David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
Víkingur R.
0
3
Breiðablik
0-1 Ísak Snær Þorvaldsson '37
0-2 Ísak Snær Þorvaldsson '50
0-3 Aron Bjarnason '80
27.10.2024  -  18:30
Víkingsvöllur
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Kalt en logn, frábærar aðstæður
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 2.500 - Uppselt
Maður leiksins: Ísak Snær Þorvaldsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('75)
17. Ari Sigurpálsson ('58)
19. Danijel Dejan Djuric ('75)
20. Tarik Ibrahimagic ('58)
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen (f)

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
5. Jón Guðni Fjóluson ('75)
8. Viktor Örlygur Andrason ('75)
9. Helgi Guðjónsson ('58)
18. Óskar Örn Hauksson
24. Davíð Örn Atlason ('58)
27. Matthías Vilhjálmsson

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Róbert Rúnar Jack
Kári Sveinsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson

Gul spjöld:
Gísli Gottskálk Þórðarson ('58)
Aron Elís Þrándarson ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BREIÐABLIK ERU ÍSLANDSMEISTARAR! Frábær leikur hjá Blikum, keyrðu yfir Víkinga og unnu sanngjarnt 3-0.

Til hamingju Blikar nær og fjær, það verður partý í Kópavogi í kvöld!

Frekari umfjöllun væntanleg.
94. mín
Blikar eru að sigla þessu þægilega heim.
94. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Haraldur Örn Haraldsson
94. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
Haraldur Örn Haraldsson
91. mín
Hvernig er þetta ekki víti? Kristófer Ingi rennir boltanum út á Viktor Karl, Ingvar Jónsson fer greinilega í Kristófer en ekkert dæmir Vilhjálmur Alvar.

Enginn í markinu en Viktor Karl með skot beint í Jón Guðna.
90. mín
Sex mínútum bætt við
87. mín
Davíð Örn með skot rétt yfir mark Breiðabliks.
86. mín
Breiðablik brotið 23. sinnum af sér en Víkingar einungis sex sinnum. Mikil meiri ákefð í Blikaliðinu í dag.
84. mín
Leikurinn er nú ekki búinn en það þarf rosalega mikið að gerast
Haraldur Örn Haraldsson
83. mín
Vægast sagt partý á Blikapöllum. Sungið, Dansað, Confetti sprengjur allt sem þarf í gott partý.
81. mín
Stuðningsmenn Víkinga kasta blysi inn á völlinn, Nikolaj Hansen er fljótur til og kastar blysinu af vellinum.
80. mín MARK!
Aron Bjarnason (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Steindórsson
TITILLINN Á LEIÐ Í KÓPAVOG Kristinn Steindórsson með huggulega sendingu inn fyrir vörn Víkinga og Aron lyftir boltanum yfir Ingvar.

Þetta fer langleiðina með að tryggja titilinn.
76. mín Gult spjald: Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
75. mín
Inn:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.) Út:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Áhugaverð skipting hjá Víkingum.
75. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
73. mín
Davíð með skot á mark Víkinga en Ingvar ver vel.
72. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Hetja Blika farinn af velli Búinn að vera frábær í dag, Víkingar réðu ekkert við hann.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
68. mín
Nikolaj Hansen með skalla eftir hornspyrnu en Anton Ari ver örugglega.
67. mín
Erlingur kemst framhjá Damir og er kominn í frábæra stöðu í teig Breiðabliks en er of lengi að athafna sig og Blikar koma boltanum frá.
64. mín
Víkingar eru að sækja í sig veðrið, líta vel út þessa stundina.
62. mín
Sláin - Víkingar ógna! Karl Friðleifur með frábæra fyrirgjöf á Djuric sem skallar boltann í þverslánna!
61. mín
Aron Elís fær boltann í góðri stöðu í teig Blika. Aron fer í skotið sem hafnar í afturendanum á Viktori Erni.
61. mín
Blikar fagna sínu öðru marki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Haraldur Örn Haraldsson
59. mín
Helgi Guðjóns með stórhættulega fyrirgjöf en sóknarmenn Víkinga ná ekki til boltans.
58. mín Gult spjald: Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Gísli brýtur á Höskuldi og fær réttilega gult spjald.
58. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.)
58. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
57. mín
Ísak í stuði! Boltinn dettur fyrir Ísak í teignum Ísak tekur gott skot úr teignum en Ingvar ver frábærlega.
57. mín
Danijel Djuric tekur lúmska spyrnu, lág fyrir markið en enginn Víkingur mættur til að pota boltanum inn.
56. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Viktor brýtur á Aroni Elís rétt fyrir utan teig. Víkingar fá aukaspyrnu í álitlegri stöðu.
54. mín
Haraldur Örn Haraldsson
52. mín Gult spjald: Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
Brýtur af sér á miðjum velli.
50. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
SENUR!! Damir með frábæra takta, kemur boltanum í teiginn. Úr verður darraðadans. Höskuldur reynir skotið en boltinn dettur fyrir Ísak sem kemur boltanum inn af stuttu færi.

Blikar í kjörstöðu!

Ísak hleypur svo til stuðningsmanna Blika og fagnar innilega með þeim.
48. mín
Víkingar æða upp í skyndisókn, boltinn berst á Aron Bjarna sem fer í skotið en boltinn í Ekroth.
47. mín
STÖNGIN Gunnar Vatnhamar með skalla eftir hornspyrnu en boltinn hafnar í stönginni!

Sterk byrjun Víkinga.
47. mín
Gísli Gottskálk sleppur í gegn en Damir kemur boltanum frá á ögurstundu.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Víkingar byrja með boltann, bæði lið óbreytt.
45. mín
Arnar í boxinu góða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Haraldur Örn Haraldsson
45. mín
Haraldur Örn Haraldsson
45. mín
Hálfleikstölfræði Hálfleikstölfræði frá Stöð 2 sport.

Víkingur R. - Breiðablik

54% - Með bolta - 46%
2 - Skot - 5
0 - Skot á mark - 3
2 - Brot - 17
45. mín
Hálfleikur
Blikar leiða í hálfleik +10

Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks, Breiðablik leiðir 1-0.
Breiðablik búnir að vera mun betri í leiknum, Víkingar aðeins með tvær marktilraunir.

Kæmi mér ekki á óvart ef Víkingar gera breytingu eða tvær í hálfleik.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
45. mín
+3

Blikar vilja meina að Nikolaj Hansen hafi gefið Viktori Erni olnbogaskot en ekkert dæmir Vilhjálmur Alvar.
45. mín
Níu mínútum bætt við Kemur ekkert á óvart, miklar tafir búnar að vera á leiknum.
45. mín
Gary Martin er ánægður með Ísak
Haraldur Örn Haraldsson
44. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á miðjum velli, boltinn kemur í teiginn en Höskuldur skallar frá.
43. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu.
40. mín
Aron Elís og Höskuldur skella saman og þurfa báðir aðhlynningu. Leikurinn enn og aftur stöðvaður.
37. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
ÍSAK BRÝTUR ÍSINN!!! Eftir klafs í teignum nær Ísak Snær að koma boltanum fyrir sig og kemur boltanum í netið.

Varnarleikur Víkinga slakur þarna. Karl Friðleifur Gunnarsson og Oliver Ekroth voru afskaplega klaufalegir í vörn Víkings.

Þetta hleypir lífi í leikinn, Víkingar þurfa mark!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
36. mín
Mikið um brot Samkvæmt nýjustu tölum hafa Blikar brotið 13 sinnum af sér en Víkingar aðeins einu sinni.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
35. mín
Búið að vera lítið flæði
Haraldur Örn Haraldsson
33. mín
Heyrist ekkert í stuðningsmönnum Víkings Stuðningsmenn Breiðabliks syngja hástöfum ,,Hver var að mála í gær"

Breiðablik er að vinna bardagann í stúkunni en það heyrist ekkert í stuðningsmönnum Víkinga. Stuðningsmenn Breiðabliks eru þó einungis 250 talsins.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
32. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Ísak Snær fer harkalega í Gunnar Vatnhamar og fær fyrsta spjald leiksins.
31. mín
Mikið að gera hjá Vilhjálmi Alvari dómara, bæði lið drepa takt hvors annars með brotum.
29. mín
Ekroth missir boltann til Ísaks Snæs sem tekur þunga móttöku og Ingvar kemur Víkingum til bjargar. Ísak svekktur með sjálfan sig þarna.
27. mín
Fyrsta marktilraun Víkinga Danijel Djuric með þrumuskot rétt fyrir utan teig Blika. Boltinn fer þó langt framhjá marki Breiðabliks.
26. mín
Víkingar fá hornspyrnu, Ísak Snær skallar frá.
25. mín
Ari með hættulega fyrirgjöf en Arnór Gauti skallar frá í horn.
24. mín
Ekroth getur haldið leik áfram, skokkar aftur inn á völlinn.
23. mín
Leikur heldur áfram, Víkingar einum færri.
22. mín
Oliver Ekroth liggur niðri Ekroth sem var búinn að glíma við meiðsli liggur niðri og heldur um hnéð.

Neyðast Víkingar til að gera skiptingu?

Leikurinn búinn að vera stopp í um átta mínútur.
20. mín
Inn:Kristinn Steindórsson (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Kristinn neyðist til að fara af velli Leiðinlegar fréttir fyrir Kristinn og alla Blika.

Kristinn fær högg beint á kinnina, mögulegt kinnbeinsbrot.

Davíð Ingvars fer niður í vinstri bakvörð og Kristinn Steindórs á vinstri kant.
15. mín
Erlingur Agnarsson og Kristinn Jónsson skella saman og liggja báðir niðri. Leikurinn stöðvaður.

Erlingur staðinn upp en Kristinn liggur enn niðri, líklegt að Breiðablik neyðist til að gera skiptingu.
14. mín
Blikar pressa hátt á Víkinga.
12. mín
Höskuldur með skot af löngu færi sem fer langt framhjá marki Víkinga, lítil hætta.
8. mín
Stemningin í stúkunni!
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Haraldur Örn Haraldsson
7. mín
Frábær varsla! Davíð Ingvars með þrumuskot sem Ingvar ver út í teiginn. Boltinn berst á Andra Rafn Yeoman sem á hörkuskot en Ingvar ver frábærlega og í horn.
7. mín
Haraldur Örn Haraldsson
4. mín
Kristinn Jónsson brýtur á Erlingi Agnarssyni og Víkingar fá aukaspyrnu við endalínu.

Ísak Snær skallar fyrirgjöfina frá og Blikar koma hættunni frá.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Ísak Snær sparkar þessu af stað.

Víkingar leika í sínum hefðbundnu rauðsvörtu búningum. Breiðablik eru í hvítu varatreyjum sínum.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar Gríðarleg spenna í loftinu, nú styttist í að þessi veisla hefjist!
Nú þegar búið að sprengja flugelda og blysin eru komin á loft.
Fyrir leik
Borði stuðningsmanna Blika vekur athygli Stuðningsmenn Breiðabliks eru með borða með myndum af Danijel Dejan Djuric, Arnari Gunnlaugssyni og Erlendi Eiríkssyni dómara.

Á borðanum stendur „Trúðalestin" og fyrir neðan „Það eru allir vondir við okkur." Sem er greinilegt skot á Víkinga.

Fyrir leik
Eftir vond meiðsli er hann kominn aftur
Haraldur Örn Haraldsson
Fyrir leik
Haraldur Örn Haraldsson
Fyrir leik
Mynd: Haraldur Örn Haraldsson

Haraldur Örn Haraldsson
Fyrir leik
Mynd: Kári Snorrason

Fyrir leik
Aðeins 30 mínútur í leik, stuðningsmenn beggja liða koma sér fyrir bæði í stúkunni og á pöllum.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi: Oliver Ekroth byrjar - Óbreytt hjá Blikum Víkingar unnu sögulegan sigur á Cercle Brugge í Sambandsdeildinni sl. fimmtudag. Víkingar gera tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik.

Inn í liðið koma þeir Nikolaj Hansen og Oliver Ekroth í stað Viktors Örlygs og Halldórs Smára.

Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni í síðasta leik. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks heldur liði sínu óbreyttu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Biðin styttist...
Fyrir leik
Arnar í kassanum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga er í leikbanni og verður því ekki á hliðarlínunni á eftir.

Þess í stað tekur hann sér sæti í við hlið vallarþularins í boxinu eins og hann hefur verið vanur að gera þegar hann er í banni á heimavelli.

Verður þetta fimmti leikurinn í sumar þar sem Arnar tekur út leikbann en hann hefur tvívegis fengið rautt.
Sölvi Geir Ottesen aðstoðarmaður Arnars stýrir Víkingi frá hliðarlínunni á sunnudaginn næsta.

„Við erum liggur við með doktorsgráðu í þessu. Ég treysti þeim fullkomlega fyrir þessu verkefni," sagði Arnar í samtali við fótbolti.net.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Líkleg byrjunarlið Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, fréttamaður fótbolti.net stillir upp líklegum byrjunarliðum liðanna.

Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke


Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke



Fyrir leik
Skemmdarvargur á kreik - Víkingar kæra Breiðablik Það er alltaf mikið um að vera þegar þessi lið mætast. Engin breyting er á því í dag en nú er búið að mála vörubretti Víkinga græn.

Skemmdarvargur kom inn á vallarsvæðið í Fossvoginum í nótt og málaði brettin í lit Breiðabliks. Til er myndbandsupptaka af skemmdarvargnum.

Vörubrettin hafði félagið fengið lánuð en rauði liturinn er nauðsynlegur í ákveðnum vöruflutningum, meðal annars fyrir Costco. Nú þegar þau hafa verið máluð græn eru þau bretti metin ónýt og tjón eigandans nokkuð mikið.

Á bilinu 250-300 bretti voru skemmd í nótt og kostnaðurinn við hvert bretti er um 5000 krónur. Víkingar sem fótbolti.net ræddi við í dag meta tjónið því upp á 1,5 milljón.

Víkingar ætla að kæra brotið til KSÍ og krefjast þess að Breiðablik greiði kostnaðinn.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Pallaleikur Um 2500 manns munu fá miða á leikinn en þar af eru aðeins 1149 sæti. Því þarf að hlaða upp vörubrettum til að koma meirihluta áhorfenda fyrir.

Breiðablik fær 250 miða sem eru 10% þeirra miða sem sem eru í boði eða tvöfalt meira en reglur segja um að þeir ættu að fá sem eru 5%.

Hér að neðan má sjá hvar stuðningsmenn Breiðabliks verða á vellinum, fyrir aftan endalínu Kópavogsmegin á vellinum.

Mynd: Víkingur


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Vilhjálmur Alvar verður með flautuna Einn besti dómari efstu deildar síðustu ár, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður með flautuna í leiknum í kvöld.

Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson verða aðstoðardómarar á leiknum og Ívar Orri Kristjánsson fjórði dómari. Eftirlitsmaður verður Jóhann Gunnar Guðmundsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spáð í spilin Fótbolti.net fékk 10 sérfræðinga til að spá í leikinn, flestir þeirra bjuggust við jafntefli en þá verða Víkingar meistarar.

Einn spáir Víkingi sigri (Víkingar verða þá meistarar)
Sjö spá jafntefli (Víkingar verða þá meistarar)
Tveir spá Blikum sigri (Breiðablik verður þá meistari)

Gulli Jóns er spámaður vikunnar hjá Fótbolti.net en hann spáir einnig jafntefli.

Víkingur R. 2 - 2 Breiðablik

,,Vá! Þetta verður rosalegur leikur. Bæði lið munu koma varfærnislega inn í leikinn, engir sénsar teknir og það verður markalaust í hálfleik. Blikar munu gera sóknarsinnaða skiptingu í hálfleik Kristófer Ingi kemur inn á og munu taka forystuna fljótlega í seinni en Víkingar munu svara og jafna leikinn."

,,Þessi leikur mun bjóða upp á allt og það verður dramantík dauðans. Blikar komast yfir á 80 mínútu með marki Höskuldar fyrirliða. Víkingar heimta víti þegar brotið er á Djuric, ekkert dæmt, Blikar í skyndisókn og Ísak mun koma liðinu yfir og eru með pálmann í höndunum.
Víkingar gera tvöfalda skiptingu og inn á kemur hinn fertugi Óskar Örn Hauksson og það er hann sem mun gera sigurmarkið í uppbótartíma. Víkingar stíga stríðdans á heimavelli og Víkingar verða íslandsmeistarar 2024."





Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valdimar líklega ekki með Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir það mjög ólíklegt að Valdimar Þór Ingimundarson verði með í úrslitaleiknum í Bestu deildinni gegn Breiðabliki á sunnudag.

Valdimar hefur verið að glíma við meiðsli og missti af leiknum gegn Cercle Brugge í Sambandsdeildinni sl. fimmtudag.

„Það er mjög ólíklegt að Valdimar verði með. Ég er ekki í einhverjum hugarleikjum (e. mind games) hérna," sagði Arnar á blaðamannafundi á föstudaginn.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Rýnt í liðin Það er ekkert leyndarmál að þetta eru tvö bestu lið landsins, Guðmundur Aðalsteinn blaðamaður fótbolti.net rýndi í bæði lið og bendir hvar styrkleikar liðanna liggur.

Markvarslan: Víkingur R.

Það er ekkert rosalega mikill munur hérna. Báðir aðalmarkverðir liðanna hafa verið frábærir í sumar, Ingvar Jónsson hjá Víkingi og Anton Ari Einarsson hjá Breiðabliki. Ef Arnar Gunnlaugs hróflar ekki í markvarðarstöðunni þá hafa Víkingar vinninginn hérna en með litlum mun.

Vörnin: Breiðablik

Hérna eru tvö sterkustu varnarlið deildarinnar að mætast; Víkingar hafa fengið á sig 30 mörk á meðan Breiðablik hefur fengið á sig 31 mark. En það er óvissa í vörn Víkinga. Oliver Ekroth, sem er á sínum degi besti varnarmaður deildarinnar, er tæpur fyrir leikinn og það er óvíst hvort að hann geti tekið þátt.

Miðjan: Breiðablik

Þarna er líka mikið jafnræði með liðunum. Þetta er erfitt. En Blikar eru líklega með besta leikmann Íslandsmótsins í sumar inn á sinni miðju: Höskuld Gunnlaugsson. Þar er líka Viktor Karl Einarsson sem hefur átt frábært sumar.

Sóknin: Víkingur R.

Að lokum er það sóknarleikurinn. Víkingar hafa í sumar skorað 68 mörk á meðan Blikar hafa gert 60. Þá vantar líklega lykilmann í fremstu víglínu hjá Víkingi, Valdimar Þór.

Lykilmenn

Höskuldur er alltaf í gír, en Ísak Snær þarf að vera á deginum sínum. Það verður virkilega skemmtilegt að fylgjast með baráttu Ísaks við Gunnar Vatnhamar og það gæti klárlega orðið lykilbarátta leiksins. Íslandsmeistaratitillinn er undir og það gæti verið svolítið mikið undir þeim komið hvar titillinn endar.

Ítarlegri greiningu á liðunum má sjá í fréttinni hér að neðan.



Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Erkifjendur Mikill rígur er á milli liðanna en hafa þetta verið tvö bestu lið Íslands síðustu þrjú ár. Mikill hiti hefur myndast í viðureignum þessara liða.

Það er vel við hæfi á degi sem þessum að rifja upp eftirminnilegustu atvikin.

Þann 2. júní í fyrra skildu liðin jöfn að. Breiðablik kom til baka úr 0-2 stöðu og jöfnuðu leikinn með tveimur mörkum í uppbótartíma. Mikill hiti varð eftir leik en Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn mættu heitir í viðtöl eftir leik.

Lætin eftir leik

Viðtal við Arnar; Ein og hálf fokking mínúta

Viðtal við Óskar; Haga sér eins og hálfvitar allan leikinn

Rútuleikurinn frægi

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Það sauð allt upp úr á Kópavogsvelli í fyrra.

Mynd: Fótbolti.net


Mynd: Fótbolti.net


Arnar og Óskar ósammála eftir leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Víkingum dugir jafntefli Ríkjandi meistarar Víkings eru á toppnum með 59 stig líkt og Breiðablik sem er í öðru sæti.

Munurinn er að Víkingur er með +11 í markatölu á Blika. Það þýðir að ef Breiðablik ætlar að verða meistari þá þarf liðið að vinna í kvöld, en Víkingum dugir jafntefli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Í dag er dagurinn Heilir og sælir lesendur góðir og veriði velkomin í beina textalýsingu úr Víkinni þar sem umtalaðasti leikur seinni ára fer fram.

Klukkan 18:30 mun Víkingur taka á móti erkifjendunum í Breiðablik, bæði lið eiga möguleika á að verða Íslandsmeistari.

Ljóst er að þetta verður stærsti deildarleikur Íslands í áratug enda var síðasti úrslitaleikur milli FH og Stjörnunnar árið 2014.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('94)
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
19. Kristinn Jónsson ('20)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('72)
24. Arnór Gauti Jónsson ('94)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
3. Oliver Sigurjónsson ('94)
9. Patrik Johannesen
10. Kristinn Steindórsson ('20)
20. Benjamin Stokke ('94)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('72)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Ísak Snær Þorvaldsson ('32)
Davíð Ingvarsson ('52)
Viktor Karl Einarsson ('56)

Rauð spjöld: