Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Valur
0
0
Breiðablik
05.10.2024  -  16:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: Sólskín og allt í toppstandi
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1625
Maður leiksins: Telma Ívarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
6. Natasha Anasi
8. Kate Cousins
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('70)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('70)
23. Fanndís Friðriksdóttir
29. Jasmín Erla Ingadóttir

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
7. Elísa Viðarsdóttir
13. Nadía Atladóttir
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('70)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('70)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:
Lillý Rut Hlynsdóttir ('27)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2024! Það gjörsamlega tryllist allt Blika meginn og allur Blikabekkurinn sprettir inn á völlinn og fagnar með liðinu.

Ekki skemmtilegasti leikurinn en við fengum færi í lokin og alvöru spennu.

Viðtöl og skýrsla koma inn á síðuna innan skamms.

Þangað til næst þakka ég fyrir samfylgdina í dag.
97. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
96. mín
DAUÐAFÆRI! Anna Rakel kemur með góðan bolta á fjærstöngina þar sem Fanndís er mætt ein og óvölduð. Hún tekur skotið í fyrsta sem fer framhjá.

Hún þurfti bara að koma boltanum á markið þarna!

Var þetta seinasti séns Vals?!
95. mín
Fagnað eins og marki! Valskonur liggja á vítateig Blika og síðan kemur fyrirgjöf inn á teiginn sem Telma handsamar og því er fagnað eins og marki af Blikum!
93. mín
Anna Rakel tekur spyrnuna inn á teiginn sem Samantha Smith skallar frá og Blikar eiga síðan innkast.
93. mín
Valur að fá hornspyrnu! Þetta er ekkert smá spennandi!
92. mín
Valskonur liggja á vítateig Blika þessa stundina!
91. mín
Birta Georgs sólar upp allan völlinn og er komin í dauðafæri en flaggið fór þá á loft.
90. mín
+6 mínútur í uppbótartíma! FÁUM VIÐ DRAMA?!
90. mín
Katei Cousins kemur með fyrirgjöf inn á teiginn sem Telma gerir vel í að handsama.
90. mín
Hverjrir munu ná að landa þeim stóra? Eins og staðan er núna er skjöldurinn á leið í Smárann en eitt Valsmark og Valur er Íslandsmeistari.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

88. mín
Hetjulegur varnarleikur Blika! Fanndís tekur spyrnuna inn á teiginn sem Valskonur ná að koma á markið einhvernveginn en Ásta Eir bjargar á línu og hreinsar frá!
88. mín
Valur að fá hornspyrnu! FÁUM VIÐ DRAMA?!
87. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
86. mín
Rétt framhjá eftir darraðardans! Fanndís tekur spyrnuna inn á teiginn sem Katei Cousins nær til og tekur skotið sem Blikarnir ná að kasta sér fyrir. Jasmín Erla fær þá séns líka og tekur skotið en boltinn lak framhjá.
86. mín
Vel varið hjá Telmu! Berglind Björg kemur með góða sendingu yfir á Ísabellu sem tékkar inn á völlinn og tekur skotið sem fer af varnarmanni en Telma ver mjög vel í horn!
82. mín
Fanndís tekur spyrnuna inn á teiginn sem Blikar verjast hetjulega.
81. mín
Valskonur að fá hornspyrnu! Jafntefli nægir ekki Val og þær sækja hart að marki Blika þessa stundina!
78. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Katrín borin af velli. Óskum henni mjög góðan bata!
78. mín
Inn:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
77. mín
Lítur hræðilega út fyrir Katrínu og Breiðablik Leikurinn hefur verið stopp í þrjár mínútur og núna eru börurnar mættar. Eins og ég segi þá lítur þetta hræðilega út.
75. mín
Dauðafæri - Meiðsli sem líta illa út Katrín er skyndilega sloppin ein í gegn ein á móti Fanneyju en tekur skotið sem fer rétt framhjá.

Eftir skotið fer hún niður og liggur sárþjáð niðri og þarf aðhlynningu. Þetta lítur alls ekki vel út hjá Katrínu. Ég er ekki bjartsýnn fyrir hennar hönd því miður.
70. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Valur) Út:Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir (Valur)
70. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur) Út:Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
67. mín
Áhorfendamet er (Staðfest)
Það eru 1625 áhorfendur á N1 vellinum í dag. Nýtt áhorfendamet það. Vel gert!
Sverrir Örn Einarsson
64. mín
Agla í dauðafæri! Barbára kemur með bolta inn á teiginn sem fer af varnarmanni á fjærstöngina á Öglu en hún hittir ekki boltann almennilega í dauðafæri.
59. mín
Fanndís tekur spyrnuna inn á teiginn sem Katrín skallar frá en Valskonur halda áfram í boltann og sækja.
59. mín
Valskonur að fá hornspyrnu! Fanndís kemur með fyrirgjöf inn á teiginn sem Telma ætlar út í að grípa en missir boltann aftur fyrir sig.
58. mín
Bjargað á línu! Samantha Smith keyrir upp hægri kantinn og kemur boltanum inn á teiginn á Katrínu sem skallar á markið en boltinn fer framhjá Fanneyju í markinu. Anna Rakel var þá mætt niður á línu og skallar boltann frá.

Langbesta færi leiksins til þessa!
56. mín
Fanndís með skot við vítateigslínuna sem fer beint á Telmu sem er í engum vandræðum með þetta.
54. mín
Agla María tekur spyrnuna aftur en núna fer spyrnan yfir allan pakkann og í markspyrnu.
53. mín
Annað horn! Agla María tekur spyrnuna inn á teiginn sem Valskonur hreinsa í annað horn.
53. mín
Blikar að fá hornspyrnu!
52. mín
Blikakonur gera vel og koma boltanum frá.
51. mín
Annað horn! Anna Rakel tekur spyrnuna inn á teiginn sem Telma kýlir frá. Boltinn kemur aftur inn á teiginn og það myndast mikill darraðardans áður en Elín Helena kemur boltanum aftur fyrir í horn.
51. mín
Valur að fá hornspyrnu!
48. mín
Katrín fær höfuðhögg Katrín liggur niðri sárþjáð og þarf aðhlynningu. Sjúkraþjálfari Blika skokkar inn á völlinn og aðstoðar hana.

Þetta var höfuðhögg en hún stendur á fætur núna og getur vonandi haldið leik eðlilega áfram.
46. mín
Seinni hálfleikurinn hafinn! Valskonur koma þessu í gang á ný.

Engar breytingar í hálfleik hjá báðum þjálfurum og vægast sagt áhugaverðar 45 mínútur framundan.
45. mín
Hafliði Breiðfjörð er að sjálfsögðu á myndavélinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Hálfleikur
Allt jafnt í hálfleik Allt frekar lokað og allt jafnt þegar liðin halda til búningsklefa.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
45. mín
+1 mínúta í uppbót
43. mín Gult spjald: Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
41. mín
Allt frekar lokað Leikurinn er svo sannarlega lokaður og ekki mikið sem bendir til þess að annað liðið skori fyrir hálfleik.
36. mín
Agla María tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer beint í þvöguna inni á markteignum en Valskonur hreinsa frá.
35. mín
Blikar að fá hornspyrnu!
32. mín
Blikar vilja vítaspyrnu! Samantha Smith fær boltann inni á teignum og snýr. Hún rennur í teignum og fer niður. Við það vilja Blikar fá vítaspyrnu en mér sýndist hún bara hafa runnið.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
32. mín
Jasmín kemur boltanum út á Ragnheiði sem tekur eina snertingu áður en hún lætur vaða en skotið fór hátt yfir markið og út á bílastæði.
31. mín
Fanndís tekur spyrnuna inn á teiginn sem Blikar skalla frá og þrusa svo boltanum í burtu.
30. mín
Valur að fá hornspyrnu!
27. mín Gult spjald: Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Klárt spjald Brýtur á Samantha Smith þegar Blikar eru að keyra upp í mjög góða skyndisókn.
26. mín
Anna Rakel tekur spyrnuna inn á teiginn sem Blikar hreinsa frá.

Katei Cousins fær þá aðra tilraun hinum meginn við teiginn og kemur boltanum inn á teiginn sem Ásta Eir skallar frá og Blikar sækja.
26. mín
Valur að fá hornspyrnu!
25. mín
Samantha Smith! Samantha Smith fær boltann fyrir utan vítateig Vals í erfiðri stöðu en nær að snúa varnarmenn Vals af sér. Hún tekur svo skotið sem fer rétt framhjá markinu.

Geggjaðir taktar og gott skot sem rétt svo rataði ekki á markið.
23. mín
Rólegt í stúkunni Frábær mæting hjá báðum liðum en það mætti alveg heyrast meira í áhorfendum.
18. mín
Samstuð Andrea Rut og Anna Rakel liggja báðar niðri eftir samstuð og þurfa aðhlynningu.

Þær standa nú á fætur og ganga af vellinum með sjúkraþjálfurunum. Vonandi hefur þetta engar afleiðingar.
17. mín
Mætingin er frábær!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
16. mín
Fanney ver vel Andrea Rut fær boltann fyrir utan teig eftir að Vigdís Lilja skallar boltann niður á hana. Andrea Rut tekur á móti boltanum og lætur vaða á markið en Fanney ver vel í markinu.
14. mín
Valskonur meira með boltann Valskonur eru byrjaðar að taka aðeins yfir leikinn þessa stundina. Halda betur í boltann og eru líklegri eins og staðan er núna að taka forystuna.
9. mín
Agla María tekur spyrnuna inn á teiginn sem Samantha Smith nær til og tekur skotið í fyrsta sem fer yfir markið.

Það er mjög jafnt með liðunum til að byrja með.
9. mín
Breiðablik að fá hornspyrnu!
5. mín
Rétt framhjá Anna Rakel tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer á Katei Cousins á fjærstönginni en hún skallar boltann rétt framhjá.

Telma var sigruð í markinu og eina sem Katei þurfti að gera var að koma boltanum á markið.
5. mín
Valur að fá hornspyrnu!
5. mín
Jafnt til að byrja með Liðin skiptast á að halda í boltann og koma sér í álitlegar stöður sem ekkert kemur úr.

Ekki langt í eitthvað alvöru færi!
Við fáum áhorfendamet það er nokkuð ljóst
Sverrir Örn Einarsson
1. mín
Leikur hafinn
Úrslitaleikurinn hafinn! Blikar leika í sínum hvítu varatreyjum og eiga upphafsparkið.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Pétur Pétursson, þjálfari Vals, gerir alls tvær breytingar á Valsliðinu frá 2-1 sigrinum á Víkingi dögunum. Þær Katie Cousins og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir koma inn í liðið fyrir þær Elísu Viðarsdóttur og Nadíu Atladóttur.

Katie Cousins hefur ekki verið í hóp Vals í seinustu tveimur deildarleikjunum vegna meiðsla en er mætt í byrjunarliðið í dag sem er stórt.

Það eru gerðar engar breytingar á Blikaliðinu eftir 4-2 sigrinum á FH í Kópavoginum á dögunum. Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, heldur sig við sama liðið sem vann FH á dögunum.
Fyrir leik
10 spá í spilin Við fengum 10 mjög vel valið fólk í að spá fyrir þessum úrslitaleik sem framundan er á Hlíðarenda. Samkvæmt þessum spám mun Blikar fara með skjöldin góða heim í Kópavoginn.
Fyrir leik
Þriðja liðið Erlendur Eiríksson dæmir þennan úrslitaleik en honum til aðstoðar verða þeir Guðni Freyr Ingvason og Ronnarong Wongmahadthai. Bríet Bragadóttir er skiltadómari en Ingi Jónsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Seinustu leikir liðanna Valur 2-1 Breiðablik
Valskonur unnu Breiðablik á Laugardalsvelli á dögunum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli.

Valur 1-0 Breiðablik
Valskonur unnu Blikakonur með einu marki frá Katie Cousins í seinni leik liðanna í Bestu deildinni. Markið kom mjög snemma leiks.

Breiðablik 2-1 Valur

Blikar tóku Valskonur snemma móts í Kópavoginum. Valskonur tóku forystuna í fyrri hálfleik og voru yfir í hálfleik en Blikakonur komu til baka og unnu leikinn 2-1 með mörkum frá Andreu Rut og Barbáru Sól.

Valur 2-1 Breiðablik

Valskonur unnu þó fyrsta leik þessara liða á árinu þegar þau mættust í úrslitaleik Lengjubikarsins. Blikakonur voru með laskað lið og lítinn hóp í leiknum og þrátt fyrir það var leikurinn jafn á löngum köflum.
Fyrir leik
Upphitun í hlaðvarpi Guðmundur Aðalsteinn, fréttamaður Fótbolta.net, fékk til sín Óskar Smára, þjálfara Fram, og Magnús Hauk, fyrrum þjálfara Fjölnis, í spjall í vikunni. Aðalumræðuefni þáttarins var úrslitaleikur Vals og Breiðabliks í dag.
Fyrir leik
Aðstoðarþjálfarinn og þjálfarinn Adda Baldurs, aðstoðarþjálfari Vals, og Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, voru í spjalli við Fótbolti.net í dag um úrslitaleikinn í Bestu deildinni í dag.
Fyrir leik
Verður Kate Cousins með? Kate Cousins, einn af betri leikmönnum deildarinnar, hefur ekki verið í hóp Vals í seinustu tveimur deildarleikjum liðsins vegna meiðsla.

Það er verður áhugavert að sjá hvort hún verði í hóp Vals á morgun og hvað þá hvort hún spili eitthvað. Það gæti verið leikbreytir fyrir bæði lið á báða vegu.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Leikur ársins! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Vals og Breiðabliks í hreinum og beinum úrslitaleik í Bestu deild kvenna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith
7. Agla María Albertsdóttir ('97)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('78)
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('78)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('87)
18. Kristín Dís Árnadóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir

Varamenn:
1. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Jakobína Hjörvarsdóttir
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('78)
17. Karitas Tómasdóttir ('87)
28. Birta Georgsdóttir ('78)
33. Margrét Lea Gísladóttir ('97)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Agla María Albertsdóttir ('43)

Rauð spjöld: