Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Þróttur R.
1
4
Breiðablik
0-1 Karitas Tómasdóttir '23
0-2 Andrea Rut Bjarnadóttir '31
0-3 Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir '82
Þórdís Nanna Ágústsdóttir '84 1-3
1-4 Samantha Rose Smith '92
13.09.2024  -  18:00
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Sól, logn, gerist ekki betra!
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Samantha Smith
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('70)
12. Caroline Murray
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir ('63)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('84)

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
7. Brynja Rán Knudsen ('70)
13. Melissa Alison Garcia ('63)
17. Þórdís Nanna Ágústsdóttir ('84)
24. Iðunn Þórey Hjaltalín
26. Þórey Hanna Sigurðardóttir
29. Una Sóley Gísladóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Angelos Barmpas
Árný Kjartansdóttir
Deyan Minev

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur Blika Skemmtilegur leikur að baki sem endar með 4-1 sigri Blika.

Viðtöl og skýrslan koma inn á síðuna innan skamms, þangað til næst, veriði sæl!
92. mín MARK!
Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Jedúddamía Fær boltann hægra meginn í teignum og lyftir honum bara yfir Mollee og í markið fer boltinn. Eins og ég sagði áðan, er þetta ekki bara besti leikmaður deildarinnar?

Hágæða leikmaður
90. mín
+4 í uppbót í hið minnsta
90. mín Gult spjald: Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
89. mín
Samantha Smith keyrir upp hægri kantinn, kemur boltanum inn á Katrínu Ásbjörns sem tekur skotið á markið en Mollee ver stórkostlega.
86. mín
Agla María tekur spyrnuna á nærsvæðið sem Þróttarar hreinsa frá.
86. mín
Breiðablik að fá horn!
84. mín MARK!
Þórdís Nanna Ágústsdóttir (Þróttur R.)
Þetta hlýtur að vera Íslandsmet! Búinn að vera inn á í 10 sekúndur eða svo þegar hún stelur boltanum við vítateigslínuna og lætur vaða á markið. Svona á maður koma inn í leiki af bekknum!

Er nægur tími til stefnu?
84. mín
Inn:Þórdís Nanna Ágústsdóttir (Þróttur R.) Út:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.)
82. mín MARK!
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Jakobína Hjörvarsdóttir
Varamennirnir klára þetta! Einföld sending frá Jakobínu í gegn á Hrafnhildi. Hún var aldrei fyrir innan en hún fer inn á teiginn, yfir á hægri og setur hann upp í hægra hornið.

Alvöru afgreiðsla!
81. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
81. mín
Inn:Líf Joostdóttir van Bemmel (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
76. mín
Blikar bjarga á línu! Ísabella Anna tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer af Blika og á markið en ég held að Ásta Eir hafi síðan bjargað á línu. Eitt mark og þetta er galopið!
75. mín
Þróttur að fá hornspyrnu!
72. mín
Agla María tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer beint á Mollee en hún missir boltann. Blikar halda í boltann og að lokum fær Agla María boltann aftur úti vinstra meginn og kemur með hann fyrir en þá nær Mollee að handsama boltann.
72. mín
Breiðablik að fá horn!
70. mín
Inn:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.) Út:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.)
69. mín
Dæmt brot á Breiðablkk í hornspyrnunni.
69. mín
Þróttur að fá horn! Skömmu áður leikur Molle, markvörður Þróttar sér að eldinum og er næstum því búin að missa boltann til Öglu Maríu en sleppur með skrekkinn.
68. mín
Jeminn eini Samantha keyrir upp völlinn og inn á teiginn áður en hún á skot sem fer í varnarmann og Þróttarar hreinsa. Þetta er þvæla þessi svindlleikmaður.

Er hún ekki bara besti leikmaður deildarinnar, svei mér þá.
63. mín
Inn:Melissa Alison Garcia (Þróttur R.) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
62. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Breiðablik)
62. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
58. mín
Inn:Jakobína Hjörvarsdóttir (Breiðablik) Út:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
Kristín haltrar af velli eftir að hafa fengið aðhlynningu. Vonandi er það ekkert alvarlegt.
56. mín
Illa farið með gott færi! Freyja fær boltann í hlaupaleiðinni og keyrir af stað, hún kemur boltanum til hliðar á Caroline sem tekur skotið hátt yfir markið!
54. mín
Agla María tekur spyrnuna inn á teiginn og mér sýndist það vera Samantha frekar en Elín Helena sem skallar yfir markið.
53. mín
Blikar að fá horn! Vigdís Lilja sleppur í gegn en Sóley María tæklar boltann aftur fyrir.
50. mín
Seinni hálfleikurinn byrjar nákvæmlega eins og sá fyrri. Þróttarar mikið meira með boltann en eru lítið að skapa sér af færum.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Blikar leiða 2-0 í hálfleik. Mögulega áttu þær að fá rautt spjald í stöðunni 0-0 en Bríet dæmdi ekkert.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
45. mín
Sóknin endar á skoti frá Caroline Murray yfir markið.
44. mín
Þróttur að fá horn!
37. mín
Sama sagan Þróttarar mikið meira með boltann en eru ekki að ná að skapa sér færi.
31. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Barbára Sól Gísladóttir
Þær tvöfalda! Blikakonur búnar að koma sér í góða stöðu strax hér í upphafi leiks. Barbára gerir vel og keyrir inn á teiginn. Hún rennir boltanum til hliðar á Andreu sem gerir eina sem hún á að gera og það er að koma boltanum í netið.

Virkar allt mjög rútínerað hjá Blikum.
29. mín
Þróttarar meira með boltann Þróttarar hafa verið mikið meira með boltann í dag fyrsta hálftímann og eru að halda mikið betur í hann. Blikar hins vegar að fá færin eða hafa allaveganna verið skeinuhættari fram á við ef eitthvað er.
27. mín
Ísabella Anna kemur með boltann inn á teiginn sem Telma kýlir frá.
27. mín
Þróttur að fá horn!
23. mín MARK!
Karitas Tómasdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Samantha Rose Smith
Blikar taka forystuna! Andrea Rut kemur með góða sendingu í gegn á Samönthu. Hún keyrir upp hægri kantinn og kemur boltanum inn á teiginn. Þar er Karitas mætt á boltann, tekur móttöku og klárar svo mjög vel framhjá Mollee.
17. mín
Mínútu klapp til minningar um Bryndísi Klöru Eins og hefur tíðkast í öðrum Bestu deildar leikjum er leikurinn stoppaður á 17. mínútu þar sem allir rísa á fætur og klappa í mínútu til minningar um Bryndísi Klöru sem lést af sárum sínum á Landspítalanum á dögunum eftir stunguárás á Menningarnótt.
12. mín
Blikar í færi Barbára keyrir upp hægri kantinn, kemur með bolta fyrir markið sem Samantha skallar framhjá. Illa farið með mjög gott færi þarna.
9. mín
Þróttarar vilja rautt! Freyja Karín fær sendingu í gegn og er komin nánast ein á ein gegn Telmu. Áður en hún nær að taka á móti boltanum er hún tekin niður af Elínu Helgu og liggur meidd niðri.

Einhvernveginn sér Bríet ekki brot þarna sem mér finnst ótrúlegt. Þetta er brot og rautt að mínu mati en hún var í góðri stöðu til að sjá þetta.
5. mín
Ísabella tekur spyrnuna inn á teiginn sem Telma kýlir frá. Það myndast mikill darraðardans inni á teignum áður en Lea tekur skotið á markið sem fer í varnarmann og Vigdís Lilja kemur frá.
5. mín
Þróttur að fá hornspyrnu!
3. mín
Yfir Agla tekur aftur spyrnuna sem fer núna á Samönthu Smith, hún skallar boltann yfir.
2. mín
ZgAgla María tekur spyrnuna inn á teiginn sem María Evar sparkar aftur fyrir og í annað horn.
2. mín
Blikar fá hornspyrnu!
1. mín
Leikur hafinn
Karitas Tómasdóttir sparkar þessu í gang!
Fyrir leik
Leikir liðanna í sumar Liðin hafa mæst tvisvar í sumar í Bestu-deildinni og þetta er þriðja og síðasta viðureignin.

Þau mættust fyrst í Kópavoginum 16. júní síðastliðinn. Þá vann Breiðablik 3-0 heimasigur fyrir framan 162 áhorfendur.

Breiðablik 3 - 0 Þróttur
1-0 Andrea Rut Bjarnadóttir ('50)
2-0 Agla María Albertsdóttir ('57)
3-0 Karitas Tómasdóttir ('59)
Það var meira skorað þegar liðin mættust svo aftur í Laugardalnum 16. ágúst en aftur vann Breiðablik, nú 2 - 4.

Þróttur 2 - 4 Breiðablik
0-1 Birta Georgsdóttir ('26)
0-2 Karitas Tómasdóttir ('45)
1-2 Melissa Alison Garcia ('51)
1-3 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('54)
1-4 Samantha Rose Smith ('70)
2-4 Caroline Murray ('79)

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan í deildinni Þrátt fyrir að bæði lið séu í efri hlutanum er himin og haf á milli þeirra í stöðutöflunni en 27 stig skilja þau að fyrir leikinn í dag.

Breiðablik er á toppnum með 51 stig en Þróttur í 6. sætinu og því neðsta í efri hlutanum með 24 stig.

1. Breiðablik - 51 stig
2. Valur - 50
3. Þór/KA - 33
4. Víkingur - 32
5. FH - 25
6. Þróttur - 24
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Bríet Bragadóttir dæmir leikinn í dag. Hún er með þá Ásgeir Viktorsson og Nour Natan Ninir sér til aðstoðar á línunum. Hreinn Magnússon er svo skiltadómari.

KSÍ sendir skagamanninn Ólaf Inga Guðmundsson til að hafa eftirlit með umgjörð leiksins og störfum dómara.
Bríet dæmir leikinn í dag. Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í Laugardalnum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Þróttar og Breiðabliks í efri hluta Bestu-deildar kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Avis vellinum, heimavelli Þróttar í Laugardalnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith
7. Agla María Albertsdóttir ('81)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('62)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('81)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('62)
17. Karitas Tómasdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir ('58)
27. Barbára Sól Gísladóttir

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir ('58)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('62)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('62)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel ('81)
28. Birta Georgsdóttir
33. Margrét Lea Gísladóttir ('81)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Karitas Tómasdóttir ('90)

Rauð spjöld: