Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Ísland
2
4
Tyrkland
Orri Steinn Óskarsson '3 1-0
1-0 Hakan Calhanoglu '54 , misnotað víti
1-1 Irfan Can Kahveci '63
1-2 Hakan Calhanoglu '67 , víti
Andri Lucas Guðjohnsen '83 2-2
2-3 Arda Guler '88
2-4 Kerem Akturkoglu '95
14.10.2024  -  18:45
Laugardalsvöllur
Landslið karla - Þjóðadeild
Aðstæður: Allt upp á 10.5 under the lights á Laugardalsvelli
Dómari: Damian Sylwestrzak (Pólland)
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
3. Valgeir Lunddal Friðriksson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Logi Tómasson
7. Jóhann Berg Guðmundsson (F)
9. Orri Steinn Óskarsson
18. Mikael Neville Anderson ('68)
20. Daníel Leó Grétarsson
21. Arnór Ingvi Traustason
22. Andri Lucas Guðjohnsen
23. Mikael Egill Ellertsson ('78)

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
13. Patrik Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
4. Guðlaugur Victor Pálsson
6. Hjörtur Hermannsson
8. Brynjólfur Willumsson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
10. Ísak Bergmann Jóhannesson ('68)
14. Kolbeinn Finnsson
15. Willum Þór Willumsson ('78)
16. Júlíus Magnússon
18. Sævar Atli Magnússon

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Davíð Snorri Jónasson

Gul spjöld:
Mikael Egill Ellertsson ('32)
Hákon Rafn Valdimarsson ('54)
Logi Tómasson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Jói Berg tekur skot í vegginn og dómarinn flautar til leiksloka.

Þetta var pirrandi en svona er þetta stundum.
96. mín
Ísland fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Frábært skotfæri.

Jói Berg og Arnór Ingvi standa yfir boltanum.
95. mín MARK!
Kerem Akturkoglu (Tyrkland)
Þetta var þreytt Íslendingar búnir að henda nokkrum fram og Tyrkir sækja hratt en Íslenska liðið nær að verjast .

Boltinn fellur fyrir Kerem Akturkoglu sem lyftir honum í boga yfir Hákon Rafn og í samskeytin.
94. mín
Jói Berg með hörku skot þegar boltinn dettur fyrir hann rétt fyrir utan teig!

Þessi hefði alveg mátt fara bara inn.
93. mín
Inn: Bertug Yildirim (Tyrkland) Út:Kenan Yildiz (Tyrkland)
91. mín
Sex mínútur í uppbót
89. mín
Inn:Okay Yokuslu (Tyrkland) Út:Orkun Kökcu (Tyrkland)
89. mín
Inn:Samet Akaydin (Tyrkland) Út:Arda Guler (Tyrkland)
88. mín MARK!
Arda Guler (Tyrkland)
Stoðsending: Kerem Akturkoglu
Ojjjj!!! Hriiikaleg mistök í öftustu línu Íslands.

Hákon Rafn alltof lengi að losa sig við boltann og Kerem Akturkoglu með góða pressu og vinnur hann af honum. Arda Guler setur boltann í opið markið.
86. mín
Tyrkir að reyna prjóna sig í gegnum vörn Íslands en Hákon Rafn nær til boltans.
84. mín
Haraldur Örn Haraldsson
83. mín MARK!
Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Stoðsending: Valgeir Lunddal Friðriksson
JÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!! ÞARNAAAAA!!!!!!!!!!

Valgeir Lunddal með frábæran bolta fyrir eftir innkast þar sem Andri Lucas jarðar Tyrkina í loftinu og jafnar leikinn fyrir Ísland!!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
81. mín Gult spjald: Logi Tómasson (Ísland)
Sá Pólski er að missa tökin hérna..
80. mín
Haraldur Örn Haraldsson
78. mín
Inn: Yunus Akgün (Tyrkland) Út:Irfan Can Kahveci (Tyrkland)
78. mín
Inn:Eren Elmali (Tyrkland) Út: Ferdi Kadioglu (Tyrkland)
78. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Ísland) Út:Mikael Egill Ellertsson (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
77. mín
ÞVÆLA!!! VAR skoðar þetta og dómari leiksins veifar þessu frá!

Þetta leit úr fyrir að vera pjúra víti miðað við setta línu í þessum leik!!
76. mín
HEYRÐU!!!!

ÍSLAND Í STÓRSÓKN OG ÞETTA HLÍTUR BARA AÐ VERA VÍTI!!?!

Vandræðagangur hjá Tyrkjum og þeir bjarga á línu! Þetta leit út fyrir að fara í hendina á Demiral!

VAR að skoða þetta.
71. mín Gult spjald: Abdulkerim Bardakci (Tyrkland)
Fellur á boltann og hindrar fljóta aukaspyrnu hjá Íslandi. Taldi brotið á sér.
70. mín
Það fara skiptar skoðanir á þessu
Haraldur Örn Haraldsson
68. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) Út:Mikael Neville Anderson (Ísland)
67. mín Mark úr víti!
Hakan Calhanoglu (Tyrkland)
Því miður fáum við ekki annað tvíspark hérna og Tyrkir eru búnir að snúa þessum leik.

Sama víti og áðan nema núna nær hann þessu í einu sparki.
66. mín
TYRKIR FÁ ANNAÐ VÍTI! Jaaahérnahér.....

Boltinn fer í hendina á Andra Lucas og Tyrkia fá víti eftir VAR athugun.
66. mín
Annað VAR móment Trui því ekki ef Tyrkir eiga að fá annað víti.
65. mín
Kenan Yildiz með tilraun úr þröngu færi og Tyrkir fá horn.

Það hefur ekki verið alveg sami kraftur í Íslenska liðinu í síðari.
63. mín MARK!
Irfan Can Kahveci (Tyrkland)
Tyrkir jafna Fær alltof mikinn tíma á boltann og stillir sér upp í frábært skot sem sigrar Hákon Rafn.

Þreytt..
62. mín
Tyrkir liggja aðeins á Íslenska liðinu þessa stundina en Íslenska liðið hefur sýnt að þeir eru stórhættulegir í skyndisóknum.
60. mín
Tyrkir eru komnir mjög ofarlega á völlinn sem er að opna svæði á bakvið Tyrknesku vörnina.
58. mín
Þvílík tækling! Logi Tómasson með frááábæra tæklingu þegar Kerem Akturkoglu er að komast á ferðina og sleppa einn í gegn.
57. mín
Mikael Anderson kemst í fína stöðu og reynir að koma með boltann inn á teig en Tyrkir sparka í horn.
57. mín Gult spjald: Kenan Yildiz (Tyrkland)
Tyrkir eru að pirrast.
57. mín
Haraldur Örn Haraldsson
54. mín Gult spjald: Hákon Rafn Valdimarsson (Ísland)
Gult fyrir að benda dómaranum á að vítaspyrnan var ólögleg Spjaldið ekki tekið til baka þó að mótmælin hafi átt rétt á sér.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
54. mín Misnotað víti!
Hakan Calhanoglu (Tyrkland)
SPARKAR TVISVAR Í BOLTANN!! Hakan Calhanoglu skorar en rennur á punktinum og tvísparkar í boltann.

Það má ekki og því fékk Ísland aukaspyrnu.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
53. mín
Tyrkir fá víti! Hendi á Sverri Inga er niðurstaða eftir VAR athugun..
52. mín
Kenan Yildiz með hörku skot framhjá og leikurinn stövðast.

Það er VAR... Það er verið að skoða hvort þetta hafi verið hendi.
51. mín
Arda Guler með skot sem fer af varnarmanni og Tyrkir heimta víti! Vilja meina að hann hafi farið í hendina á Íslensku vörninni.
50. mín
Varsla! Arda Guler með fyrirgjöfina og Irfan Can Kahveci nær skallanum að marki sem Hákon Rafn ver frábærlega!
49. mín
Hakan Calhanoglu með fyrirgjöf sem fer af Jóa Berg og verður að skoti í utanverða stöngina.

Það er kraftur í Tyrkjum.
48. mín
Tyrkir fá hornspyrnu úr þessu og ógna marki Íslenska liðsins en Hákon Rafn rís á endanum upp og hirðir boltann.
47. mín
Tyrkir fá aukaspyrnu á flottum stað fyrir fyrirgjöf.

Hakan Calhanoglu stillir sér upp með boltann.
47. mín
Fleiri myndir úr fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson



Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Tyrkirnir sparka þessu af stað aftur.
45. mín
Haraldur Örn Haraldsson
45. mín
Hálfleikur
Íslenska liðið leiðir hérna í hálfleik.

Fáum vonandi svipaða frammistöðu í þeim síðari frá okkar strákum.
45. mín
Ein mínúta í uppbót
45. mín
Ferdi Kadioglu með tilraun beint á Hákon Rafn.
42. mín
Íslenska liðið búið að eiga góðan fyrri hálfleik til þessa
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sölvi Haraldsson
40. mín
Kerem Akturkoglu fer einn á einn á móti Sverri Inga og kemur með sendingu inn á hættusvæðið en sem betur fer var enginn Tyrki mættur þangað og Ísland kemur þessu burt.
38. mín
Kenan Yildiz fer illa með Valgeir Lunddal en Islendingar koma þessu í horn.
36. mín
LOGI!! Logi Tómasson með hörkuskot fyrir utan teig en Cakir er í stökustu vandræðum með en Tyrkir ná að koma boltanum frá!
35. mín Gult spjald: Merih Demiral (Tyrkland)
Dómarinn ætlaði að að sleppa honum eftir brot á Andra Lucas en Demiral náði að væla þetta spjald út.
34. mín
Haraldur Örn Haraldsson
32. mín Gult spjald: Mikael Egill Ellertsson (Ísland)
Bannað að fara á hestbak aftan á leikmanni.
31. mín
Sölvi Haraldsson
29. mín
Íslenska liðið fékk tvær hornspyrnur sem ekkert kom úr.
28. mín
Íslenska liðið fær hornspyrnu.
24. mín
Orkun Kökcu með fyrirgjöf fyrir mark Íslendinga á fjærstöng en Tyrkir ná ekki að komast á endan á henni.
24. mín
Age var ánægður með mark Orra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
23. mín
Kerem Akturkoglu með tilraun sem Hákon Rafn ver.
23. mín
Langur bolti fram og Valgeir Lundal skallar boltann fyrir Orra Stein sem tekur vel á móti boltanum og lætur vaða rétt framhjá!
19. mín
Orri Steinn í færi en Cakir ver þetta vel!

Flaggið fer svo á loft.
18. mín
Tyrkir að stinga Kerem Akturkoglu í gegnum hjartað á vörn Íslendinga en Hákon Rafn vel á verði og kemur út á móti.
15. mín
Liðið okkar í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Sverrir Örn Einarsson
15. mín
Tyrkir að ógna! Akturkoglu finnur Arda Guler í teignum en skotið hátt yfir.

Tyrkir að finna óþarflega mikið af opnunum í vörn Íslendinga.
14. mín
Íslenska liðið komast í yfirtölu á vallarhelmingi Tyrkja en Mikael Egill nær ekki að koma boltanum fyrir og hann endar í fanginu á Cakir.
13. mín
Tyrkir reyna að koma með fyrirgjöf fyrir markið og Arda Guler á ekkert spes skalla að marki Íslendinga.
12. mín
Tvær hornspyrnur en Íslendingar náð að skalla báðar frá.
11. mín
Tyrkir fá hornspyrnu.

Eiga það til að vera mjög hættulegir í föstum leikatriðum eins og við sáum á EM.
11. mín
Sölvi Haraldsson
10. mín
Orri Steinn aðeins of ágengur fremst og dæmdur brotlegur.

Það er hugur í okkur Íslendingum.
9. mín
Kerem Akturkoglu að komast í ákjósanlegt færi en flaggið á loft.
8. mín
Tyrkir að gera sig líklega en Íslendingar halda þeim í skefjum.
7. mín
Alvöru byrjun hjá Íslenska liðinu hérna í kvöld.
6. mín
Varsla! Hakan Calhanoglu lætur vaða fyrir utan teig en Hákon Rafn sér vel við honum.
6. mín
Sölvi Haraldsson
5. mín
Haraldur Örn Haraldsson
3. mín MARK!
Orri Steinn Óskarsson (Ísland)
Stoðsending: Mikael Neville Anderson
JÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!!!!!! ORRRIIIIIIIII STEEEIIINN!!!

Þvílíkur sprettur!!! Maður minn lifandi!!!
Fær boltann á eigin vallarhelmingi og rauk bara af stað upp allan völlinn og stakk Abdulkerim Bardakci af og skoraði framhjá Cakir í marki Tyrkja!

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
1. mín
Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann Áfram Ísland!!
Fyrir leik
Ágætis lið hjá Tyrklandi 23. Ugurcan Cakir (m)
2. Zeki Celik
3. Merih Demiral
6. Orkun Kökcu
7. Kerem Akturkoglu
8. Arda Guler
10. Hakan Calhanoglu
11. Kenan Yildiz
14. Abdulkerim Bardakci
17. Irfan Can Kahveci
20. Ferdi Kadioglu

Mynd: EPA
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Fjórar breytingar en Gylfi áfram á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá 2-2 jafnteflinu gegn Wales.

Logi Tómasson, sem var hetjan í þeim leik, kemur auðvitað inn í liðið fyrir Kolbein Birgi Finsson.

Stefán Teitur Þórðarson og Jón Dagur Þorsteinsson eru í leikbanni og inn fyrir þá koma Mikael Neville Anderson og Arnór Ingvi Traustason.

Mikael Egill Ellertsson kemur þá inn fyrir Willum Þór Willumsson.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands!
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Staðan í riðlinum 1. Tyrkland - 7 stig
2. Wales - 5 stig
3. Ísland - 4 stig
4. Svartfjallaland - 0 stig

Efsta liðið fer upp í A-deild, liðið í öðru sæti fer í umspil um að komast í A-deild, liðið í þriðja sæti fer í umspil um að halda sér í B-deild og liðið í neðsta sæti fellur í C-deild.

Við Íslendingar þekkjum það að gott gengi í Þjóðadeildinni getur fært okkur nær stórmóti. Við höfum tvisvar farið í umspil í gegnum Þjóðadeildina.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Kerem Akturkoglu Fór illa með okkur í Izmir fyrir um mánuði síðan. Hann skoraði þrennu í leiknum. Í sumar var þessi skeinuhætti sóknarmaður keyptur til Benfica í Portúgal.

Saga Akturkoglu er merkileg. Þegar hann var tíu mánaða gamall týndist hann undir rústum eftir jarðskjálfta upp á 7,6 á richter sem reið yfir um miðja nótt í heimaborg hans Izmit.

Afi Akturkoglu var borgarstjóri í Izmit og stýrði leitinni að honum. Barnið fannst heilt á húfi og fjölskylda hans slapp öll úr þessum harmleik.

Snemma á síðasta ári riðu stórir skjálftar aftur yfir Tyrkland og Akturkoglu sinnti þá hjálparstarfi og hjálpaði fólki sem varð fyrir áfalli. Þá bauð hann upp boltann sem hann fékk eftir að hafa skorað þrennu gegn Istanbul Basaksehir og ágóðinn fór í hjálparstarf.

„Ég setti mig í spor þessa fólks og reyndi að skilja tilfinningar þess. Ef ég gat gefið þeim smá von þá hafði ég afrekað eitthvað. Ég talaði við fólk sem hafði misst fjölskyldumeðlimi. Ég tók þátt í sorg þeirra og reyndi að hughreista það. Þakklæti þeirra gerði mikið fyrir mig," sagði Akturkoglu í viðtali við Athletic í desember.

Mynd: Getty Images
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Töpuðum síðast gegn Tyrklandi Ísland hefur haft gott tak á Tyrklandi að undanförnu og hefur vinninginn í innbyrðis viðureignum þessara liða; eins ótrúlegt og það er ef við miðum við fólksfjölda. Síðasti leikur gegn Tyrklandi - sem var í síðasta mánuði - fór hins vegar ekki vel en við töpuðum honum 3-1. Við erum hins vegar komnir heim núna og þá eigum við að gera betur.

Mynd: Getty Images
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Tveir í banni Það eru tveir leikmenn Íslands í banni í kvöld eftir að hafa fengið gult spjald gegn Wales. Það eru Jón Dagur Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Stórkostlegur seinni hálfleikur gegn Wales Strákarnir spiluðu síðast gegn Wales á föstudagskvöld og endaði sá leikur með 2-2 jafntefli. Okkar menn lentu 2-0 undir en voru frábærir í seinni hálfleik og áttu að vinna leikinn. Vonandi ná þeir að taka frammistöðuna úr seinni hálfleiknum gegn Wales inn í leikinn í kvöld.

Logi Tómasson var hetja Íslands en hann kom inn af bekknum og skoraði tvennu.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Leikurinn fer fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Óvissa var með það hvort leikurinn færi fram út af ástandi Laugardalsvallar.

Laugardalsvöllur er ekki upphitaður og er viðkvæmur á þessum árstíma þegar frost er úti.

Leikið var á honum á föstudaginn þegar Ísland og Wales gerðu 2-2 jafntefli.

Leikurinn í kvöld er síðasti leikur ársins á Laugardalsvelli en svo verður ráðist í framkvæmdir þar sem sett verður hybrid-gras á völlinn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Góða kvöldið! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslands og Tyrklands í Þjóðadeildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
23. Ugurcan Cakir (m)
2. Zeki Celik
3. Merih Demiral
6. Orkun Kökcu ('89)
7. Kerem Akturkoglu
8. Arda Guler ('89)
10. Hakan Calhanoglu
11. Kenan Yildiz ('93)
14. Abdulkerim Bardakci
17. Irfan Can Kahveci ('78)
20. Ferdi Kadioglu ('78)

Varamenn:
1. Altay Bayindir (m)
12. Muhammed Sengezer (m)
4. Samet Akaydin ('89)
5. Okay Yokuslu ('89)
9. Bertug Yildirim ('93)
13. Eren Elmali ('78)
15. Semih Kiliçsoy
16. Emirhan Topçu
18. Mert Muldur
19. Ahmed Kutucu
21. Yunus Akgün ('78)
22. Atakan Karazor

Liðsstjórn:
Vincenzo Montella (Þ)

Gul spjöld:
Merih Demiral ('35)
Kenan Yildiz ('57)
Abdulkerim Bardakci ('71)

Rauð spjöld: