Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Þór/KA
0
1
Valur
0-1 Anna Rakel Pétursdóttir '9
0-1 Jasmín Erla Ingadóttir '90 , misnotað víti
13.09.2024  -  17:15
Greifavöllurinn
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Anna Rakel Pétursdóttir
Byrjunarlið:
12. Shelby Money (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('79)
7. Amalía Árnadóttir ('79)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
17. Emelía Ósk Kruger ('60)
18. Bríet Jóhannsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
1. Bríet Kolbrún Hinriksdóttir (m)
5. Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('60)
15. Karen Hulda Hrafnsdóttir
15. Anna Guðný Sveinsdóttir
21. Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('79)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Pétur Heiðar Kristjánsson
Krista Dís Kristinsdóttir
Iðunn Elfa Bolladóttir
Kolfinna Eik Elínardóttir
Sigurbjörn Bjarnason
Jóhann Hilmar Hreiðarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur vinnur! Mjög svo sanngjarn sigur Vals staðreynd.
97. mín
Ísabella vinnur aukaspyrnu fyrir Val. Þetta er alveg að klárast.
97. mín
Hræðileg aukaspyrna... Anna Rakel skallar í burtu og Valur nær svo að hreinsa.
96. mín
Hulda Björg vinnur aukaspyrnu í baráttunni við Natöshu. Aukaspyrna á miðjum vallarhelmingi Vals. Hildur tekur.
95. mín
Dauðaðfæri Þórdís með flotta fyrirgjöf á markteiginn þar sem Ísabella er alveg galopin en skallinn frá henni fer framhjá!

Mun þetta kosta Val?
94. mín
Nadía gerir mjög vel en nær svo ekki að losa boltann áfram áður en Kolfinna kemur og stoppar hana. Kolfinna kom alla leið úr vinstri bakverðinum og yfir hægra megin og stoppaði þetta áhlaup.
91. mín
Sjö mínútur í viðbót Að lágmarki.
90. mín Misnotað víti!
Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
Framhjá Dapurt víti.
89. mín
VÍTI! Valur fær víti! Bríet fer í Þórdísi sem fer niður. Kannski pínu ódýrt.
88. mín
Illa farið með góðan séns Hildur tekur aukaspyrnuna en boltinn fer inn á markteig og þar er landslðsmarkvörðurinn einfaldlega með allt á hreinu og grípur boltann þægilega.
87. mín
Hailey og Sandra í baráttunni, Sandra reynir fyrirgjöf og Hailey rennir sér. Þór/KA fær horn.

Natasha skallar boltann í burtu eftir fyrrigjöf Karenar en Þór/KA vinnur svo aukaspyrnu úti við hliðarlínuna hinu megin.
85. mín
Valskonur fá hornspyrnu.

Anna Rakel með spyrnuna en Agnes Birta skallar í burtu. Svo kemur önnur fyrirgjöf sem fer beint í hendurnar á Shelby.
83. mín
Þórdís með tilraun sem fer í varnarmann, ég skrái þetta allavega sem skottilraun.
81. mín
Hulda Ósk með fallhlífarbolta sem Fanney grípur, mjög sannfærandi.
81. mín
Inn:Elísa Viðarsdóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
80. mín
Berglind Rós vinnur hornspyrnu fyrir Val.

Tveir fínir boltar frá Fanndísi en ekki fann hún samherja.
79. mín
Inn:Bríet Fjóla Bjarnadóttir (Þór/KA) Út:Amalía Árnadóttir (Þór/KA)
79. mín
Inn:Kolfinna Eik Elínardóttir (Þór/KA) Út:Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA)
78. mín
Karen María með fyrirgjöf sem finnur Söndru á fjærstönginni, skallinn frá Söndru ekki fastur og Fanney þarf ekki að hafa mikið fyrir þessari vörslu. Flottir taktar hjá Karen í aðdragandanum en er ekki alveg viss hvort þetta átti að vera skot eða fyrirgjöf.
77. mín
Karen og Sandra spila vel sín á milli, Sandra reynir svo að skera boltann út í teiginn en þar er Lillý tilbúin og hreinsar í burtu.
76. mín
Nadía með skot sem fer yfir mark Þórs/KA.
75. mín
Eins vel og Natasha gerði áðan þá var þetta mjög skrítinn varnarleikur hjá henni núna, reyndi að skýla boltanum aftur fyrir en Amalía kemst í boltann og á hættulega fyrirgjöf sem Lillý þarf að hreinsa. Þetta hefði getað reynst dýrt.
74. mín
Frábær tækling hjá Natöshu, rennir sér og tekur boltann af Huldu Ósk inn á vítateig Vals.
73. mín
Inn:Nadía Atladóttir (Valur) Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur)
Guðrún átt fínan leik í fremstu línu.
69. mín
Guðrún gerir mjög vel með mann í bakinu og leggur boltann til hliðar á Fanndísi sem nær að keyra upp völlinn.

Fanndís reynir að finna Jasmín í gegn en boltinn er aðeins of langur og Shelby er mætt út á móti.
68. mín
Þór/KA í álitlegu hraðaupphlaui en fyrirgjöfin frá Söndru Maríu aðeins of há.

Á móti henni var Fanndís, sem kom inn á einhvern tímann á síðustu mínútum, missti af því þegar það gerðist.
65. mín
Jasmí reynir langskot sem heppnast ekki nægilega vel og Shelby handsamar boltann auðveldlega. Jasmín fór full auðveldlega framhjá Hildi inn á miðsvæðinu i aðdragandanum.
62. mín
Leikurinn aftur af stað Fanndís virðist hafa fengið einhvern skurð, verið að tjasla henni saman.

Valur fékk allavega aukaspyrnu, Anna Rakel tók skot sem Shelby ver.
61. mín
Leikurinn er stopp, verið að huga að Fanndísi sem liggur ennþá. Sandra er staðin upp og farin út fyrir völlinn.
60. mín
Inn:Hildur Anna Birgisdóttir (Þór/KA) Út:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA)
59. mín
Liggur mark í loftinu Þetta er kannski fínt leikhlé fyrir Þór/KA því Valur var að koma sér í góða stöðu trekk í trekk síðustu mínúturnar.
58. mín
Tveir leikmenn fá aðhlynningu Sandra og Fanndís skella saman og liggja báðar eftir. Þetta var hörku árekstur.
57. mín
Shelby! Guðrún Elísabet í dauðafæri en Shelby Money sér við henni. Jasmín svo í fínum séns en Agnes Birta nær að stöðva hana.
56. mín
Ísabella kemur sér í skot inn á teig Þór/KA en það er úr þröngri stöðu og fer beint á Shelby. Þór/KA hreinsar svo í innkast.
55. mín
Þórdís með fyrirgjöf af vinstri kantinum, flottur bolti sem Berglind Rós kemst í en skallinn fer rétt framhjá.
54. mín
Valskonur að banka Ísabella með fyrigjöf sem Margrét gerir vel að hreinsa í burtu. Svo á Fanndís skot sem Shelby ver nokkuð þægilega.
52. mín
Stöngin Ísabella Sara með fyrirgjöf sem breytist í raun í skot af kantinum. Boltinn fer í nærstöngina og af henni fer boltinn aftur fyrir.
52. mín
Markaskorarinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

51. mín
Anna Rakel komin með skotleyfi, á núna skot fyrir utan teig sem fer framhjá marki Þórs/KA.
50. mín
Valskonur með hornspyrnu, Anna Rakel á tilraun en Shelby ver laust skot frá henni.
46. mín
Karen með hörkuskot! Langbesta tilraun heimakvenna í leiknum kemur strax eftir miðjuna. Karen María með hörkutilraun fyrir utan teig en boltinn fer rétt yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
46. mín
Inn:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Valur) Út:Kate Cousins (Valur)
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við fyrri hálfleikinn. Staðan 0-1 og það er mjög sanngjarnt að Valur sé yfir.
41. mín
Fanndís reynir skot með vinstri fyrir utan teig og það svífur rétt framhjá fjærstönginni. Fínasta tilraun.
39. mín
Guðrún í færi Hailey með flotta fyrirgjöf sem finnur Guðrúnu inn á teignum. Skallinn frá henni er hins vegar misheppnaður og fer framhjá marki Þórs/KA. Þetta var gott færi.
36. mín
Hulda Ósk með skot við vítateig Vals sem Fanney kýs að grípa í stað þess að hleypa aftur fyrir því skotið var á leið framhjá.
33. mín
Tvær nokkuð hættulegar fyrirgjafir í röð frá Val. Agnes Birta hreinsar fyrri boltann út fyrir teig og svo á Anna Rakel aðra fyrirgjöf sem Shelby nær að handsama.
32. mín
Jasmín með skot úr D-boganum en það fer yfir mark Þórs/KA, engin hætta.
32. mín
Fín hornspyrna inn á markteiginn, Fanney Inga kemur út og slær boltann frá marki og Valskonur hreinsa svo.
31. mín
Karen María með spyrnuna, leikmaður Þór/KA nær snertingu en svo fer boltinn væntanlega af varnarmanni því Sigurður bendir á hornfánann.
30. mín
Natasha brotleg og Þór/KA fær aukaspyrnu á hægri kantinum sínum.
26. mín
Anna Rakel með flotta fyrirgjöf en heimakonur ná að leysa úr þessu.
24. mín
Skalli yfir Það var búið að vera ansi rólegt ansi lengi þegar Fanndís kom svo með fyrirgjöf af hægri kantinum og fann Jasmín inn á markteig. Skallinn frá Jasmín fór hins vegar yfir.
17. mín
Fanndís reynir skot við vítateiginn, skotið í varnarmann og Ísabella kemst í lausa boltann, en hún er augljóslega rangstæð og flaggið fer á loft.
13. mín
Hulda Ósk með álitlega fyrirgjöf sem Lillý nær að skalla til hliðar og í innkast.
11. mín
Agnes Birta með fyrirgjöf en gestirnir ná að hreinsa.
9. mín MARK!
Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
Stoðsending: Ísabella Sara Tryggvadóttir
Auðvitað skorar Anna Rakel á KA vellinum Anna Rakel, sem uppalinn er í KA, skorar fyrsta markið. Jasmín Erla með flotta taktík úti hægra megin. Svo kemur fyrirgjöf sem Ísabella reynir að koma á markið en hittir ekki boltann. Boltinn fellur vel fyrir Önnu Rakel utarlega í teignum og hún smellhittir boltann og þrumar honum í samskeytin. Frábært slútt.

Valur leiðir!
6. mín
Valur fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Gestirnir verið mun meira með boltann til að byrja með.

Heimakonur ná að hreinsa.
3. mín
Valur Fanney
Hailey - Lillý - Natasha - Anna Rakeæ
Katie - Berglind
Fanndís - Jasmín - Ísabella
Guðrún
1. mín
Þór/KA Shelby
Bríet - Hulda Björg - Agnes - Angela
Margrét - Emelía
Hulda Ósk - Karen - Sandra
Amalía
1. mín
Leikur hafinn
Þór/KA byrjar með boltann. Heimakonur eru í svörtu og Valur er í rauðum treyjum og hvítum stuttbuxum.
Fyrir leik
Engin sérstök aðstaða til lýsingar Það virðast gilda aðrar reglur í Bestu deild karla og Bestu deild kvenna. Í Bestu karla má ekkert vera í gangi á svæðinu annað en leikur. Hér á meðan leikur í Bestu kvenna er í gangi er júdóæfing í KA heimilinu en blaðamannaaðstaðan er venjulega í júdósalnum. Ég og blaðamaður Vísis sitjum núna inni í KA heimili við hliðina á stúkunni og sjáum við ekki hluta vallarins. Skrítið að reglurnar séu ekki eins milli deildanna.
Fyrir leik
Tveggja hesta kapphlaup Breiðablik berst við Val á toppi deildarinnar. Í dag leika bæði lið sinn fjórða síðasta leik í deildinni. Eins og fyrr segir er Breiðablik með eins stigs forskot á toppi deildarinnar, en liðin eiga eftir að mætast innbyrðist. Bæði lið eiga eftir að spila við Þór/KA, Valur gerir það auðvitað í dag.
Fyrir leik
Glampandi sól en ekker svakalega hlýtt Það er 6-7 stiga hiti á Akureyri en glampandi sól og hreyfir varla vind. Flottar aðstæður.
Fyrir leik
Langmarkahæst í deildinni Sandra María Jessen er langmarkahæst í deildinni með 21 mark, með tíu mörkum meira en sú næstmarkahæsta.

Hún skoraði gegn öllum liðum deildarinnar í sumar. Eins og fram kom hér að neðan þá skoraði hún mark Þórs/KA gegn Val í 1. umferð deildarinnar.

Jasmín Erla Ingadóttir er markahæsti leikmaður Vals með átta mörk í deildinni.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Þriðja liðið Sigurður Hjörtur Þrastarson er með flautuna í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Patrik Freyr Guðmundson og Arnar Gauti Finnsson. Bergvin Fannar Gunnarsson er fjórði dómari og Bragi Bergmann er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valur var í forkeppni Meistaradeildarinnar Valur tók þátt í 1. umferð Meistaradeildarinnar í síðustu viku. Valur vann stórsigur á norður-makedónsku meisturunum en tapaði svo gegn hollensku meisturunum í Twente í úrslitaleik um sæti í 2. umferð keppninnar.
Fyrir leik
Byrjunarliðin: Fjórar breytingar hjá Þór/KA Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir leikinn. Fjórar breytingar eru á liði Þór/KA frá sigrinum gegn FH í síðustu umferð.

Angela Marý, Amalía, Emelía Ósk og Bríet koma inn í liðið fyrir þær Lara Ivanusa, Lidija Kulis, Bryndísi Eiríksdóttur og Ísfold Marý Sigtryggsdóttur. Þær Lara og Lidija eru farnar til Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Bryndís er lánsmaður frá Val og Ísfold er ekki í hóp.

Ein breyting er á liði Vals frá síðustu leikjum. Ísabella Sara kemur inn í liðið fyrir Ragnheiði Þórunni Jónsdóttur sem er ekki með í dag.

Fyrir leik
Valur unnið Þór/KA tvisvar í sumar Liðin eru að mætast í þriðja sinn í sumar. Valur vann leik liðanna á N1 vellinum í 1. umferð, 3-1, þann 21. apríl. Þá skoraði Amanda Andradóttir tvö mörk fyrir Val og Jasmín Erla Ingadóttir eitt. Sandra María Jessen klóraði svo í bakkann fyrir Þór/KA undir lokin.

Þann 25. júní, á VÍS vellinum, vann Valur svo 1-2 útisigur með mörkum undir lokin.

Hulda Ósk Jónsdóttir kom heimakonum yfir á 60. mínútu. Varamaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði metin á 85. mínútu og Anna Björk Kristjánsdóttir tryggði sigurinn með marki í uppbótartíma.

Anna Björk er ólétt og Amanda fór til Twente í sumarglugganum og því verða þær ekki með Val í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jasmín Erla
Fyrir leik
Önnur umferð í efri hlutanum Klukkan 17:15 á Greifavellinum tekur Þór/KA á móti Val í 2. umferð efri hlutans í Bestu deildinni.

Valur er sem stendur í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir Breiðabliki sem mætir Þrótti Reykjavík seinna í kvöld.

Þór/KA er í 3. sæti deildarinnar, sautján stigum á eftir Val.
Mynd: Fótbolti.net
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
8. Kate Cousins ('46)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('73)
23. Fanndís Friðriksdóttir ('81)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir
29. Jasmín Erla Ingadóttir

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
7. Elísa Viðarsdóttir ('81)
13. Nadía Atladóttir ('73)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('46)
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: