Ísland U21
4
2
Danmörk U21
0-1
William Osula
'16
Kristall Máni Ingason
'28
1-1
Ari Sigurpálsson
'41
2-1
2-2
Mathias Kvistgaarden
'52
Sebastian Otoa
'71
Kristall Máni Ingason
'73
, víti
3-2
Kristall Máni Ingason
'75
4-2
06.09.2024 - 15:00
Víkingsvöllur
Undankeppni EM U21
Dómari: Oleksii Derevinskyi (Úkraínu)
Áhorfendur: 305
Maður leiksins: Kristall Máni Ingason
Víkingsvöllur
Undankeppni EM U21
Dómari: Oleksii Derevinskyi (Úkraínu)
Áhorfendur: 305
Maður leiksins: Kristall Máni Ingason
Byrjunarlið:
1. Lúkas Petersson (m)
3. Róbert Orri Þorkelsson
4. Logi Hrafn Róbertsson
8. Andri Fannar Baldursson (f)
10. Kristall Máni Ingason
('90)
10. Eggert Aron Guðmundsson
11. Ísak Andri Sigurgeirsson
('64)
14. Hlynur Freyr Karlsson
15. Ari Sigurpálsson
('86)
18. Hilmir Rafn Mikaelsson
('86)
22. Daníel Freyr Kristjánsson
Varamenn:
12. Adam Ingi Benediktsson (m)
2. Valgeir Valgeirsson
5. Ólafur Guðmundsson
6. Anton Logi Lúðvíksson
('90)
9. Benoný Breki Andrésson
('86)
16. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Óskar Borgþórsson
('64)
20. Jón Gísli Eyland Gíslason
23. Davíð Snær Jóhannsson
('86)
Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)
Gul spjöld:
Róbert Orri Þorkelsson ('83)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Risasigur staðreynd!
Kristall Máni hetjan í frumraun Ólafs Inga sem U21 landsliðsþjálfara!
Skýrsla og viðtöl koma inn á síðunna innan skamms.
Þangað til næst, takk fyrir mig!
Skýrsla og viðtöl koma inn á síðunna innan skamms.
Þangað til næst, takk fyrir mig!
90. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Ísland U21)
Út:Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
Heiðursskipting!
77. mín
Allur vindur úr dönum
Tvö mörk og eitt annað dauðafæri sem við höfum fengið eftir 3-2 markið. Allur vindur farinn úr danska liðinu en þvílíkur meðbyr með þessu íslenska liði!
Núna þurfum við bara að skora fleiri og koma okkur í plús í markatölunni!
Núna þurfum við bara að skora fleiri og koma okkur í plús í markatölunni!
75. mín
MARK!
Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
Stoðsending: Andri Fannar Baldursson (f)
Stoðsending: Andri Fannar Baldursson (f)
ÞRENNA TAKK FYRIR MIG!
JÁJÁJÁJÁJÁ!
Við höldum bara áfram. Andri Fannar með skot fyrir utan teiginn sem Filip ver út í teiginn og þar er Kristall mættur og klárar. Gífurlega mikill meðbyr með okkur.
Við höldum bara áfram. Andri Fannar með skot fyrir utan teiginn sem Filip ver út í teiginn og þar er Kristall mættur og klárar. Gífurlega mikill meðbyr með okkur.
73. mín
Mark úr víti!
Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
Ískaldur!
Setur boltann bara beint á markið og skorar!
Jörgensen var með lappirnar í þessu en inn fer hann. Annað markið hans Stalla í dag!
Jörgensen var með lappirnar í þessu en inn fer hann. Annað markið hans Stalla í dag!
71. mín
Rautt spjald: Sebastian Otoa (Danmörk U21)
Nýkominn inn á og er farinn í sturtu!
Hilmir er kominn einn í gegn og Otoa er ekkert að hugsa um boltann, bara manninn.
Danirnir kvarta og kveina en dómurinn stendur!
Danirnir kvarta og kveina en dómurinn stendur!
69. mín
Tobias Bech með skot úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn sem fer í vegginn. Danirnir halda sókninni áfram áður en Lúkas gerir vel í að handsama boltann.
57. mín
Stöngin!
Ari Sigurpáls með flotta takta inni á teignum áður en hann lætur vaða á markið sem endar í stönginni.
Íslendingarnir að bíta frá sér.
Íslendingarnir að bíta frá sér.
54. mín
Ísland að fá hornspyrnu!
Daníel Freyr gerir glæsilega og keyrir upp völlinn áður en hann fiskar hornspyrnu.
52. mín
MARK!
Mathias Kvistgaarden (Danmörk U21)
Andskotinn!
Já þetta var óþarfi.
Oliver Sörensen keyrir upp völlinn og kemur með sendingu fyrir markið sem við hreinsum beint á Kvistgaarden. Hann tekur móttöku og lætur síðan vaða á markið sem endar í netinu.
Allt jafnt!
Oliver Sörensen keyrir upp völlinn og kemur með sendingu fyrir markið sem við hreinsum beint á Kvistgaarden. Hann tekur móttöku og lætur síðan vaða á markið sem endar í netinu.
Allt jafnt!
45. mín
Hálfleikur
Dauðafæri rétt fyrir hálfleik
Ísak Andri kemur með glæsilega fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Hilmir Rafn er. Hann er með markið fyrir framan sig en skallar rétt yfir markið. Kannski aðeins of hár bolti fyrir hann þarna.
En Olekssi flautar bara samstundis til hálfleiks og Íslands leiðir 2-1.
Tökum okkur korterspásu og komum svo til baka að vörmu spori.
En Olekssi flautar bara samstundis til hálfleiks og Íslands leiðir 2-1.
Tökum okkur korterspásu og komum svo til baka að vörmu spori.
41. mín
MARK!
Ari Sigurpálsson (Ísland U21)
Stoðsending: Eggert Aron Guðmundsson
Stoðsending: Eggert Aron Guðmundsson
JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!
Frábær sókn hjá íslenska liðinu sem skilar marki á frábærum tíma!
Við vinnum boltann á miðjum vellinum og leggjum af stað. Kristall fær boltann frá Ara og kemur síðan boltanum út á Eggert. Eggert kemur með stórglæsilega sendingu á fjærsvæðið þar sem Ari er mættur og klárar glæsilega.
Koma svo!
Við vinnum boltann á miðjum vellinum og leggjum af stað. Kristall fær boltann frá Ara og kemur síðan boltanum út á Eggert. Eggert kemur með stórglæsilega sendingu á fjærsvæðið þar sem Ari er mættur og klárar glæsilega.
Koma svo!
39. mín
Ísland í góðri skyndisókn
Ísland keyrir upp völlinn í góða skyndisókn sem endar með skoti frá Ísaki langt yfir markið.
Við gátum nýtt þetta mun betur!
Við gátum nýtt þetta mun betur!
37. mín
Bjargað á línu!
Andri Fannar tekur hornspyrnu á fjærstöngina. Hlimir Rafn er þar aleinn og óvaldaður. Hann skallar á markið og boltinn fer framhjá Jörgensen í markinu en mér sýndist það ver Oliver Nielsen sem var mættur á línuna og bjargar á línu.
Eftir jöfnunarmarkið hefur sóknarleikur íslendinga verið ívið betri.
Eftir jöfnunarmarkið hefur sóknarleikur íslendinga verið ívið betri.
35. mín
Hliðarnetið!
Kvistgaarden kemur með bolta út í teiginn á Oliver Sörensen. Hann tekur skotið í fyrsta sem fer rétt framhjá og í hliðarnetið. Ég sá bara netið hreyfast og hélt að þessi væri inni.
Kristall Máni elskar að spila í Víkinni. Þvílíkur leikmaður! ????
— Hrannar Már (@hrannaremm) September 6, 2024
Atli og Kristall spiluðu saman hjá Víkingi, í U21 og hjá Sönderjyske
Kristall Máni unplayable í víkinni ????????
— Atli Barkarson (@ABarkarson) September 6, 2024
28. mín
MARK!
Kristall Máni Ingason (Ísland U21)
KLASSI KRISTALL MÁNI!
Eftir ömurlegt skot í fyrri sókninni gerir hann frábærlega og jafnar leikinn!
Oscar Fraulo tapar boltanum á stórhættulegum stað. Kristall vinnur boltann og keyrir upp sjálfur. Oscar var nálægt því að brjóta á honum og fá rautt en Kristall fer alla leið sjálfur og skorar framhjá Jörgensen.
Frábærlega gert hjá Stalla!
Oscar Fraulo tapar boltanum á stórhættulegum stað. Kristall vinnur boltann og keyrir upp sjálfur. Oscar var nálægt því að brjóta á honum og fá rautt en Kristall fer alla leið sjálfur og skorar framhjá Jörgensen.
Frábærlega gert hjá Stalla!
26. mín
Góð sókn, hræðilegt skot
Eggert Aron kemur boltanum út á Daníel Frey sem gerir vel. Hann kemur boltanum inn á völlinn þar sem Kristall er mættur í gífurlega góða stöðu og með mikinn tíma. Í staðinn að fara nær og taka skotið eða koma boltanum út á Ísak reynir hann skot strax sem fer yfir Víkingsheimilið.
25. mín
Stórbrotin varsla!
Kvistgaarden reynir skot rétt fyrir utan teig sem er á leið í samskeytin en þá stekkur Lúkas eins og köttur og ver stórkostlega í slána og aftur fyrir í horn.
Þvílíka markvarslan!
Þvílíka markvarslan!
22. mín
Rétt framhjá!
Anton Gaaei gerir vel og finnur Tobias Bech. Hann keyrir inn á völlinn og tekur skotið á nær sem fer rétt framhjá. Ég sá þennan inni en þarna munaði ekkert smá litlu.
16. mín
MARK!
William Osula (Danmörk U21)
Stoðsending: William Bøving
Stoðsending: William Bøving
Danirnir sækja hratt og skora!
Miskilningur á miðsvæði íslenska liðsins sem gerir það að verkum að danirnir komast í hraða skyndisókn. William Böving keyrir á vörnina áður en hann rennir boltanum til hliðar á Osula sem tekur sér nægan tíma áður en hann klárar frábærlega framhjá Lúkasi.
Alls ekki góð byrjun hjá íslenska liðinu.
Alls ekki góð byrjun hjá íslenska liðinu.
14. mín
Oliver Sörensen tekur spyrnuna inn á teiginn en íslenska liðið stendur það af sér.
Danirnir halda í boltann og halda áfram að sækja að marki íslendinga.
Danirnir halda í boltann og halda áfram að sækja að marki íslendinga.
13. mín
Kvistgaarden með spyrnuna á fjær sem Róbert Orri skallar aftur fyrir í annað horn hinum meginn.
12. mín
Danmörk að fá hornspyrnu!
Kvistgaarden með skot á markið sem Logi kemst fyrir og fer aftur fyrir.
9. mín
Ísak Andri fær boltann úti hægra meginn og keyrir inn á völlinn áður en hann tekur skotið sem fer yfir markið.
7. mín
Sláin!
Tobias Bech kemur með góðan bolta inn á teiginn sem fer á hausinn hans Mathias Kvistgaarden. Hann nær góðum skalla aftur fyrir sig sem fer ofan á slána og aftur fyrir.
Munaði litlu þarna!
Munaði litlu þarna!
6. mín
Andri Fannar kemur með boltann inn á teiginn en finnur ekki samherja og danirnir hreinsa.
4. mín
Hilmir í góðu færi!
Íslenska liðið vinnur boltan ofarlega á vellinum og keyra upp í sókn. Þeir spila vel á milli sín og skyndilega er Hilmir kominn einn í gegn en Jörgensen ver.
Hornspyrna sem Ísland á.
Hornspyrna sem Ísland á.
Fyrir leik
Styttist
Þá ganga liðin og dómararnir til vallar og klappa í átt að áhorfendum.
Fyrir leik
Osula byrjar
Ég ætla ekki þykjast þekkja alla leikmenn danska liðsins en William Osula byrjar sem er án efa stærsta nafnið í danska hópnum.
Fyrir leik
Daníel Freyr byrjar í fyrsta sinn!
Ólafur Ingi, sem tók við af Davíð Snorra með U21 landsliðið, gerir alls fjórar breytingar á liðinu frá seinasta leik sem var gegn Tékkum á útivelli. Sá leikur tapaðist 4-1.
Eggert Aron Guðmundsson, Daníel Freyr Kristjánsson, Ari Sigurpálsson og Róbert Orri Þorkelsson koma inn í liðið fyrir þá Valgeir Valgeirsson, Ólaf Guðmundsson, Anton Loga Lúðvíksson, og Davíð Snæ Jóhannsson.
Það vekur ákveðna athygli að Daníel Freyr er í byrjunarliðinu en þetta er hans annar leikur fyrir U21 landsliðið og fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans einnig.
Daníel er 19 ára vinstri bakvörður sem er hjá danska B-deildarliðinu Fredericia á láni frá Midtjylland. Hann var keyptur til Midtjylland frá Stjörnunni sumarið 2022.
Eggert Aron Guðmundsson, Daníel Freyr Kristjánsson, Ari Sigurpálsson og Róbert Orri Þorkelsson koma inn í liðið fyrir þá Valgeir Valgeirsson, Ólaf Guðmundsson, Anton Loga Lúðvíksson, og Davíð Snæ Jóhannsson.
Það vekur ákveðna athygli að Daníel Freyr er í byrjunarliðinu en þetta er hans annar leikur fyrir U21 landsliðið og fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans einnig.
Daníel er 19 ára vinstri bakvörður sem er hjá danska B-deildarliðinu Fredericia á láni frá Midtjylland. Hann var keyptur til Midtjylland frá Stjörnunni sumarið 2022.
Fyrir leik
Riðillinn
1. Danmörk - 11 stig/+5 í markatölu (5 leikir)
2. Wales - 11 stig/+2 í markatölu (6 leikir)
3. Ísland - 6 stig/-2 í markatölu (4 leikir)
4. Tékkland - 5 stig/+2 í markatölu (4 leikir)
5. Litháen - 0 stig/-7 í markatölu (5 leikir)
Með sigri í dag minnkum við muninn í danska liðið í tvö stig og eigum einn leik til góða. Danska liðið er ósigrað. Þetta er gífurlega stór leikur fyrir bæði lið.
2. Wales - 11 stig/+2 í markatölu (6 leikir)
3. Ísland - 6 stig/-2 í markatölu (4 leikir)
4. Tékkland - 5 stig/+2 í markatölu (4 leikir)
5. Litháen - 0 stig/-7 í markatölu (5 leikir)
Með sigri í dag minnkum við muninn í danska liðið í tvö stig og eigum einn leik til góða. Danska liðið er ósigrað. Þetta er gífurlega stór leikur fyrir bæði lið.
Fyrir leik
Þriðja liðið - Allir frá Úkraínu
Dómarateymið kemur allt frá Úkraínu en aðaldómarinn í dag heitir Oleksii Derevinskyi. Honum til halds og trausts verða þeir Semen Shlonschak og Viktor Matyash. Fjórði dómarinn heitir Klym Zabroda.
Fyrir leik
Óslípaður demantur fyrir Eddie Howe?
Sá leikmaður í danska U21 árs landsliðinu sem er að spila fyrir stærsta félagið í hópnum er án efa William Osula sem er leikmaður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni.
Osula kom frá Sheffield United þar sem hann rembdist eins og rjúpan við staurinn að skora mörk en tókst það illa. Hann er núna orðinn leikmaður Newcastle United en það verður áhugavert að fylgjast með gangi mála hjá þessum unga leikmanni og hvort Eddie Howe nái að búa til eitthvað skrímsli úr honum.
Osula kom frá Sheffield United þar sem hann rembdist eins og rjúpan við staurinn að skora mörk en tókst það illa. Hann er núna orðinn leikmaður Newcastle United en það verður áhugavert að fylgjast með gangi mála hjá þessum unga leikmanni og hvort Eddie Howe nái að búa til eitthvað skrímsli úr honum.
Fyrir leik
Leikir Íslands í riðlinum
Við höfum ekki alveg farið jafn vel af stað og danska liðið en við eigum þó einn leik til góða á þá. Eftir fjóra leiki höfum við unnið tvo og tapað tveimur. Töpin komu úti gegn Wales og Tékklandi en sigrarnir heima gegn Tékklandi og úti gegn Litháen.
Ólafur Ingi Skúlason sagði í viðtali við fótbolta.net í vikunni að við eigum góðan möguleika á að vinna danska U21 árs landsliðið þrátt fyrir að þeir séu taplausir.
Þetta er gífurlega mikilvægur leikur fyrir íslenska liðið í riðlinum en við gætum minnkað muninn í danska liðið niður í tvö stig með sigri og átt einn leik til góða.
Davíð Snær Jóhannsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Kristall Máni Ingason og Andri Fannar Baldursson hafa skorað einu fjögur mörk Íslands í riðlinum til þessa.
Ólafur Ingi Skúlason sagði í viðtali við fótbolta.net í vikunni að við eigum góðan möguleika á að vinna danska U21 árs landsliðið þrátt fyrir að þeir séu taplausir.
Þetta er gífurlega mikilvægur leikur fyrir íslenska liðið í riðlinum en við gætum minnkað muninn í danska liðið niður í tvö stig með sigri og átt einn leik til góða.
Davíð Snær Jóhannsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Kristall Máni Ingason og Andri Fannar Baldursson hafa skorað einu fjögur mörk Íslands í riðlinum til þessa.
Fyrir leik
Fleiri skemmtileg viðtöl við leikmenn í vikunni
Anton Logi í viðtaliEggert Aron í viðtaliRóbert Orri í viðtali
Fyrir leik
Lucas Hey!
Varnarmaður danska U21 árs landsliðsins Lucas Hey vann með Frey Alexanderssyni hjá Lyngby áður en Freyr fór til Kortrijk og Lucas til Nordsjælland þar sem hann spilar núna. Þeir náður mjög vel saman en þegar Freyr var að kveðja Lyngby liðið féllu tár á hvarm hjá dananum.
Lucas hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í Danmörku. Varnarmaðurinn verður sennilega brátt keyptur í eitthvað stórlið í Evrópu. Hann spilar fyrir Nordsjælland í dag sem eru þekktir fyrir það að selja leikmenn til risa félaga í Evrópu.
Lucas hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína í Danmörku. Varnarmaðurinn verður sennilega brátt keyptur í eitthvað stórlið í Evrópu. Hann spilar fyrir Nordsjælland í dag sem eru þekktir fyrir það að selja leikmenn til risa félaga í Evrópu.
Fyrir leik
Danir ósigraðir
Danska liðið er feykisterkt með nokkra mjög sterka leikmenn sem eru að spila í dönsku Superligunni og jafnvel ensku úrvalsdeildinni. Þeir eru ósigraðir í riðlinum eftir 5 leiki og eru á toppi deildarinnar. Þeir hafa þó ekki leikið gegn Íslandi í riðlinum. Liðin mætast fyrst núna og mætast síðan aftur í lokaumferðinni.
Fyrir leik
Frumraun Ólafs Inga
Ólafur Ingi Skúlason mun þreyta frumraun sína sem aðalþjálfari U21 árs þjálfari eftir að hafa þjálfað U19 ára landsliðið í dágóðan tíma. Hann tekur við af Davíð Snorra sem er nú orðin aðstoðarþjálfari A landsliðsins.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu spræka og skemmtilega landsliði spila saman undir stjórn Ólafs Inga sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í þjálfun.
Ólafur ræddi við fótbolta.net í vikunni en hann er brattur fyrir leikinn gegn danska liðinu og segir að Ísland eigi góðan möguleika á sigri þrátt fyrir að danska liðið sé ósigrað í riðlinum í 5 leikjum.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu spræka og skemmtilega landsliði spila saman undir stjórn Ólafs Inga sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í þjálfun.
Ólafur ræddi við fótbolta.net í vikunni en hann er brattur fyrir leikinn gegn danska liðinu og segir að Ísland eigi góðan möguleika á sigri þrátt fyrir að danska liðið sé ósigrað í riðlinum í 5 leikjum.
Byrjunarlið:
1. Filip Jørgensen (m)
2. Anton Gaaei
('83)
3. Thomas Kristensen
('64)
4. Oliver Nielsen
5. Elias Jelert
('74)
6. Oscar Fraulo
7. Oliver Sørensen
8. William Bøving
('64)
9. William Osula
11. Mathias Kvistgaarden
19. Tobias Bech
('74)
Varamenn:
16. Andreas Jungdal (m)
10. Mika Biereth
12. Lucas Hey
('74)
13. Victor Bak Jensen
14. Noah Nartey
15. Mads Enggård
('83)
18. Filip Bundgaard
20. Tochi Chukwuani
('64)
21. Jonas Jensen-Abbew
('74)
21. Sebastian Otoa
('64)
Liðsstjórn:
Steffen Højer (Þ)
Gul spjöld:
Anton Gaaei ('49)
Rauð spjöld:
Sebastian Otoa ('71)