Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
Besta-deild karla - Neðri hluti
KA
68' 0
2
KR
Besta-deild karla - Efri hluti
ÍA
69' 4
1
FH
Víkingur R.
0
0
Stjarnan
06.10.2024  -  17:00
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Dómarinn Sigurður Hjörtur Þrastarson verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Patrik Freyr Guðmundsson og Bergur Daði Ágústsson.

Eftirlitsmaður KSÍ er Jón Magnús Guðjónsson og varadómari er Þórður Þorsteinn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spámaðurinn Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks og formaður Tólfunnar, er spámaður umferðarinnar.

Víkingur R. 2 - 2 Stjarnan
Bíddu var þetta ekki öfugt síðast þegar við urðum meistarar? Áfram Stjarnan en ég spái 2-2 jafntefli Hilmar Árni og Emil Atla með mörkin og mér er drullusama hverjir skora fyrir Víkinga. Þeir vinna samt pottþétt 3-2 en ég ætla að spá 2-2, óþolandi góðir maður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stjörnumenn í alvöru Evrópu baráttu Stjarnan er í 4. sæti deildarinnar þegar 3 leikir eru eftir af mótinu. Þeir eru aðeins stigi á eftir Val í 3. sæti en það er sætið sem þeir þurfa að komast í, ætli þeir sér að komast í Evrópu á næsta tímabili. Í síðasta leik tóku Stjörnumenn á móti ÍA þar sem þeir unnu 3-0. Emil Atlason og Jón Hrafn Barkarson skoruðu mörk Stjörnumanna en Johannes Vall skoraði einnig sjálfsmark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Víkingar töpuðu í Evrópu Heimamenn hafa ekki fengið langan hvíldartíma milli leikja þar sem þeir voru í Kýpur síðasta fimmtudag. Þar mættu þeir Omonia í Sambandsdeildinni og töpuðu fyrir þeim 4-0. Þetta var fyrsti leikur liðsins í deildarkeppninni og það verður áhugavert að sjá hvernig þetta aukna leikjaálag hefur áhrif á frammistöðu liðsins í dag.
Fyrir leik
Besta deildin heilsar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingur frá leik Víkings og Stjörnunar í efri hluta Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður spilaður á Víkingsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: