Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
Njarðvík
0
0
Keflavík
07.09.2024  -  16:15
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sól og sumar með dass af smá blæstri
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Joao Ananias
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson
3. Sigurjón Már Markússon
4. Marcello Deverlan Vicente
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Joao Ananias
9. Oumar Diouck
13. Dominik Radic
16. Svavar Örn Þórðarson ('74)
19. Tómas Bjarki Jónsson
25. Indriði Áki Þorláksson
28. Símon Logi Thasaphong ('69)

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
8. Kenneth Hogg ('69)
10. Kaj Leo Í Bartalstovu
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('74)
15. Ibra Camara
18. Björn Aron Björnsson
29. Kári Vilberg Atlason

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Margrét Ársælsdóttir
Jaizkibel Roa Argote

Gul spjöld:
Svavar Örn Þórðarson ('68)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Ljósanæturleiknum lýkur með markalausu jafntefli.

Ekki mesta skemmtun sem ég hef orðið vitni af, viðurkenni það.

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í dag.
92. mín
Oumar Diocuk tekur spyrnuna og lyfti boltanum yfir markið.
92. mín
Njarðvíkignar fá aukaspyrnu á flottum stað rétt fyrir utan teig.

Skyldi vera sigurmark í þessu?
90. mín
Joao Ananias með bjartsýnistilraun yfir markið.
89. mín
Inn:Rúnar Ingi Eysteinsson (Keflavík) Út:Sami Kamel (Keflavík)
86. mín
Enn á ný eru Njarðvíkignar að koma sér í góða stöðu en ná ekki að nýta sér það.
81. mín
Mamadou Diaw fær svæði til að keyra á Njarðvík og vinnur horn.
80. mín
Dominik Radic svo nálægt því þarna! Frábær bolti fyrir markið og skallinn hárfínt yfir!
77. mín
Leikurinn endana á milli þessa stundina en vantar bara að klára stöðurnar og aðeins meiri gæði.
75. mín
Bæði lið verið að komast í stöður þar sem aðeins vantar að reka lokahnútinn.
74. mín
Inn:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík) Út:Svavar Örn Þórðarson (Njarðvík)
70. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
70. mín
Inn:Mamadou Diaw (Keflavík) Út:Kári Sigfússon (Keflavík)
69. mín
Inn:Kenneth Hogg (Njarðvík) Út:Símon Logi Thasaphong (Njarðvík)
68. mín Gult spjald: Svavar Örn Þórðarson (Njarðvík)
Stöðvar skyndisókn og kemst í bókina.
66. mín
Keflavík nær að ýta liðinu sínu aðeins upp og Sami Kamel reynir að finna Mihael Mladen en þéttur varnarmúr Njarðvíkur er fyrir.
64. mín
Símon Logi kemst upp að endamörkum og á fastan bolta fyrir sem Ásgeir Orri missir á fjær en Keflavík fyrstir að átta sig og koma boltanum frá!

Þetta hefði getað orðið slæmt fyrir Ásgeir Orra!
62. mín
Njarðvíkingar fá þrjár hornspyrnur í röð en ná ekki að nýta sér þær.
60. mín
Njarðvíkingar að komast í flotta stöðu 3v3 og Dominik Radic kemur boltanum út til Símons Loga sem er aðeins of lengi að athafna sig og Keflavík bjargar.
56. mín
Færi! Keflavík kemst í skyndisókn og vaða upp hægri vænginn og koma boltanum fyrir markið þar sem Ari Steinn er mættur og á skot sem Aron Snær nær að verja.
54. mín
Njarðvíkingar fá hornspyrnu sem fellur í teignum og smá klafs en Keflvíkingar verjast þessu vel.
50. mín
Síðari hálfeikurinn byrjar ekki ósvipað því sem við sáum í fyrri hálfleik. Allt voðalega þétt.
46. mín
Keflavík sparkar þessu af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Liðin fara jöfn inn í hálfleikinn.

Bæði lið spilað góðan varnarleik og skemmtanargildið kannski eftir því. Fáum vonandi aðeins meiri skemmtun í síðari hálfleik.

Tökum okkur stutta pásu og snúum svo aftur.
43. mín
Njarðvíkingar fá horn og Símon Logi rís hæðst og nær skallanum en seinni boltinn dettur ekki alveg fyrir heimamenn og Keflavík kemur þessu frá.
38. mín
Það er ekki mikið um marktækifæri í þessu fyrstu um sinn allavega.
34. mín
Oumar Diouck að komast í ágætis stöðu og vinnur horn.
33. mín
Keflavík aðeins að ógna marki Njarðvíkinga

Tvö horn sem Njarðvíkingar verjast ágætlega.
30. mín
Joao Ananias tekur aukaspyrnuna og lætur bara vaða! Ásgeir Orri blakar þessum bolta yfir markið.
29. mín Gult spjald: Kári Sigfússon (Keflavík)
Fer hátt með fótinn í Indriða Áka. Tryggir sig inn í svörtu bókina.
28. mín
Ásgeir Helgi Orrason furðu frír inni á teig í fyrra horninu en nær ekki að nýta sér það og Keflavík fær svo annað horn sem Njarðvíkingar verjast vel.
27. mín
Keflvíkingar með fyrirgjöf fyrir markið og Kári Sigfússon nær að pikka í boltann á fjærstöng en virðist fara af varnarmanni og Keflavík fær horn.
26. mín
Keflvíkinga reyna að finna Mihael Mladen á teignum en fyrsta snetingin svíkur.
24. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Kemur sér í svörtu bókina. Fór heldur hraustlega í Tómas Bjarka.
22. mín
Langt innkast og boltinn flytur á milli manna áður en Símon Logi á skot sem Ásgeir Orri ver yfir.
15. mín
Varsla Simon Logi með frábæra takta og kemur sér í frábært færi og á skot sem Ásgeir Orri ver virkilega vel!
14. mín
Svavar Örn kemst í skotfæri en skotið hátt yfir. Dominik Radic gerði vel að koma boltanum fyrir markið á hann.
13. mín
Axel Ingi gerir vel upp hægri og kemur með fastan bolta fyrir en beint í fangið á Aroni Snær.
12. mín
Bæði lið virkilega þétt fyrir og gefa fáar opnanir. Leikurinn svolítið á miðjunni bara.
7. mín
Njarðvíkingar taka hornið stutt og Joao Ananias reynir að koma með boltann fyrir en hann var slakur og þetta rennur út í sandinn.
7. mín
Njarðvíkingar vinna fyrsta horn leiksins.
4. mín
Leikurinn fer rólega af stað.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamenn í Njarðvík sem sparka af stað baráttunni um bæinn!
Fyrir leik
Ljósanæturleikurinn Það er vel mætt í stúkuna hérna á Rafholtsvellinum. Nágrannaslagur af bestu gerð!
Fyrir leik
Spámaðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson er spámaður umferðarinnar. Hann er leikmaður Víkings í Bestu deildinni. Hann fylgir á eftir Kjartani Kára Halldórssyni sem var með tvo leiki rétta í síðustu umferð.

Njarðvík 1 - 2 Keflavík
Kárarnir sjá um markaskorun í þessum leik. Kári Vilberg setur 1 fyrir Njarðvík og Kári Sigfússon setur 2 og póstar tiktok video af sigrinum.

Fyrir leik
Aðeins tvær umferðir eftir Þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni er spennan heldur betur farin að magnast. Gríðarleg barátta er í sætum 1.-6. þar em aðeins fjögur stig skilja að og línur eru að skýrast.
Einnig er botnbaráttan farin að taka á sig mynd en Grótta þarf nauðsynlega á sigri að halda til að halda í vonina um að halda sér uppi en Dalvík/Reynir eru fallnir.

1.ÍBV - 35 stig (+17)
---------
2.Keflavík - 34 stig (+9)
3.Fjölnir - 34 stig (+8)
4.Afturelding - 33 stig (+2)
5.ÍR - 32 stig (+4)
---------
6.Njarðvík - 31 stig (+5)
7.Þróttur R. - 27 stig (+4)
8.Grindavík - 25 stig (0)
9.Leiknir R. - 24 stig (-2)
10.Þór Ak - 20 stig (-9)
---------
11.Grótta - 16 stig (-17)
12.Dalvík/Reynir - 13 stig (-21)

Mynd: Lengjudeildin
Fyrir leik
Rimmur liðana Þessi félög eru mun vanari því að vera mætast á körfuboltavellinum heldur en í knattspyrnu.

Samkv. vef KSÍ hafa þessi lið aðeins mæst níu sinnum í mótsleik á vegum KSÍ.

Njarðvíkingar hafa unnið tvisvar (22%) og skorað 8 mörk.
Keflvíkingar hafa unnið fimm sinnum (56%) og skorað 15 mörk.
Liðin hafa þá skilið jöfn tvisvar (22%).

Athyglisvert að nefna það að einu sigrar Njarðvíkinga hafa verið í bikarkeppni KSÍ svo þeir geta skrifað kafla í sína sögu með því að vinna sinn fyrsta sigur á Keflavík í deildarleik í sögunni ef þeir leggja þá af velli í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Kemst Njarðvík í umspilsæti fyrir lokaumferðina? Njarðvíkingar hafa aðeins verið að gefa eftir síðari hluta móts eftir frábæran fyrri hluta. Njarðvíkingar hafa verið í umspilsæti eða við toppinn allt mótið en finna sig nú stigi fyrir utan umspilsæti þegar tvær umferðir eru eftir.

Njarðvíkingar fengu skell í síðustu umferð gegn Aftureldingu svo það verður áhugavert að sjá hvernig liðið bregst við í nágrannaslagnum gegn Keflavík.

Dominik Radic var gríðarlega mikilvægur fyrir Njarðvíkurliðið í fyrri umferð Lengjudeildarinnar en hefur aðeins hægst á honum líkt og öllu liðinu á síðari hlutanum. Þrátt fyrir það er Dominik Radic í baráttunni um gullskóinn og er aðeins tveim mörkum frá efsta manni.

Njarðvíkingar hafa skorað 32 mörk í sumar og hafa þessi mörk raðast helst niður á þessa:

Dominik Radic - 11 mörk
Oumar Diouck - 8 mörk
Kaj Leo Í Bartalstovu - 5 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Ná Keflvíkingar toppsætinu? Keflavík getur með sigri hér í dag náð toppsæti deildarinnar og sett pressu á ÍBV fyrir morgundaginn í þeirra slag gegn Grindavík.
Keflavík eru sem stendur í 2.sæti deildarinnar stigi á eftir toppliði ÍBV.
Keflvíkingar voru lengi í gang en þegar það kviknaði á Keflavíkurliðinu ruku þeir upp töfluna. Sóknarleikurinn hjá Keflavík heufr verið mun betri eftir innkomu Mihael Mladen.

Keflavík hefur skorað 33 mörk í Lengjudeildinni í sumar. Markahæstu menn Keflavíkur eru:

Mihael Mladen - 6 mörk
Valur Þór Hákonarson - 3 mörk
Sami Kamel - 3 mörk
Kári Sigfússon - 3 mörk
Ari Steinn Guðmundsson - 3 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þriðja liðið Helgi Mikael Jónasson fær það verkefni að halda utan um flautuna hér í þessum nágrannaslag og honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage.
Eftirlitsmaður KSÍ er svo Ingvar Örn Gíslason.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Rafholtsvellinum í Njarðvík þar sem Ljósanæturleikurinn fer fram.

Njarðvíkingar taka á móti nágrönnum sínum í Keflavík í næst síðustu umferð Lengjudeildarinnar fyrir umspil.

Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson
6. Sindri Snær Magnússon
8. Ari Steinn Guðmundsson ('70)
20. Mihael Mladen
23. Sami Kamel ('89)
25. Frans Elvarsson (f)
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon ('70)
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
4. Nacho Heras
7. Mamadou Diaw ('70)
10. Valur Þór Hákonarson ('70)
11. Rúnar Ingi Eysteinsson ('89)
19. Edon Osmani
21. Aron Örn Hákonarson

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('24)
Kári Sigfússon ('29)

Rauð spjöld: