Þróttur R.
2
3
Leiknir R.
0-1
Omar Sowe
'22
0-2
Omar Sowe
'26
0-3
Róbert Hauksson
'28
Birkir Björnsson
'80
1-3
Kári Kristjánsson
'85
2-3
08.09.2024 - 14:00
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Allt í lagi-Ekki gott. Allavega þurrt
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Omar Sowe (Leiknir R.)
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Allt í lagi-Ekki gott. Allavega þurrt
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Omar Sowe (Leiknir R.)
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson
('46)
20. Viktor Steinarsson
('46)
22. Kári Kristjánsson
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason
33. Unnar Steinn Ingvarsson
99. Kostiantyn Iaroshenko
('46)
Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
7. Sigurður Steinar Björnsson
('46)
9. Viktor Andri Hafþórsson
('46)
14. Birkir Björnsson
('46)
24. Björn Darri Oddgeirsson
30. Kolbeinn Nói Guðbergsson
Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Baldur Hannes Stefánsson
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson
Alexander Máni Curtis
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknir vinnur 2-3 sigur í kaflaskiptum leik. Viðtöl og skýrsla koma inn síðar í dag. Þá er það komið á hreint að Þróttur fer ekki í umspilið umtalaða og bæði þessi lið munu leika í Lengjudeildinni að ári.
90. mín
Viktor skorar aftur - OG AFTUR RANGSTAÐA
Þróttarar héldu að þeir væru að jafna djúpt í uppbótartíma en rangstaða dæmd.
90. mín
+4 mínútur lágmarks uppbótartími
Fáum við mark í uppbótartíma frá öðru hvoru liði?
89. mín
Hamra Þróttur járnið meðan það er heitt?
1 mínúta eftir af venjulegum leiktíma. Tekst Þrótti að snúa taflinu við?
85. mín
MARK!
Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Aron Snær Ingason
Stoðsending: Aron Snær Ingason
ÞRÓTTARAR AÐ KVEIKJA Í ÞESSUM LEIK
Þróttarar mikið mun öflugri aðilinn í leiknum síðustu mínútur og ná með herkjum að keyra inn á teig Leiknis. Aron með fyrirgjöf sem fer af Leiknismanni og Kári stýrir honum í netið!
Við erum komin með leik dömur mínar og herrar!
Við erum komin með leik dömur mínar og herrar!
82. mín
SKOT Í STÖNG!
Þróttarar vakna! Skot sem Viktor ver í stöng og aftur út í teiginn en Þróttur gerir ekki meira í þessari sókn.
80. mín
MARK!
Birkir Björnsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Njörður Þórhallsson
Stoðsending: Njörður Þórhallsson
Er spenna í þessu?
Grótta búnir að minnka muninn gegn ÍR og Þróttur minnka muninn í 1-3. Orrahríð að marki Leiknis þar sem Viktor Freyr ver og menn henda sér fyrir áður en boltinn berst á Birki Björns sem setur hann í markið áður en Viktor Freyr nær að standa upp.
76. mín
MARK - Eða ekki
Viktor Andri hélt þarna að hann væri búinn að tvöfalda markafjöldann sinn í sumar þegar hann skoraði eftir fyrirgjöf en hann var rangstæður.
71. mín
Glæsileg varsla!!
Omar Sowe sendir boltann út til hægri á Róbert Quental í teig Þróttar. Róbert einn á Þórhall sem gjörsamlega étur hann og ver glæsilega. Þróttur upp hinu megin og fá horn sem ekkert verður úr.
70. mín
Inn:Kári Steinn Hlífarsson (Leiknir R.)
Út:Róbert Hauksson (Leiknir R.)
Róbert búinn að vera góður
Róbert Hauks fer af velli fyrir Kára Stein. Róbert búinn að skila góðu dagsverki. Mark og stoðsending.
67. mín
Hendi - Aukaspyrna
Jorgen fær boltann í höndina og Leiknir fær aukaspyrnu sem mér sýnist Shkelzen ætla að taka. Æfingabolti fyrir Þórhall Ísak í marki Þróttar
65. mín
Klafs
Þróttarar búnir að vera aðeins meira í boltanum á meðan Leiknismenn reyna einna helst að koma Omar Sowe í gegn, sem gengur eiginlega ekkert.
Þróttarar í klafsi í teignum en ná ekki almennilega skoti á markið.
Þróttarar í klafsi í teignum en ná ekki almennilega skoti á markið.
55. mín
Þróttarar að gera sig líklega
Aron Snær skallar boltann niður á Kára sem nær skoti í átt að marki sem Daði Bærings hendir sér fyrir.
51. mín
Aron Snær með klippu yfir
Eiki Blö með fyrirgjöf inn á teiginn sem Aron Snær klippir fallega yfir mark Leiknismanna. Þróttarar byrja seinni hálfleikinn af ágætis krafti.
46. mín
Farið af stað aftur
Leikurinn kominn í gang aftur. Spurning hvort Þróttarar nái að snúa taflinu við í seinni hálfleik.
46. mín
Inn:Birkir Björnsson (Þróttur R.)
Út:Viktor Steinarsson (Þróttur R.)
Bræður munu berjast
Þreföld skipting hjá Venna í hálfleik. Birkir Björns er einmitt bróðir Sindra Björnssonar, miðjumanns Leiknis.
46. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.)
Út:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.)
Bræður munu berjast
Þreföld skipting hjá Venna í hálfleik. Birkir Björns er einmitt bróðir Sindra Björnssonar, miðjumanns Leiknis.
46. mín
Inn:Sigurður Steinar Björnsson (Þróttur R.)
Út:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.)
Bræður munu berjast
Þreföld skipting hjá Venna í hálfleik. Birkir Björns er einmitt bróðir Sindra Björnssonar, miðjumanns Leiknis.
45. mín
Hálfleikur
+1 mínúta í uppbót en ekkert breytist
Hálfleikur.
0-3 fyrir Leikni í hálfleik.
Þróttarar byrjuðu fyrri hálfleikinn betur en eftir að Leiknir komst yfir voru öll ljós kveikt og enginn heima hjá Þrótti.
0-3 fyrir Leikni í hálfleik.
Þróttarar byrjuðu fyrri hálfleikinn betur en eftir að Leiknir komst yfir voru öll ljós kveikt og enginn heima hjá Þrótti.
45. mín
Fyrirgjöf og skalli framhjá
Unnar Steinn með frábæra fyrirgjöf inn á teiginn sem fer alla leið á fjærstöngina þar sem Aron Snær mætir á fjær og skallar framhjá markinu.
40. mín
Lítið að frétta
Liðin ekkert rosalega mikið að skemmta okkur blaðamönnum sem og áhorfendum þessa stundina. Ofboðslega rólegt yfir öllu á vellinum og hvorugt lið að skapa sér neitt.
35. mín
Róbert Hauks kemst einn í gegn
Róbert kemst vinstra megin inn á teig Þróttar og kemur sér beint inn á hægri fótinn en skotið afleitt og nokkra metra framhjá markinu.
31. mín
Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Brot og spjald
Daði brýtur á Unnari Steini og fær síðan gult spjald frá Ívari Erni. Annað hvort uppsafnað eða fyrir kjaftbrúk.
28. mín
MARK!
Róbert Hauksson (Leiknir R.)
Stoðsending: Róbert Quental Árnason
Stoðsending: Róbert Quental Árnason
Þegar það rignir þá hellirignir
Þróttarar hafa ákveðið að leggja árar í bát og Róbert fær bara að athafna sig auðveldlega inni á teig Þróttar og setur boltann fast á markið niðri sem Þórhallur Ísak missir undir sig og í markið lekur boltinn. Þetta stefnir í rúst!
26. mín
MARK!
Omar Sowe (Leiknir R.)
Stoðsending: Shkelzen Veseli
Stoðsending: Shkelzen Veseli
Leiknismenn ganga á lagið!
Þróttarar hættu eiginlega bara að spila eftir að þeir fengu fyrsta markið á sig. Róbert Hauks, Shkelzen Vesali og Omar Sowe gera grín að vörn Þróttar og komast í 0-2.
25. mín
Þróttarar slegnir
Það hefur ekki verið um auðugan garð að gresja í færum hjá Þrótti eftir að þeir fengu þetta mark á sig fyrir 3 mínútum.
22. mín
MARK!
Omar Sowe (Leiknir R.)
Stoðsending: Róbert Hauksson
Stoðsending: Róbert Hauksson
0-1
Heyrðu!! Undirritaður hafði varla lokið orðinu við Elvar Geir, ritstjóra Fótbolta.net, um það hvort að hans menn ætluðu ekki að vera með í leiknum, þegar Róbert gefur þessa fínu fyrirgjöf inn á teiginn sem Omar Sowe skallar listilega í nærhornið.
19. mín
Léleg skot
Lítið af góðum færum eða skotum það sem af er. Kostiantyn með frekar lélegt skot í átt að marki sem Viktor tók upp. Hálfri mínútu síðar tekur Aron Snær ömurlegt skot lengst framhjá.
17. mín
Leikurinn stopp-Leikur hafinn
Vesali virðist hafa fengið högg og þarf aðhlynningu. Leikurinn fer síðan aftur í gang og Vesali kemur inn að nýju.
12. mín
Þróttur betri
Smá atgangur inni í teig Leiknis sem endar með innkasti sem Leiknir fær, alveg upp við hornfánann. Leiknir nær að lokum að koma boltanum frá, en tapa honum jafn harðan.
8. mín
Þróttarar meira með boltann
Omar Sowe brýtur á Jorgen Pettersen rétt fyrir utan teig. Hvað gerir Kostiantyn við aukaspyrnuna? Boltinn framhjá að lokum. Engin hætta fyrir Leikni.
5. mín
Skalli! Framhjá..
Kári spilar stutt inn á teiginn og fær hann aftur áður en hann nær stuttri fyrirgjöf á Njörð sem skallar framhjá.
4. mín
Hornspyrna!
Kári Kristjáns með fínt skot með vinstri sem Viktor Freyr ver í horn. Hvað gerist hérna?
3. mín
Þróttur með skalla á mark!
Bolti frá hægri kanti inn á teyginn og Njörður með skalla í átt að marki sem var aldrei vesen fyrir Viktor Frey í marki Leiknis.
1. mín
Leikur hafinn
Ívar flautar leikinn á og það er Shkelzen Veseli sem sparkar gestunum í gang. Leiknir sækir í átt að Grand Hótel og Þróttarar sækja í átt að Skautahöll Reykjavíkur. Vonumst eftir góðum leik!
Fyrir leik
Ívar Orri leiðir menn inn á völlinn
Þá gengur Ívar Orri út á völlinn, ásamt aðstoðardómurum sínum og leikmönnum beggja liða. Allir þeir 200+- áhorfendur sem mættir eru standa og hylla sína menn.
Fyrir leik
Þetta fer að bresta á
Þá eru leikmenn, þjálfarar og dómarar farnir til búningsherbergja og þetta fer alveg að bresta á.
Hagkaup býður frítt á leikinn!
LEIKDAGUR
— Þróttur (@throtturrvk) September 8, 2024
Frítt inn í boði Hagkaups!
Lukkuleikur í hálfleik og ????????????????til sölu
Mætum, styðjum, njótum?????? pic.twitter.com/VT9Hht2DCg
Fyrir leik
Staðan í deildinni
Keflavík og Njarðvík eru búin með sinn leik í umferðinni og eftir það er staðan í deildinni svona.
1. ÍBV - 35 stig
-------------------
2. Keflavík - 35
3. Fjölnir - 34
4. Afturelding - 33
5. Njarðvík - 32
--------------------
6. ÍR - 32
7. Þróttur - 27
8. Grindavík - 25
9. Leiknir - 24
10. Þór - 20
-------------------
11. Grótta - 16
12. Dalvík/Reynir - 13
1. ÍBV - 35 stig
-------------------
2. Keflavík - 35
3. Fjölnir - 34
4. Afturelding - 33
5. Njarðvík - 32
--------------------
6. ÍR - 32
7. Þróttur - 27
8. Grindavík - 25
9. Leiknir - 24
10. Þór - 20
-------------------
11. Grótta - 16
12. Dalvík/Reynir - 13
Fyrir leik
Spámaðurinn
Karl Friðleifur Gunnarsson leikmaður Víkings er spámaður umferðarinnar.
Hann býst við sigri gestaliðsins í dag.
Þróttur 1 - 3 Leiknir
Ósvald Jarl verður með sýningu fyrir okkur. Leggur upp 2 mörk og setur eitt mark úr efstu hillu.
Hann býst við sigri gestaliðsins í dag.
Þróttur 1 - 3 Leiknir
Ósvald Jarl verður með sýningu fyrir okkur. Leggur upp 2 mörk og setur eitt mark úr efstu hillu.
Fyrir leik
Dómarateymið
Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn í dag. Hann er með þá Birki Sigurðarson og Ragnar Arelíus Sveinsson sér til aðstoðar á línunum. Halldór Breiðfjörð Jóhannsson er svo eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
2 umferðir eftir
Góðan og gleðilegan leikdag kæru lesendur og verið velkomin í þessa textalýsingu á leik Þróttar Reykjavíkur og Leiknis Reykjavíkur.
Liðin eru í 7. (Þróttur R.) og 9. sæti (Leiknir) með 27 og 24 stig og hafa bæði að ansi litlu að keppa.
Leiknir eru í raun fastir þar sem þeir geta hvorki fallið né náð upp í umspilið en Þróttur á ennþá tölfræðilega möguleika á að ná upp í umspilssæti, þótt það verði að teljast ansi ólíklegt.
Þessi leikur er því hér með titlaður, „Leikurinn um Reykjavíkur stoltið“. Þótt það séu ansi mörg lið sem bera nafn Reykjavíkurborgar í nafni félagsins.
Liðin eru í 7. (Þróttur R.) og 9. sæti (Leiknir) með 27 og 24 stig og hafa bæði að ansi litlu að keppa.
Leiknir eru í raun fastir þar sem þeir geta hvorki fallið né náð upp í umspilið en Þróttur á ennþá tölfræðilega möguleika á að ná upp í umspilssæti, þótt það verði að teljast ansi ólíklegt.
Þessi leikur er því hér með titlaður, „Leikurinn um Reykjavíkur stoltið“. Þótt það séu ansi mörg lið sem bera nafn Reykjavíkurborgar í nafni félagsins.
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason
('87)
8. Sindri Björnsson
('77)
9. Róbert Hauksson
('70)
10. Shkelzen Veseli
16. Arnór Daði Aðalsteinsson
('77)
23. Arnór Ingi Kristinsson
25. Dusan Brkovic
67. Omar Sowe
Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
4. Patryk Hryniewicki
14. Davíð Júlían Jónsson
('87)
18. Marko Zivkovic
30. Egill Helgi Guðjónsson
('77)
43. Kári Steinn Hlífarsson
('70)
44. Aron Einarsson
('77)
Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Ósvald Jarl Traustason
Gísli Friðrik Hauksson
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson
Nemanja Pjevic
Arnar Darri Pétursson
Gul spjöld:
Daði Bærings Halldórsson ('31)
Rauð spjöld: