Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
ÍA
0
0
KA
04.05.2025  -  17:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Dómarinn Gunnar Oddur Hafliðason verður með flautuna í þessum leik, en honum til aðstoðar verða Ragnar Þór Bender og Bergur Daði Ágústsson.

Eftirlitsmaður KSÍ er Egill Már Markússon og varadómari er Jóhann Ingi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
KA sótti sinn fyrsta sigur í síðustu umferð KA byrjaði tímabilið á 2-2 jafntefli gegn KR en eftir það komu tveir tapleikir gegn Víking 4-0 og Val 3-1. Í síðustu umferð náðu þeir hinsvegar í sinn fyrsta sigurleik í deildinni gegn FH þar sem þeir unnu 3-2. Markaskorun hefur ekki verið vandamál hjá KA en þeir hafa fengið flest mörk á sig í deildinni.

Þeir muna því væntanlega vilja þétta varnarleikinn í þessum leik og tengja tvo sigurleiki saman.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA
Fyrir leik
Skagamenn tapað þrem í röð Eftir góða byrjun á tímabilinu með 1-0 sigri gegn Fram í opnunarleiknum hefur gengi Skagamanna ekki verið gott. Þeir töpuðu 2-1 gegn Stjörnunni í næsta leik og 2-0 gegn Vestra í leiknum þar á eftir. Í síðustu umferð fengu þeir svo alvöru skell þar sem þeir töpuðu 5-0 fyrir KR.

Þeir munu því leitast eftir því að koma tímabili sínu aftur á beina braut með sigri hér í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA
Fyrir leik
Besta deildin heilsar! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik ÍA og KA í 5. umferð Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður spilaður á Elkem vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: