Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Grótta
1
2
Þór
0-1 Sverrir Páll Ingason '33
0-2 Rafael Victor '52
Axel Sigurðarson '69 1-2
14.09.2024  -  14:00
Vivaldivöllurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Aron Kristófer Lárusson (Þór. A)
Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
3. Eirik Soleim Brennhaugen ('76)
4. Alex Bergmann Arnarsson ('76)
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
11. Axel Sigurðarson ('82)
12. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
16. Kristján Oddur Bergm. Haagensen ('65)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Kristófer Melsted
26. Rasmus Christiansen
29. Grímur Ingi Jakobsson ('76)

Varamenn:
31. Theódór Henriksen (m)
2. Arnar Þór Helgason
8. Birgir Davíðsson Scheving ('76)
15. Ragnar Björn Bragason ('76)
17. Tómas Orri Róbertsson ('76)
19. Ísak Daði Ívarsson ('82)
21. Hilmar Andrew McShane ('65)

Liðsstjórn:
Igor Bjarni Kostic (Þ)
Dominic Ankers
Viktor Steinn Bonometti
Damian Timan
Simon Toftegaard Hansen

Gul spjöld:
Kristófer Melsted ('17)
Grímur Ingi Jakobsson ('27)
Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('56)

Rauð spjöld:
@Hilmarjokull Hilmar Jökull Stefánsson
Skýrslan: Æfingaleikur í september
Hvað réði úrslitum?
Þór voru betri. Bæði lið báru það augljóslega með sér að hafa að engu að keppa nema stoltinu. Þór voru bara betri aðilinn megnið af leiknum og það dugði til sigurs í dag í þessum þýðingalitla leik.
Bestu leikmenn
1. Aron Kristófer Lárusson (Þór. A)
Aron var mikið í boltanum og átti þessa líka fínu fyrirgjöf í fyrsta marki leiksins. Stóð sig líka ágætlega í vörninni.
2. Gabríel Hrannar Eyjólfsson (Grótta)
Maður skilur það betur og betur af hverju þessi gaur er á leið í KR núna að tímabili loknu. Langbestur í fótbolta í þessu Gróttuliði. Verður spennandi að sjá hann í KR á næsta ári, hvort sem það verður í Lengjudeildinni eða Bestu.
Atvikið
Fyrsta mark leiksins. Ekkert eðlilega þreytta take en leikurinn var í svo miklum hlutlausum gír þar sem Grótta var með boltann og Þór beitti skyndisóknum. Opnaði leikinn aðeins og gerði bragðlausan leik að bragðdaufum leik.
Hvað þýða úrslitin?
Ekkert þannig. Örlög beggja liða voru ráðin fyrir þessa umferð. Grótta spilar í 2. deild að ári, en það er í fyrsta sinn sem liðið gerir það í 7 ár. Þórsarar enda deildina þá á sigri, þótt að tímabilið hjá Þorpsbúum hljóti að teljast vonbrigði þegar á heildina er litið.
Vondur dagur
Ég veit, ég veit, ógeðslega þreytt það sem þú ert að fara að lesa. Undirrituðum fannst í alvörunni ekki neinn einn leikmaður eiga vondan dag. Meira kannski að margir leikmenn í báðum liðum hafa spilað miklu betur en þeir gerðu í dag. Hvort það hafi verið raunin allt tímabilið er ómögulegt að segja en já, leikmenn sem eiga að vera betri áttu vondan dag.
Dómarinn - 4
Ömurleg lína hjá Heiðari. Veit ekki hvort ég sé svona ruglaður en þegar bæði lið eru ósátt við dómgæsluna og það er alveg augljóst að hann er bara að dæma einhvern veginn, þá er ekki hægt að gefa góða einkunn. Held að hann hafi sleppt allavega einu víti, gaf furðuleg gul spjöld og hefði þessi leikur haft einhverja þýðingu fyrir liðin þá hefði Heiðar misst tök á leiknum áður en hann byrjaði.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
3. Birgir Ómar Hlynsson
5. Birkir Heimisson
7. Rafael Victor ('65)
8. Aron Kristófer Lárusson ('79)
10. Aron Ingi Magnússon ('65)
18. Sverrir Páll Ingason
19. Ragnar Óli Ragnarsson ('65)
22. Einar Freyr Halldórsson ('65)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson
24. Ýmir Már Geirsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
6. Árni Elvar Árnason ('65)
9. Alexander Már Þorláksson ('65)
11. Marc Rochester Sörensen ('65)
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson ('79)
30. Bjarki Þór Viðarsson ('65)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Stefán Ingi Jóhannsson
Jónas Leifur Sigursteinsson
Aron Einar Gunnarsson

Gul spjöld:
Birgir Ómar Hlynsson ('63)

Rauð spjöld: