Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Breiðablik
2
1
Stjarnan
Viktor Örn Margeirsson '64 1-0
1-1 Heiðar Ægisson '76
Höskuldur Gunnlaugsson '87 2-1
19.10.2024  -  17:00
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('73)
11. Aron Bjarnason ('84)
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('91)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
3. Oliver Sigurjónsson
9. Patrik Johannesen
10. Kristinn Steindórsson ('73)
20. Benjamin Stokke ('91)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('84)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Blikarnir sigruðust á spennunni og Stjörnunni
Hvað réði úrslitum?
Stjörnumenn sóttu virkilega vel á köflum en oftar en ekki var það Anton Ari sem sá við þeirra skotum í kvöld. Blikarnir virkuðu aðeins stressaðir þar sem það var gríðarlega mikið í húfi. Þeir náðu þó að sigrast á því, vörðust vel og nýttu færin sín mjög vel. Karakter sigur hjá Blikum sem hefði auðveldlega getað farið á annan hátt.
Bestu leikmenn
1. Anton Ari Einarsson (Breiðablik)
Anton hélt Blikum inn í leiknum þegar Stjarnan var að þjarma að þeim. Einhverjir hefðu mögulega viljað að hann gerði betur í markinu sem Stjarnan skorar en það kemur ekki að sök þar sem Blikar unnu leikinn.
2. Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Fyrirliðinn stendur alltaf fyrir sínu. Barðist gríðarlega vel á miðjunni og skoraði sigurmarkið. Gríðarlega mikilvægt mark, aðallega fyrir taugarnar hjá Blikum þar sem eftir þetta mark var greinilega aðeins auðveldara að slaka á.
Atvikið
Sigurmarkið sem Höskuldur skorar. Gríðarlega gott hlaup upp kantinn hjá Kristni Jónssyni og góð sending á Höskuld sem klárar þetta vel. Spennan var farin að vera áþreifanleg á vellinum og þetta létti allt fyrir Kópavogsbúa.
Hvað þýða úrslitin?
Það verður úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn næsta sunnudag þegar Breiðablik fer í Fossvoginn að mæta Víkingum. Stjarnan er enn í Evrópu séns en þeir þurfa að treysta á að Valur tapar fyrir ÍA og þeir þurfa svo að vinna FH.
Vondur dagur
Enginn sem átti eitthvað skelfilegan leik í dag. Ísak Snær er líkast til aðeins lemstraður eftir leikinn. Hann fékk vont högg í lok fyrri hálfleiks og lenti síðan illa á stönginni í seinni hálfleik. Hann kláraði samt 91 mínútu, en það gæti verið að hann þurfi aðeins að plástra sig fyrir loka leikinn um næstu helgi.
Dómarinn - 7
Fín frammistaða hjá Jóhanni Inga og hans teymi. Mér fannst línan ekki alltaf eins í leiknum en ekkert stórvægilegt sem hægt er að kvarta yfir.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson ('70)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('91)
22. Emil Atlason
24. Sigurður Gunnar Jónsson ('76)
30. Kjartan Már Kjartansson ('91)
32. Örvar Logi Örvarsson

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
7. Örvar Eggertsson ('76)
9. Daníel Laxdal
14. Jón Hrafn Barkarson ('70)
19. Daníel Finns Matthíasson ('91)
28. Baldur Logi Guðlaugsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('91)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Þórarinn Ingi Valdimarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson

Gul spjöld:
Emil Atlason ('44)
Sigurður Gunnar Jónsson ('63)

Rauð spjöld: