Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
FH
0
3
Þróttur R.
0-1 Caroline Murray '30
0-2 Sæunn Björnsdóttir '36
0-3 Melissa Alison Garcia '62
05.10.2024  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Aðstæður: 7°C, heiðskýrt og gola.
Maður leiksins: Melissa Alison Garcia
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('72)
11. Anna Nurmi ('45)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('73)
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
32. Berglind Freyja Hlynsdóttir ('80)
37. Jónína Linnet ('18)
40. Vigdís Edda Friðriksdóttir

Varamenn:
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('18)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('80)
6. Hanna Kallmaier ('72)
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir ('73)
41. Hanna Faith Victoriudóttir
42. Bryndís Halla Gunnarsdóttir ('45)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Karen Tinna Demian
Brynjar Sigþórsson

Gul spjöld:
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('76)
Vigdís Edda Friðriksdóttir ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
3-0 Sigur þróttara staðreynd! Viðtöl og skýrsla koma seinna í dag.

Takk fyrir samfylgdina!
90. mín
Uppgefin uppbótartími er 3 mínútur.
87. mín
Inn:Una Sóley Gísladóttir (Þróttur R.) Út:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.)
86. mín
FH fær horn.

Þróttur bægir hættunni frá.
83. mín Gult spjald: Vigdís Edda Friðriksdóttir (FH)
81. mín
Hildigunnur með hættulegan bolta inn á teig gestanna en enginn nær til hans.
80. mín
Inn:Erla Sól Vigfúsdóttir (FH) Út:Berglind Freyja Hlynsdóttir (FH)
79. mín
FH-ingar verið í brasi að finna sér leiðir í gegnum varnarmúr gestanna. Stefnir allt í sigur Þróttara.
76. mín Gult spjald: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (FH)
74. mín
Inn:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.) Út:Melissa Alison Garcia (Þróttur R.)
73. mín
Inn:Selma Sól Sigurjónsdóttir (FH) Út:Snædís María Jörundsdóttir (FH)
FH gerir tvöfalda skiptingu á liði sínu.
72. mín
Inn:Hanna Kallmaier (FH) Út:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH)
63. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
62. mín MARK!
Melissa Alison Garcia (Þróttur R.)
MAARK! Mellissa kemur Þrótturum í 3-0!

Skrýtið mark. Fyrirgjöf inn á teig FH. Skalli á mark sem fer í slána og af Aldísi, algjör darraðadans. Að lokum er það Melissa sem skallar boltann í markið!
60. mín
Flott varsla! Kemur langskot á mark FH-inga. Aldís verið flott í dag og á aðra stórglæsilega vörslu.
58. mín
Caroline með flotta fyrirgjöf inn á teig FH. Freyja Karín nær skalla á markið en Aldís grípur.
53. mín
Elsa með góðan sprett og kemur sér í skotfæri. Lætur vaða en skotið beint í varnarmann.
48. mín
Fín sókn hjá FH. Valgerður fær boltann rétt fyrir utan teiginn og lætur vaða í átt að marki. Boltinn yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! FH-ingar byrja með boltann.
45. mín
Inn:Bryndís Halla Gunnarsdóttir (FH) Út:Anna Nurmi (FH)
FH gerir eina skiptingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Þróttur leiðir í hálfleik! Gestirnir tveimur mörkum yfir er liðin ganga til búningsherbergja.

Tökum okkur korterspásu og komum svo með seinni hálfleikinn!
45. mín
+1 Það er þremur mínútum bætt við fyrri hálfleikinn.
45. mín
Valgerður Ósk með skottilraun fyrir utan teig. Boltinn yfir markið.
44. mín
Þróttur að vinna aukaspyrnu á hættulegum stað. Kjörið tækifæri til að koma boltanum inn á teiginn.

Sæunn kemur með flottan bolta inn á teiginn og berst hann á Jelenu. Hún skýtur en boltinn rétt yfir.
40. mín
Gestirnir halda bara áfram að sækja. Horn fyrir Þróttara.

Hættulegur bolti en heimakonur bægja hættunni frá.
36. mín MARK!
Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.)
MAAARK! Þær tvöfalda forystuna!

Klaufagangur í öftustu línu FH-inga. Vígdís missir boltann frá sér á stórhættulegum stað. Melissa nær boltanum, gefur hann á Sæunni sem klárar færið vel!

0-2 Þróttur!
30. mín MARK!
Caroline Murray (Þróttur R.)
MAAARKK!! Þróttarar taka forystuna!

Gestirnir verið að ógna síðastliðnar mínútur. Caroline fær boltann rétt fyrir utan teig og lætur vaða. Boltinn á leið á markið en á viðkomu í varnarmanni. Boltinn breytir um stefnu og inn!
28. mín
Mikill darraðadans inn á tegi FH-inga eftir horn sem endar með skoti rétt yfir markið!
25. mín
Hvílík varsla! Freyja Karín með bylmingsfast skot á mark sem Aldís ver vel! Þróttarar uppskera hornspyrnu.

BJARGAÐ Á LÍNU
Hættuleg hornspyrna inn á teiginn. Melissa skallar á mark en Valgerður bjargar línu!
18. mín
Inn:Birna Kristín Björnsdóttir (FH) Út:Jónína Linnet (FH)
16. mín
Jónína Linnet þarfnast aðhlynningar og kemur út af. Vonandi ekkert alvarlegt.
14. mín
Færi! Snædís María komin í gegn ein á móti markmanni og skýtur. Fínt skot en vel varið hjá Mollee.
10. mín
Geggjuð sending inn fyrir varnarlínu gestanna. Hildigunnur nær skoti í átt að marki en boltinn yfir.
8. mín
Frábær varsla! Flott sókn hjá Þrótti. Melissa komin ein á móti markmanni en Aldís lokar rammanum og ver glæsilega!
5. mín
Rétt yfir! Melissa með gott skot í átt að marki FH. Boltinn rétt yfir.
4. mín
Sæunn á skot langt fyrir utan teig. Boltinn framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir sparka þessu í gang.
Fyrir leik
Þetta fer að byrja! Leikmenn ganga nú inn á völlinn. Styttist óðfluga í upphafsflautið!
Fyrir leik
Styttist í þetta! Flottar aðstæður í Hafnafirðinum í dag. 7°C, heiðskýrt og gola.
Fyrir leik
Dómarateymið Ásmundur Þór Sveinsson verður á flautunni í dag og verða þeir Tomasz Piotr Zietal og Arnþór Helgi Gíslason honum til aðstoðar. Varadómari er Hreinn Magnússon.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Efri hlutinn! Svona lítur taflan út fyrir leikina í dag. Mikil spenna ríkir í deildinni!

Breiðablik - 60 stig
Valur - 59 stig
Þór/KA - 34 stig
Víkingur - 33 stig
Þróttur R. - 26 stig
FH - 25 stig

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þróttur R. Þróttur er í 5. sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag. Þróttur getur tryggt sér fimmta sætið með jafntefli eða sigri hér í dag. Þróttarar tóku á móti Þór/KA í síðustu umferð. Sá leikur endaði með markalausu jafntefli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
FH FH-ingar eru fyrir leikinn í 6. sæti deildarinnar, neðsta sæti efri hlutans. FH er einu stigi fyrir neðan Þróttarana og geta því ,með sigri hér í dag, endað tímabilið í 5.sæti. FH tók á móti Breiðablik í algjörri markaveislu í síðustu umferð. Fimm mörk höfðu litið dagsins ljós er liðin gengu til búningsherbergja en Blikar leiddu 3-2 í hálfleik. Minna var um að vera í seinni hálfleiknum og enduðu leikar 4-2 Breiðablik í vil.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Heil og sæl! Góðan dag og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á viðureign FH og Þróttar R. í efri hluta Bestu deild kvenna! Lokaumferð deildarinnar er öll spiluð í dag og er þetta því síðasti leikur liðanna á tímabilinu. Leikurinn fer fram á Kaplakrikavelli í Hafnafirðinum og hefst klukkan 14:00!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('87)
12. Caroline Murray
13. Melissa Alison Garcia ('74)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('63)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
7. Brynja Rán Knudsen ('74)
17. Camilly Kristal Silva Da Rocha
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('63)
24. Iðunn Þórey Hjaltalín
26. Þórey Hanna Sigurðardóttir
29. Una Sóley Gísladóttir ('87)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Angelos Barmpas
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Árný Kjartansdóttir
Deyan Minev

Gul spjöld:

Rauð spjöld: