Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
Afturelding
3
0
Stjarnan
Hrannar Snær Magnússon '9 1-0
Georg Bjarnason '57 2-0
Aron Jóhannsson '64 3-0
05.05.2025  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild karla
Aðstæður: Glæsilegar aðstæður til knattspyrnuiðkunar
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 545
Maður leiksins: Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Byrjunarlið:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson ('66)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('88)
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('88)
19. Sævar Atli Hugason ('78)
20. Benjamin Stokke ('78)
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('78)
8. Aron Jónsson ('66)
9. Andri Freyr Jónasson ('88)
11. Arnór Gauti Ragnarsson
21. Þórður Gunnar Hafþórsson ('78)
22. Rikharður Smári Gröndal
27. Enes Þór Enesson Cogic ('88)
30. Oliver Sigurjónsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Bjartur Bjarmi Barkarson ('67)

Rauð spjöld:
@Hilmarjokull Hilmar Jökull Stefánsson
Skýrslan: Eldingunni laust niður á Stjörnuna
Hvað réði úrslitum?
Afturelding mættu bara grimmari til leiks og nýtti vel þau færi sem liðið fékk. Stjarnan aftur á móti var eins og svart og hvítt á milli fyrri og seinni hálfleiks þar sem liðið sá ekki til sólar í þeim seinni og var yfirspilað trekk í trekk af heimamönnum. Góðir boltar Aftureldingar inn fyrir bakverði Stjörnunnar áttu stóran þátt í þessum sigri þar sem kantmenn heimamanna komust oft í álitlegar sóknir þannig.
Bestu leikmenn
1. Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Hrannar átti frábæran leik á vinstri kantinum þar sem hann skoraði glæsilegt fyrsta mark leiksins og komst ítrekað inn fyrir vörn Stjörnunnar. Hrannar átti einnig stundum þátt í því að vinna boltann af Stjörnunni ofarlega á vellinum og með mark, frábær hlaup og almenna ógn var hann besti maður vallarins.
2. Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Elmar Kári er uppalinn í Aftureldingu og sýndi með frammistöðu sinni á hægri kantinum í dag að það er bæði hægt að vera með gæði og spila með hjartanu. Nánast sama hvað Stjörnumenn reyndu til að stoppa hann þá gátu þeir það oftast ekki. Hann tók menn á, tengdi spilið vel við samherja sína og ógnaði ítrekað. Óheppinn að skora ekki en hann átti það góðan leik að hann þarf ekki mark til að vera valinn næst besti maður vallarins.
Atvikið
Það væri hægt að telja upp öll mörk Aftureldingarinnar en á 2. mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks á Sindri Þór sendingu fram völlinn á Emil Atla sem gerir hreinlega ekkert af sér, nær boltanum fyrir lappirnar sínar og skorar en Twana dæmir brot á Emil. Undirritaður er að vísu búinn að sjá þetta aftur, annað en Twana, en það sést mjög vel að Gunnar Bergmann bakkar hreinlega inn í Emil Atla og fellur við. Rangur dómur og það hefði mögulega breytt einhverju hefði verið 1-1 í hálfleik en ekki 1-0 fyrir heimamenn.
Hvað þýða úrslitin?
Afturelding spyrnir sér rækilega úr fallsæti og kemur sér upp í 7 stig, upp fyrir Stjörnuna, og upp í 6. sæti Bestu-deildarinnar. Þessi sigur hlýtur líka að þýða alveg heilan helling fyrir fremur óreyndan Bestu-deildar hóp Aftureldingar, þar sem þeir sigruðu ekki bara Stjörnuna, heldur gjörsigruðu þá. Stjarnan aftur á móti er í alvöru brasi. Liðið hefur nú tapað síðustu þremur leikjum í röð í Bestu-deildinni og það má með sanni segja að Stjarnan úr Garðabæ hafi ekki séð til sólar í þessum leik.
Vondur dagur
Bakverðir Stjörnunnar áttu ekki sjö dagana sæla í kvöld. Þeir Örvar Logi og Baldur Logi í bakvörðum Stjörnunnar áttu í stökustu vandræðum með hraðann og leiknina í Hrannari Snæ og Elmari Kára og ekki hjálpaði það til að þeir kumpánar á köntunum komust ítrekað inn fyrir þá Baldur og Örvar og þannig fengu heimamenn flest sín færi.
Dómarinn - 5
Í dálknum hérna til hliðar má sjá af hverju Twana fær 5 en ekki 8 í einkunn fyrir þennan leik. Mjög vel dæmdur leikur en stórt atvik undir lok fyrri hálfleiks sem var einfaldlega rangt dæmt.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
5. Guðmundur Kristjánsson (f) ('78)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson ('61)
10. Samúel Kári Friðjónsson ('38)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason ('61)
22. Emil Atlason
23. Benedikt V. Warén
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('61)
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
14. Jón Hrafn Barkarson ('61)
17. Andri Adolphsson ('61)
19. Daníel Finns Matthíasson ('38)
24. Sigurður Gunnar Jónsson
29. Alex Þór Hauksson ('78)
43. Gísli Snær Weywadt Gíslason
49. Aron Freyr Heimisson
99. Andri Rúnar Bjarnason ('61)
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Egill Atlason
Hákon Ernir Haraldsson
Garpur I Elísabetarson
Aleksandar Cvetic

Gul spjöld:
Emil Atlason ('46)
Alex Þór Hauksson ('90)

Rauð spjöld: