Valur
5
1
HK
Ívar Örn Jónsson
'11
Gylfi Þór Sigurðsson
'12
, víti
1-0
1-1
Atli Þór Jónasson
'37
Jónatan Ingi Jónsson
'45
2-1
Jónatan Ingi Jónsson
'52
3-1
Gylfi Þór Sigurðsson
'55
4-1
Jónatan Ingi Jónsson
'75
5-1
11.08.2024 - 19:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Jónatan Ingi Jónsson
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Jónatan Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
31. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
('80)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
('57)
11. Sigurður Egill Lárusson
('80)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
('65)
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson
('80)
Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
('80)
7. Aron Jóhannsson
('57)
16. Gísli Laxdal Unnarsson
('80)
17. Lúkas Logi Heimisson
('65)
33. Hilmar Óli Viggósson
71. Ólafur Karl Finsen
('80)
Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessum leik lýkur með öruggum 5-1 sigri Valsara. HK átti flottan fyrri hálfleik en náði ekki að standa í heimamönnum í seinni hálfleik.
85. mín
Dagur Fjeldsted afskaplega fimur hérna og keyrir í átt að marki og nær að lokum skoti sem að Ömmi ver í horn.
75. mín
MARK!
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Þrenna!
Gylfi Þór Sigurðsson með fast skot hér sem Petersen ver bara beint á Jónatan sem skorar sitt þriðja mark í dag, frábær frammistaða hjá Jónatan Inga.
64. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (HK)
Út:Atli Þór Jónasson (HK)
Ómar Ingi eðlilega ekki sáttur með gang mála.
64. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (HK)
Út:George Nunn (HK)
Ómar Ingi eðlilega ekki sáttur með gang mála.
64. mín
Inn:Ísak Aron Ómarsson (HK)
Út:Brynjar Snær Pálsson (HK)
Ómar Ingi eðlilega ekki sáttur með gang mála.
64. mín
Inn:Atli Arnarson (HK)
Út:Arnþór Ari Atlason (HK)
Ómar Ingi eðlilega ekki sáttur með gang mála.
61. mín
Gífurlegur darraðadans í teignum, Orri Sigurður endar svo með að taka skot yfir.
55. mín
MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Game over!
Jónatan setur boltann í gegn á Birki Má sem er í dauðafæri og á bara að skjóta og skora en leggur boltann fyrir á Patrick sem nær ekki að koma boltanum yfir línuna, Birkir fær hann aftur, Atli Hrafn bjargar á línu en Gylfi mætur til að skora úr frákastinu.
Gylfi að ganga frá þessu.
Gylfi að ganga frá þessu.
54. mín
Samskeytin!
Gylfi hér alveg aleinn fyrir utan teigs og fær leyfi til að keyra í átt að marki og hamra boltanum að marki en í þetta sinn fór boltinn í utanverð samskeytin.
52. mín
MARK!
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Nú er þetta orðið erfit fyrir Kópavogsbúana.
Sigurður Egill kemst upp að endamörkum og leggur boltann fyrir markið á Jónatan sem skorar af miklu öryggi.
Sigurður Egill kemst upp að endamörkum og leggur boltann fyrir markið á Jónatan sem skorar af miklu öryggi.
48. mín
ATLI ÞÓR JÓNASSON!
Atli fær boltann hérna einhverjum 30 metrum frá marki og snýr og hamrar bara boltanum í átt að marki, boltinn er bara á leið upp í samskeytin, á einhvern ótrúlegan hátt ver Ömmi þetta í slánna.
Ótrulegt skot og í raun enn ótrúlegri varsla.
Ótrulegt skot og í raun enn ótrúlegri varsla.
45. mín
Hálfleikur
Valsarar koma sér í forystu hér með seinustu spyrnu hálfleiksins. HK átt fullkomið svar við mótlætinu í upphafi leiks alveg fram að þessu augnabliks einbeitingarleysi undir lokin.
45. mín
MARK!
Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Stoðsending: Bjarni Mark Antonsson
Stoðsending: Bjarni Mark Antonsson
+5 Flautumark!
Bjarni Mark lyftir boltanum upp hægri kantinn á Jónatan, Allt opið þarna út á kantinum áður en Brynjar Snær lætur Jónatan fara ansi illa með sig. Jónatan setur boltann svo undir Petersen.
Klaufalegt af HK sem átti ansi flottan hálfleik fram að þessu.
Klaufalegt af HK sem átti ansi flottan hálfleik fram að þessu.
43. mín
HK bara betri!
Arnþór Ari hér í dauðafæri og kominn alveg að Ömma en hamrar boltanum yfir, spurning með rangstöðu en flaggið hélst niðri
41. mín
Atli Hrafn gerir frábærlega hér og prjónar sig í átt að teignum, reynir svo skot innanfótar i fjær sem var nokkuð flott en Ömmi vel á verði.
37. mín
MARK!
Atli Þór Jónasson (HK)
Ég sagði það!
Sigurður Egill gerir hræðileg mistök hér!
Sendingin hans í vörninni er afar kæruleysisleg og Atli kemst í þetta, þetta virtist vera að renna út í sandinn hjá honum sökum þess að Orri var að ná honum en afgreiðslan var að lokum frábær á milli fóta Ömma!
Sendingin hans í vörninni er afar kæruleysisleg og Atli kemst í þetta, þetta virtist vera að renna út í sandinn hjá honum sökum þess að Orri var að ná honum en afgreiðslan var að lokum frábær á milli fóta Ömma!
33. mín
HK eru að gera vel hér miðað við aðstæður, hakan færi ekki í gólfið ef jöfnunarmark kæmi hér.
31. mín
Ömmi sló hornið út en HK halda boltanum og ná að lokum að ná Atla Hrafni í fína stöðu en skot hans beint á Ömma.
27. mín
Frábær varsla!
Boltinn kemur fyrir markið á lofti og Gylfi rekur tánna í boltann og Petersen gerir frábærlega í því að bregðast við og halda þessu úti!
23. mín
Karl Ágúst og Bjarni Mark skella saman og steinliggja báðir, virðist þó ætla að verða í lagi með þá báða.
20. mín
Atli Þór keyrir hérna á Valsvörnina og endar með því að taka skot hægra megin í teignum sem Ömmi grípur.
12. mín
Mark úr víti!
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Gylfi öruggur!
Jónatan var sloppinn einn í gegn og var rifinn niður af Ívari sem fýkur af velli.
Gylfi tók spyrnuna og setti hana á mitt markið, öruggt!
Gylfi tók spyrnuna og setti hana á mitt markið, öruggt!
6. mín
Ömmi liggur hérna niðri eftir samstuð við Atla og virðist hafa meitt sig á hendi.
5. mín
Ívar Örn kemur með boltann fyrir á Karl Ágúst sem reynir að taka hann í fyrsta á lofti en auðvelt fyrir Ömma sem grípur þetta.
3. mín
Dauðafæri!
Gylfi með frábæra sendingu í gegn á Jónatan Inga sem er einn gegn Petersen, Jónatan fer ansi illa með þetta og er kominn of nálægt Christoffer sem ver frá honum
Fyrir leik
Styttist í upphafsflautið
Liðin eru þessa stundina að takast í hendur og vallarþulir að kynna inn leikmenn Valsara.
Fyrir leik
Byrjunarlið
Túfa, þjálfari Vals, gerir aðeins eina breytingu á liði sínu frá tapinu gegn HK en Ögmundur Kristinsson kemur inn í liðið í stað Frederik Schram sem tekur út leikbann.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá 5-1 útreiðinni gegn Víkingi, Christoffer Petersen, Karl Ágúst Karlsson og Brynjar Snær Pálsson koma inn í liðið í stað Stefáns Stefánssonar, Þorsteins Aron Antonssonar og Birnis Breka Burknasonar.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá 5-1 útreiðinni gegn Víkingi, Christoffer Petersen, Karl Ágúst Karlsson og Brynjar Snær Pálsson koma inn í liðið í stað Stefáns Stefánssonar, Þorsteins Aron Antonssonar og Birnis Breka Burknasonar.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar
Róbert Elís Hlynsson, miðjumaður ÍR í Lengjudeildinn, sem hefur verið einn allra efnilegasti leikmaður Lengjudeildarinnar þetta árið var fenginn til að spá í umferðina. Róbert Elís var hetja Breiðhyltinga síðastliðinn föstudag er hann skoraði sigurmarkið gegn Þrótturum, Róbert Elís er fæddur árið 2007 og er því aðeins 17 ára.
Valur 4 - 1 HK
Valsmenn fara þægilega í gegnum HK menn og vinna sannfærandi. Gylfi með tvö og Patrick Pedersen tvö, síðan skorar Karl Ágúst fyrir HK.
Valur 4 - 1 HK
Valsmenn fara þægilega í gegnum HK menn og vinna sannfærandi. Gylfi með tvö og Patrick Pedersen tvö, síðan skorar Karl Ágúst fyrir HK.
Fyrir leik
HK
HK-ingar eru í smá óvissu þessa dagana, það er tilkomið vegna uppákomu sem átti sér stað á fimmtudaginn síðastliðinn en þá var leik liðsins gegn KR frestað vegna þess að annað markið í Kórnum var brotið og ekki var hægt að koma fyrir varamarki sem að uppfyllti skilyrði. Ekki er enn ljóst hvert framhaldið er með þann leik, líklega verður fundinn nýr leiktími fyrir leikinn en meðal annars hefur komið til umræðu að dæma KR-ingum 3-0 sigur í leiknum.
KR hlýtur að fá dæmdan sigur í þessum leik. Óleikhæfur völlur á að þýða sigur. Alveg eins frost völlurinn hjá Start í fyrra í norsku deildinni. Það er ekki hægt að setja fordæmi fyrir því að lið geti bara eyðilagt mark ef það eru t.d einhver vandræði með hópinn. https://t.co/mW9XPcdpSk
— Ólafur Páll Johnson (@op_johnson) August 9, 2024
Fyrir leik
Valur
Valsarar eru í leit að sínum fyrsta sigri undir stjórn nýs þjálfara liðins, Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins og hann er kallaður. Fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn lauk með 0-1 sigri Ka-manna en sá leikur fór fram norðan heiða. Hér fær liðið upplagt tækifæri til að snúa genginu við og koma sér aftur á sigurbraut.
Byrjunarlið:
1. Christoffer Petersen (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
('64)
8. Arnþór Ari Atlason
('64)
10. Atli Hrafn Andrason
14. Brynjar Snær Pálsson
('64)
21. Ívar Örn Jónsson
29. Karl Ágúst Karlsson
('80)
30. Atli Þór Jónasson
('64)
Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
3. Styrmir Hjaltalín
18. Atli Arnarson
('64)
20. Ísak Aron Ómarsson
('64)
22. Dagur Örn Fjeldsted
('64)
28. Tumi Þorvarsson
('80)
33. Hákon Ingi Jónsson
('64)
Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Bergþór Snær Jónasson
Ragnar Sigurðsson
Gul spjöld:
Atli Hrafn Andrason ('43)
Rauð spjöld:
Ívar Örn Jónsson ('11)