Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
Í BEINNI
Besta-deild karla
KR
LL 5
0
ÍA
Valur
3
0
Þór/KA
Jordyn Rhodes '61 , víti 1-0
2-0 Kolfinna Eik Elínardóttir '70 , sjálfsmark
Fanndís Friðriksdóttir '87 3-0
27.04.2025  -  17:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
3. Sóley Edda Ingadóttir
6. Natasha Anasi
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
9. Jasmín Erla Ingadóttir ('94)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('94)
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('56)
30. Jordyn Rhodes ('82)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
20. Björk Björnsdóttir (m)
5. Bryndís Eiríksdóttir ('56)
13. Nadía Atladóttir ('82)
16. Elín Metta Jensen ('94)
17. Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('94)
24. Auður Björg Ármannsdóttir
26. Ása Kristín Tryggvadóttir
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín
Fjalar Þorgeirsson
Helgi Freyr Þorsteinsson

Gul spjöld:
Jasmín Erla Ingadóttir ('35)
Elísa Viðarsdóttir ('46)
Lillý Rut Hlynsdóttir ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur Vals staðreynd sem fer í toppsætið með sjö stig.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín
Inn:Arnfríður Auður Arnarsdóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
94. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Valur) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
93. mín
Jasmín Erla með skot eftir snarpa sókn Vals en Jessica vel á verði og ver.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma að lágmarki.
89. mín
Inn:Emelía Ósk Kruger (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
89. mín
Inn:Hildur Anna Birgisdóttir (Þór/KA) Út:Kolfinna Eik Elínardóttir (Þór/KA)
89. mín
Inn:Angela Mary Helgadóttir (Þór/KA) Út:Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
89. mín
Kimberley Dóra með hörkuskot af vítateigslínu en Tinna Brá ver virkilega vel í horn.
87. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Klára þetta endanlega
Fanndís með boltann úti á kanti og lætur bara vaða á nærstöngina. Jessica í boltanum en skóflar honum nánast sjálf yfir marklínuna.
86. mín
Gestirnir reyna og reyna en tekst ekki að finna opnanir á þéttri vörn Vals sem staðið hefur gríðarlega vel í leiknum.
82. mín
Inn:Nadía Atladóttir (Valur) Út:Jordyn Rhodes (Valur)
82. mín
Kimberley Dóra með skot úr teignum en setur boltann yfir.
79. mín Gult spjald: Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
77. mín
Dauðafæri Vals
Hröð sókn Vals upp völlinn. Boltinn á Jordyn úti til hægri sem finnur Fanndísi í teignum sem á skot af stuttu færi sem fer af leikmanni Þór/KA í stöngina og afturfyrir.

Ekkert kemur upp úr horninu í kjölfarið.
75. mín
Inn:Amalía Árnadóttir (Þór/KA) Út:Bríet Fjóla Bjarnadóttir (Þór/KA)
73. mín
Hætta í teig Vals
Boltinn fær að skoppa í teignum eftir aukaspyrnu af miðlínu. Sandra María í baráttu við Natöshu en lyftir boltanum yfir markið.
70. mín SJÁLFSMARK!
Kolfinna Eik Elínardóttir (Þór/KA)
Valskonur tvöfalda
Aftur er það Fanndís sem leikur lykilhlutverk. Fær boltann í svæði úti til hægri og keyrir upp að endamörkum. Setur boltann fyrir þar sem boltinn hrekkur af Kolfinnu sem var í baráttu við Jasmín um boltann í netið.
67. mín
Bríet Fjóla reynir skot úr teignum eftir ágæta sókn Þór/KA. Nær litlum krafti í það og boltinn örugglega í fang Tinnu.
64. mín
Skyndisókn Vals Ragnheiður Þórunn ber boltann upp með Fanndísi sér til stuðnings. Leggur boltann fyrir Fanndísi hægra megin sem er alein og keyrir inn á teiginn, nær skotinu í fjærhornið en Jessica bjargar með góðri vörslu.
61. mín Mark úr víti!
Jordyn Rhodes (Valur)
Öruggt
Ekkert að flækja þetta. Boltinn þéttingsfast á markið og Jessica er sigruð.

Opnar þetta leikinn aðeins?
61. mín
Valur er að fá vítaspyrnu
Fanndís Friðriksdóttir með fyrirgjöf frá hægri sem smellur í hendi Bríetar. Þórður hugsar sig aðeins um og bendir svo á punktinn.

Réttur dómur.
58. mín
Margrét Árnadóttir í hörkufæri í teig Vals. Fær boltann hægra megin í teignum og nær að leggja hann fyrir sig en skot hennar af varnarmanni og afturfyrir.
56. mín
Inn:Bryndís Eiríksdóttir (Valur) Út:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Valur)
52. mín
Fer rólega af stað hér líkt og í fyrri hálfleik.
46. mín Gult spjald: Elísa Viðarsdóttir (Valur)
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Engar sjáanlegar breytingar sjáanlegar á liðunum. Gestirnir sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur hér á N1-vellinum eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik. Bæði lið átt stuttar rispur en þess á milli hefur tempóið í leiknum fallið nokkuð.

Komum aftur með síðari hálfleik að vörmu spori.
45. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti tvær mínútur.
45. mín
Margrét Árnadóttir í færi
Sandra María gerir vel úti til hægri og kemur boltanum inn á teiginn. Þar mætir Margrét í fínu færi en hittir hreinlega ekki boltann.
43. mín
Valur ógnar
Fanndís með boltann fyrir frá hægri. Jordyn hristir af sér varnarmann og reynir skotið úr teignum en hittir boltann illa sem fer hættulaust í fang Jessicu.
38. mín
Þór/KA bætir í
Sandra María í óvæntu færi í teignum, Tinna Brá er mætt af línunni og reynir Sandra að lyfta boltanum yfir hana. Stefnan ekki rétt og boltinn framhjá.
35. mín
Dauðafæri fer forgörðum!
Valur brunar upp í skyndisókn. Fanndís með boltann inn á teig Þór/KA þar sem Ragnheiður er alein gegn Jessicu en setur boltann beint á hana af markteig.

Langbesta færi leiksins.
35. mín Gult spjald: Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
Keyrir í bakið á Söndru sem er að snúa að marki.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Sandra María í skotfæri fyrir gestina vinstra megin í teignum eftir ágæta skyndisókn. Nær skotinu en hittir ekki á rammann.
29. mín
Anna Rakel með laglegan sprett að vítateig Þór/KA og ágætis skot. Jessica þó vel staðsett og á ekki í teljandi vandræðum með að handsama knöttinn.
21. mín
Fanndís keyrir inn á teiginn frá hægri, nær að búa sér til pláss til að láta vaða en skot hennar beint á Jessicu í marki Þór/KA.

Valsliðið ögn að bæta í tempóið eftir heldur hæga byrjun á leiknum.
16. mín
Lið Vals að stíga upp Jordyn í fínu færi í teignum eftir að lið Vals vinnur boltann hátt á vellinum. Alein en nær ekki stýra skallanum á markið.
12. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins
Fellur í skaut Vals.
6. mín
Ragnheiður Þórunn fær boltann við vítateig Þór/KA. Jessica er mætt i skógarhlaup en Ragnheiður nær ekki að gera sér mat úr því og fer skot hennar rakleitt í varnarmann og gestirnir hreinsa.
5. mín
Fer nokkuð rólega af stað hér á N1 vellinum. Liðin að þreifa fyrir sér en bæði að flýta sér um of oft sóknarlega. Ekkert hættulegt færi litið dagsins ljós.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru heimakonur sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Adda spáir í spilin Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Adda, spáir í 3. umferð Bestu deildar kvenna sem fer af stað með þremur leikjum í dag en lýkur á þriðjudaginn.

Um leikinn á N1-vellinum segir Adda.

Valur 2-1 Þór/KA
Stórleikur umferðarinnar. Valur á heimavelli tapa ekki fleiri stigium i sumar þar. Sandra Maria kemur sér á markatöfluna, Fanndís og Rakel með mörk Vals.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómari dagsins Þórður Þorsteinn Þórðarson er með flautuna á N1-vellinum. Honum til aðstoðar eru Guðni Freyr Ingvason og Jovan Subic. Fjórði dómari er Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson og eftirlitsmaður KSÍ Ólafur Ingi Guðmundsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri viðureignir í efstu deild frá aldamótum
42 leiki hafa liðin leikið innbyrðis í efstu deild frá aldamótum. Valur hefur haft sigur í 25 þeirra, 10 hefur lokið með jafntefli og 7 sinnum hefur lið Þór/KA borið sigur úr býtum.

Markatalan er svo 123-48 Val í vil.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Valur
Það er önnur ára yfir liði Vals nú í upphafi móts en síðustu ár. Brotthvarf Péturs Péturssonar af hliðarlínunni vegur þar þungt en lið Vals er nú byggt upp á öðrum gildum en undir stjórn Péturs.

Liðið rétti úr kútnum í annari umferð með 2-0 sigri á FHL á Reyðarfirði eftir að hafa gert markalaust jafntefli gegn liði FH í fyrstu umferð.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þór/KA
Gestirnir af norðurlandi mæta til leiks í toppsæti deildarinanr með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Eftir sigra á liðum Víkings og Tindastóls í fyrstu tveimur umferðunum bíður nú stóra verkefnið í leik gegn Val.

Sóknarlega hefur lið Þórs/KA komið vel undan vetri eins og tölfræðin sýnir enda liðið gert 6 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Liðið á þó enn inni sóknarlega en markadrottningin Sandra María Jessen hefur ekki skorað neitt af þessum sex mörkum sem liðið hefur gert nú þegar. Nokkuð ótrúlegt þegar horft er til þess að hún skoraði 22 af 42 mörkum Þór/KA í deildinni í fyrra.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sú Besta á fleygiferð Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Vals og Þór/KA í þriðju umferð Bestur deildar kvenna. Flautað verður til leiks á N1-vellinum klukkan 17:00.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
20. Jessica Grace Berlin (m)
3. Kolfinna Eik Elínardóttir ('89)
8. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('89)
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
18. Bríet Jóhannsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('89)
23. Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('75)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('89)
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('89)
7. Amalía Árnadóttir ('75)
11. Emelía Blöndal Ásgeirsdóttir
13. Sonja Björg Sigurðardóttir
15. Eva S. Dolina-Sokolowska
17. Emelía Ósk Kruger ('89)
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Haraldur Ingólfsson
Diljá Guðmundardóttir
Sigurbjörn Bjarnason
Jóhann Hilmar Hreiðarsson
Eva Rut Ásþórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: