Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Stjarnan
1
0
Vestri
Emil Atlason '90 , víti 1-0
15.09.2024  -  14:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson
7. Örvar Eggertsson ('74)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('74)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
24. Sigurður Gunnar Jónsson
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('86)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
11. Adolf Daði Birgisson ('86)
14. Jón Hrafn Barkarson
19. Daníel Finns Matthíasson
37. Haukur Örn Brink ('74)
41. Alexander Máni Guðjónsson
47. Þorlákur Breki Þ. Baxter ('74)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Sigurður Gunnar Jónsson ('69)
Adolf Daði Birgisson ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan sækir hér fínan sigur, alls ekki skemmtilegasti leikur sumarsins en Stjörnumenn fara sáttari af vellinum en gestirnir.

Viðtöl og skýrsla koma inn hér seinna í dag.
96. mín
Annað horn, er þetta möguleiki?
95. mín
Vestri fær horn, seinasti séns.
95. mín Gult spjald: Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Bakhrinding á miðjum velli.
90. mín
Fimm mínútum bætt við
90. mín Mark úr víti!
Emil Atlason (Stjarnan)
Stjarnan leiðir! William fer í rétt horn en nær ekki til knattarins.

Loksins fengum við mark í þetta.
89. mín Gult spjald: William Eskelinen (Vestri)
Víti!

Adolf lyftir knettinum yfir hann og William keyrir hann niður.
86. mín
Inn:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan)
86. mín
Ekkert varð úr horninu.
85. mín
Annað horn, ætli Vestri steli þessu?
85. mín
Vestri fær horn.
82. mín
Hvorugt liðið er sérstaklega líklegt til þess að skora mark hérna, það verður bara að segjast.
81. mín
Inn:Inaki Rodriguez Jugo (Vestri) Út:Benedikt V. Warén (Vestri)
81. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Vestri) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
76. mín
Var þetta sénsinn fyrir gestina? Benedikt hér í góðu færi inn á markteig en setur boltann yfir. ennþá markalaust
74. mín
Inn:Þorlákur Breki Þ. Baxter (Stjarnan) Út:Örvar Eggertsson (Stjarnan)
74. mín
Inn:Haukur Örn Brink (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
74. mín
Óli Valur hérna með skemmtilega takta og kemur með flottan bolta fyrir og Hilmar á skot rétt framhjá.
70. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
70. mín
Inn:Ibrahima Balde (Vestri) Út:Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
69. mín Gult spjald: Sigurður Gunnar Jónsson (Stjarnan)
Ansi kröftug tækling á Fatai sem að steinliggur eftir.
66. mín
Inn:Vladimir Tufegdzic (Vestri) Út:Silas Songani (Vestri)
65. mín
Óli Valur tekinn niður í teignum og vill víti, held það sé eitthvað til í þessu hjá honum.
64. mín
Smá vandræðagangur á markteignum en heimamenn ná að hreinsa.
63. mín
Vestramenn fá horn.
62. mín
Seinustu 10 mínútur hérna verið ansi slappir.
61. mín
Vestramenn fá hér aukaspyrnu á álitlegum stað fyrir fyrirgjöf.
57. mín
Guðmundur Baldvin með skot í varnarmann og aftur fyrir, horn.
55. mín
Eskelinen heldur leik áfram
53. mín
Eskelinen er sestur hér og þarfnast aðhlynningar, vonandi er í lagi með hann.
49. mín
Nú er það sláin!!! Hilmar Árni í algjöru dauðafæri hérna en setur boltann í slánna. Lukkan með Vestra hér í upphafi seinni hálfleiks.
48. mín
Stöngin Guðmundur Baldvin hér með skot í stöng! Utan af velli og ansi lúmskt skot!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur hérna í Garðabænum. Eftir kröftuga byrjun Vestramanna hafa Stjörnumenn verið líklegri hér mest allan hálfleikinn en þó án þess að skapa sér neitt af viti.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við
45. mín
Óli Valur með skot framhjá markinu rétt fyrir utan teig.
41. mín
Emil Atlason með skot rétt fyrir utan teig sem fer rétt yfir.
33. mín Gult spjald: Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Gjörsamlega straujar Örvar hér á miðjum, má prísa sig sælan með litinn á spjaldinu.
32. mín
Sláin! Aftur er sláin bjargvættur heimamanna, Gunnar Jónas fær boltann úti teig eftir fast leikatriði og setur hann í slánna.
30. mín
Rangstæður! Hilmar Árni hérna með frábæra takta áður en hann lyftir boltanum í gegn á Óla Val sem skorar en er dæmdur rangstæður.
28. mín
Frábær bolti fyrir frá Hilmari Árna og Heiðar Ægisson á flottan skalla en hann fer yfir.
27. mín
Stjarnan betri þessa stundina eftir kröftuga byrjun Vestra.
24. mín
Eskelinen grípur boltann eftir hornið en var þó í smá vandræðum en gerir vel og reddar þessu.
23. mín
Örvar fer niður í teignum og vill víti en þetta var aldrei neitt, Stjarnan fær þó horn.
16. mín
Örvar gerir hérna virkilega vel að leika sig í gegnum vörn Vestramanna áður en hann leggur boltann á Hilmar sem á virkilega slakt skot beint á Eskilinen, verður að gera betur þarna.
10. mín
Stjörnumenn ráða ekkert við hraðann í Silas sem er hér trekk í trekk að sleppa í gegn. Hlýtur að refsa þeim fljotlega.
8. mín
Silas liggur hér eftir í kjölfarið á færinu hérna áðan en virðist ætla að halda leik áfram í bili.
6. mín
Dauðafæri Skyndilega er Silas sloppinn einn í gegn hérna gegn Árni en Árni gerir sig breiðan og sér við honum.
5. mín
Silas á skot yfir eftir hornið.
5. mín
Vestri fær hér horn.
2. mín
Sláin! Virkilega flott sókn hjá Vestra sem endar með því að Benedikt Waren fær boltann við vítateigslínuna en setur knöttinn í slánna!!
1. mín
Leikur hafinn
Ísfirðingar hefja leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir tvær breytingar á sínu liði, Guðmundur Kristjánsson, sem er í leikbanni, og Kjartan Már Kjartansson fara út og í stað þeirra koma inn Daníel Laxdal og Hilmar Árni Halldórsson.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gerir einnig tvær breytingar á sínu liðið frá jafnteflinu gegn Fylki. Pétur Bjarnason og Jeppe Gertsen taka sér sæti á bekknum og inn í þeirra stað koma Andri Rúnar Bjarnason og Gustav Kjeldsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Gary Martin spáir í spilin Stjarnan 1-0 Vestri
Eiður Aron keeps it soild ,heads 200 balls away from danger and looks like a bore draw ….till Breki Baxter comes on and scores the winner in last 5 minutes and the best kept secret shows he has arrived in the Besta.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir

Fyrir leik
Stjarnan Stjörnumenn hafa átt nokkuð kaflaskipt en þungu fargi er líklega af þeim létt vitandi að sæti í efri hlutanum er nú tryggt. Fyrir mót gerðu Garðbæingar þó mögulega kröfu um meira en árangurinn hefur þó líklega bara verið ásættanlegur. Liðið sótti einstaklega flottan sigur gegn FH í seinasta leik, 3-0.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Vestri Vestramenn heyja nú harða barátu fyrir áframhaldandi veru sinni í deildinni og í baráttu sem þeirri þá skiptir hvert einasta stig máli. Liðið er þessi stundina í 11. sæti og þar með fallsæti með 18 stig og tveimur stigum frá HK. Seinasti leikur liðsins var sex stiga slagur gegn Fylki sem lauk með markalausu jafntefli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkominn í Garðabæinn Hér fer fram leikur Stjörnunnar og Vestra í Bestu deild karla en þetta er lokaumferðin fyrir tvískiptingu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
4. Fatai Gbadamosi
9. Andri Rúnar Bjarnason ('81)
10. Gunnar Jónas Hauksson ('70)
11. Benedikt V. Warén ('81)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
22. Elmar Atli Garðarsson (f) ('70)
23. Silas Songani ('66)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen

Varamenn:
1. Benjamin Schubert (m)
6. Ibrahima Balde ('70)
7. Vladimir Tufegdzic ('66)
14. Inaki Rodriguez Jugo ('81)
19. Pétur Bjarnason ('81)
20. Jeppe Gertsen
77. Sergine Fall ('70)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Vladan Dogatovic
Vladimir Vuckovic

Gul spjöld:
Gunnar Jónas Hauksson ('33)
William Eskelinen ('89)

Rauð spjöld: