluli (m)
74. Eron Isufi (m)
6. Hasan Gomda
8. Ensar Huruglica
11. Kastriot Selmani ('77)
29. Alexandre Fressange ('84)
30. Melos Zenunaj
33. Kastriot Rapuca
36. Ilir Mustafa ('77)
47. Dienit Isufi

Liðsstjórn:
Zekirija Ramadan (Þ)

Gul spjöld:
Veton Tusha ('53)
Faton Maloku ('61)
Besnik Krasniqi ('83)
Zekirija Ramadan ('94)

Rauð spjöld:
Besnik Krasniqi ('89)