Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
KA
1
0
Valur
Viðar Örn Kjartansson '45 1-0
Frederik Schram '59
06.08.2024  -  19:15
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 11 gráður og sólin skín
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Steinþór Már Auðunsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
6. Darko Bulatovic
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('90)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('79)
23. Viðar Örn Kjartansson ('67)
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
3. Kári Gautason ('79)
8. Harley Willard ('90)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('67)
21. Mikael Breki Þórðarson
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Halldór Hermann Jónsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Ívar Örn Árnason ('46)
Jakob Snær Árnason ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KA með frábæran sigur! Valsarar voru betri ef eitthvað er manni færri en náðu ekki að skapa sér neitt
92. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
91. mín
Stubbur handsamar boltann. Sex mínútur í uppbótatíma.
90. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
90. mín
Valur fær horn. Fáum við dramatík?
84. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (KA)
Fyrir töf. Þóttist taka innkastið en lagði boltann frá sér
83. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
82. mín
Gylfi með skot framhjá
79. mín
Inn:Kári Gautason (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
76. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
73. mín Gult spjald: Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
67. mín
Inn:Ásgeir Sigurgeirsson (KA) Út:Viðar Örn Kjartansson (KA)
Viðar þarf að fara af velli
66. mín
Viðar Örn leggst niður. Finnur eitthvað til aftan í læri!
63. mín
Hallgrímur Mar með skot í slá beint úr aukaspyrnu
61. mín
Inn:Ögmundur Kristinsson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Jónatan Ingi þarf að víkja
59. mín Rautt spjald: Frederik Schram (Valur)
Viðar Örn sleppur í gegn og Frederik er lengi að koma út á móti honum og tekur hann niður. KA fær aukaspyrnu nánast á vítateigslínunni. Ögmundur Kristinsson á leiðinni í rammann hjá Val.
57. mín
Jakob Franz Pálsson fær boltann í höfuðið af stuttu færi. Hann er sem betur fer staðinn upp.
55. mín
Daníel með gott skot en glæsileg varsla hjá Frederik. KA fær horn.
53. mín
Hallgrímur Mar með skot framhjá, boltinn breytti aðeins um stefnu á leiðinni. KA menn byrja seinni hálfleikinn mjög sterkt.
49. mín
Viðar Örn fylgir eftir skoti Hallgríms og setur boltann í netið en er dæmdur rangstæður.
48. mín
Stubbur grípur fyrirgjöfina úr aukaspyrnunni
46. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (KA)
Valur fær aukaspyrnu við endalínu á hægri kanti.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
45. mín
Gylfi og Rodri lentu saman rétt áður en KA skoraði og menn voru ekki sáttir að fá ekki neitt fyrir það. Sá það ekki alveg en Gylfi eða Sigurður Egill fékk spjald fyrir mótmæli.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til loka fyrri hálfleiks um leið og miðjan er tekin
45. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (KA)
VIÐAR SKORAR KA er komið yfir! Daníel Hafsteinsson með slakt skot en boltinn berst til Viðars sem stýrir boltanum í netið.
44. mín
Tryggvi Hrafn með skalla yfir markið.
39. mín
Ívar Örn fær sendingu inn á teiginn og ætlar að klippa boltann en hittir hann ekki.
31. mín
Viðar Örn Kjartansson með skot sem fer af varnarmanni og Frederik á ekki í vandræðum
29. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Uppsöfnuð brot
24. mín
Valsmenn að banka fast Tryggvi Hrafn með skot í varnarmann og Bjarni Mark fær boltann í D-boganum og á fast skot sem Stubbur ver vel.
21. mín
FÆRI! Tryggvi Hrafn Haraldsson gerir hrikalega vel, aleinn á kantinum og fær boltann, leikur á Ívar Örn og á skot í fjærhornið sem Stubbur ver vel. Jónatan náði frákastinu en skaut yfir markið úr dauðafæri
13. mín
Verið rólegt undanfarnar mínútur. Valur verið með boltann en KA menn þéttir til baka.
6. mín
Tryggvi Hrafn Haraldsson með góðan sprett inn á teiginn, boltinn berst svo til Sigurðar Egils sem nær ekki valdi á boltanum og KA kemur boltanum í horn, ekkert kemur út úr því.
4. mín
Hans Viktor Guðmundsson með skalla yfir markið eftir fyrirgjöf frá Darko Bulatovic. KA menn að byrja vel.
2. mín
Daníel Hafsteinsson fær boltann nánast inn á markteig og á skot sem Frederik nær að blaka yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Hallgrímur Mar Steingrímsson kemur þessu af stað
Fyrir leik
Þetta er að bresta á! Liðin eru að ganga út á völl
Fyrir leik
Byrjunarliðin Það eru þrjár breytingar á liði heimamanna sem gerði gríðarlega svekkjandi 2-2 jafntefli gegn KR í síðustu umferð.

Jakob Snær Árnason, Hrannar Björn Steingrímsson og Hans Viktor Guðmundsson koma allir inn í liðið en snýr aftur eftir að hafa tekið út leikbann. Kári Gautason, Harley Willard og Ásgeir Sigurgeirsson fá sér sæti á bekknum.

Srdjan Tufegdzic, Túfa, stýrir Val í fyrsta sinn í kvöld gegn sínum gömlu félögum. Það eru þrjár breytingar á liðinu sem féll úr leik í Sambandsdeildinni gegn St. Mirren á dögunum. Orri Sigurður Ómarsson, Birkir Már Sævarsson og Gylfi Þór Sigurðsson, sem hefur jafnað sig af meiðslum, koma inn í liðið. Hörður Ingi Gunnarsson, Guðmundur Andri Tryggvason, Lúkas Logi Heimisson. Hörður Ingi og Lúkas eru á bekknum en Guðmundur Andri ekki í hóp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Jóhann Ingi Jónsson verður með flautuna hér í kvöld. Þórður Arnar Árnason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage verða honum til aðstoðar. Sveinn Arnarsson verður á hliðarlínunni og Ingvar Örn Gíslason er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þjálfarabreyting Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari KA, var látinn taka pokann sinn hjá Val strax eftir að liðið féll úr leik í Sambandsdeildinni á dögunum. Túfa, einnig fyrrum þjálfari og leikmaður KA, var ráðinn í hans stað. Hann mætir því aftur til Akureyrar í dag en hann var aðstoðarþjálfari liðsins frá 2012-2015 og aðalþjálfari frá 2015-2018. Hann lék með liðinu frá 2006-2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Túfa, fyrrum þjálfari og leikmaður KA
Fyrir leik
Fyrri viðureignir Liðin hafa mæst tvisvar í sumar. Fyrri leikur liðanna í deildinni á N1 vellinum endaði með 3-1 sigri Vals þann 11. maí. Hólmar Örn Eyjólfsson kom Val yfir en Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði með marki úr vítaspyrnu. Patrick Pedersen skoraði tvö og innsiglaði sigur Vals. KA náði fram hefndum í undanúrslitum Mjólkurbikarsins hér á Greifavellinum. Liðið vann 3-2 þar sem Hallgrímur Mar, Jakob Snær Árnason og Daníel Hafsteinsson skoruðu mörkin. Patrick og Birkir Már Sævarsson skoruðu mörk Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Úr leik liðanna í bikarnum
Fyrir leik
Góða kvöldið Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og Vals í Bestu deildinni. Leikurinn er liður í 17. umferð en hann fer fram á Greifavellinum á Akureyri.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson ('61)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson ('83)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('76)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Varamenn:
31. Ögmundur Kristinsson (m) ('61)
3. Hörður Ingi Gunnarsson ('83)
5. Emil Nönnu Sigurbjörnsson
7. Aron Jóhannsson ('76)
16. Gísli Laxdal Unnarsson
17. Lúkas Logi Heimisson
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('29)
Tryggvi Hrafn Haraldsson ('73)
Aron Jóhannsson ('92)

Rauð spjöld:
Frederik Schram ('59)