Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Breiðablik
4
1
Þór/KA
Samantha Rose Smith '3 1-0
Birta Georgsdóttir '23 2-0
2-1 Sonja Björg Sigurðardóttir '55
Barbára Sól Gísladóttir '65 3-1
Andrea Rut Bjarnadóttir '93 4-1
28.03.2025  -  18:00
Kópavogsvöllur
Úrslit Lengjubikars kvenna
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Birta Georgsdóttir
Byrjunarlið:
12. Katherine Devine (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Samantha Rose Smith ('72)
7. Agla María Albertsdóttir (f) ('61)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir ('86)
18. Kristín Dís Árnadóttir ('86)
23. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
24. Helga Rut Einarsdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir ('72)
28. Birta Georgsdóttir ('61)

Varamenn:
11. Andrea Rut Bjarnadóttir ('61)
17. Karitas Tómasdóttir ('72)
21. Guðrún Þórarinsdóttir ('86)
26. Líf Joostdóttir van Bemmel ('72)
30. Edith Kristín Kristjánsdóttir ('61)
32. Kristín Magdalena Barboza
40. Lilja Þórdís Guðjónsdóttir ('86)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson
Valdimar Valdimarsson
Erna Katrín Óladóttir
Eiríkur Raphael Elvy

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Breiðablik Lengjubikarmeistarar kvenna árið 2025 Þessu er lokið hér í Kópavogi. Breiðablik hefur betur gegn norðanstúlkum 3-1 í skemmtilegum leik.

Takk fyrir mig í kvöld. Viðtöl og skýrsla innan skamms.
93. mín MARK!
Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik)
Flautumark Fær boltann fyrir utan teig og setur boltann í fjærhornið framhjá Jessicu
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
88. mín
Inn:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
86. mín
Inn:Amalía Árnadóttir (Þór/KA) Út:Sonja Björg Sigurðardóttir (Þór/KA)
86. mín
Inn:Lilja Þórdís Guðjónsdóttir (Breiðablik) Út:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
86. mín
Inn:Guðrún Þórarinsdóttir (Breiðablik) Út:Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
85. mín
Blikar undirbúa tvöfalda skiptingu.
82. mín
Inn:Eva Rut Ásþórsdóttir (Þór/KA) Út:Sandra María Jessen (Þór/KA)
78. mín
Þór/KA fær hornspyrnu.

Ná gestirnir að gera loka mínútur leiksins spennandi?
76. mín Gult spjald: Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA)
ÞÞÞ spjaldar hér Þór/KA.

Ég sé ekki hver fær spjaldið. Sýndist þetta vera Angela sem er færð til bókar fyrir almennt tuð held ég bara.
75. mín
Hulda Ósk með skot sem er laust og Katherine ekki í neinu veseni.
73. mín
Blikar fá hornspyrnu en Þór/KA kemur boltanum í burtu.
72. mín
Inn:Líf Joostdóttir van Bemmel (Breiðablik) Út:Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik)
72. mín
Inn:Karitas Tómasdóttir (Breiðablik) Út:Samantha Rose Smith (Breiðablik)
65. mín MARK!
Barbára Sól Gísladóttir (Breiðablik)
Blikar að klára þetta? Hornspyrna frá hægri og boltinn endar hjá Barbáru sem setur boltann í netið.

Sveiflur í þessu en Þór/KA var svo nálægt því að jafna leikinn fyrir nokkrum mínútum en er refsað.
63. mín
Sandra María Jessen!! Allt í einu er Sandra bara sloppinn í gegn og ætlar að setja boltann framhjá Katherine en frábærlega lokað.

Þarna ætti staðan að vera 2-2
63. mín
Hulda Ósk með skot úr löngu færi en boltinn þægilegur fyrir Katherine.
61. mín
Inn:Edith Kristín Kristjánsdóttir (Breiðablik) Út:Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
61. mín
Inn:Andrea Rut Bjarnadóttir (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
58. mín
Vá Þór/KA jafnaði þetta næstum því þarna upp úr horninu. Sýndist það vera Hulda sem náði skallanum en boltinn lekur framhjá.
57. mín
Meðbyr með gestunum núna og Þór/KA fær hornspyrnu.
55. mín MARK!
Sonja Björg Sigurðardóttir (Þór/KA)
Gestirnir komnir inn í þetta aftur Fyrirgjöf frá vinstri inn á teiginn og Sonja Björg klárar frábærlega framhjá Katherine í marki Blika.

2-1.
54. mín
Agla María í dauðafæri Þór/KA tapar boltanum á slæmum stað og Blikar keyra upp völlinn og boltinn endar hjá Öglu sem ætlar að setja boltann í fjærhornið en boltinn rétt framhjá.
51. mín
Jessica lokar vel!! Hrafnhildur fær sendingu í gegn og reynir að setja boltann framhjá Jessicu sem ver þetta bara frábærlega.
50. mín
Síðari hálfleikurinn fer rosalega rólega af stað.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað.
45. mín
Inn:Bríet Fjóla Bjarnadóttir (Þór/KA) Út:Hildur Anna Birgisdóttir (Þór/KA)
45. mín
Hálfleikur
Þórður Þorsteinn þarf að komast inn í hlýjuna og bætir engu við. Tökum okkur kaffipásu og komum síðan með þann síðari í beinni frá Kópavogi.
42. mín
Hrafnhildur Ása fær boltann og kemst í dauðafæri en boltinn beint á Jessicu.
37. mín
Birta fær boltann við teiginn og reynir að finna Berglindi Björg en boltinn of fastur og Jessica nær til boltans.
36. mín Gult spjald: Sonja Björg Sigurðardóttir (Þór/KA)
29. mín
Þór/KA nálægt því að minnka muninn Sandra María fær boltann við teiginn en Katherine ver boltann vel.
26. mín
Blikar nálægt því að bæta við. Agla kemur boltanum inn á Berglindi Björg sem reynir skot en boltinn í varnarmann Þór/KA
23. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Þetta bara lág í loftinu Agla María fær boltann út á vinstri vænginn og á frábæra fyrirgjöf á hausinn á Birtu sem klárar frábærlega með höfðinu.

2-0 !
21. mín
VÁ ÞETTA SPIL Agla María fær hann og leggur hann stutt á Hrafnhildi Ásu sem drivear með boltann að marki Þór/KA og leggur boltann inn á Birtu Georgs sem fer framhjá Jessicu en skot hennar fer í hliðarnetið.

Geðveik sókn.
19. mín
Hættulegur bolti inná teig Þór/KA og Blikar fá hornspyrnu.
16. mín
Agla María brýtur á Sonju Björg og Þór/KA fær aukaspyrnu á flottum fyrirgjafa stað.

Hildur Anna tekur spyrnuna, hún er góð en Blikar koma boltanum í burtu.
14. mín
Rólegt yfir þessu Þetta hefur róast töluvert eftir fyrstu 5 mínúturnar sem voru virkilega fjörugar.
5. mín
Blikar hóta öðru marki Jessica kemur í veg fyrir það og blakar boltanum í hornspyrnu.
3. mín MARK!
Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Stoðsending: Birta Georgsdóttir
Blikar eru komnir yfir!! Geggjuð sendiing inn fyrir vörn á Birtu Georgs sem fær boltann og leikur á Jessicu í marki gestanna. Leggursvo boltann á Samantha sem leggur boltann í autt netið.

Frábært mark frá Blikum.
1. mín
Hætta inn á teig gestanna Agla María fær boltann vinstra meginn og lyftir honum á Samantha sem reynir skot en boltinn af varnarmanni gestanna og í hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Gestirnir að norðan hefja leik.
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks Þórður Þorsteinn leiðir liðin til vallar. Vallarþulur Blikana hefur lokið því að kynna liðin til leiks og bjóða stuðningsfólk velkomið.

Það fer allt að verða klárt hér á heimavelli Íslandsmeistaranna.
Fyrir leik
Loka undirbúningur liðanna fyrir Bestu deildina Liðin eru að leggja loka undirbúning á Íslandsmótið í knattspyrnu árið 2025. Besta deild kvenna hefst eftir tæpar tvær vikur. Breiðablik á þó eftir að fá alvöru general prufu þegar liðið mætir Val í Meistarar Meistaranna en það má segja að þetta sé síðasti alvöru leikur Þór/KA fyrir komandi tímabil.
Fyrir leik
Dómarinn Dómari leiksins í kvöld er Þórður Þorsteinn Þórðarson. Honum til aðstoðar verða þeir Ragnar Þór Bender og Bergur Daði Ágústsson. Fjórða dómari er Hreinn Magnússon

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Komnar/Farnar Þór/KA Komnar
Eva Rut Ásþórsdóttir frá Fylki
Jessica Berlin frá Írlandi

Farnar
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Víking
Bryndís Eiríksdóttir í Val (var á láni)
Lidija Kulis til S.a.f.
Lara Ivanusa til S.a.f.

Samningslausar
Shelby Money (1997)
Eva S. Dolina-Sokolowska (2008)

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eva Rut gékk í raðir Þór/KA frá Fylki.
Fyrir leik
Komnar/Farnar Breiðablik Breiðablik
Komnar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir frá Val
Heiðdís Lillýardóttir frá Basel
Helga Rut Einarsdóttir frá Grindavík
Sara Svanhildur Jóhannsdóttir frá Fram (var á láni)
Kristín Magdalena Barboza frá FHL (var á láni)

Farnar
Telma Ívarsdóttir til Skotlands
Ásta Eir Árnadóttir hætt
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir til Anderlecht
Jakobína Hjörvarsdóttir í Stjörnuna á láni
Margrét Lea Gísladóttir í Stjörnuna
Olga Ingibjörg Einarsdóttir í Fram á láni (var á láni hjá HK)

Samningslausar
Aníta Dögg Guðmundsdóttir (2000)

Mynd: Breiðablik
Bergling Björg er mætt í grænt.
Fyrir leik
Leiðin í úrslitaleikinn Breiðablik stúlkur unnu sinn riðil nokkuð örugglega en liðið fór í gegnujm riðlakeppnina ósigrað. Blikastúlkur mættu síðan Val í undanúrslitunum og sigruðu 2-1.

Þór/KA unnu sömuleiðis sinn riðil. Liðið vann fjóra leiki og tapaði einum. Þór/KA fékk Stjörnuna heim í Bogann og fór liðið í þennan leik hér í dag með því að hafa betur eftir vítaspyrnukeppni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Úrslitin í Lengjubikar kvenna ráðast í kvöld Góðan dag kæru lesendur og velkomin með okkur í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og Þór/KA mætast. Um er að ræða úrslitaleik í Lengjubikar kvenna A-deild.

Leikurinn hefst klukkan 18:00

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Jessica Grace Berlin (m)
2. Angela Mary Helgadóttir
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('45)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Sandra María Jessen (f) ('82)
13. Sonja Björg Sigurðardóttir ('86)
14. Margrét Árnadóttir
18. Bríet Jóhannsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('88)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
5. Ísey Ragnarsdóttir
7. Amalía Árnadóttir ('86)
11. Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir
17. Emelía Ósk Kruger ('88)
21. Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('45)
23. Eva Rut Ásþórsdóttir ('82)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Jóhann Hilmar Hreiðarsson
Anton Orri Sigurbjörnsson
Bjarni Geir Gunnarsson

Gul spjöld:
Sonja Björg Sigurðardóttir ('36)
Angela Mary Helgadóttir ('76)

Rauð spjöld: