ÍA
3
4
Víkingur R.
Johannes Vall
'42
1-0
Hinrik Harðarson
'45
2-0
2-1
Erlingur Agnarsson
'47
2-2
Nikolaj Hansen
'75
Viktor Jónsson
'86
3-2
3-3
Erlingur Agnarsson
'88
3-4
Danijel Dejan Djuric
'96
19.10.2024 - 14:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Rok og rigning
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 524
Maður leiksins: Erlingur Agnarsson
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Rok og rigning
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 524
Maður leiksins: Erlingur Agnarsson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
('82)
11. Hinrik Harðarson
('82)
13. Erik Tobias Sandberg
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson
88. Arnór Smárason
('37)
Varamenn:
25. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson
14. Breki Þór Hermannsson
('82)
17. Ingi Þór Sigurðsson
('82)
18. Guðfinnur Þór Leósson
('37)
22. Árni Salvar Heimisson
23. Hilmar Elís Hilmarsson
Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Teitur Pétursson
Albert Hafsteinsson
Skarphéðinn Magnússon
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Gul spjöld:
Hinrik Harðarson ('7)
Jón Þór Hauksson ('8)
Johannes Vall ('38)
Guðfinnur Þór Leósson ('48)
Rauð spjöld:
96. mín
Gult spjald: Arnar Gunnlaugsson (Víkingur R.)
Allur bekkurinn hleypur inn á í fagnaðarlátunum!
96. mín
MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA!
Óskar Örn kemur boltanum inn á teiginn sem Djuric skallar í netið!
94. mín
MARK TEKIÐ AF ÍA! SKAGAMENN ERU TRYLLTIR!
Guðfinnur tekur spyrnuna inn á teiginn og ég sé ekki hver kemur boltanum í netið en Elías Ingi tekur markið af ÍA þegar þeir eru að fagna markinu.
Gríðarleg mótmæli! Sást ekki hvað Elías var að dæma þarna.
Gríðarleg mótmæli! Sást ekki hvað Elías var að dæma þarna.
94. mín
Horn!
Jón Gísli kemur boltanum fyrir markið sem fer beint á Pálma. Engin pressa á honum en hann kýlir boltann aftur fyrir.
90. mín
Ari Sigurpáls keyrir inn á teiginn við endalínu og kemur boltanum út í teiginn á Erlin Agnarsson sem tekur skotið yfir.
90. mín
Viktor Örlygur tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer yfir allan pakkann og í innkast.
88. mín
MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Þetta mark! WOW!
Erlingur fær boltann úti hægra meginn fyrir utan teiginn og kemur boltanum yfur Árna í markinu og í netið. Þetta var stórbrotið mark!
Þetta breytir öllu!
Þetta breytir öllu!
86. mín
MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Ingi Þór Sigurðsson
Stoðsending: Ingi Þór Sigurðsson
ÉG TRÚI ÞESSU EKKI!
Ingi Þór keyrir inn á teiginn af hægri kantinum og rúllar boltanum fyrir markið. Viktor Jóns er þá mættur á vettvang og setur boltann á markið og í netið fer hann.
Víkingar brjálaðir því þeir vildu brot í aðdragandanum!
Víkingar brjálaðir því þeir vildu brot í aðdragandanum!
83. mín
Fyrsta snerting leiksins!
Ingi Þór er nýkominn inn á, fær boltann inni á teignum og tekur skotið rétt framhjá.
80. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (Víkingur R.)
Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Arnar er með tvo varnarmenn inn á þessa stundina.
77. mín
Guðfinnur tekur spyrnuna inn á teiginn sem er ekki góð og Víkingar fá markspyrnu.
75. mín
MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
Stoðsending: Erlingur Agnarsson
ÞEIR JAFNA!
Skagamenn gefa boltann klaufalega frá sér og Aron Elís sendir Erling Agnars einan í gegn. Erlingur klára glæsilega framhjá Árna en Niko Hansen kassar boltann í netið þegar hann er á leiðinin í markið og markið verður væntanlega skráð á hann.
Spurning með rangstöðu þarna samt.
Spurning með rangstöðu þarna samt.
74. mín
Skagamenn halda áfram að berjast
Viktor Örlygur tekur spyrnuna inn á teiginn sem Skagamenn ná að hreinsa frá. Þarna munaði litlu því Árni Marinó hrasaði í teinum og hefði ekki komið neinum vörnum við ef Víkingarnir hefðu verið fyrstir á vettvang.
73. mín
Viktor Örlygur tekur spyrnunainn á teignn sem fer í einhvern Víking sem er í hrúgunni inni á teignum og fer aftur fyrir. Lygilegt hvernig þessi bolti fór ekki inn.
68. mín
Augnablikið er með Víkingum. Það er bara eitt lið á vellinum en það er bara spurning hvort Skagamenn ná að halda þetta út. Þeir virka mjög ótengdir í þessum seinni hálfleik eftir frábæran endi á fyrri hálfleiknum.
66. mín
Helgi Guðjóns tekur spyrnuna inn á teiginn sem Árni Marinó kýlir frá en Víkingar halda áfram í boltann.
64. mín
Víkingar í færi!
Erlingur kemur með góða fyrirgjöf inn á teiginn sem Niko Hansen skallar rétt framhjá markinu.
62. mín
Seinni hálfleikurinn hefur algjörlega verið í eigu Víkinga. Miklu líklegri aðilinn að skora næsta mark leiksins eins og staðan er núna.
Skagamenn leyna þó á sér í skyndisóknum og geta refsað.
Skagamenn leyna þó á sér í skyndisóknum og geta refsað.
57. mín
Aron Elís fær boltann inni á teignum eftir fyrirgjöf og bombar á markið en Árni Marinó ver vel.
Sóknin heldur áfram hjá Víkingum.
Sóknin heldur áfram hjá Víkingum.
52. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Valdimar fer meiddur af velli.
47. mín
MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Frábær byrjun hjá Víkingum!
Fær boltann inni á teignum og lyfir honum yfir Árna í markinu og í netið fer hann!
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
Það eru gestirnir sem koma þessu í gang á ný fyrir okkur.
45. mín
Hálfleikur
Gífurlega sterkur fyrri hálfleikur hjá Skagamönnum en Víkingarnir þurfa að bregðast við.
Þetta gæti verið rándýrt í titilbaráttunni!
Þetta gæti verið rándýrt í titilbaráttunni!
45. mín
MARK!
Hinrik Harðarson (ÍA)
Stoðsending: Johannes Vall
Stoðsending: Johannes Vall
Þeir bæta bara við!
Johannes Vall fær boltann úti við hliðarlínu og kemur boltanum fyrir markið þar sem Hinrik er mættur og stangar boltann í netið.
Þarna set ég smá spurningarmerki við varnarleik Víkinga en ekkert smá stórt mark og á þessum tímapunkti.
Eru Víkingar að kasta titlinum frá sér?
Þarna set ég smá spurningarmerki við varnarleik Víkinga en ekkert smá stórt mark og á þessum tímapunkti.
Eru Víkingar að kasta titlinum frá sér?
42. mín
MARK!
Johannes Vall (ÍA)
Skagamenn skora beint úr spyrnunni!
Vall tekur spyrnuna á markið sem fer bara inn!
Ekta aðstæður sem bjóða upp á þetta en ég set spurningarmerkið við Pálma í þessu marki. Mér fannst hann alveg getað komið í veg fyrir þetta við fyrstu sýn.
Ekta aðstæður sem bjóða upp á þetta en ég set spurningarmerkið við Pálma í þessu marki. Mér fannst hann alveg getað komið í veg fyrir þetta við fyrstu sýn.
38. mín
Gult spjald: Johannes Vall (ÍA)
Brýtur alveg við boðvang Víkings og fær réttilega spjald.
37. mín
Inn:Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
Út:Arnór Smárason (ÍA)
Kveðju leikurinn?
Arnór var búinn að fara niður áðan og getur ekki haldið leik áfram.
Það standa allir á fætur og klappa fyrir Arnóri sem hefur líklega spilað sinn seinasta leik á þessum velli sem leikmaður.
Það standa allir á fætur og klappa fyrir Arnóri sem hefur líklega spilað sinn seinasta leik á þessum velli sem leikmaður.
33. mín
Rangur!
Viktor Jóns fær boltann inni á teignum og tekur skotið á markið en Pálmi ver vel aftur fyrir. Skömmu seinna kemur í ljós að Viktor hafi verið fyrir inann svo Víkingar eiga boltann.
30. mín
Helgi tekur spyrnuna inn á teiginn sem Erik Tobias sýndist mér skallar frá, beint á Gunnar Vatnhamar sem tekur skotið fyrir utan teig en það fer yfir Akraneshöllina.
24. mín
Stöngin stöngin!
Davíð Örn kemur með bolta inn á teiginn sem Hlynur Sævar skallar óvart í átt að marki Skagamanna. Boltinn fer í innanverða stöngina og allir Víkingar byrja að fagna áður en þeir sjá að boltinn fer svo aftur í hina stöngina.
Þetta munaði einhverjum sentímetrum!
Þetta munaði einhverjum sentímetrum!
22. mín
Elías Ingi ekki sá vinsælasti þessa stundina
Arnór Smára missir boltann of langt frá sér og fer í harkalega tæklingu sem Elíasi Inga fannst ekki vera hægt að dæma á.
Arnar tekur sprett í átt að 4. dómaranum og er ekki sáttur ásamt öllum öðrum Víkingum á vellinum.
Arnar tekur sprett í átt að 4. dómaranum og er ekki sáttur ásamt öllum öðrum Víkingum á vellinum.
20. mín
Erik heppinn!
Erik Tobias á lélega sendingu til baka sem Árni og Hansen elta. Árni Marinó nær mjög góðri tæklingu og bjargar þar með Erik.
16. mín
Hættulegar hornspyrnur
Viktor Örlygur tekur spyrnuna inn á teiginn sem endar með skallar frá Davíð Erni aftur fyrir eftir ekkert smá mikið klafs á teignum.
Gunnar Vatnhamar liggur eftir niðri og þarf aðhlynningu en er staðinn á fætur.
Gunnar Vatnhamar liggur eftir niðri og þarf aðhlynningu en er staðinn á fætur.
15. mín
Viktor Örlygur tekur spyrnuna inn á teiginn sem Jón Gísli neglir í burtu eftir smá barning inni á teignum.
13. mín
Menn eru ekki sammála Ella
???????????????? spjald fyrir dýfu
— Max Koala (@Maggihodd) October 19, 2024
8. mín
Gult spjald: Jón Þór Hauksson (ÍA)
Jón ekki sáttur
Labbar í átt að Erlendi, 4. dómara, og kastar Gatorade flösku frá sér af krafti eftir samtalið við Erlend.
7. mín
Gult spjald: Hinrik Harðarson (ÍA)
Dýfa!
Skagamenn koma með langan bolta inn á teiginn sem Viktor Jóns skallar fyrir markið á Hinrik Harðar. Hinrik fer niður í teignum og Skagamenn vilja víti en fá ekkert.
1. mín
Dauðafæri!
Erlingur Agnarsson vinnur boltann úti hægra meginn af Johannes Vall og kemur boltanum fyrir á Helga sem hittir ekki boltann almennilega og Árni nær að stoppa þetta.
Risa færi í upphafi leiks!
Risa færi í upphafi leiks!
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi!
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerir allt að eina breytingu á Skagaliðinu frá 4-1 sigrinum á Blikum á dögunum. Fyrirliðinn Arnór Smárason kemur inn í liðið fyrir Guðfinn Þór Leósson.
Gerðar eru 5 breytingar á Víkingsliðinu frá dramatíska 2-2 jafnteflinu gegn Stjörnunni í seinustu umferð. Oliver Ekroth, Gísli Gottskálk Þórðarson, Danijel Dejan Djuric, Karl Friðleifur Gunnarsson og Ari Sigurpálsson koma úr liðinu á meðan þeir Jón Guðni Fjóluson, fyrirliðinn Niko Hansen, Tarik Ibrahimagic, Davíð Örn Atlason og Erlingur Agnarsson koma inn í liðið.
Gerðar eru 5 breytingar á Víkingsliðinu frá dramatíska 2-2 jafnteflinu gegn Stjörnunni í seinustu umferð. Oliver Ekroth, Gísli Gottskálk Þórðarson, Danijel Dejan Djuric, Karl Friðleifur Gunnarsson og Ari Sigurpálsson koma úr liðinu á meðan þeir Jón Guðni Fjóluson, fyrirliðinn Niko Hansen, Tarik Ibrahimagic, Davíð Örn Atlason og Erlingur Agnarsson koma inn í liðið.
Fyrir leik
Spáð í spilinn
Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spáir í leikina sem eru framundan í næst síðustu umferð deildarinnar.ÍA 1 – 1 Víkingur R. (14:00 í dag)
Þessi er athyglisverður í meira lagi. Grasið á Skaganum er samkvæmt heimamönnum það besta á landinu um þessar mundir. Og þetta verður naglbítur í samræmi við það hversu mikið er undir fyrir bæði lið. 1-1 jafntefli og bæði mörkin á síðustu tíu mínútum leiksins. ÍA kemst yfir. Helgi Guðjóns jafnar eftir darraðadans í teignum í kjölfar hornspyrnu.
Þessi er athyglisverður í meira lagi. Grasið á Skaganum er samkvæmt heimamönnum það besta á landinu um þessar mundir. Og þetta verður naglbítur í samræmi við það hversu mikið er undir fyrir bæði lið. 1-1 jafntefli og bæði mörkin á síðustu tíu mínútum leiksins. ÍA kemst yfir. Helgi Guðjóns jafnar eftir darraðadans í teignum í kjölfar hornspyrnu.
Fyrir leik
Mikið undir fyrir bæði lið
Víkingar eru í harðri toppbaráttu við Breiðablik. Eins og staðan er núna eru Víkingar á toppi deildarinnar með 9 mörkum en Blikar eiga Stjörnuna á heimavelli í dag. Víkingar eiga Breiðablik í lokaumferðinni í hreinum og beinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.
Skagamenn eru ennþá í séns að ná í Evrópusæti. 3. sætið gefur Evrópu þá sérstaklega ef Valsmenn tapa gegn FH í þessari umferð. ÍA á Val í lokaumferðinni sem gæti verið úrslitaleikur um Evrópusæti en það þarf margt að gerast svo að það verði raunin.
Skagamenn eru ennþá í séns að ná í Evrópusæti. 3. sætið gefur Evrópu þá sérstaklega ef Valsmenn tapa gegn FH í þessari umferð. ÍA á Val í lokaumferðinni sem gæti verið úrslitaleikur um Evrópusæti en það þarf margt að gerast svo að það verði raunin.
Fyrir leik
Þriðja liðið
Einn besti dómari sumarsins í íslenska boltanum, Elías Ingi Árnason, heldur utan um flautuna í dag. Honum til aðstoðar verða þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage. Erlendur Eiríksson er skiltadómari og Viðar Helgason er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Sú lang Besta!
Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik ÍA og Víkings á Akranesi.
Þetta verður vægast sagt áhugaverður leikur en þessi leikur mun hafa gífurleg áhrif á lokaniðurstöðu mótsins, sama hvernig leikurinn fer.
Þetta verður vægast sagt áhugaverður leikur en þessi leikur mun hafa gífurleg áhrif á lokaniðurstöðu mótsins, sama hvernig leikurinn fer.
Byrjunarlið:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
5. Jón Guðni Fjóluson
('72)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
('72)
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
('80)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
('52)
Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
('72)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson
('72)
18. Óskar Örn Hauksson
('80)
19. Danijel Dejan Djuric
('52)
30. Daði Berg Jónsson
Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Kári Sveinsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson
Gul spjöld:
Tarik Ibrahimagic ('82)
Arnar Gunnlaugsson ('96)
Rauð spjöld: