De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Keflavík
0
1
Þróttur R.
Nacho Heras '45
0-1 Liam Daði Jeffs '84
09.05.2025  -  19:15
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Smá blástur, blautt og kalt
Maður leiksins: Aron Snær Ingason
Byrjunarlið:
21. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras
6. Sindri Snær Magnússon (f)
7. Gabríel Aron Sævarsson ('68)
11. Muhamed Alghoul ('85)
18. Ernir Bjarnason ('68)
20. Marin Brigic
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Eiður Orri Ragnarsson ('85)
92. Kári Sigfússon ('46)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('85)
9. Valur Þór Hákonarson ('85)
14. Marin Mudrazija ('68)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('46)
25. Frans Elvarsson ('68)
- Meðalaldur 29 ár

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('33)
Nacho Heras ('45)

Rauð spjöld:
Nacho Heras ('45)
Leik lokið!
Þróttarar sækja hér sterkan sigur til Keflavíkur!

VIðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín
Við siglum inn í síðustu mínútu af uppbótartímanum.
91. mín
Það eru Keflvíkingar sem pressa stíft!
91. mín
Fjórar mínútur í uppbót
89. mín
Flottur bolti á fjærstöngina frá Axel Inga og Ari Guðmunds missir af honum en Keflavík fær horn.

Ekkert sem kom úr því horni.
88. mín
Inn:Kolbeinn Nói Guðbergsson (Þróttur R.) Út:Aron Snær Ingason (Þróttur R.)
Sennilega verið besti maður vallarins í kvöld.
85. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Eiður Orri Ragnarsson (Keflavík)
85. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Muhamed Alghoul (Keflavík)
84. mín MARK!
Liam Daði Jeffs (Þróttur R.)
Stoðsending: Viktor Andri Hafþórsson
ÞRÓTTUR KEMST YFIR!! Þróttarar færa boltann vel úti hægra meginn og með sólina í augunum sá ég ekki hver það var sem átti þessa fyrirgjöf en ég sá frábæran skalla frá Liam Daða Jeffs!

ÞRÓTTUR LEIÐIR!
81. mín
Axel Ingi gerir frábærlega úr erfiðri stöðu og vinnur horn fyrir Keflavík.
78. mín
Axel Ingi með tilraun yfir markið.
77. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.) Út:Benóný Haraldsson (Þróttur R.)
72. mín
Þróttur leita af Liam Daða Jeffs inn á teig en flaggið á loft.
70. mín
Hornspyrna sem fellur á fjær fyrir Frans Elvarsson en Þróttarar ná að henda sér fyrir skotið.
69. mín
Keflavík eru að banka og hóta marki! Hafa verið líklegri síðustu mínútur.
68. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Ernir Bjarnason (Keflavík)
68. mín
Inn:Marin Mudrazija (Keflavík) Út:Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
63. mín
Keflavík með hornspyrnu og skalli að marki sem er bjargað á línu hjá Þrótti. Sá bara að Muhamed Alghoul tók hornspyrnuna en ekkert hverjir áttu svo í hlut inni í þvögunni í teignum.

Keflavík nálægt því að komast yfir manni færri.
62. mín
Inn:Viktor Steinarsson (Þróttur R.) Út:Eiður Jack Erlingsson (Þróttur R.)
62. mín
Inn:Liam Daði Jeffs (Þróttur R.) Út:Jakob Gunnar Sigurðsson (Þróttur R.)
58. mín
Sindri Snær með tilraun framhjá markinu og vildi fá horn en fær ekki.
55. mín
Kári Kristjáns að reyna hnoða sig í gegn inn á teig en Keflavík kemur þessu burt.
50. mín
DAAAUÐAFÆRRI!!! Þróttur nær flottu spili og Aron Snær kemur boltanum fyrir markið á Jakob Gunnar sem er með opið mark fyrir framan sig en nær á ótrúlegan hátt að setjan í hendurnar á Sindra Kristinn sem liggur í gagnstæðu horni en ekki í opið markið!

Þarna átti Þróttur að komast yfir!
49. mín
Vindurinn er að leika Þróttarana grátt.
46. mín
Keflavík sparkar þessu af stað aftur..

Nú eru þeir með vindinn í bakið.
46. mín
Inn:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík) Út:Kári Sigfússon (Keflavík)
45. mín
Hálfleikur
Það er flautað til hálfleiks í miðri ringulreið en það eru Keflvíkingar sem ganga til búningsklefa einum færri fyrir seinni hálfleikinn.

Þetta var áhugaverð atburðarrás og hleypir svo sannarlega leiknum upp í loft fyrir seinni hálfleik.
45. mín Rautt spjald: Nacho Heras (Keflavík)
Fær tvö gul á mettíma og rautt!!!

Jaaaahérnahér!!!!

Keflavík vildi fá vítaspyrnu sem þeir fengu ekki og Nacho lét einhver vel valin orð falla greinilega og hélt svo bara áfram eftir að hafa fengið gult og rauða spjaldið sveiflast svona 8x en ég er nokkuð viss um að það hafi bara verið ætlað Nacho Heras eða ég sá allavega bara hann ganga svo af velli.
45. mín Gult spjald: Nacho Heras (Keflavík)
45. mín
Þróttarar koma boltanum fram og hann fer í gegnum varnarlínu Keflavíkur og til Arons Snæs Ingasonar sem fer illa með hrikalega gott tækifæri þarna og á laflaust skot beint á Sindra Kristinn.
42. mín
Keflavík aðeins að færast ofar á völlinn.
40. mín
Aðeins að birta til í veðri, spurning hvort það skili sér inn á völl.
37. mín
Benóný Haraldsson með tilraun sem Sindri Kristinn slær yfir markið.
34. mín
Veðrið að snarversna hérna. Bætir í bæði rigningu, vind og ský farið fyrir sólu.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
33. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
29. mín
Dauðafæri! Eiríkur með frábæran bolta í hlaup hjá Aroni Snær sem er kominn einn á móti Sindra Kristinn sem lokar frábærlega á hann!

Þetta var tækifæri fyrir Þrótt!
25. mín Gult spjald: Brynjar Gautur Harðarson (Þróttur R.)
Stöðvar Ásgeir Pál ólöglega.
24. mín
Þróttarar með bolta fyrir markið sem fer rétt yfir Jakob Gunnar og er of þröngt fyrir Aron Snær sem nær ekki að stýra þessu að marki.
22. mín
Keflvíkingar að banka núna. Eiður Orri með bolta fyrir markið og Kári Sigfússon nær sneringu en boltinn fer á fjærstöng þar sem Muhamed Alghoul pikkar hann upp og reynir að halda sókninni lifandi en Þróttarar ná að koma þessu burt.
20. mín
Færi! Frábær bolti fyrir markið og Eiður Orri nær að stinga sér á milli varnarmanna en frábærlega varið frá Þórhalli Ísak. Þröngt færi en Þórhallur Ísak náði að gera sig stóran og loka á þetta.
18. mín
Þróttarar stýra svolítið ferðinni en Keflavík eru hættulegir þegar þeir komast í hraða sókn.
17. mín
Sindri Kristinn hittil boltann illa og hann skopar afturfyrir og í horn.
14. mín
EIður Orri liggur utan vallar og fær aðhlyningu.
12. mín
Keflavík að færa sig ofar völlinn. Kári Sigfússon með flottan sprett upp völlinn og kemur boltanum svo fyrir markið þar sem Gabriel Aron mætir á nærstöngina en skotið í stöngina.
9. mín
Færi! Gabríel Aron í úrvalsfæri með nægan tíma á fjærstönginni en á laflaust skot á markið.

Þarna átti hann að gera betur!
8. mín
Þróttarar eru hættulegri þessar fyrstu mínútur.
5. mín
Flottur bolti fyrir markið og Jakob Gunnar nær snertingu en nær ekki að leggja boltann fyrir sig.
4. mín
Fínasta spyrna fyrir markið en Þróttarar ná ekki að stýra skallanum á markið.
4. mín
Þróttarar fá fyrsta horn leiksins
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað og það eru gestirnir í Þrótti sem eiga upphafssparkið.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Bjarki Björn fylgir á eftir Júlíusi Mar Júlíussyni sem var með fjóra leiki rétta þegar hann spáði í fyrstu umferðina.

Keflavík 2 - 1 Þróttur
Keflvíkingarnir erfiðir heim að sækja á grasið. Verður þægilegt 2-0 áður en Gunnlaugur Fannar brýtur af sér inni í teig og Þróttarar minnka muninn en nær komast þeir ekki.

Fyrir leik
Leiðin úr Lengjunni Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í knattspyrnu. Við munum í sumar gefa Lengjudeildinni góð skil og fara yfir allt það helsta sem gerist í Lengjudeildinni.

Í þessum þætti rennum við yfir fyrstu umferðina og gerum hana upp. Lengjudeildin ver skemmtilega af stað enda skemmtilegasta deild landsins.

Fyrir leik
Keflavík Keflavík áttu góða ferð inn í Egilshöll í síðustu umferð þar sem þeir mættu Fjölni í fyrstu umferð.
Fjölnir komust yfir með stórbrotnu marki frá Brynari Gauta Guðjónssyni en Gabríel Aron Sævarsson jafnaði leikinn stuttu fyrir hálfleik. Í síðari hálfleik bættu Keflvíkingar við tveimur mörkum frá Nacho Heras og Muhamed Alghoul og nokkuð þægilegur sigur staðreynd.

Keflvíkingar á toppnum með þrjú stig ásamt Selfoss og ÍR en markatalan er þeim í hag. Þeirra bíður verðugur mótherji hér í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þróttur Reykjavík Þróttarar fengu Leiknismenn í heimsókn í fyrstu umferð á Avis völlinn. Leikur sem komst aldrei í aðmennilegt flæði en Þróttarar komumst snemma yfir með marki frá Aroni Snæ Ingasyni. Snemma í síðari hálfleik jöfnuðu Leiknismenn með marki frá Axel Frey Harðarsyni og þar við sat.

Eitt stig á töflunni og erfiður útivöllur sem bíður þeirra í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þriðja liðið Þórður Þorsteinn Þórðarson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Guðmundur Ingi Bjarnason og Kristofer Bergmann.
Eftirlitsmaður KSÍ er Ingi Jónsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá HS Orku vellinum í Keflavík þar sem heimamenn taka á móti Þrótti Reykjavík í annari umferð Lengudeildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson
7. Eiður Jack Erlingsson ('62)
10. Jakob Gunnar Sigurðsson ('62)
19. Benóný Haraldsson ('77)
21. Brynjar Gautur Harðarson
22. Kári Kristjánsson
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason ('88)
33. Unnar Steinn Ingvarsson
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
5. Kolbeinn Nói Guðbergsson ('88)
6. Emil Skúli Einarsson
9. Viktor Andri Hafþórsson ('77)
20. Viktor Steinarsson ('62)
80. Liam Daði Jeffs ('62)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Hans Sævar Sævarsson
Alexander Máni Curtis
Bjarki Reyr Jóhannesson
Amir Mehica
Tiago J, Mota Da Pena Ferreira

Gul spjöld:
Brynjar Gautur Harðarson ('25)

Rauð spjöld: