Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Breiðablik
2
2
Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson '21
Davíð Ingvarsson '56 1-1
1-2 Patrick Pedersen '67
Davíð Ingvarsson '77 2-2
06.10.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Kalt en logn á Kópavogsvelli
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Davíð Ingvarsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('74)
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson ('74)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
24. Arnór Gauti Jónsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
3. Oliver Sigurjónsson
9. Patrik Johannesen
20. Benjamin Stokke ('74)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('74)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Eyjólfur Héðinsson ('40)

Rauð spjöld:
@karisnorra Kári Snorrason
Skýrslan: Stefnir allt í úrslitaleik
Hvað réði úrslitum?
Breiðablik héldu mun betur í boltann og ógnuðu mun meira. Valsmenn ógnuðu þó úr skyndisóknum og refsuðu fyrir mistök Blika. Ef lífið væri sanngjarnt hefðu Breiðablik tekið stigin þrjú. Stórar vörslur frá Frederik Schram silgdu stiginu heim fyrir Valsmenn.
Bestu leikmenn
1. Davíð Ingvarsson
Skoraði tvö mörk í dag og var frábær í leiknum, Davíð getur farið sáttur á koddann í kvöld.
2. Tryggvi Hrafn Haraldsson
Tryggvi spilaði með sprungu í ristinni, mögulega ristarbrotinn en skoraði frábært mark og lagði upp. Magnaður maður.
Atvikið
Þessar vörslur hjá Frederik Schram undir lok leiks. Sérstaklega frá þrumufleyg Höskuldar. Ég og eflaust flestir bjuggumst við sigurmarki frá Blikum en Frederik Schram kom í veg fyrir það.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik og Víkingur eru jöfn að stigum, skemmtilegt hvað liðin eru samstíga. Til þess að fá úrslitaleikinn sem alla dreymir um, þarf Breiðablik að vinna eða gera jafntefli við Stjörnuna í næsta leik. Sterkt stig fyrir Valsmenn sem eru með eins stigs forskot á Stjörnunna í baráttunni um Evrópusæti.
Vondur dagur
Viktor Örn Margeirs og Arnór Gauti litu illa út í fyrsta marki leiksins. Fyrir utan það var heildarframmistaða þeirra góð og erfitt að skella þessari nafnbót á þá. Aron Jóhannson fagnaði í andlitið á Arnóri Gauta í seinna marki Vals. Veit ekki hvað fór þeirra á milli áður en óþarfi að gera þetta. Enginn sem átti skelfilegan dag þannig ég skelli þessu á Aron fyrir fögnuð sinn.
Dómarinn - 5
Elías Ingi og félagar fengu ekki auðveldasta leikinn til að dæma. Boltinn fór greinilega í hendina á Herði Inga í teig Valsmanna en ekkert dæmdi Elías. Boltinn var á leið á markið áður en hann fór í hendina á Herði, í mínum bókum er það a.m.k. víti. Ég sleppi þeim við fall vegna þess að þessi handarregla er fáranleg og get ég aldrei sagt hvað er víti og ekki víti þegar boltinn fer í hendina á leikmanni.
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
3. Hörður Ingi Gunnarsson
7. Aron Jóhannsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson (f)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('69)
14. Albin Skoglund
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('83)
21. Jakob Franz Pálsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
5. Emil Nönnu Sigurbjörnsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
19. Orri Hrafn Kjartansson ('69)
27. Adrían Nana Boateng
33. Helber Josua Catano Catano
71. Ólafur Karl Finsen ('83)

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Sigurður Egill Lárusson ('24)
Hörður Ingi Gunnarsson ('31)
Aron Jóhannsson ('57)
Birkir Már Sævarsson ('64)
Orri Hrafn Kjartansson ('94)

Rauð spjöld: