Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
Víkingur R.
2
0
FK Borac
Nikolaj Hansen (f) '17 1-0
Karl Friðleifur Gunnarsson '23 2-0
07.11.2024  -  14:30
Kópavogsvöllur
Sambandsdeildin
Aðstæður: Það hefur aðeins lægt en þetta eru engar toppaðstæður
Dómari: Jan Petrik (Tékkland)
Áhorfendur: 902
Maður leiksins: Karl Friðleifur Gunnarsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('86)
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson ('86)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('71)
23. Nikolaj Hansen (f) ('58)
24. Davíð Örn Atlason ('86)

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
3. Davíð Helgi Aronsson
5. Jón Guðni Fjóluson ('86)
9. Helgi Guðjónsson ('86)
17. Ari Sigurpálsson ('58)
18. Óskar Örn Hauksson
20. Tarik Ibrahimagic ('71)
27. Matthías Vilhjálmsson ('86)
30. Daði Berg Jónsson
41. Ívar Björgvinsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)

Gul spjöld:
Oliver Ekroth ('81)
Ari Sigurpálsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
EuroVikes halda áfram að skrifa söguna! Jan Petrik flautar til leiksloka og Víkingar tryggja sinn annan sigur í Sambandsdeildinni.
Víkingar eru komnir með 6 stig í Sambandsdeildinni og eru komnir í frábæra stöðu.

Þvílík frammistaða hjá Víkingum hér í dag, sanngjarn sigur!

Næsti leikur Víkings er gegn Noah í Armeníu þann 28. nóvember. Liðið tekur á móti Djurgarden 12. desember og leikur svo úti gegn austurríska liðinu LASK viku síðar.
93. mín
Víkingar eru að sigla þessu heim, lítið eftir.
92. mín Gult spjald: Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Ari pressar Herera og stígur létt á hann og fær að líta gula spjaldið, mjög soft.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við!
89. mín
Ekroth liggur niðri en nær að harka af sér og heldur leik áfram.
88. mín
Gestirnir eru ekki að ná að brjótast í gegnum þéttu vörn Víkinga.
86. mín
Inn:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Arnar gerir þrefalda skiptingu
86. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
86. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
Matti að spila sinn fyrsta leik síðan í úrslitum Mjólkurbikarsins.
82. mín
Þarna skall hurð nærri hælum Cavic með gott skot úr teignum en Ingvar ver meistaralega, boltinn rúllar svo rétt fyrir framan Víkinga áður en Gunnar Vatnhamar hreinsar frá.

Hættulegasta færi gestanna hingað til.
81. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)
80. mín
Víkingar vilja vítaspyrnu Davíð Örn pressar hátt í teig Borac en Carolina varnarmaður Borac hindrar hann og Davíð fellur við.

VAR-skoðun búin og ekkert dæmt, hefði verið soft.
78. mín
Inn: Pavle Dajic (FK Borac) Út: Zoran Kvrzic (FK Borac)
77. mín
MAAA... Rangstæða Aron Elís með skot úr teignum sem Manojlovic ver út í teiginn, Gísli Gotti stekkur á boltann og setur hann í netið en er réttilega flaggaður rangstæður.

75. mín
Gestirnir fá aukaspyrnu milli vítateigs og hliðarlínu. Þeir taka skotið en Ingvar ver vel í marki Víkinga.
73. mín
Ari Sigurpáls sker inn af vinstri, sólar einn, sólar tvo og fer svo í skotið en boltinn fer framhjá marki gestanna.
71. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
Ágætis dagsverk hjá Karli, mark og stoðsending.
70. mín
Karl Friðleifur sest niður og þarfnast aðhlynningar. Tarik Ibrahimagic gerir sig tilbúinn að koma inn á.
68. mín
Inn: David Cavic (FK Borac) Út: Boban Nikolov (FK Borac)
68. mín
Inn: Stojan Vranjes (FK Borac) Út: Sandi Ogrinec (FK Borac)
67. mín
Víkingar kunna vel við sig í Kópavoginum
65. mín
Ari Sigurpáls með skot úr teignum en Manojlovic ver í marki gestanna.
59. mín
Gísli Gotti með skot á markið sem Manojlovic ver örugglega.
58. mín
Inn: Srdjan Grahovac (FK Borac) Út: Dino Skorup (FK Borac)
58. mín
Inn:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
Fyrirliðinn farinn af velli!
57. mín
Ogrinec með hörkuskot fyrir utan teig en Ingvar ver meistaralega.
55. mín
Frábær varsla! Djuric aftur með frábæra takta, kemur boltanum á Nikolaj Hansen sem kemur sér í góða stöðu og tekur gott skot en Manojlovic ver frábærlega í marki gestanna.
54. mín
Sreckovic með skot úr þröngri stöðu sem Ingvar ver.
53. mín
Djuric með skemmtilega takta Danijel Djuric með skemmtilega takta, tekur rabona sendingu og kemur Karli Friðleifi í góða stöðu. Staða sem Víkingar ná hinsvegar ekki að nýta.
49. mín
Gestirnir fá hornspyrnu en hornspyrnan er ein slakasta sem ég hef séð.

Ætluðu að reyna að koma boltanum beint á mann við D-boga sem misheppnaðist.
46. mín
Víkingar fær hornspyrnu, boltinn berst á Ekroth sem á marktilraun en boltinn í varnarmann.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað! Víkingar byrja með boltann.
46. mín
Inn: Nikola Sreckovic (FK Borac) Út: Enver Kulasin (FK Borac)
Kulasin var kominn á gult spjald og er tekinn af velli í hálfleik.
45. mín
Hálfleikstölfræði Víkingur R. - FK Borac

55% - Með bolta - 45%
7 - Skot - 1
4 - Skot á mark - 0
0.53 - XG - 0.05
1 - Hornspyrnur - 0
7 - Brot - 2
45. mín
Hálfleikur
Víkingar í draumastöðu! Jan Petrik flautar til hálfleiks, Víkingar frábærir í þessum fyrri hálfleik og leiða sanngjarnt. Borac vöknuðu undir lok fyrri hálfleiks en ógnuðu þó lítið sem ekkert.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Einni mínútu bætt við.
43. mín Gult spjald: Enver Kulasin (FK Borac)
Kulasin rífur Karl Friðleif niður í skyndisókn Víkinga og fær réttilega að líta gula spjaldið.
37. mín
Gestirnir sækja í sig veðrið, hættulegri þessa stundina.
35. mín
Borac færa sig aðeins ofar á völlinn en ógna lítið.
34. mín
Stuðningsmenn Borac í stuði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

30. mín
Mörkunum fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Elvar Geir Magnússon
26. mín
Gísli Gotti í dauðafæri Djuric þræðir Gísla í gegn sem fer í skotið úr teignum en skot Gísla fer langt framhjá, allt upp á tíu í þessari sókn nema afgreiðslan.
23. mín MARK!
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
ÞVÆLA ER ÞETTA!! Boltinn berst á Karl Friðleif á fjærstöng eftir langt innkast. Karl gerir sér lítið fyrir og setur boltann í þaknetið!

Hafsentapar Borac er ekki yfir 180cm, Víkingar nýta það vel.

Víkingar í draumastöðu!

17. mín MARK!
Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
CAPTAIN FANTASTIC! Karl Friðleifur með góða fyrirgjöf frá vinstri, Nikolaj Hansen nær einhvernveginn að koma boltanum á markið. Boltinn fer af varnarmanni og í netið.

Frábær byrjun Víkinga, komnir verðskuldað yfir!

16. mín
Borac fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, spyrnan er slök og Víkingar koma boltanum frá.
12. mín
Víkingar mun hættulegri! Búnir að einoka boltann hér þessar fyrstu mínútur og hafa komið sér í ágætis stöður.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

10. mín
Þetta er bara víti! Varnarmaður Borac heldur Djuric í teignum sem fellur við en ekkert dæmir Jan Petrik dómari leiksins. Varnarmaður Borac ekkert að spá í boltanum!

VAR skoðun búin og engin vítaspyrna dæmd.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

7. mín
Gísli Gotti með skot af löngu færi sem Manojlovic ver en missir boltann aðeins frá sér en grípur boltann að lokum.

Fór eflaust aðeins um stuðningsmenn Borac þarna.
4. mín
Darraðadans í teig Borac eftir hornspyrnu Víkinga en Víkingar ná ekki skoti á markið og gestirnir hreinsa frá.
3. mín
Niko Hansen með gott skot! Nikolaj fær boltann í þröngri stöðu í teignum eftir langt innkast, nær að snúa og fer í skotið sem Manojlovic ver vel og boltinn í horn.
1. mín
Þetta er farið af stað! Gestirnir frá Bosníu og Hersegóvínu byrja með boltann og sækja í átt að Fífunni.

Víkingar klæðast sínum rauðsvörtu Evróputreyjum. Gestirnir leika í alhvítum búningum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mínútuþögn til að minnast fórnarlamba flóðanna í Valencia.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar, nú styttist í að þetta hefjist!
Fyrir leik
Bosníumennirnir mæta með læti Stuðningsmenn FK Borac gerðu sér lítið fyrir og köstuðu flugeld inn á hlaupabraut Kópavogsvallar áður en þeir komu inn á völlinn. Þó stuðningsmenn Borac séu ekki margir megum greinilega búast við látum frá þeim.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi - Ari Sigurpálsson á bekknum Fyrsti markaskorari Víkinga í Sambandsdeildinni, Ari Sigurpálsson byrjar á bekknum.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga gerir tvær breytingar frá leiknum gegn Breiðablik, þar víkja Ari Sigurpáls og Tarik Ibrahimagic úr byrjunarliðinu.

Inn í byrjunarliðið koma þeir Davíð Örn Atlason og Viktor Örlygur Andrason.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mladen Žižovic ber virðingu fyrir liði Víkinga Mladen Žižovic þjálfari FK Borac sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær.

„Víkingar eru með gott lið og hæfileikaríka leikmenn. Liðið er vel samansett af yngri og eldri leikmönnum sem hafa náð vel saman. Við reiknum því með erfiðum leik.“

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli á undirlagi sem ekki er algengt í efstu stigum Evrópu gervigrasi. Mladen var ekki á því að það væri Víkingum um of til tekna að vera vanari undirlaginu.

„Við þekkjum alveg að spila á svona velli og búum að því að hafa mætt KÍ Klaksvík við sömu aðstæður. Það er líka sambærilegur völlur í Banja Luka svo að við höfum undirbúið okkur.“

Bæði Víkingar og Borac mættu liði Egnatia frá Albaníu fyrr í sumar líkt og áður kemur fram. Mladen segir að lítið sé hægt að álykta út frá þeim leikjum.

„Okkar lið hefur styrkst mikið frá viðureign okkar við Egnatia. Bæði höfum við fengið nýja leikmenn inn og liðið hefur stillt sig betur saman. Það sama má segja um Víkinga og við getum lítið lært af þeirra viðureign í Albaníu. Það sem við horfum fyrst og fremst í er hvernig þeir spiluðu gegn Cercle Brugge og í deildinni á Íslandi.“
Sverrir Örn Einarsson
Fyrir leik
Veðbankar telja Víkinga sigurstranglegri Veðbankar telja Víking líklegra liðið til að fara með sigur af hólmi.

Í flestum veðbönkum er Víkingur með stuðulinn í kringum 2,2 eða 2,3 á meðan stuðullinn á Borac er í kringum 3.

Á Lengjunni er til dæmis stuðullinn á sigur Víkings 2,15.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Arnar í viðtali fyrir leikinn Okkar maður, Sverrir Örn Einarsson, ræddi við þjálfara Víkings, Arnar Gunnlaugsson, á Kópavogsvelli í gær.

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stefna á umspilið Víkingur vann sögulegan 3-1 sigur gegn Cercle Brugge í síðasta Evrópuleik sínum. Það var fyrsti sigur íslensks liðs í riðla- eða deildarkeppni Evrópu.

„Það er mikið undir og við erum allt í einu komnir í draumastöðu. Ef við vinnum þá erum við í þeirri stöðu að þurfa ekki mörg stig í viðbót til að tryggja okkur í umspilið í þessari keppni, sem var okkar upphaflega markmið. Það er að miklu að keppa," segir Arnar Gunnlaugsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Víkingar eru búnir að syrgja Líkt og eflaust flestir vita töpuðu Víkingar gegn Breiðablik í úrslitaleik um Bestu-deildina fyrir tæpum tveimur vikum.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga vonar að liðið sé komið yfir þann leik.

„Fyrstu tveir dagarnir voru hálfgert sorgarferli. Það hefur verið mikil sigurganga undanfarin ár og það er smá sjokk að tapa svona leikjum, svona ný tilfinning.

,,Það tók alveg tíma að ná þessu úr kerfinu hjá leikmönnum. Við létum það alveg vera í eina viku að greina þennan leik, menn voru bara að æfa og svo á mánudaginn þá fórum við loks yfir þann leik og hvað mátti betur gera"



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Borac mörðu Egnatia í vítaspyrnukeppni – sama lið og Víkingur sló út FK Borac rétt mörðu Egnatia í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr á þessu ári. Borac hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.

Því er ekki frá sögu færandi nema að Egnatia er lið sem Víkingur sló út í forkeppni Sambandsdeildarinnar, fyrr á þessu ári. Víkingur tapaði fyrri viðureigninni heima en vann útileikinn 0-2.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Andstæðingarnir FK Borac Banja Luka oftast kallaðir FK Borac eru andstæðingar Víkinga. Þeir koma frá Bosníu og Hersegóvínu og eru ríkjandi meistarar í deildarkeppni þar.

FK Borac eru enn ósigraðir í sambandsdeildinni en þeir eru með fjögur stig. Þeir gerðu 1-1 jafntefli við Panathinaikos í fyrstu umferð og unnu APOEL Nicosia í annari umferð.

Víkingur og Borac eiga það sameiginlegt að vera að spila í fyrsta sinn í deildar/riðlakeppni í Evrópu.

,,Þeir virðast kunna alla þætti leiksins mjög vel og eru ófeimnir við að sýna þá hvort sem þeir eru á útivelli eða heimavelli. Ég á von á að þeir verði frekar varfærnislegir á morgun. Þeir eru komnir með fjögur stig og jafntefli fyrir þá á erfiðum útivelli væru ekki slæm úrslit."

,,Hafandi sagt það reyna þeir náttúrulega að vinna leiki og eru með skeinuhætta leikmenn og góða leikmenn innanborðs," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings í samtali við Fótbolta.net í gærdag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Útivöllur hamingjunnar Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli en heimavöllur Víkinga er ekki löglegur í Sambandsdeildinni.

Víkingar létu Kópavogsvöll ekkert trufla sig er þeir unnu sögulegan sigur á Cercle Brugge í síðustu umferð Sambandsdeildarinnar.

Leikurinn hefst klukkan 14:30 en ástæðan fyrir þessum óhefðbundna leiktíma er að á Kópavogsvelli eru ekki nægilega sterk fljóðljós. Því er nýtt dagsbirtuna og spilað snemma dags.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur! Á meðan allir eru komnir í frí halda Víkingar ótrauðir áfram í Evrópuvegferð sinni í Sambandsdeildinni. Liðið mætir nú FK Borac frá Bosníu og Hersegóvínu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
13. Filip Manojlovic (m)
2. Bart Meijers
5. Boban Nikolov ('68)
16. Sebastián Herera
20. Zoran Kvrzic ('78)
24. Jurich Carolina
27. Enver Kulasin ('46)
77. Stefan Savic
88. Dino Skorup ('58)
98. Sandi Ogrinec ('68)
99. Djordje Despotovic

Varamenn:
1. Damjan Shiskovski (m)
7. Nikola Sreckovic ('46)
8. Aleks Pihler
11. Damir Hrelja
14. Pavle Dajic ('78)
15. Srdjan Grahovac ('58)
18. Aleksandar Subic
22. David Cavic ('68)
23. Stojan Vranjes ('68)
31. Savo Susic
49. Stefan Marcetic
93. Marko Vukcevic

Liðsstjórn:
Mladen Zizovic (Þ)

Gul spjöld:
Enver Kulasin ('43)

Rauð spjöld: