Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
Fram
4
2
Breiðablik
0-1 Óli Valur Ómarsson '17
0-2 Tobias Thomsen '38
Sigurjón Rúnarsson '72 1-2
Kennie Chopart '75 2-2
Guðmundur Magnússon '80 3-2
Guðmundur Magnússon '82 4-2
13.04.2025  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maður leiksins: Guðmundur Magnússon - Fram
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva ('87)
11. Magnús Þórðarson ('66)
12. Simon Tibbling
16. Israel Garcia
19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
7. Guðmundur Magnússon ('66)
17. Adam Örn Arnarson
21. Óliver Elís Hlynsson
25. Freyr Sigurðsson
30. Kristófer Konráðsson
32. Hlynur Örn Andrason
71. Alex Freyr Elísson ('87)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Kirian Elvira Acosta

Gul spjöld:
Simon Tibbling ('55)
Fred Saraiva ('58)
Guðmundur Magnússon ('94)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Skýrslan: Dalur draumanna stendur undir nafni
Hvað réði úrslitum?
Hér varð hrun! Íslandsmeistararnir virkuðu kærulausir eftir að hafa komist 2-0 yfir. Framarar voru bitlausir í fyrri hálfleik en árásargirnin blossaði upp í seinni hálfleiknum, trú skapaðist og heimamenn sýndu gríðarlegan karakter.
Bestu leikmenn
1. Guðmundur Magnússon - Fram
Kom inn af bekknum á 66. mínútu og færði liðinu miklu meira bit. Hann skoraði sjálfur tvívegis og sýndi glögglega mikilvægi sitt fyrir þetta lið.
2. Sigurjón Rúnarsson - Fram
Kom Fram á bragðið. Grindvíski varnarmaðurinn var öflugur og Rúnar Kristins talaði um hann sem gullmola í viðtali eftir leik.
Atvikið
Fram skoraði fjögur mörk á ótrúlegum tíu mínútna kafla. Atvik leiksins er þegar endurkoman var fullkomnuð.
Hvað þýða úrslitin?
Breiðablik er strax búið að missa af stigum og í samkeppninni við Víking má ekki búast við miklu svigrúmi til að misstíga sig. Þessi úrslit geta gefið Framliðinu byr undir báða vængi.
Vondur dagur
Blikar létu keyra yfir sig og voru hreinlega linir. Halldór Árnason mun fá gagnrýni fyrir skiptingarnar í stöðunni 2-0, varamennirnir komu ekki sterkir inn en það sem upp úr stendur er þetta óvænta andleysi og hreinlega hræðsla sem blossaði upp hjá Íslandsmeisturunum.
Dómarinn - 7
Blikar voru óánægðir með línuna hjá ÞÞÞ. Þetta var erfiður leikur að dæma en dómarinn var með stóru ákvarðanirnar réttar að ég tel og við horfum mest til þess.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('66)
9. Óli Valur Ómarsson
11. Aron Bjarnason ('66)
13. Anton Logi Lúðvíksson ('86)
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman ('46)
77. Tobias Thomsen
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær ('86)
4. Ásgeir Helgi Orrason
10. Kristinn Steindórsson ('66)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson ('66)
24. Viktor Elmar Gautason
25. Tumi Fannar Gunnarsson
29. Gabríel Snær Hallsson ('46)
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('31)
Tobias Thomsen ('44)
Arnór Gauti Jónsson ('52)
Haraldur Björnsson ('57)
Valgeir Valgeirsson ('66)
Anton Logi Lúðvíksson ('69)

Rauð spjöld: