Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Keflavík
4
0
Fjölnir
Kári Sigfússon '25 1-0
Mihael Mladen '46 2-0
Ari Steinn Guðmundsson '72 3-0
Rúnar Ingi Eysteinsson '81 4-0
14.09.2024  -  14:00
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 310
Maður leiksins: Kári Sigfússon
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
6. Sindri Snær Magnússon ('75)
8. Ari Steinn Guðmundsson
20. Mihael Mladen ('75)
22. Ásgeir Páll Magnússon ('84)
23. Sami Kamel ('46)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
26. Ásgeir Helgi Orrason
28. Kári Sigfússon
50. Oleksii Kovtun ('84)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson ('75)
10. Valur Þór Hákonarson ('46)
11. Rúnar Ingi Eysteinsson ('75)
19. Edon Osmani ('84)
21. Aron Örn Hákonarson ('84)
77. Sigurður Orri Ingimarsson

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@SEinarsson Sverrir Örn Einarsson
Skýrslan: Ef og hefði í Keflavík
Hvað réði úrslitum?
Keflavík gerði meira og gerði það betur en Fjölnir í dag og þar skilur fyrst og fremst á milli þegar upp er staðið. Þeir refsuðu grimmilega fyrir mistök Fjölnis á meðan að gestirnir úr Grafarvogi unnu oft á tíðum illa úr sínum tækifærum.
Bestu leikmenn
1. Kári Sigfússon
Mark og tvær stoðsendingar frá Kára í dag sem skilar honum hingað. Hefur farið virkilega vaxandi í sumar og verður spennandi að´sjá hvort hann nái að byggja ofan á það á næsta tímabili. Bara spurning í hvaða deild það verður.
2. Ásgeir Helgi Orrason
Annar ungur leikmaður sem hefur farið mjög vaxandi í liði Keflavíkur í sumar. Spilað talsvert í miðverði en var á miðjunni í dag og gerði það feykilega vel.
Atvikið
Annað mark Keflavík í blábyrjun síðari hálfleiks var vendipunktur leiksins að mati Úlfs þjálfara Fjölnis. Ég er honum hjartanlega sammála þar.
Hvað þýða úrslitin?
Keflavík endar mótið í 2.sæti deildarinnar með 38 stig og mætir liði ÍR í undanúrslitum umspilsins. Fjölnir í 3.sæti með 37 stig og mætir Aftureldingu.
Vondur dagur
Fjölnisliðið átti ekki sinn besta dag í dag á vellinum. Hvort heldur sem er varnar og sóknarlega. Það svíður sennilega enn meira að ganga af velli eftir svona tap að vita að sigur hefði tryggt sæti í Bestu deildinni svo Fjölnismenn sem heild geta talist hafa átt vondan dag. Þá er ég ekki að taka leikmenn eitthvað sérstaklega fyrir heldur deila þjálfara, stjórnarmenn sem og stuðningsmenn þessu með þeim. Keflvíkingar eru örugglega líka margir hverjir svekktir þegar þeir horfa yfir mótið. Yfir slaka byrjun, jafntefli í leikjum sem liðið hreinlega átti að vinna og ýmislegt. En það er engum hollt að lifa í fortíðinni og spá í hvað hefði gerst ef þetta eða hitt hefði raungerst. Framundan er umspil hjá báðum liðum og það eitt skiptir máli.
Dómarinn - 7,5
Pétur sjálfur átti fínasta dag á flautunni út frá hlutleysi séð. Leyfði mikið og leyfði mönnum að takast á. Segir kannski ýmislegt að ekki einn leikmaður fékk spjald í leiknum þótt starfsmaður á bekk hafi vissulega fengið að líta rautt spjald. Það eru þó ein stór mistök hjá tríóinu í leiknum. Fyrsta mark leiksins átti bara alls ekki að standa. Sjónvarpsmyndir sýna vel að Mihael Mladen var rangstæður í sóknaruppbyggingu Keflavíkur þegar hann fær boltann og leggur hann á Sami Kamel sem á stoðsendingu á Kára Sigfússon. Klár mistök hjá Guðna Frey Ingvasyni aðstoðardómara 1 þar. Hefði það samt einhverju breytt um niðustöðu leiksins? Systurnar ef og hefði geta rifist um það en mér finnst það harla ólíklegt.
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
6. Sigurvin Reynisson
7. Dagur Ingi Axelsson
9. Máni Austmann Hilmarsson
11. Jónatan Guðni Arnarsson
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('63)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('74)
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('82)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
5. Dagur Austmann
8. Óliver Dagur Thorlacius ('82)
10. Axel Freyr Harðarson ('74)
20. Bjarni Þór Hafstein
21. Rafael Máni Þrastarson ('63)
27. Sölvi Sigmarsson

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: