Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
HK
2
1
Fram
0-1 Alex Freyr Elísson '20
Birnir Breki Burknason '22 1-1
Þorsteinn Aron Antonsson '98 2-1
20.10.2024  -  19:15
Kórinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Gamla góða inniveran
Áhorfendur: 674
Maður leiksins: Þorsteinn Aron Antonsson
Byrjunarlið:
1. Christoffer Petersen (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
14. Brynjar Snær Pálsson ('78)
19. Birnir Breki Burknason ('87)
21. Ívar Örn Jónsson
22. Dagur Örn Fjeldsted ('67)
30. Atli Þór Jónasson ('67)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
7. George Nunn ('67)
10. Atli Hrafn Andrason ('67)
20. Ísak Aron Ómarsson
28. Tumi Þorvarsson ('87)
33. Hákon Ingi Jónsson ('78)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Eiður Gauti Sæbjörnsson ('62)
Ívar Örn Jónsson ('64)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK vinnur hérna dramatískan sigur á Fram og jafnar Vestra að stigum!

Það eru einhver læti hérna eftir leik.

Viðtöl og skýrlsa væntanleg.
98. mín MARK!
Þorsteinn Aron Antonsson (HK)
HK TAKA FORYSTUNA LÍKLEGA MEÐ SÍÐUSTU SNERINGU LEIKSINS! Christoffer Petersen er með boltann aftast hjá HK og lúðrar boltanum inn á teig þar sem hann að endingu fellur fyrir Þorstein Aron og hann skorar líklega sigurmark HK!
94. mín
Sýður á Fram eftir að hafa ekki fengið boltann til baka áðan eftir að hafa sparkað honum útaf við meiðsli.

Vildu sjá fair play.
94. mín
HK þjarma að marki Fram þessa stundina. Vinna hornspyrnu.

Christoffer Petersen er mættur inn á teig.
93. mín
Tumi reynir fyrirgjöf sem fer beint í hendurnar á Ólafi Íshólm.
92. mín
Nú fer hver að verða síðastur Fáum við hetju hér í kvöld sem tryggir sínu liði sigur?

Tíminn er allaveg að renna frá okkur.
91. mín
Sex mínútur í uppbót
90. mín
Inn:Gustav Bonde Dahl (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
87. mín
Inn:Tumi Þorvarsson (HK) Út:Birnir Breki Burknason (HK)
86. mín
Sláin! Fram gera vel og koma boltanum fyrir markið sem er skallað í slánna!

Þorri Stefán á skalla sem Christoffer Petersen blakar í slánna.
83. mín
Fáum við sigurmark í þetta? Stóru spurningarnar þegar við nálgumst síðari hlutann á þessu hér í kvöld.
80. mín Gult spjald: Haraldur Einar Ásgrímsson (Fram)
78. mín
Inn:Freyr Sigurðsson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
78. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (HK) Út:Brynjar Snær Pálsson (HK)
75. mín Gult spjald: Djenairo Daniels (Fram)
Fer með fótinn full hátt í andlitshæð þar sem Leifur Andri var að skalla boltann.
74. mín
Varsla! George Nunn með góðan bolta fyrir markið sem Eiður Gauti nær að skalla að marki en Ólafur Íshólm nær að verja þetta virkilega vel.
69. mín
Haraldur Einar lætur vaða af smá færi framhjá markinu.
67. mín
Birkir Valur með flottan bolta fyrir markið en Þorsteinn Aron nær ekki að stýra skallanum að marki.
67. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (HK) Út:Dagur Örn Fjeldsted (HK)
67. mín
Inn:George Nunn (HK) Út:Atli Þór Jónasson (HK)
64. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (HK)
Stöðvar skyndisókn Fram.
62. mín Gult spjald: Eiður Gauti Sæbjörnsson (HK)
61. mín
Frábær sókn hjá Fram! Koma með flottan bolta inn á teig þar sem Gummi Magg hælar hann fyrir Djenairo Daniels sem ætlar að leggja hann í fjær en frábær varsla frá Christoffer Petersen.
58. mín
Inn:Djenairo Daniels (Fram) Út:Markús Páll Ellertsson (Fram)
57. mín
Stöngin HK þræða Arnþór Ara í gegnum hjartað á vörn Fram og hann nær skoti sem smellur í stönginni en þá fer flaggið á loft svo það hefði ekki talið.
55. mín
Fram með flotta pressu og vinna boltann. Fred keyrir í átt að marki HK og leggur boltann út til Alex Freys sem á fast skot rétt framhjá fjærstönginni.
52. mín
Haraldur Einar tekur spyrnuna og á skot beint á Christoffer Petersen í marki HK.
51. mín
Fram fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateigshornið vinstra meginn.

Kennie Chopart og Haralder Einar stilla sér upp við boltann.
46. mín
Arnþór Ari sparkar okkur af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Liðin fara jöfn til búningsklefa í hálfleik.

Fram byrjaði betur og var með yfirhöndina en HK unnið vel á og verið betri eftir að fyrsta markið kom í leikinn.
45. mín
Ein mínúta í uppbót Leikurinn er hinsvegar stopp þar sem Adam Örn og Kennie Chopart skella saman og þurfa aðhlyningu.

Dregst því sennilega eitthvað fram yfir þessa mínútu.
39. mín
Atli Þór Jónasson fær boltann óvænt í dauðafæri inn á teig eftir innkast en dregur boltann framhjá markinu.
35. mín
Fram var betri framan af og skoruðu verðskuldað mark en hafa eftir það misst leikinn svolítið í hendur HK sem eru núna líklegri en ekki til þess að taka forystu í þessum leik.
31. mín
HK að sækja á Fram og Alex Freyr og Ólafur Íshólm skella saman.
Leikurinn stöðvaður meðan hugað var að Alex Freyr sem virðist vera í lagi sem betur fer og þetta er farið af stað aftur.
27. mín
HK leita af stóru mönnunum sínum inni á teig og reyna að lyfta boltanum fyrir við hvert tækifæri.
25. mín Gult spjald: Kennie Chopart (Fram)
25. mín
Varsla! HK með þung sókn að marki Fram og þeir koma boltanum fyrir markið í skallafæri fyrir Eið Gauta sem á góðan skalla að marki en Ólafur Íshólm ver þetta frabærlega!
24. mín
Mistök í öftustu línu HK og Markús Páll er í flottri stöðu en skotið hans ekki gott og Christoffer Petersen þarf lítið að hafa fyrir þessu.
22. mín MARK!
Birnir Breki Burknason (HK)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
HK jafna! HK ekki lengi að jafna þetta aftur!

Ívar Örn fær boltann úti vinstri og á frábæran bolta fyrir markið þar sem Birnir Breki mætir á fjær og nær að henda sér á boltann fram fyrir varnarmenn Fram.
20. mín MARK!
Alex Freyr Elísson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
Fram leiðir! Frábær sókn hjá Fram! Hengja langan bolta út vinstri á Fred sem kemur með fastan bolta niðri með jörðu fyrir markið og rétt missir af Gumma Magg en Alex Freyr er á fjærstönginni og hann gerir enginn mistök og setur hann í netið!

FRAM LEIÐA!
16. mín
Alex Freyr reynir skot sem fer í hliðarnetið.
15. mín
Birnir Brekir gerir virkielga vel úti hægri og kemur með góðan bolta fyrir markið en Atli Þór nær ekki að stýra boltanum á markið.
8. mín
Kennie Chopart reynir skot sem fer af varnarmönnum og í horn.
7. mín
Alex Freyr reynir skot sem fer í Markús Pál inn á teig og hann er allt í einu kominn í góða stöðu en HK verjast þessu vel.
5. mín
Ívar Örn kemur með sendingu fyrir markið á fjærstöngina þar sem Atli Þór Jónasson reynir að henda sér á boltann en nær ekki til hans.
5. mín
HK að fá aukaspyrnu á fínum stað rétt fyrir utan teig.

Ívar Örn og Dagur Örn Fjelsted standa yfir boltanum.
3. mín
Haraldur Einar með misheppnaða tilraun sem verður að flottri sendingu á Gumma Magg en skotið framhjá.
2. mín
Fred með góðan bolta fyrir markið en HK ná að koma boltanum aftur fyrir áður en Gummi Magg mætir á fjær.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Frammarar sem byrja með boltann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár HK gera eina breytingu á sínu liði en inn kemur Brynjar Snær Pálsson fyrir Atla Arnarson.

Fram gera þá engar breytingar á sínu liði.

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spáir í leikina sem eru framundan í næst síðustu umferð deildarinnar.

HK 4 - 0 Fram
Framarar löngu búnir að kveðja þetta mót og HK-ingar bjóða upp á markaveislu. Undur og stórmerki gerast þegar að liðið fær sína fyrstu vítaspyrnu á tímabilinu. Vítaspyrna sem ekki verður hægt að sjá að eigi rétt á sér. Verður auðvelt fyrir Kópavogsbúa í Kórnum. Tölfræðilega séð ekki úr leik þó svo brekkan sé ansi brött.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Fyrir leik
Innbyrðis viðreignir Þessi félög hafa mæst 25 sinnum í öllum keppnum á vegum KSÍ samkv. vef KSÍ.

HK hafa 10 sinnum (40%) hrósað sigri.
Fram hafa 13 sinnum (52%) haft betur.
Liðin hafa skilið jöfn tvisvar (8%).

HK hafa í þessum leikjum skorað 33 mörk gegn 41 marki frá Fram.

Mynd: Fótbolti.net - Jón Steinarr

Fyrir leik
HK HK eru í erfiðari stöðu fyrir leikinn í kvöld. Fyrir þá er þetta skyldu sigur til að halda þeim upp í deildinni því ef þeir tapa hér í kvöld er það næsta öruggt að þeir séu fallnir vegna markatölu.

HK hélt vonum sínum á lífi í síðasta leik gegn Fylki með því að jafna leikinn djúpt inn í uppbótartíma en um leið fella Fylki í leiðinni.

HK hafa skorað 32 mörk en fengið á sig 63 sem gera mínus 31 í markatölu sem er langt um verra en hjá Vestra sem eru þrem stigum og sæti ofar en þeir með mínus 18 í markatölu.

Mörk HK hafa skorað:

Atli Þór Jónasson - 7 mörk
Arnþór Ari Atlason - 7 mörk
Eiður Gauti Sigurbjörnsson - 3 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fram Fram eru í hörku baráttu um forsetabikar dr. Football og eru aðeins stigi á eftir KA í toppsæti neðri hlutans.

Fram hafa verið gríðarlega opnir til baka í síðustu tveim leikjum og fengið á sig 11 mörk. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort Rúnar Kristins sé búin að nýta landsliðspásuna í að finna leiðir til að stoppa upp í þau göt sem vörnin hefur verið með.

Fram eru í 8.sætinu (eða 2.sæti í neðri hluta) með 30 stig. Fram hafa skorað 36 mörk en fengið á sig 43 sem gera mínus 7 í markatölu.

Mörk Fram hafa skorað:

Guðmundur Magnússon - 6 mörk
Alex Freyr Elísson - 5 mörk
Magnús Þórðarson - 4 mörk
Kennie Chopart - 4 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir þennan leik og honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Kristján Már Ólafs.
Twana Khalid Ahmed er varadómari og eftirlitsmaður KSÍ er Hjalti Þór Halldórsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik HK og Fram í næst síðustu umferð neðri hluta Bestu deild karla sem fram fer í Kórnum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
6. Tryggvi Snær Geirsson ('90)
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva ('78)
17. Adam Örn Arnarson
28. Tiago Fernandes
33. Markús Páll Ellertsson ('58)
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
4. Orri Sigurjónsson
11. Magnús Þórðarson
14. Djenairo Daniels ('58)
25. Freyr Sigurðsson ('78)
27. Sigfús Árni Guðmundsson
32. Gustav Bonde Dahl ('90)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('25)
Djenairo Daniels ('75)
Haraldur Einar Ásgrímsson ('80)

Rauð spjöld: