Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Besta-deild kvenna
Breiðablik
38' 5
1
Stjarnan
Besta-deild kvenna
Þróttur R.
38' 1
0
Fram
Vestri
1
0
FH
Daði Berg Jónsson '38 1-0
13.04.2025  -  14:00
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Ísköld norðan gola, skýjað, -2°C
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: ca 200
Maður leiksins: Daði Berg Jónsson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
3. Anton Kralj
4. Fatai Gbadamosi
7. Vladimir Tufegdzic ('82)
8. Daði Berg Jónsson ('82)
10. Diego Montiel
28. Jeppe Pedersen ('91)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
1. Benjamin Schubert (m)
6. Gunnar Jónas Hauksson ('82)
13. Albert Ingi Jóhannsson
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
17. Guðmundur Páll Einarsson
18. Marinó Steinar Hagbarðsson
19. Emmanuel Agyeman Duah
23. Silas Songani ('91)
29. Kristoffer Grauberg Lepik ('82)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Birkir Eydal
Jón Hálfdán Pétursson
Friðrik Rúnar Ásgeirsson
Þorsteinn Goði Einarsson
Vladan Dogatovic
Vignir Snær Stefánsson
Ferran Montes I. Corominas

Gul spjöld:
Fatai Gbadamosi ('34)
Kristoffer Grauberg Lepik ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Vestri tekur stigin þrjú!! Frábær sigur heimamanna staðreynd! FH ógnaði aldrei markinu að neinu viti og Vestramenn hlægja alla leið í bankann.
94. mín
3 og hálf komnar framyfir, Vestri á markspyrnu
93. mín
Sigurður Bjartur á skot sem er beint á Guy í markinu en hann missir boltann, sem betur fer fyrir Vestra er enginn FH ingur nálægt
91. mín
Inn:Silas Songani (Vestri) Út:Jeppe Pedersen (Vestri)
90. mín
4 mínútum bætt við
88. mín
Færi FH! Fall með trúðahreinsun. Arnór fær boltann á D boganum, rennir honum á Kjartan Kára sem gefur fyrir en Dagur skallar yfir. Loksins eitthvað líf
87. mín
Enn finna FH ingar engin færi á heimamönnum
86. mín Gult spjald: Kristoffer Grauberg Lepik (Vestri)
84. mín Gult spjald: Böðvar Böðvarsson (FH)
Böddi að sækja sér áskriftarspjaldið
82. mín
Inn:Kristoffer Grauberg Lepik (Vestri) Út:Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Túfa á síðustu dropunum
82. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) Út:Daði Berg Jónsson (Vestri)
Frábær í dag en orðinn þreyttur
81. mín
Aftur skollið á hríðarbylur
78. mín Gult spjald: Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Tuð
78. mín
Hætta á teig heimamanna, Böddi á skot sem fer í varnarmann og klafs í kjölfarið sem endar á því að hendi er dæmd á Sigurð Bjart
76. mín
Túfa virkar mjög þreyttur frammi, Davíð Smári hefur ekki enn gert neinar skiptingar
74. mín
Horn FH Kjartan Kári tekur enn eitt hornið, reynir fyrirgjöf/skot sem fýkur aftur fyrir markið
72. mín
Hætta FH Skyndisókn hjá FH. Arnór er einn á einn á Eið og kemur með flottan bolta fyrir markið en sóknarmenn FH eru skrefinu of seinir í teignum.
70. mín
Vestri er að taka völdin aftur. Ekkert að frétta hjá FH þessa stundina
68. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
68. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (FH) Út:Einar Karl Ingvarsson (FH)
FH búnir með skiptingarnar
67. mín
Daði gerir vel og finnur Túfa, hann finnur Anton innfyrir vörnina en hann er hárfínt rangstæður
66. mín
Veðuruppfærsla Það er búið að stytta upp og glyttir örlítið i sól á bakvið skýin
65. mín
Ágætis kafli hjá heimamönnum. Ná nokkrum fyrirgjöfum en ekkert vesen fyrir vörn FH
64. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Morten veiðir Björn í spjald. Lenda saman og Morten dettur með tilþrifum. Nokkuð soft að mínu mati.
63. mín
Vestri nær loksins að komast upp völlinn. Daði gerir vel og vinnur aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH. Heimamenn gefa sér góðan tíma í að stilla upp
60. mín
Örlítið líf. Arnór gerir vel, klobbar einn og boltinn berst á Bödda sem rennir boltanum á Einar Karl sem reynir skot af löngu færi en hittir boltann afleitlega.
55. mín
Vildi að ég gæti sagt ykkur frá einhverju sem er að gerast en leikurinn er bara í lágdeyðu. FH ingar finna engar glufur og heimamenn ná ekki að halda í boltann þegar þeir ná honum
53. mín
Vestramenn eru búnir að leggjast í skotgrafirnar. Liggja aftarlega og leyfa FH að stimpla aftast.
49. mín
FH ingar eru komnir í þriggja manna vörn í uppspilinu. Böddi þrýstir upp vinstri vægninn og Birkir Valur spilar hátt uppi hægra megin
48. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Heimir búinn með skiptingarnar
48. mín
Vor fyrir vestan Veðrið hefur versnað ef eitthvað er, farið að bæta í snjókomuna
46. mín
Held að þessar skiptingar séu réttar, tek enga ábyrgð. Það er ljóst að Heimir er ekki sáttur við gang mála
46. mín
Inn:Ahmad Faqa (FH) Út:Bragi Karl Bjarkason (FH)
46. mín
Leikur hafinn
46. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (FH) Út:Baldur Kári Helgason (FH)
46. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Tómas Orri Róbertsson (FH)
45. mín
Hálfleikur
45+3

Dómarinn aðeins að missa tökin hérna í lok hálfleiksins. Flautar af í skyndisókn heimamanna. Stúkan ekki sátt með hann og lætur hann heyra það duglega. Heimamenn geta verið sáttir, voru með öll völd á vellinum síðari part hálfleiksins og uppskáru fallegt mark. Kaffi
45. mín
45+2

FH á aukaspyrnu á hættulegum stað við hornfánann vinstra megin. Kjartan Kári með boltann á nær en Tufa skallar í horn
45. mín
Twana? Jóhann Ægir fer í tveggja fóta tæklingu á fullri ferð, sem betur fer hittir hann ekki Anton en þetta er gult spjald að lágmarki. Hvað gerir Twana? Innkast.
44. mín
Það er stemmning í Vestramönnum, stúkan farin að láta heyra í sér og þeir eru ofan á í baráttunni á vellinum.
38. mín MARK!
Daði Berg Jónsson (Vestri)
Stoðsending: Anton Kralj
Daði Berg kominn á blað!! Frábært mark! Vestramenn vinna sig upp völlinn, Anton nær að koma boltanum á Daða sem vinnur návígið við Bödda og rennir boltanum í netið. Vestri eru búnir að vera að hóta þessu!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
34. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Vestri)
Morten býr til hættu úr engu með lélegum skalla inn á miðjuna og Fatai tekur spjaldið á sig, fer aftan í Grétar Snæ.
29. mín
Eiður að dreifa pósti Önnur góð sending frá Eið á Fall sem er í góðri stöðu hægra megin en nær ekki góðri fyrirgjöf. Eiður er að finna glufur á FH vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

28. mín
Sípustu mínútur hafa verið eign Vestra, eru að sýna meira sjálfstraust á boltanum.
24. mín
Dauðafæri Vestri!!! Eiður rennir boltanum á Daða sem á snilldar snertingu inn fyrir á Diego Montiel sem er í dauðafæri en er of lengi að athafna sig en Birkir Valur bjargar á ögurstundu með frábærri tæklingu!
21. mín
Fatai!! Vestri ná góðri skyndisókn, vinna boltann upp vinstri kantinn, gefa boltann út þar sem Fatai hamrar boltann á lofti langt fyrir utan teig, skot hans fer í varnarmann og hefði hæglega getað endað inni en boltinn fer hárfínt framhjá!
20. mín
Ekkert kemur úr horninu en FH heldur pressu og að lokum gerir Guy Smit vel og grípur inní af hugrekki og handsamar boltann.
18. mín
Hurð skellur nærri hælum FH ingar ná að leika boltanum í teignum hægra megin. Dagur Traustason nær ekki að komast í fyrirgjöf Birkis og Fall nær að bjarga í horn á síðustu stundu. Besta færi leiksins hingað til. Skemmtileg vippa frá Tómasi Orra í aðdragandanum,
17. mín
Lítið að gerast þessa stundina. Jafnt á með liðunum
12. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (FH)
Tekur Túfa niður á miðjum vellinum eftir flottan þríhyrning við Daða Berg. Hárrétt.
9. mín
Hundur á vellinum Eiður Aron byrjaður að éta fyrirgjafir. FH ingar aðeins að taka völdin þegar gulur Labrador fær nóg og hleypur inn á völlinn.
Mynd: Guðjón Elmar

6. mín
Annað horn Boltinn berst út á Kjartan Kára í teignum sem hittir boltann vel en beint í fangið á Guy í markinu. Fast skot.
4. mín
FH á horn Einar Karl gefur fyrir en Twana dæmir á eitthvað klafs í teignum. Bæði þið með klassíkar þreifingar.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað! Vestri er með vindinn í bakið í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Þetta er að bresta á Liðin eru að ganga út á völlinn. Rækjuborgararnir fljúga út í sjoppunni og fólk er með kaffi í æð í kuldanum í stúkunni. Veðrið hefur sennilega áhrif á mætinguna en það eru ca 100 manns mættir á völlin og fleiri týnast til. Sammi leggur til að fólk sitji þétt í stúkunni.
Fyrir leik
Bekkurinn Það kennir ýmissa grasa á bekknum hjá báðum liðum. Hjá FH er galdramaðurinn Björn Daníel á bekknum og kemur vonandi við sögu í dag. Gils Gíslason skoraði 3 mörk í lengjubikarnum er þar einnig. Þá eru Kristján Flóki, Ahmad Faqa og Sigurður Bjartur nöfn sem eru líkleg til að koma við sögu í dag.

Hjá Vestra er sænski eistinn Kristoffer Grauberg á bekknum, alvöru stykki sem getur djöflast í seinni hálfleik. Vigurbolinn Gunnar Jónas Hauksson og Ganverjinn Emmanuel Agyeman Duah eru áhugverðir spilarar sem gætu sett mark sitt á leikinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjunarliðin Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, er með óbreytt lið frá 1-1 jafnteflinu gegn Val í fyrstu umferðinni.

Hann er þá með tvo efnilega stráka á bekknum þá Marinó Steinar Hagbarðsson og Albert Inga Jóhannsson á bekknum en báðir eru fæddir árið 2009.

Heimir Guðjónsson gerir eina breytingu á liði FH. Markaskorari liðsins gegn Stjörnunni, Dagur Traustason, kemur inn í liðið í stað Sigurðar Bjarts Hallssonar.

Dagur kom inn af bekknum í fyrstu umferðinni og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapinu á Samsung-vellinum.
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrir leik
Dómarinn Sýrlenski pylsusalinn og ólíkindatólið Twana Khalid Ahmed verður á flautunni í dag. Frábær dómari á sínum degi en hefur átt sína umdeildu daga. Mæli með að lesa um hann, áhugaverður maður.

Draumurinn rættist

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
FH FH töpuðu sínum fyrsta leik gegn Stjörnunni, voru þó inní leiknum lengst af og "draugamark" þurfti til að brjóta ísinn. Hlutabréfin í FH hafa verið rauð núna rétt fyrir mót, voru slakir í Lengjubikarnum og misstu sterka menn úr hópnum. Heimir er þó slægur og mun án efa ná í stig hér og þar í sumar og jafnvel koma á óvart. Þessi leikur gæti skilgreint þá að vissu leiti fyrir sumarið, verða þeir áfram alvöru klúbbur sem berst í efri hlutanum eða verða þeir í brasi í sumar?

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vestri Heimamenn hófu tímabilið með látum ef svo má segja, náðu í gríðarlega sterkt stig á Hlíðarenda gegn Val Reykjavík. Fáir hafa mikla trú á Vestra í ár, hafa misst marga lykilleikmenn frá sér og rekstur liðs í efstu deild á Ísafirði er þungur. Þeir hafa þó styrkt sig talsvert rétt fyrir mót og árangurinn í Lengjubikarnum var bara þokkalegur, 7 stig í 5 leikjum. Ljóst er að heimavöllurinn, sem Vestri hefur frá byrjun móts ólíkt í fyrra, verður að vega þungt og Davíð Smári og dátar hans stefna á 3 stig í dag, það er alveg klárt.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin á Ísafjörð! Hér verður bein textalýsing frá leik Vestra og FH í Bestu deild karla á Kerecisvellinum á Ísafirði
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
6. Grétar Snær Gunnarsson ('48) ('68)
7. Kjartan Kári Halldórsson
11. Bragi Karl Bjarkason ('46)
18. Einar Karl Ingvarsson ('68)
21. Böðvar Böðvarsson (f)
23. Tómas Orri Róbertsson ('46)
27. Jóhann Ægir Arnarsson
36. Dagur Traustason
37. Baldur Kári Helgason ('46)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Ahmad Faqa ('46)
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('68)
10. Björn Daníel Sverrisson ('46)
32. Gils Gíslason
34. Óttar Uni Steinbjörnsson
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
45. Kristján Flóki Finnbogason ('48) ('68)
90. Arnór Borg Guðjohnsen ('46)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Grétar Snær Gunnarsson ('12)
Björn Daníel Sverrisson ('64)
Kristján Flóki Finnbogason ('78)
Böðvar Böðvarsson ('84)

Rauð spjöld: