Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
Þróttur R.
3
2
Keflavík
Liam Daði Jeffs '30 1-0
1-1 Axel Ingi Jóhannesson '53
Emil Skúli Einarsson '65 2-1
2-2 Mihael Mladen '79
Sigurður Steinar Björnsson '94 3-2
24.08.2024  -  14:00
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Liam Daði Jeffs
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson
9. Viktor Andri Hafþórsson ('62)
14. Birkir Björnsson ('62)
25. Hlynur Þórhallsson ('86)
32. Aron Snær Ingason
33. Unnar Steinn Ingvarsson
75. Liam Daði Jeffs ('66)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
7. Sigurður Steinar Björnsson ('62)
19. Benóný Haraldsson ('86)
20. Viktor Steinarsson ('62)
30. Kolbeinn Nói Guðbergsson
99. Kostiantyn Iaroshenko ('66)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson
Alexander Máni Curtis
Bjarki Reyr Jóhannesson

Gul spjöld:
Jorgen Pettersen ('44)
Hlynur Þórhallsson ('45)
Benóný Haraldsson ('87)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Þróttarar og Sigga Beinteins lifa í voninni
Hvað réði úrslitum?
Þróttarar byrjuðu miklu betur og ótrúlegt að það var bara 1-0 í hálfleik en Keflvíkingar komu sterkari í seinni hálfleikinn. Þróttarar ógnuðu hressilega í lokin síðan sem skilaði sigurmarkinu.
Bestu leikmenn
1. Liam Daði Jeffs
Hann fór vissulega útaf á 66. mínútu en ég er ekkert smá hrifinn af honum. Sem leikmanni þá. Hann var gífurlega iðinn í dag og stanslaus hætta sem myndaðist þegar hann tók þessi hlaup. Braut ísinn og fiskaði held ég 4 gul og næstum því eitt rautt, þ.e.a.s. tvö gul á Gunnlaug Fannar. Frábær í dag.
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
Fyrirliðinn var drjúgur í dag og átti mjög góða kafla. Varðist vel og var hættulegur fram á við. Var næstum því búinn að skora í fyrri hálfleik og lagði upp sigurmarkið á Sigurð Steinar.
Atvikið
Sigurmarkið í lokin hjá varamanninum Sigurði Steinari sem var ekki búinn að vera með góða innkomu í leikinn fannst mér áður en hann kláraði þetta færi í lokin. Alvöru dramatík.
Hvað þýða úrslitin?
Þróttarar eru 5 stigum frá umspilssætinu og miði er enn möguleiki fyrir þá eftir sigurinn í dag. Keflvíkingar fara hins vegar fyrir neðan granna sína í Njarðvík í 4. sætið á markatölu og eru einnig með jafnmörg stig og ÍR. Þetta er ruglaður pakki þarna í þessari baráttu um umspilssætin. Þróttarar lifa í voninni líkt og Sigga Beinteins.
Vondur dagur
Gunnlaugur Fannar gaf Þrótturum fyrsta markið þegar hann ætlar að senda til baka en Liam Daði kemst fyrir og klárar. Síðan átti hann að fá rautt að mínu mati líka.
Dómarinn - 7
Mér fannst teymið bara dæma þetta feykivel. Fannst Gunnlaugur heppinn að sleppa við að fá annað gula undir lok fyrri hálfleiks en fyrir utan kannski það var þetta mjög vel dæmt.
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m) ('33)
3. Axel Ingi Jóhannesson
6. Sindri Snær Magnússon
8. Ari Steinn Guðmundsson ('67)
11. Rúnar Ingi Eysteinsson ('82)
20. Mihael Mladen
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon ('82)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m) ('33)
7. Mamadou Diaw ('82)
9. Gabríel Aron Sævarsson ('82)
10. Valur Þór Hákonarson ('67)
21. Aron Örn Hákonarson
45. Baldur Logi Brynjarsson
77. Sigurður Orri Ingimarsson

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Hólmar Örn Rúnarsson
Luka Jagacic
Guðjón Snorri Herbertsson
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('12)
Sindri Snær Magnússon ('35)

Rauð spjöld: