Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
FC Noah
0
0
Víkingur R.
28.11.2024  -  17:45
Vazgen Sargsyan Republican Stadium
Sambandsdeildin
Aðstæður: 1 gráða og logn í Jerevan
Dómari: Menélaos Andoníou (Kýpur)
Maður leiksins: Jón Guðni Fjóluson
Byrjunarlið:
92. Aleksey Ploshchadnyi (m)
3. Sergei Muradian
7. Hélder Ferreira
8. Gonçalo Gregório ('70)
11. Erald Çinari ('70)
19. Hovhannes Hambartsumyan
27. Gor Manvelyan ('46)
28. Pablo Santos
81. Imrane Oulad Omar
88. Yan Eteki
93. Virgile Pinson ('89)

Varamenn:
22. Ognjen Chancharevich (m)
4. Gudmundur Thórarinsson
9. Mathues Aias ('70)
10. Artak Dashyan ('46)
14. Bryan Mendoza ('70)
18. Artem Avanesyan
26. Aleksandar Miljkovic
30. Grenik Petrsoyan ('89)
37. Gonçalo Silva

Liðsstjórn:
Rui Mota (Þ)

Gul spjöld:
Hovhannes Hambartsumyan ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Risastórt stig! Víkingar halda áfram að skrifa söguna, í 11. sæti með 7 stig. Stigin 7 ættu að duga Víkingum í umspil.

Frammistaða Víkings frábær, hefðu hæglega getað tekið stigin 3.
94. mín
Boltinn dettur fyrir framan sóknarmann Noah í teig Víkings, hann tekur þunga snertingu og Ingvar fljótur til og handsamar boltann.
92. mín
Hef litla trú á að það komi sigurmark hjá hvorugu liðinu, voða lítið að frétta þessa stundina.
90. mín
Fimm mínútum bætt við
89. mín
Inn:Grenik Petrsoyan (FC Noah) Út:Virgile Pinson (FC Noah)
87. mín
Inn:Daði Berg Jónsson (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
85. mín
Ekkert kemur úr hornspyrnu Víkinga.
83. mín
Víkingar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, varnarmaður Noah skallar í hornspyrnu.
82. mín
Hélder Ferreira reynir lúmska vippu frá vítateig en Ingvar les þetta og handsamar boltann örugglega.
81. mín
Víkingar eru eins og staðan er núna í 11. sæti Sambandsdeildarinnar, voru í 14. sæti fyrir leik.

Helstu stærðfræðingar telja að 7 stig ættu að duga til að komast í umspilssæti.
78. mín
Imrane Omar með skot sem fer yfir mark Víkings, lítil hætta.
73. mín
Helgi Guðjóns með hættulega fyrirgjöf en Karl Friðleifur nær ekki til knattarins.
72. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
72. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
70. mín
Inn:Bryan Mendoza (FC Noah) Út:Erald Çinari (FC Noah)
70. mín
Inn:Mathues Aias (FC Noah) Út:Gonçalo Gregório (FC Noah)
67. mín
Nikolaj Hansen hársbreidd frá því að komast í sendingu varnarmanns til baka en Ploshchadnyi, markvörður Noah bjargar á ögurstundu.
63. mín
Frábær varsla! Imrane Omar með frábært skot af löngu færi en Ingvar ver meistaralega í marki Víkinga.
60. mín
Inn:Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Fyrirliðinn kemur inn.
58. mín Gult spjald: Hovhannes Hambartsumyan (FC Noah)
Fer harkalega í Valdimar og uppsker gult spjald.
53. mín
Úff, illa farið með góða stöðu Víkingar keyra upp í skyndisókn, Aron Elís sendir á Valdimar við vítateig sem er of lengi að athafna sig og varnarmaður Noah kemst fyrir skotið.

Víkingar líta vel út þessa stundina.
48. mín
Víkingar fá hornspyrnu en markvörður Noah handsamar boltann.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað FC Noah byrja með boltann.
46. mín
Inn:Artak Dashyan (FC Noah) Út:Gor Manvelyan (FC Noah)
Heimamenn gera breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikstölfræði FC Noah - Víkingur R.

5 - Skot - 5
3 - Skot á mark - 2
56% - Með bolta - 44%
0.33 - XG - 0.55
5 - Hornspyrnur - 1
45. mín
Menn skiljanlega ósáttir með dómarann
45. mín
45. mín
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik Kýpverjinn flautar til hálfleiks, fínasta frammistaða hjá Víkingum. Skandall að Víkingar hafa ekki fengið vítaspyrnu undir lok hálfleiks.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við
41. mín
Víkingar með skot í slá en hvernig er þetta ekki víti? Valdimar Þór vippar boltanum í slánna yfir markvörð Noah, sem tekur síðan Valdimar niður í kjölfar skotsins en ekkert dæmir Kýpverjinn!

Að mínu mati alltaf víti en ekkert dæmt eftir VAR skoðun, þetta er fáránlegt.
39. mín
Víkingar í frábæru færi en Djuric flaggaður réttilega rangstæður í aðdragandanum.
35. mín
Davíð Örn með góða sendingu í gegn á Danijel Djuric sem tekur skot úr þröngri stöðu en markvörður heimamanna ver örugglega.
30. mín
Frábær varsla Gregório kemst í gegn og tekur skotið, Ingvar mætir vel og ver frábærlega, hættulegasta færi leiksins.
24. mín
Karl Friðleifur fellur við í teignum eftir langt innkast en ekkert dæmir Kýpverjinn, þetta fer eflaust í VAR skoðun.

Sýnist þetta vera lítil snerting, væri hart að dæma víti á þetta.
22. mín
Boltinn dettur fyrir Pablo Santos í teignum eftir hornspyrnu, Santos hamrar boltanum framhjá marki Víkinga.
21. mín
Noah búnir að fá fjórar hornspyrnur á tveimur mínútum.
19. mín
Noah fá sína fyrstu hornspyrnu og boltinn endar í annari hornspyrnu.
11. mín
Fyrsta marktilraun Víkinga Aron Elís þræðir Valdimar í gegn, sem tekur skot úr þröngri stöðu en skotið er laust og Ploshchadnyi ver örugglega í marki heimamanna.
6. mín
Þrumuskot! Virgile Pinson með þrumuskot við vítateig sem Ingvar ver vel!

Þrátt fyrir góða byrjun Víkinga eru það heimamenn sem eiga fyrsta færið.
4. mín
Víkingar fá hornspyrnu, taka það stutt en heimamenn koma hættunni frá.
2. mín
Aron Elís fellur við í teignum en ekkert dæmt.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Víkingar byrja með boltann.

Víkingar leika í sínum huggulegu Evróputreyjum, Noah leika í alhvítum búningum.

Fyrir leik
Liðin ganga til vallar, nú styttist í að þetta hefjist!
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur á Viaplay og á Vodafone Sport, stuðst verður við sjónvarpsútsendingu í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Gætu komist upp í 830 milljónir í dag Vísir tók saman skemmtilega umfjöllun um peningana í Sambandsdeildinni. Hver sigur í Sambandsdeildinni færir Víkingum 400.000 evrur, eða um 58 milljónir króna. Með sigri í dag tryggja þeir liðinu sæti í umspilinu, eða að lágmarki 24. sæti í deildinni.

Þar með myndu Víkingar hafa tryggt sér samtals 5.741.504 evrur eða um 830 milljónir króna í verðlaunafé með árangri sínum í ár, enn með tvo leiki til stefnu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi - Nikolaj Hansen á bekknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings gerir þrjár breytingar á liði sínu frá 2-0 sigri Víkinga gegn Borac Banja Luka.

Nikolaj Hansen tekur sér sæti á bekknum. Þeir Erlingur Agnarsson og Gunnar Vatnhamar ferðuðust báðir ekki með Víkingum, Gunnar er meiddur en Erlingur er að verða faðir. Inn í byrjunarliðið koma þeir Ari Sigurpálsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Jón Guðni Fjóluson.

Guðmundur Þórarinsson leikur með FC Noah og er í leikmannahóp en ólíklegt er að hann spili vegna meiðsla.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Aron Elís brattur Aron Elís Þrándarson lykilmaður Víkings ræddi við Fótbolta.net um leik dagsins.

„Leikurinn leggst mjög vel í mig, við erum búnir að fara aðeins yfir hvernig þeir spila á vídeófundum og þeir líta bara mjög vel út. Þetta er mikið af mjög góðum leikmönnum, hentaði þeim kannski ekki að spila sinn leik á móti Chelsea, en þegar þeir hafa spilað á móti liðum í svipuðum styrkleikaflokki og þeir á heimavelli þá hafa þeir verið að gera mjög vel".

„Í þessum útileikjum í Evrópu þarf að vera með allt þetta taktíska á hreinu. Við spiluðum frábærlega í fyrri hálfleik á móti Omonoia en svo fáum við á okkur mark og gerum svo mistök eftir það. Þá er allt í einu staðan orðin 4-0, þó að leikurinn hafi ekki spilast þannig, þá eru hlutirnir fljótir að gerast í Evrópu. Þetta snýst um að gera ekki mistök sem andstæðingurinn getur refsað fyrir."


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Reynslulítill dómari Dómarateymi leiksins kemur frá Kýpur, aðaldómarinn Menélaos Andoníou er að dæma sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildar.

Andoníou sem fæddur er árið 1995, hefur dæmt þrjá leiki í forkeppni í Evrópudeildum en aldrei í lokakeppni sem aðaldómari.

Kýpverjinn hefur dæmt einn A-landsleik sem aðaldómari en það var viðureign Rúmeníu og Liechtenstein sem fór fram síðastliðið sumar.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
FC Noah steinlágu gegn Chelsea Noah eru í 28. sæti Sambandsdeildarinnar með 3 stig. Í síðasta leik Noah í Sambandsdeildinni heimsóttu þeir Stamford Bridge og mættu þar sjóðheitu Chelsea liði sem skelltu Armenunum 8-0. Arnar Gunnlaugsson segir leikinn ekki gefa rétta mynd af liðinu.

,,Flestir heima horfa örugglega á þennan Chelsea leik, þar fóru þeir bara í fíflalæti. Ég held þeir hafi hugsað þann leik þannig að hann væri einstakur leikur, 'once in a lifetime', og ætluðu sér að standa og falla með sínum gildum. Sá leikur gefur engan veginn rétta mynd af þeirra stöðu og hvernig leikurinn á fimmtudaginn verður."



Mynd: Getty Images
Fyrir leik
Víkingur í 14. sæti með 6 stig - Jafntefli ætti að tryggja umspilssæti Víkingur eru í frábærri stöðu í Sambandsdeildinni. Eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum 4-0, hafa Víkingar unnið seinni tvo leikina og eru þar með sex stig.

Sigur eða jafntefli í dag myndi fara langleiðina með að tryggja Víkingum sæti í umspili um að komast í 16 - liða úrslit. Samkvæmt gögnum ættu sjö stig að duga til að komast í umspil, sæti 9 til 24 fara í umspilið.

Fyrir leik
Tveir lykilmenn Víkinga ekki með - Gummi Tóta einnig frá Þeir Gunnar Vatnhamar og Erlingur Agnarsson, sem öllu jafna eru hluti af sterkasta byrjunarliði Víkings, verða ekki með liðinu í Armeníu í dag. Gunnar meiddist í landsleik með Færeyjum á dögunum og Erlingur Agnarsson er að verða faðir.

Guðmundur Þórarinsson er leikmaður FC Noah en hann verður ekki með á morgun. Guðmundur er að glíma við meiðsli en hann meiddist gegn Rapid Wien fyrir rúmum mánuði síðan.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Örkin hans Nóa - 7 ára gamalt félag Nafnið á félaginu er tilvísun í Biblíuna; Örkina hans Nóa. Gamla testamentið segir að örkin hans Nóa hafi strandað á Ararat-fjalli við landamæri Armeníu. Fjallið drottnar yfir sjóndeildarhring Jerevan. Armenía var fyrsta landið í heiminum til að taka upp kristni sem opinbera trú á fjórðu öld.

Kaupsýslumaðurinn Vardges Vardanyan, eigandi félagsins, segir að langtímamarkmið Noah sé að berjast um alla titla og skapa sér nafn í evrópskum fótbolta. Þá vilji hann að félagið skili upp leikmönnum fyrir armenska landsliðið og styrki fótboltann í landinu í heild sinni.

FC Noah var stofnað fyrir sjö árum síðan og endaði í öðru sæti armensku deildarinnar í fyrra. Fyrstu tvö árin hét liðið FC Artsakh en breytti nafni sínu 2019. Þrátt fyrir að vera kornungt félag hefur það gengið í gegnum miklar breytingar á líftíma sínum; skipt um eignarhald, leikvang og heimaborg.

Mynd: EPA
Fyrir leik
Leikdagur í Jerevan! Evrópureisa Víkinga heldur áfram, nú eru þeir mættir til Jerevan, höfuðborgar Armeníu og mæta þar FC Noah í fjórðu umferð Sambandsdeildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson ('72)
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson ('87)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason ('72)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('60)

Varamenn:
16. Jochum Magnússon (m)
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
3. Davíð Helgi Aronsson
9. Helgi Guðjónsson ('72)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Óskar Örn Hauksson
20. Tarik Ibrahimagic ('72)
23. Nikolaj Hansen (f) ('60)
27. Matthías Vilhjálmsson
30. Daði Berg Jónsson ('87)

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:

Rauð spjöld: