City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
Besta-deild karla - Efri hluti
Valur
LL 2
2
Stjarnan
Besta-deild karla - Efri hluti
Breiðablik
LL 2
0
ÍA
Lengjudeildin - Umspil
Fjölnir
LL 0
0
Afturelding
Valur
2
2
Stjarnan
0-1 Hilmar Árni Halldórsson '22
0-2 Adolf Daði Birgisson '38
Albin Skoglund '53 1-2
Kjartan Sturluson '74
Gylfi Þór Sigurðsson '76 2-2
23.09.2024  -  19:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Hlíðarendi under the lights
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Byrjunarlið:
31. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Hörður Ingi Gunnarsson ('77)
8. Jónatan Ingi Jónsson ('85)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
14. Albin Skoglund
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Varamenn:
1. Frederik Schram (m)
5. Emil Nönnu Sigurbjörnsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('77)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('85)
21. Jakob Franz Pálsson
27. Mattías Kjeld
33. Helber Josua Catano Catano

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Hörður Ingi Gunnarsson ('40)
Orri Sigurður Ómarsson ('62)

Rauð spjöld:
Kjartan Sturluson ('74)
Leik lokið!
Valsmenn náðu að snúa þessu í jafntefli. Flott endurkoma í síðari.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
95. mín
Gylfi Þór með tilraun en hún er full laus og beint á Árna Snær.
94. mín
Fáum líklega auka mínútu á klukkuna eftir þetta stopp en það er í góðu lagi með alla.
93. mín
Gylfi Þór neglir þessu bara í andlitið á Örvari Eggerts í veggnum og Helgi Mikael fljótur að stoppa leikinn og kalla eftir aðstoð.
92. mín
Valur fær aukaspyrnu á frábærum stað fyrir Gylfa Þór rétt fyrir utan teig.

Var reyndar brotið á Gylfa Þór svo spurning hvort það trufli hann.
91. mín
Við fáum fjórar mínútur í uppbót
90. mín
Gylfi Þór reynir skot sem er beint á Árna Snær.
89. mín
Stjörnumenn að hóta sigurmarkinu þessa stundina.
88. mín
Stjörnumenn að sækja hratt og koma með bolta fyrir markið en Valur nikkar boltanum í horn.

Kemur hinsvegar ekkert úr þessu horni.
87. mín
Inn:Róbert Frosti Þorkelsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
86. mín
Emil Atla að komast í skotfæri og á hörku skot rétt framhjá markinu.
85. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
85. mín
Varsla! Stjörnumenn koma boltanum upp vinstri á Hilmar Árna sem eltir og Valsmenn eru heldur fáliðaðir til baka þegar hann kemur með sendingu fyrir sem Emil Atla lætur fara á Örvar Eggerts en Ögmundur tekur hann!
84. mín
Óli Valur með skot sem fer af varnarmanni og Stjarnan fær horn.
82. mín
Valsmenn finna Sigurð Egil úti vinsti sem er með mikið pláss og reynir að koma með boltann fyrir markið en Stjarnan kemur þessu burt.
80. mín
Ætli að sé sigurmark í þessu öðru hvoru megin?
78. mín
Stjörnumenn vilja víti en fá ekki.

Vilja meina að boltinn fari í tendina á varnarmanni en Helgi Mikael alveg ofan í þessu og gefur strax merku um að ekkert hafi verið að þessu.
77. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Hörður Ingi Gunnarsson (Valur)
76. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
GYLFI ÞÓR JAFNAR!! Þetta voru gæði!!!

Tók hornspyrnu sem féll til hans aftur og Gylfi Þór tók bara á rás inn á teig og negldi þessu í netið og jafnar leikinn fyrir Val!

ALLT ORÐIÐ JAFNT!
74. mín Rautt spjald: Kjartan Sturluson (Valur)
Hefur sagt eitthvað ósæmilegt líklega á bekknum.
72. mín
Stjarnan aðeins að bíta frá sér og þetta er endana á milli.
71. mín
Birkir Már kemst á sprettinn og stingur menn af og er kominn einn á Árna Snær í þröngu færi en Árni Snær lokar á hann.
70. mín
Óli Valur aðeins að skapa ursla og vinnur horn.

Emil Atla ekki langt frá því að skalla það inn.
65. mín
Hörður Ingi reynir skot sem fer rétt yfir markið.

Valsmenn með öll tök hérna í seinni.
62. mín
Valur með hornspyrnu sem dettur niður í teignum og maður nánast beið eftir að sjá Valsmenn fagna í öllu þessu kraðaki en Stjörnumenn ná að lúðra boltanum frá marki.
62. mín Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
61. mín
Valur eru að hóta jöfnunarmarkinu. Eru mun líklegri að jafna frekar en Stjarnan að bæta við.
60. mín
Stjarnan reynir að stinga Emil Atla í gegn en Orri Sigurður með frábæran varnarleik.
58. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Stjarnan) Út:Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Jökull að bregðast við.
57. mín
Allt annað að sjá til Vals núna í síðari.
53. mín MARK!
Albin Skoglund (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
VALUR!! Flottur bolti fram á Patrick Pedersen sem er allt í einu að komast einn á móti Árna Snær og leggur boltann fyrir markið á Albin Skoglund í 'tap in' og kemur Val inn í þetta!

Verður bara að segjast að þetta er verðskuldað miðað við byrjun á seinni.
50. mín
Gylfi Þór með gott skot sem Árni Snær nær ekki að halda og hann fellur fyrir Albin Skoglund sem reynir að komast í færi en kemst ekki og kemur boltanum á Jónatan Inga sem á ekkert spes skot framhjá markinu.

Þetta lítur mun betur út hjá Val þessa stundina en það sem þeir buðu upp á í fyrri hálfleik.
49. mín
Hætta! Gylfi Þór með góða hornspyrnu og sýndist það vera Albin Skoglund sem var þarna í baráttunni og nær skoti sem fór af varnarmanni og rétt framhjá.
48. mín
Ekki ósvipuð byrjun á seinni hjá Val eins og þeir byrjuðu fyrri. Kraftur í Valsmönnum.
47. mín
Valsmenn vinna hornspyrnu.
46. mín
Síðari farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Stjörnumenn leiða með tveim mörkum í hálfleik og það bara nokkuð sanngjarnt.

Valur byrjaði betur en Stjarnan snéri þessu algjörlega sér í hag eftir því sem leið á.

Tökum stutta pásu áður en við snúum aftur með síðari.
45. mín
Einni mínútu bætt við.
44. mín
Valsmenn aðeins að færast ofar á völlinn.
43. mín
Lúkas Logi reynir skot úr fínu færi en beint í fangið á Árna Snær.
40. mín
Kemur lítið úr þessari aukaspyrnu rétt fyrir utan.
40. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (Valur)
Gefur aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan teig.
38. mín MARK!
Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Stoðsending: Emil Atlason
Stjarnan tvöfaldar! Stjörnumenn fá hornspyrnu sem Hilmar Árni tekur og Emil Atla nær skallanum og Ögmundur ver það frábærlega en blakar honum fyrir fætur Adolfs Daða sem skorar á fjær og Stjörnumenn tvöfalda!
35. mín
Vandræðagangur í öftustu línu Stjörnunnar og Patrick Pedersen er allt í einu einn á móti Árna Snær í þröngu færi en nær ekki að refsa.
34. mín
Valsmenn fá horn en ná ekki að gera sér mat úr því.
27. mín
Eftir öfluga byrjun hjá Val hafa Stjörnumenn náð að taka svolítið yfir.
22. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Óli Valur Ómarsson
STJARNAN TEKUR FORYSTUNA! Alvöru gæði í þessari afgreiðslu hjá Hilmari Árna!
Stjarnan sækir upp hægri og Óli Valur kemur með fastan bolta fyrir á Hilmar Árna sem er við vítateigslínuna og setur hann fastann alveg út við stöng í sömu átt og hann fékk boltann.

Verður spennandi að sjá hvort leikurinn muni ekki opnast við þetta!
20. mín
Bæði lið að gefa fá færi á sér og lítið um færi.
15. mín
Valsmenn virkilega þéttir fyrir og gefa fá færi á sér. Stjörnumenn þolinmóðir á boltanum að leita af opnum.
14. mín
Loksins ná Stjörnumenn að spila sig í gegnum Val og Óli Valur á fastann bolta fyrir markið á Örvar Loga sem er á fjær og kemur föstu skoti á markið en Ögmundur ver það.
10. mín
Stjarnan í erfiðleikum með að spila sig í gegnum Val.
6. mín
Gylfi Þór hælar boltann á Albin Skoglund í teignum sem fellur við í baráttunni við Stjörnumenn en Helgi Mikael gefur strax bendingar um að halda áfram og Valur fær horn.

Kemur svo ekkert út úr þessu horni.
2. mín
Gylfi Þór með spyrnuna en Hólmar Örn nær ekki stjórn á boltanum í loftinu og skallinn hátt yfir.
1. mín
Valur byrja þetta af krafti og vinna fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamenn í Val sem sparka þessu af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Valur gerir eina breytingu á sínu líði en Hólmar Örn Eyjólfsson kemur inn fyrir Jakob Franz Pálsson.

Stjarnan gera þá þrjár breytingar á sínu liði. Guðmundur Kristjánsson, Adolf Daði Birgisson og Kjartan Már Kjartansson koma inn fyrir Örvar Eggertsson, Daníel Laxdal og Róbert Frosta Þorkelsson.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Ásgeir Frank Ásgeirsson, þjálfari Hvíta riddarans og leikmaður Aftureldingar, er spámaður umferðarinnar. Hann fylgir á eftir Gary Martin sem var með fjóra leiki rétta þegar hann spáði í leiki síðustu umferðar.

Valur 2 - 3 Stjarnan
Valsmenn með alvöru leik gegn KR í síðustu umferð en ég held að þeir mæti ekki jafn sannfærandi í þennan leik, þeir hafa innst inni ekki neinn brennandi áhuga á þessari play offs keppni sem er að fara af stað. Þeir munu opna Evrópubaráttuna upp á gátt með þessu tapi á heimavelli. Ég elska spennu og ég veit að allir elska spennu þannig Stjarnan vinnur 2-3. Emil Atla skorar tvennu og Guðmundur Baldvin eitt. Gylfi og Lúkas Logi skora fyrir Valsmenn.

Fyrir leik
Innbyrðis viðreignir í efstu deild Liðin hafa mæst 44 sinnum í efstu deild karla samkv. vef KSÍ.

Valur hefur 17 sinnum (39%) hrósað sigri.
Stjarnan hefur 14 (32%) hrósað sigri.
Liðin hafa þá skilið 13 sinnum (30%) jöfn.

Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson


Fyrri leikirnir í sumar:



Fyrir leik
Valur Valur endaði í 3.sæti deildarinnar eftir 22 leiki með 38 stig. Óstöðugleiki er það sem manni dettur í hug þegar kemur að síðustu leikjum Vals á tímabilinu en þeir hafa sótt 7 stig af síðustu 15 mögulegum. Valur vann síðasta deildarleik sinn gegn KR 4-1 og vonast til að byggja á þau úrslit í skiptingunni.

Valur hefur skorað 53 mörk í sumar og fengið á sig 33 sem gera plús 20 í markatölu.

Markahæstu menn Vals er:

Patrick Pedersen - 14 mörk
Jónatan Ingi Jónsson - 11 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson - 9 mörk
Tryggvi Hrafn Haraldsson - 8 mörk
Lúkas Logi Heimisson - 3 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stjarnan Stjarnan endaði í 5.sæti deildarinnar eftir 22 leiki með 34 stig. Stjarnan átti flottan lokasprett og unnu síðustu þrjá leiki sína fram að skiptingu og sóttu 11 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjunum.

Stjarnan hefur skorað 40 mörk í sumar og fengið á sig 35 sem gera plús fimm í markatölu.

Markahæstu menn Stjörnunnar eru:

Emil Atlason - 11 mörk
Örvar Eggersson - 6 mörk
Óli Valur Ómarsson - 5 mörk
Haukur Örn Brink - 5 mörk
Guðmundur Baldvin Nökkvason - 4 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson fær það verkefni að dæma hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Andri Vigfússon.
Gunnar Oddur Hafliðason er varadómari og sérlegur tækimeistari á skiltinu.
Skúli Freyr Brynjólfsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsngu frá N1 vellinum á Hlíðarenda þar sem heimamenn í Val taka á móti Stjörnunni í fyrstu umferð Bestu deild karla - Efri hluta.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson ('58)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('87)
22. Emil Atlason
24. Sigurður Gunnar Jónsson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
7. Örvar Eggertsson ('58)
9. Daníel Laxdal
14. Jón Hrafn Barkarson
41. Alexander Máni Guðjónsson
47. Þorlákur Breki Þ. Baxter
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('87)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: