Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Í BEINNI
Lengjudeildin - Umspil
ÍR
16:45 0
0
Keflavík
Fylkir
1
4
Keflavík
0-1 Kristrún Ýr Holm '20
0-2 Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir '48
0-3 Saorla Lorraine Miller '74
Tinna Harðardóttir '80 1-3
1-4 Saorla Lorraine Miller '82
14.09.2024  -  14:00
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Dómari: Guðni Páll Kristjánsson
Maður leiksins: Saorla Lorraine Miller (Keflavík)
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
4. Íris Una Þórðardóttir
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('73)
10. Klara Mist Karlsdóttir
13. Kolfinna Baldursdóttir ('53)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('53)
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('73)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir ('53)
17. Elfa Karen Magnúsdóttir ('73)
22. Sunna Kristín Gísladóttir
24. Katrín Sara Harðardóttir
26. Amelía Rún Fjeldsted ('53)
77. Bergdís Fanney Einarsdóttir ('73)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Arnór Gauti Brynjólfsson

Gul spjöld:
Íris Una Þórðardóttir ('17)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er það ljóst að Keflavík endar í þriðja sæti neðri hluta Bestu deildar kvenna 2024 með 14 stig, á meðan Fylkir lendir í fjórða og neðsta sæti með 13 stig.

Þakka ykkur kærlega fyrir samfylgdina hér í dag.
90. mín
Mist Funadóttir hér með langan og góðan sprett en er því miður aðeins of lengi með boltan og missar hann á hættilegum stað sem Keflavík hreinsar bara burt
90. mín
90 mínútur komnar á vallarklukkuna, og dómari leiksins bætir hér við fjórum mínútum. Fáum við fleiri mörk í þennan leik?
87. mín
Inn:María Rán Ágústsdóttir (Keflavík) Út:Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
Guðrún Jóna, þjálfari Keflavíkur gerir hér sína síðustu skiptingar og eru það María Rán og Máney Dögg sem fá að klára seinustu mínútur leiksins
87. mín
Inn:Máney Dögg Másdóttir (Keflavík) Út:Saorla Lorraine Miller (Keflavík)
82. mín MARK!
Saorla Lorraine Miller (Keflavík)
Stoðsending: Melanie Claire Rendeiro
1-4 Ég set þetta á Saorla, en eftir að horfa nánar sýnist mér þetta vera Abigail sem gerir hér sjálfsmark. Markið kemur eftir hornspyrnu frá Melanie, þar sem myndast mikill klafs í vítateig Fylkis. Saorla nær lausu skoti, og Abigail reynir að hreinsa boltann frá, en hann endar því miður í markinu í staðinn.
80. mín MARK!
Tinna Harðardóttir (Fylkir)
Stoðsending: Amelía Rún Fjeldsted
Varamennirnir Amelía Rún og Tinna Harðar eru að minnka muninn hér fyrir Fylkiskonur. Amelía er sloppinn hér inn fyrir og geftur boltan út í teiginn og Tinna klárar vel fyrir hálfpartinn opið mark.

Vel gert!
79. mín
Fínasta aukaspyrna Góð aukaspyrna frá Evu Rut sem Abigail nær að skalla á markið en því miður var krafturinn lítill í skallanum og Anna fær boltan beint á markið.
78. mín
Gott skot Og þá kemur einn góður bolti frá fyrirliðanum Evu Rut sem Anna ver í marki Keflavíkur
76. mín
Keflavík virðast líklegar til að bæta við öðru marki í dag, en því miður er ekki mikið að frétta hjá Fylkiskonum þessa stundina.
74. mín MARK!
Saorla Lorraine Miller (Keflavík)
Stoðsending: Anita Lind Daníelsdóttir
0-3! Aníta Lind með flotta sendingu upp kantinn á Saorla, sem á frábæran sprett, kemst fram hjá Klöru Mist og klárar glæsilega framhjá Tinnu Brá.

Frekar auðvelt uppspil hjá Keflavík, sem gera þetta mjög vel.
73. mín
Inn:Bergdís Fanney Einarsdóttir (Fylkir) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
73. mín
Inn:Elfa Karen Magnúsdóttir (Fylkir) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
Tvöföld Skipting Gunnar Magnús gerir hér breytingar á sóknarlínunni og reynir að fá ferskt blóð í sóknarleikinn hjá sínum konum.
72. mín
Fínasta tækifæri Helga Guðrún kemst hér í gott færi sem fer rétt framhjá markinu.
69. mín
Saorla allt í öllu Keflavík nær hér góðri sókn sem endar með flottri sendingu fyrir teig og Saorla nær rétt svo að teygja sig í boltan sem endar hinsvegar bara í fangi Tinnu Brá í markinu.
68. mín
Gott skot! Tinna Harðar er hér með þetta laglega skot af 30 metra færi sem fer rétt yfir markið. Fylkiskonur eru að reyna!
67. mín
Fínasta spyrna Góð spyrna frá Melanie sem er aðeins of innarlega og Tinna Brá grípur þetta auðveldalega.
67. mín
Önnur hornspyrna fyrir Keflavík Saorla með góðan sprett sem Klara fylgir fast á eftir og endar með því að Saorla vinnur hornspyrnu fyrir Keflavík
66. mín
Solid leikur frá Keflavík Fylkiskonur reyna að færa sig upp völlinn, en varnarleikur Keflavíkur er agaður og þær halda Fylkiskonum vel frá markinu.
64. mín
Inn:Júlía Björk Jóhannesdóttir (Keflavík) Út:Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík)
Keflavík gerir hér sína þriðju breytingu og Júlí Björk kemur inn á til að spreyta sig síðustu 30 mínúturnar í Bestu deildinni í bili.
64. mín
Keflavík fær hér hornspyrnu sem Melanie tekur og það myndast smá klafs í vítateig Fylkis og boltinn endar utanvallar
59. mín
Tinna Harðardóttir fær hér aukaspyrnu á fínum stað en þessi aukaspyrna endar utanvallar
58. mín
Keflavík nær hér góðri skyndisókn í kjölfarið sem endar með góðu skoti hjá Melanie sem Tinna ver vel í markinu
57. mín
Keflavík fær hér aukaspyrnu á fínasta stað sem Aníta Lind tekur og endar þessi bolti í örrugum höndum hjá Tinnu
56. mín
Marín Rós reynir hér hjólhestaspyrnu sem gengur ekki upp og Fylkiskonur ná að hreinsa burt
56. mín
Hornspyrna Keflavík fær hér hornspyrnu
53. mín
Inn:Amelía Rún Fjeldsted (Fylkir) Út:Elísa Björk Hjaltadóttir (Fylkir)
Tvöföld skipting hjá Fylki Gunnar Magnús er að reyna að bregðast við markinu áðan og gerir hér sína fyrstu breytingar í dag.

Vonandi sjáum við alvöru innkomu frá þeim Tinnu og Amelíu hér í dag.
53. mín
Inn:Tinna Harðardóttir (Fylkir) Út:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir)
Tvöföld skipting hjá Fylki Gunnar Magnús er að reyna að bregðast við markinu áðan og gerir hér sína fyrstu breytingar í dag.

Vonandi sjáum við alvöru innkomu frá þeim Tinnu og Amelíu hér í dag.
48. mín MARK!
Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík)
Stoðsending: Saorla Lorraine Miller
Markið kemur eftir fyrirgjöf þar sem Saorla hoppar manna hæst og flikkar boltann áfram á Sigurbjörgu, sem á frábært skot í nærhornið og kemur Keflavík í 2-0!

Það er líklega sjaldan sem þjálfari andstæðinganna fagnar marki þeirra, en Gunnar Magnús, þjálfari Fylkis, er líklega ánægður með dóttur sína þarna.
45. mín
Þá er seinni hálfleikurinn hafinn, og það eru Fylkiskonur sem byrja þennan leik og sækja í suðurátt
45. mín
Inn:Hilda Rún Hafsteinsdóttir (Keflavík) Út:Salóme Kristín Róbertsdóttir (Keflavík)
Ein skipting í hálfleik! Önnur efnileg úr Akademíu Keflavíkur, fædd árið 2009, kemur inn á í hálfleik og fær að spreyta sig í síðustu 45 mínútum leiksins.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur hér á Wurth Vellinum Fínn fyrri hálfleikur að baki. Keflavík voru betri aðilinn fyrstu 30 mínúturnar og komust yfir, en Fylkiskonur hafa unnið sig vel inn í leikinn og sóttu að marki Keflavíkur síðustu mínúturnar áður en Guðni flautaði til hálfleiks.

Ég býst við hörkuleik í seinni hálfleik, svo endilega takið klósettpásuna, sækið drykki og góðgæti áður en við hefjumst handa aftur!
45. mín
Guðrún Karítas með flottan sprett inn á teig Keflavíkur, klobbar Anítu Lind og nær að koma sér í þröngt færi. Hún nær skoti en því miður fer það ekki á markið.
45. mín
Eva Rut með aðra aukaspyrnu Eva Rut með aukaspyrnu hér af um það bil 25 metra færi, og hún reynir að skjóta beint úr henni. En ég hef séð betri aukaspyrnur frá Evu, og því miður fer þessi bolti framhjá markinu.
43. mín
Góð sókn hjá Fylki Góð sókn hjá Fylkiskonum. Helga Guðrún með fína fyrirgjöf, en hún er aðeins of há fyrir Guðrúnu Karítas, og boltinn endar í öruggum höndum Önnu í marki Keflavíkur.
39. mín
Eva Rut tók fínasta spyrnu, en varnarmenn Keflavíkur ná að hreinsa boltann frá og tækifæri Fylkisstúlkna í þessari sókn verða að engu.
38. mín
Aukaspyrna á góðum stað sem Eva Rut stillir sig upp til að taka.

Hér gæti verið gott tækifæri fyrir Fylki
35. mín
Inn:Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík) Út:Ariela Lewis (Keflavík)
Ariela getur ekki haldið leik áfram og fer útaf á 35. mínútu. Sigurbjörg Diljá kemur inn á í hennar stað, gríðarlega efnilegur leikmaður þar á ferð, fædd árið 2008!

Skemmtileg staðreynd að þá er Sigurbjörg einnig dóttir Gunnar Magnús, þjálfara Fylkis.
34. mín
Melanie með skot hér af 25 metra færi sem fer beint á mark Fylkis. Tinna ekki miklum vandræðum með þetta
31. mín
Rangstæða Fylkiskonur við það að sleppa í gegn en Þórarinn Einar (AD2) rífur upp flaggið.

29. mín
Melanie með hornspyrnu sem Guðrún karítas hreinsar frá
27. mín
Saorla tekur þessa aukaspyrnu, en hún fer beint í varamannavegg Fylkis. Hún nær sjálf frákastinu og skýtur í fyrstu tilraun beint á Tinnu Brá í marki Fylkis.

Fín sókn hjá Keflavík þarna!
27. mín
Aukaspyrna á hættulegum stað Brotið á Ariela Lewis sem reynir skot fyrir utan teig og Keflavík fær aukaspyrnu á hættulegum stað!
25. mín
Fylkiskonur ekki sannfærandi Fylkiskonur virðast hér stressaðar eftir fyrsta markið, missa boltan á hættulegum stöum og varnarleikurinn ekki sannfærandi.

20. mín MARK!
Kristrún Ýr Holm (Keflavík)
Stoðsending: Ariela Lewis
Fyrsta mark leiksins Mark úr hornspyrnunni var nokkuð sérstakt. Boltinn kom fastur meðfram jörðinni og endaði hjá Marín, sem flikkaði honum áfram á Saorla. Hún potaði boltanum lengra á Arielu, sem renndi honum fyrir fætur Kristrúnar, sem kláraði færið af 4 metra færi. Varnarleikur Fylkis leit ekki vel út í þessu marki.

Skrautlegt mark og Keflavík komið 1-0 yfir hér á Wurth-vellinum!
18. mín
Melanie fær besta færi leiksins Regina með góðan bolta inn á teig sem Fylkisstúlkur reyna hreinsa en boltinn endar hjá Melanie sem er kominn framhjá Tinnu í marki Fylkis sem nær hinsvegar að trufla Melanie og hún nær skoti sem fer í hliðarnetið.
17. mín Gult spjald: Íris Una Þórðardóttir (Fylkir)
Fyrsta spjald leiksins Þetta var nú ekki mikið í þessu annað en brot en dómari leiksins, Guðni sá greinilega meira í þessu.
13. mín
Góð skyndisókn Keflavík fær aukaspyrnu á góðum stað sem Aníta Lind tekur, en hún fer beint í fyrsta varnarmann Fylkis. Fylkiskonur nýta sér þetta og fara af stað skyndisókn þar sem Helga Guðrún á þrumuskot frá 25 metra færi, en Anna í marki Keflavíkur ver glæsilega.

Það er aðeins farið að lifna yfir þessum leik!
11. mín
Fín fyrirgjöf frá Saorla sem varnarmenn Fylkis ná að hreinsa í burtu og endar í innkast hinum meginn á vellinum
10. mín
Fer hægt af stað Lítið um færi þessi fyrstu 10 mínútur leiksins. Það sést að leikmenn beggja liða ætla sér ekki að tapa þessum leik hér í dag
7. mín
Seinni hornspyrnan ratar ekki inn á teig og endar fyrir utanvallar. Markspyrna fyrir Fylki
6. mín
Fín spyrna Góð spyrna að teig Fylkisstúlkna en varnarmenn Fylkis hreinsa þetta í aðra hornspyrnu
6. mín
Keflavík er að færa sig upp völlinn og sækir nú að vallarhelmingi Fylkis, sem leiðir til þess að þær vinna sína fyrstu hornspyrnu!
3. mín
Beint á markið Þessi aukaspyrna var fín en Anna í marki Keflavíkur gerði vel þarna og greip boltan.
2. mín
Aukaspyrna Fylkirskonur fá hérna aukaspyrnu á góðum stað, hér kemur mögulega fyrsta marktækifæri leiksins
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað! Keflavík byrjar leikinn hér í dag og sækir í suðurátt.

Spennið beltin kæru lesendur og njótið þessarar stórskemmtilegu viðureignar!
Fyrir leik
Fyrri viðureignir Fylkir og Keflavík hafa mæst tvisvar sinnum í Bestu deildinni í sumar. Fylkir vann á sínum heimavelli með 4-2 sigri, en Keflavík svaraði með 1-0 sigri á sínum heimavelli.

Í dag leikur Fylkir á heimavelli, og eins og flestir knattspyrnuunnendur vita getur heimavöllurinn haft úrslitaáhrif.

Síðustu fimm viðureignir liðanna:
07.07.2024: Keflavík 1 - 0 Fylkir
02.05.2024: Fylkir 4 - 2 Keflavík
17.02.2024: Keflavík 1 - 4 Fylkir
27.02.2022: Fylkir 0 - 3 Keflavík
06.08.2021: Keflavík 1 - 2 Fylkir

Leikir liðanna hafa oft verið æsispennandi, og það er viðbúið að þessi leikur verði engin undantekning!
Fyrir leik
Stoltið í húfi í lokaumferðinni! Þrátt fyrir að bæði lið séu nú þegar fallin í Lengjudeildina fyrir næsta tímabil, er þessi leikur samt mikilvægur fyrir bæði lið. Að enda tímabilið á sterkum nótum getur skipt sköpum, ekki síst til að byggja upp sjálfstraust fyrir næsta tímabil. Þessi lokaumferð er því meira en bara formsatriði – það er stoltið sem er í húfi í dag.
Fyrir leik
Bæði lið þegar fallin Fyrir leikinn í dag er ljóst að bæði Fylkir og Keflavík eru fallin niður í Lengjudeildina og því er þetta kveðjuleikur þeirra í Bestu-deildinni í bili. Leikurinn er því í raun bara um hvort liðið endar í neðsta sæti deildarinnar.

Neðri hlutinn
1. Stjarnan - 22 stig
2. Tindastóll - 19
3. Fylkir - 13
4. Keflavík - 11
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Guðni Páll Kristjánsson dæmir leikinn í dag og er með Eydísi Rögnu Einarsdóttur og Þórarinn Einar Engilbertsson sér til aðstoðar á línunum. Brynjar Þór Elvarsson er skiltadómari og Jón Sveinsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Eydís Ragna er aðstoðardómari í dag. Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í Árbænum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá lokaumferð neðri hluta Bestu-deildar kvenna.

Hér mætast Fylkir og Keflavík í dag í leik sem hefst klukkan 14:00 á Wurth-vellinum í Árbænum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Anna Arnarsdóttir (m)
7. Ariela Lewis ('35)
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('64)
9. Marín Rún Guðmundsdóttir ('87)
10. Saorla Lorraine Miller ('87)
11. Kristrún Ýr Holm (f)
17. Simona Rebekka Meijer
21. Melanie Claire Rendeiro
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir ('45)
24. Anita Lind Daníelsdóttir
99. Regina Solhaug Fiabema

Varamenn:
1. Vera Varis (m)
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir ('64)
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('35)
18. Hilda Rún Hafsteinsdóttir ('45)
19. Máney Dögg Másdóttir ('87)
20. Brynja Arnarsdóttir
26. María Rán Ágústsdóttir ('87)

Liðsstjórn:
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Ljiridona Osmani
Eva Lind Daníelsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
Sólrún Sigvaldadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: