Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
Breiðablik
2
0
ÍA
1-0 Johannes Vall '55 , sjálfsmark
Ísak Snær Þorvaldsson '96 2-0
23.09.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Léttskýjað og smá gola 8°
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Maður leiksins: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Daniel Obbekjær
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('83)
11. Aron Bjarnason ('97)
18. Davíð Ingvarsson ('83)
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('97)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('83)
9. Patrik Johannesen
10. Kristinn Steindórsson ('97)
20. Benjamin Stokke ('97)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('83)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar sigra 2-0 nokkuð verðskuldað. Gríðarlega sterkur sigur í þeirra titilbaráttu á meðan Skagamenn missa aðeins dampinn í Evrópu baráttunni.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
97. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
97. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
96. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Blikar klára þetta!! Skagamenn að henda öllum fram og Blikar vinna boltan. Þeir setja þá Ísak bara í gegn en hann átti eftir að gera mikið! Ísak tekur skotið við enda vítateigsins og þvílíkt skot!!!

Sláin inn fer boltinn og Ísak klárar þetta!
94. mín
VÍTI!? Nei rangur. Flott sókn hjá Blikum og Höskuldur er tekinn niður af Árna en það var búið að flagga á hann.
91. mín
6 mínútur í uppbót.
90. mín
Inn:Arnór Smárason (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
90. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Hilmar Elís Hilmarsson (ÍA)
87. mín
Blikar með hornspyrnu sem Skagamenn skalla frá. Oliver fær þá boltan rétt fyrir utan teig, tekur eina gabbhreyfingu og fer í skotið. Fínt skot sem er vel varið af Árna.
83. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
83. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
82. mín
Skagamenn reyna fyrirgjöfina frá hægri og Viktor nær þessum bolta. Hann skallar boltan til baka þar sem Hilmar Elís kemur á fleygiferð og ætlar að negla þessum bolta í markið en hann flýgur himin hátt yfir.
78. mín
Skagamenn í góðri sókn, ná að spila sín á milli inn í teig Blikanna áður en Johannes Vall tekur skotið en Andri Rafn gerir vel og kemur sér fyrir skotið.
76. mín
Blikar alveg æfir og vilja víti. Höskuldur var á leiðinni inn í teig með boltan en hann fær nokkuð hressilega snertingu í bakið. Sigurður dæmir ekkert, en ég skil Blikana að vera pirraðir yfir þessu.
74. mín
Skagamenn koma fram og eru bara sloppnir í gegn. Hinrik er úti á hægri kantinum og Johannes Vall er að koma á fleygiferð inn í teig. Hinrik ætlar að reyna að finna hann á fjærstönginni en sendingin hans ekki nógu nákvæm og Johannes missir af þessum bolta.
72. mín
Illa farið með gott færi! Höskuldur þræðir boltan inn fyrir vörn Skagamanna og Davíð er þá bara sloppinn í gegn. Davíð nær aldrei almennilega stjórn á boltanum, fer þá alla leið upp að endalínu og reynir að leggja boltan á næsta mann en Blikarnir koma til baka og ná að hreinsa.
71. mín Gult spjald: Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Sagði eitthvað sem hefur ekki verið nógu sniðugt.
68. mín
Flott skyndisókn hjá Blikum. Langur bolti fram og Davíð er kominn í góða stöðu. Hann tekur skotið en það er ekki nógu gott og fer framhjá.
63. mín
Ísak Snær finnur pláss inn í teig og lætur vaða. Fast skot sem fer af varnarmanni og Blikar eiga horn.

Þeir taka hornið stutt og Aron leggur svo boltan fyrir. Höskuldur tekur skotið þá bara í fyrsta inn í teig en yfir markið.
62. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Rúnar Már S Sigurjónsson (ÍA)
Rúnar haltrar af velli. Leiðinlegt að sjá, Rúnar búinn að vera meiddur eiginlega allt sumar.
61. mín
Rúnar liggur í grasinu og þarf aðhlynningu, væri gríðarlega vont fyrir Skagamenn að missa hann af velli eftir að vera nýbúnir að þurfa skipta Hauki útaf vegna meiðsla.
58. mín
Blikar liggja í sókn! Heimamenn búnir að fá tvö virkilega góð færi strax eftir markið, ég er ekki með nákvæma lýsingu á því þar sem ég var upptekinn við önnur skrif. En þetta hefur greinilega lífgað upp á leikinn.
56. mín
Inn:Marko Vardic (ÍA) Út:Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
55. mín SJÁLFSMARK!
Johannes Vall (ÍA)
Blikar leiða!! Óheppinn þarna! Davíð er með boltann úti á vinstri kantinum og gefur fyrir. Aron er í baráttu við Vall inn í teig og pressan hjá honum leyfir Johannes ekki að snúa þannig hann fær boltann í bakið og boltinn liggur í netinu.
50. mín
Hinrik skorar! En Sigurður búinn að dæma hann brotlegan. Hann hoppar upp í Anton þegar boltinn kemur inn í teig, rétt dæmt.
48. mín
Blikar í fínni sókn hér í byrjun seinni hálfleiksins og Ísak Snær sækir horn fyrir heimamenn.

Aron tekur spyrnuna og reynir að lyfta boltanum inn í teig en Árni Marinó kýlir þennan bolta frá.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik og það er ekki hægt að tala um mikið af færum. Blikarnir verið meira með boltan en Skagamenn skapað hættulegri stöður. Vonumst til að fá mörk í seinni hálfleik.
45. mín
3 mínútur í uppbót.
40. mín
Algjörlega frábær sending inn í teig hjá Jóni Gísla, stefnir á dauðafæri fyrir Skagamenn en Daniel Obbekjær kemur þá með enn betri tæklingu og bjargar Blikunum.
38. mín
Leikurinn kominn aftur af stað og Haukur heldur áfram. Það verður að teljast jákvætt.
36. mín
Leikurinn stopp þar sem Haukur Andri liggur í grasinu. Hann heldur um mjöðmina og virðist alveg sárþjáður. Miðað við hvað leikurinn er búinn að vera lengi stopp verður að teljast líklegt að hann haldi ekki áfram leik.
32. mín
Rúnar Már með virkilega flottan bolta inn á teig. Hinrik er að eltast við þennan og nær að kasta sér með hausinn í boltan, skallinn hinsvegar flýgur framhjá.
27. mín
Síðasti þrijungur vallarins erfiður Johannes Vall tekur virkilega flottan sprett upp allan völlinn en missir svo boltan þegar hann kemur að teignum.

Þetta hefur verið sagan hingað til hjá báðum liðum, gengur erfiðlega þegar þeir nálgast teiginn.
19. mín
Blikar fara upp hinumegin og eru í álitlegri sókn. Aron Bjarna fær boltan fyrir utan teig og hann ákveður að skjóta en skotið lélegt og svífur vel yfir markið.
18. mín
Skagamenn sækja upp vinstri kantinn. Hinrik er þar með boltann, hann tekur hreinguna inn á völlinn og tekur skotið en beint á Anton.
16. mín
Ísak Snær með geggjaða takta þegar Breiðablik brunar í skyndisókn. Hann lyftir boltanum yfir einn varnarmanninn og áður en boltinn snertir grasið er hann búinn að koma með sendinguna á Viktor Karl. Viktor fer hinsvegar skelfilega með stöðuna sem hann er kominn í og gefur boltan bara frá sér beint á varnarmann ÍA.
11. mín
Fyrsta hálf færi leiksins! Viktor Karl með fína sendingu inn á teig þar sem Ísak Snær tekur skotið en beint í varnarmann.
10. mín
Ekki mikið að frétta í byrjun þessa leiks. Fer rólega af stað.
2. mín
Rúnar Már fer upp í skallabolta á miðjum vellinum, Viktor Karl stendur þar undir honum þannig að Rúnar dettur ansi harkalega í grasið. Leikurinn er svo stöðvaður til að veita Rúnari aðhlynningu, hann heldur um bakið á meðan hann röltir af velli en kemur svo aftur inná.
1. mín
Uppstilling liðanna ÍA 5-2-3
Árni
Jón - Hlynur - Erik - Hilmar - Vall
Rúnar - Haukur
Steinar - Viktor - Hinrik

Breiðablik 4-3-3
Anton
Andri - Obbekjær - Viktor Örn - Kristinn
Höskuldur - Arnór - Viktor Karl
Aron - Ísak - Davíð
1. mín
Leikur hafinn
Sigurður flautar leikinn af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks gerir tvær breytingar á sínu liði. Inn koma Ísak Snær Þorvaldsson og Arnór Gauti Jónsson. Kristinn Steindórsson og Kristófer Ingi Kristinsson setjast á bekkinn.

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA gerir einnig tvær breytingar á sínu liði. Inn koma Hlynur Sævar Jónsson og Hinrik Harðarson. Ingi Þór Sigurðsson sest á bekkinn en Oliver Heiðarsson er ekki í hóp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Damir í leikbanni Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks tekur í dag út eins leiks bann fyrir fjögur gul spjöld í sumar en hann sótti sér fjórða gula spjaldið í síðustu umferð gegn HK.
Ívar Orri Kristjánsson dómari vararMynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ásgeir Frank spáir jafntefli Ásgeir Frank Ásgeirsson, þjálfari Hvíta riddarans og leikmaður Aftureldingar, er spámaður umferðarinnar.

Breiðablik 2 - 2 ÍA
Blikar eru búnir að vera heitir og virðast vera búnir að finna algjöran takt, en þeir voru heppnir í fyrri leiknum á Kópavogsvelli að Viktor Jóns klúðraði dauðafæri á afmælisdaginn sinn og það getur ekki gerst tvisvar í röð. Viktor mun skora bæði mörk Skagamanna og það síðara í uppbótartíma til að jafna leikinn. Viktor Karl og Aron Bjarna skora mörk Blika.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Staðan í deildinni Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með jafnmörg lið og topplið Víkings en aðeins lakari markatölu.

Gestirnir í ÍA eru í baráttu um að ná þriðja sætinu í Evrópukeppninni en eru fjórum stigum frá Val sem er í þriðja sætinu sem er síðasta Evrópusætið eftir að fjórða sætið fór til KA eftir sigur í Mjólkurbikarnum um helgina.

1. Víkingur - 49 stig (+33)
2. Breiðablik - 40 (+25)
3. Valur - 38 (+20)
4. ÍA - 34 (+10)
5. Stjarnan - 34 (+5)
6. FH - 33 (+1)
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmir leikinn í dag. Hann er með þá Eðvarð Eðvarsson og Ragnar Þór Bender sér til aðstoðar á línunum. Erlendur Eiríksson er skiltadómari í dag og KSÍ sendir svo Þórð Inga Guðjónsson til að hafa eftirlit með umgjörð leiksins og störfum dómara.
Sigurður Hjörtur dæmir leikinn. | Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í Kópavogi Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Breiðabliks og ÍA í Bestu-deild karla.

Leikurinn hefst 19:15 á Kópavogsvelli og hér verður fylgst með öllu því helsta sem gerist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('90)
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson ('62)
23. Hilmar Elís Hilmarsson ('90)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson ('56)

Varamenn:
25. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson
17. Ingi Þór Sigurðsson ('62)
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic ('56)
22. Árni Salvar Heimisson ('90)
88. Arnór Smárason ('90)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Steinar Þorsteinsson ('71)

Rauð spjöld: