Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Breiðablik
6
1
Þór/KA
Samantha Rose Smith '7 1-0
Samantha Rose Smith '12 2-0
Samantha Rose Smith '14 3-0
Andrea Rut Bjarnadóttir '20 4-0
Kristín Dís Árnadóttir '39 5-0
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir '42 6-0
6-1 Sandra María Jessen '55
22.09.2024  -  14:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Glæsilegar. Rjómablíða og nánast logn.
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 127. ÚFF
Maður leiksins: Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith ('69)
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('62)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('62)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f) ('69)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('62)
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir ('69)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir ('69)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('62)
17. Karitas Tómasdóttir ('62)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel
33. Margrét Lea Gísladóttir ('62)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@Hilmarjokull Hilmar Jökull Stefánsson
Skýrslan: The Sammy Smith show
Hvað réði úrslitum?
Alvöru vægðarleysi í fyrri hálfleik af hálfu Blikakvenna. Þær gjörsamlega völtuðu yfir Akureyringa í fyrri hálfleik og þegar þú ert kominn með 6 marka forystu í hálfleik þá sjálfvirkt slekkuru á þér í seinni hálfleik.
Bestu leikmenn
1. Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Hvað er hægt að segja um þennan leikmann sem hefur ekki verið sagt nú þegar? Ótrúlegur spilari og svo mikið með í öllu sem Blikakonur gera á vellinum að það er konfekt að fylgjast með því. Skorar þrennu en gefur liðinu svo miklu miklu meira í uppspili og öðru.
2. Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Frábært fyrir Breiðablik að fá hana aftur eftir þessi meiðsli hennar. Hefur verið geggjuð síðan hún kom til baka og var mjög góð í dag. Spilari og "baller" af gamla skólanum sem hleypur framhjá varnarmönnum allan daginn.
Atvikið
Þriðja mark Sammy Smith á 14. mínútu. Gerði gjörsamlega út um þetta með þrennu á 7 mínútum. Ótrúlegt að fá að horfa á hana spila fótbolta og hún virðist ætla að vera örlagavaldur í þessari toppbaráttu Blika og Vals.
Hvað þýða úrslitin?
Blikakonur ríghalda í toppsætið, sem þær unnu í 1. umferð úrslitakeppninnar. Valskonur vinna á meðan FH þannig það munar ennþá einu stigi á Breiðablik og Val í toppbaráttunni í Bestu deildinni. Þetta gefur líka Blikum alvöru sjálfstraust fyrir síðustu tvo leikina, gegn FH og Val. Á sama tíma hafa Þór/KA ekki að neinu að keppa, eins og sást í þessum fyrri hálfleik.
Vondur dagur
Agi Þór/KA í fyrri hálfleik var enginn og þessi frammistaða hjá öllu liðinu í fyrri hálfleik var eiginlega bara til skammar. Ég veit að það munar yfir 20 stigum á liðunum, en þær spila í sömu deild og bara 1 lið skilur þessi lið að í töflunni. Leikmenn verða að klára mótið með sæmd, annað er ekki í boði.
Dómarinn - 6
Frábær framan af en fór að halla undan fæti þegar leið á leikinn. Hann fór eiginlega að vorkenna Þór/KA og sleppa því að flauta augljósar aukaspyrnur fyrir Blika
Byrjunarlið:
12. Shelby Money (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('46)
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('46)
7. Amalía Árnadóttir ('72)
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir ('89)
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
20. Bryndís Eiríksdóttir ('62)
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
17. Emelía Ósk Kruger ('89)
18. Bríet Jóhannsdóttir ('46)
21. Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('72)
26. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Diljá Guðmundardóttir
Kolfinna Eik Elínardóttir
Sigurbjörn Bjarnason
Aron Birkir Stefánsson
Jóhann Hilmar Hreiðarsson

Gul spjöld:
Agnes Birta Stefánsdóttir ('68)
Amalía Árnadóttir ('71)

Rauð spjöld: