
Augnablik
0
5
ÍR

0-1
Kristján Atli Marteinsson
'19
0-2
Ágúst Unnar Kristinsson
'55
0-3
Ísak Daði Ívarsson
'66
0-4
Bergvin Fannar Helgason
'73
0-5
Hákon Dagur Matthíasson
'86
11.04.2025 - 20:00
Fífan
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Heitt og gott í Fífunni
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Fífan
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Heitt og gott í Fífunni
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Byrjunarlið:
1. Darri Bergmann Gylfason (m)
3. Hákon Logi Arngrímsson
('77)

4. Gabríel Þór Stefánsson
8. Brynjar Óli Bjarnason
('69)

10. Orri Bjarkason
11. Viktor Andri Pétursson
14. Breki Barkarson
15. Eysteinn Þorri Björgvinsson
20. Halldór Atli Kristjánsson
('69)

34. Arnar Laufdal Arnarsson
('77)

89. Júlíus Óli Stefánsson
('69)
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
12. Jakub Buraczewski (m)
5. Bjarni Harðarson
('69)

7. Steinar Hákonarson
('69)

17. Guðni Rafn Róbertsson
21. Mikael Logi Hallsson
('69)

26. Freyr Snorrason
('77)

55. Róbert Laufdal Arnarsson
('77)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Hrannar Bogi Jónsson (Þ)
Birgir Ágúst Andrésson (Þ)
Sigmar Ingi Sigurðarson
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi sigur ÍR-inga
ÍR-ingar völtuðu yfir Augnablik hér í seinni hálfleik og uppskáru sanngjarnan sigur. ÍR mætir Þór í Boganum eftir rúma viku í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
86. mín
MARK!

Hákon Dagur Matthíasson (ÍR)
Stoðsending: Óliver Andri Einarsson
Stoðsending: Óliver Andri Einarsson
Léttleikandi ÍR-ingar
Óliver sker boltann út á Hákon sem setur boltann snyrtilega í hornið, frábærlega klárað.
77. mín

Inn:Freyr Snorrason (Augnablik)
Út:Hákon Logi Arngrímsson (Augnablik)
Maður fólksins að koma inn á.
77. mín

Inn:Róbert Laufdal Arnarsson (Augnablik)
Út:Arnar Laufdal Arnarsson (Augnablik)
Bræðraskipting!
73. mín
MARK!

Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
Stoðsending: Ísak Daði Ívarsson
Stoðsending: Ísak Daði Ívarsson
ÍR-ingar langt frá því að vera hættir!
Ísak Daði með frábæran undirbúning, dúttlar aðeins með boltann við endalínu og kemur boltanum svo fyrir markið. Þar er Bergvin Fannar sem setur boltann inn af stuttu færi.
71. mín

Inn:Jónþór Atli Ingólfsson (ÍR)
Út:Ágúst Unnar Kristinsson (ÍR)
Jónþór Atli lék með Augnablik á síðasta tímabili.
69. mín

Inn:Mikael Logi Hallsson (Augnablik)
Út:Júlíus Óli Stefánsson (Augnablik)
Þreföld skipting hjá Augnablik
66. mín
MARK!

Ísak Daði Ívarsson (ÍR)
Varamaðurinn bætir við!
Augnablik missa boltann á hættulegu svæði, boltinn berst á Ísak Daða sem keyrir inn í teiginn og klárar vel.
55. mín
MARK!

Ágúst Unnar Kristinsson (ÍR)
Stoðsending: Hrafn Hallgrímsson
Stoðsending: Hrafn Hallgrímsson
Litla sendingin
Hrafn Hallgríms með sturlaða sendingu í gegnum alla vörn Augnabliks og finnur fyrrum Blikann Ágúst Unnar. Ágúst lyftir boltanum huggulega yfir Darra og þaðan í netið.
Virtist voðalega einfalt allt saman.
Virtist voðalega einfalt allt saman.
54. mín
Halldór Atli, miðvörður Augnabliks liggur niðri. Stendur upp að lokum eftir smá pepp frá stuðningsmönnum.
50. mín
ÍR sigra í körfunni
Rétt í þessu voru ÍR-ingar að sigra Stjörnuna í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta eftir dramatískar lokamínútur. Staðan því 2-1 fyrir Stjörnunni í einvíginu.
Verður þetta tvöfaldur sigur á föstudegi hjá ÍR-ingum?
Verður þetta tvöfaldur sigur á föstudegi hjá ÍR-ingum?
47. mín
ÍR-ingar byrja af krafti
Boltinn fer einhvern veginn í Arnór Sölva og þaðan í stöngina hjá Augnablik.
45. mín
Half Time Show!
Það munar ekki minna um það, Kári Ársæls kynnir inn tvo efnilega dansara sem eru með samrýnt dansatriði í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
ÍR leiðir í hálfleik
Ásmundur flautar til hálfleiks. ÍR-ingar eflaust sanngjarnt yfir. Heimamenn hafa þó fengið nokkrar álitlegar stöður sem hefði mátt nýta betur.
42. mín
Frábær varsla
Brynjar Óli glatar boltanum á skelfilegum stað, Bergvin Fannar er einn gegn markverði og lætur vaða en Darri ver vel í marki Augnabliks.
40. mín
Nú fá heimamenn hornspyrnu, Vilhelm Þráinn grípur boltann eins og æfingabolta í marki ÍR.
35. mín
Augnablik fær aukaspyrnu milli vítateigs og hliðarlínu. Spyrnan er slök og ÍR-ingar koma hættunni frá.
31. mín
Augnablik í færi
Orri Bjarkarsson sýnist mér, með lúmskt skot úr teig ÍR sem Vilhelm ver vel.
26. mín
Bergvin Fannar með skot fyrir utan teig en Darri Bergmann ver örugglega í marki heimamanna.
19. mín
MARK!

Kristján Atli Marteinsson (ÍR)
Stoðsending: Renato Punyed Dubon
Stoðsending: Renato Punyed Dubon
Kristján Atli brýtur ísinn!
Kristján Atli aleinn á nærsvæðinu og stangar boltann í netið af stuttu færi.
16. mín
Eftir smá skallatennis úr hornspyrnunni, á Hrafn Hallgríms skalla yfir mark Augnabliks.
15. mín
ÍR æða upp í skyndisókn, Arnór Sölvi tekur skot úr þröngri stöðu sem fer af varnarmanni og í hornspyrnu.
Fyrir leik
Styttist í þetta!
Liðin trítla inn á völlin, fólk byrjað að tínast inn og Kári Ársæls á micnum, allt eins og það á að vera!
Kári eflaust besti vallarþulur landsins, þó víða væri leitað.
Kári eflaust besti vallarþulur landsins, þó víða væri leitað.
Fyrir leik
20:00 í Fífunni. ÍR kemur í heimsókn í 64-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. pic.twitter.com/frTGqMsuf3
— Augnablik (@Augnablikid) April 11, 2025
Fyrir leik
Sigurvegarar einvígisins mæta Þór
Liðið sem ber sigur úr býtum í dag mætir Þórsurum í Boganum eftir rúma viku. Þór vann stórsigur á Magna í Mjólkurbikarnum í upphafi mánaðar, lokatölur 7-0.
Í sömu umferð vann Augnablik sannfærandi 4-0 sigur á Árborg á útivelli.
Í sömu umferð vann Augnablik sannfærandi 4-0 sigur á Árborg á útivelli.

Fyrir leik
ÍR hafa heillað
ÍR-ingar hafa komið eflaust mörgum á óvart nú á undirbúningstímabilinu.
Jóhann Birnir Guðmundsson tók við sem aðalþjálfari ÍR í vetur eftir að Árni Freyr Guðnason var ráðinn til Fylkis. Árni og Jóhann Birnir höfðu stýrt ÍR-liðinu saman en Jóhann Birnir er nú einn aðalþjálfari með Davíð Örvar Ólafsson sér til aðstoðar.
ÍR hefur unnið frækna sigra gegn KR og Víkingi í Reykjavíkurmótinu, ásamt því að leggja FH og Aftureldingu af velli í Lengjubikarnum. Liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslit Lengjubikarsins. En þeir lutu í lægra haldi gegn Val í vítaspyrnukeppni.
Miklar breytingar hafa verið á ÍR-liðinu frá síðasta tímabili, Jóhann telur liðið þó vera á góðum stað þrátt fyrir að hafa þurft að fylla í stór skörð.
,,Við misstum nokkra stólpa í liðinu og erum að vinna að því að koma öllum saman á réttu blaðsíðuna. Það eru nýir menn í nokkrum stöðum en kjarninn er til staðar."
Jóhann Birnir Guðmundsson tók við sem aðalþjálfari ÍR í vetur eftir að Árni Freyr Guðnason var ráðinn til Fylkis. Árni og Jóhann Birnir höfðu stýrt ÍR-liðinu saman en Jóhann Birnir er nú einn aðalþjálfari með Davíð Örvar Ólafsson sér til aðstoðar.
ÍR hefur unnið frækna sigra gegn KR og Víkingi í Reykjavíkurmótinu, ásamt því að leggja FH og Aftureldingu af velli í Lengjubikarnum. Liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslit Lengjubikarsins. En þeir lutu í lægra haldi gegn Val í vítaspyrnukeppni.
Miklar breytingar hafa verið á ÍR-liðinu frá síðasta tímabili, Jóhann telur liðið þó vera á góðum stað þrátt fyrir að hafa þurft að fylla í stór skörð.
,,Við misstum nokkra stólpa í liðinu og erum að vinna að því að koma öllum saman á réttu blaðsíðuna. Það eru nýir menn í nokkrum stöðum en kjarninn er til staðar."

Fyrir leik
Augnablik nýlentir frá Madeira
Augnablik sneru heim síðastliðinn miðvikudag frá Madeira þar sem liðið var í æfingaferð. Þeir hafa verið virkir að taka upp skemmtileg myndbönd frá ferðinni. Hér fyrir neðan má sjá eitt slíkt.
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
3. Breki Hólm Baldursson
5. Hrafn Hallgrímsson
6. Kristján Atli Marteinsson
('71)


7. Óðinn Bjarkason
('64)

9. Bergvin Fannar Helgason

11. Guðjón Máni Magnússon
('64)

13. Marc Mcausland
23. Ágúst Unnar Kristinsson
('71)


30. Renato Punyed Dubon
('75)

77. Arnór Sölvi Harðarson
- Meðalaldur 25 ár
Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
4. Sigurður Karl Gunnarsson
10. Óliver Andri Einarsson
('75)

16. Emil Nói Sigurhjartarson
('71)

18. Ísak Daði Ívarsson
('64)


19. Hákon Dagur Matthíasson
('64)


22. Jónþór Atli Ingólfsson
('71)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Stefán Þór Pálsson
Ómar Atli Sigurðsson
Andri Magnús Eysteinsson
Davíð Örvar Ólafsson
Gul spjöld:
Rauð spjöld: