De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Keflavík
0
1
Þróttur R.
Nacho Heras '45
0-1 Liam Daði Jeffs '84
09.05.2025  -  19:15
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Smá blástur, blautt og kalt
Maður leiksins: Aron Snær Ingason
Byrjunarlið:
21. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras
6. Sindri Snær Magnússon (f)
7. Gabríel Aron Sævarsson ('68)
11. Muhamed Alghoul ('85)
18. Ernir Bjarnason ('68)
20. Marin Brigic
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Eiður Orri Ragnarsson ('85)
92. Kári Sigfússon ('46)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
5. Stefán Jón Friðriksson
8. Ari Steinn Guðmundsson ('85)
9. Valur Þór Hákonarson ('85)
14. Marin Mudrazija ('68)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('46)
25. Frans Elvarsson ('68)
- Meðalaldur 29 ár

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Sindri Snær Magnússon ('33)
Nacho Heras ('45)

Rauð spjöld:
Nacho Heras ('45)
@Stefanmarteinn7 Stefán Marteinn Ólafsson
Skýrslan: Varamennirnir kláruðu Keflavík
Hvað réði úrslitum?
Erfiðar aðstæður og ekki fallegur fótbolti sem við sáum í kvöld. Mikill barningur þar sem vindur og veður spilaði stórt hlutverk. Þróttur fékk betri færi í kvöld og náðu á endum að skila einu slíku í netið sem skildi á milli. Leikur sem hefði geta farið í allar áttir og nánast verið sanngjörn niðurstaða hvar sem hún hefði lent.
Bestu leikmenn
1. Aron Snær Ingason
Það var alltaf einhver hætta í kringum hann þegar hann komst á boltann. Hefði átt að skora í kvöld og hann fékk færin til þess. Var stöðugt að valda Keflvíkingum vandræðum.
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal
Ég var mjög hrifin af honum í bakverðinum í kvöld. Dílaði vel við vængmenn Keflavíkur varnarlega og átti sérstaklega í fyrri hálfleik flotta krossa inn á teig Keflavíkur sem sköpuðu ursla
Atvikið
Rauða spjaldið á Nacho Heras er stórt atvik sem skekkir alla leikmynd fyrir seinni hálfleikinn. ÞÞÞ veifar rauða spjaldinu svona 10x í átt að Nacho sem var líka smá skrítið. Atvik sem hefði mátt tækla betur.
Hvað þýða úrslitin?
Þróttarar fara í fjögur stig eftir tvo leiki á meðan Keflavík eru áfram bara með sín þrjú.
Vondur dagur
Nacho Heras hefur átt betri daga en til þess að vera ekki í endalausum endurtekningum þá fagnar Jakob Gunnar Sigurðsson sennilega manna mest þessum sigri Þróttara í kvöld en hann klúðraði algjöru dauðafæri fyrir opnu marki og fann sig ekki alveg í fremstu línu Þróttara í kvöld.
Dómarinn - 2
Keflvíkingar eru verulega ósáttir með störf dómarana í kvöld og möguleg er bara full ástæða til. Nacho Heras fær tvö gul og rautt á mjög stuttum tíma fyrir mjög loðnar ástæður eftir að Keflavík biður um vítaspyrnu sem þeir virtust allavega hafa eitthvað til síns máls með. Eitthvað sem hann á að hafa sagt á spænsku er það sem maður heyrir en ef það er ekki hægt að greina nákvæmlega hvað hann segir þá er helvíti hart að reka hann útaf og það án þess að vilja heyra útskýringar. Þetta skekkir þegar skakka leikmynd (vegna aðstæðna) fyrir seinni hálfleikinn. Það eru svo fleiri atriði sem hægt væri að taka fyrir en þetta er eitthvað sem fer vonandi batnandi í reynslubankann fræga.
Byrjunarlið:
1. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson
7. Eiður Jack Erlingsson ('62)
10. Jakob Gunnar Sigurðsson ('62)
19. Benóný Haraldsson ('77)
21. Brynjar Gautur Harðarson
22. Kári Kristjánsson
25. Hlynur Þórhallsson
32. Aron Snær Ingason ('88)
33. Unnar Steinn Ingvarsson
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
12. Benjamín Jónsson (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
5. Kolbeinn Nói Guðbergsson ('88)
6. Emil Skúli Einarsson
9. Viktor Andri Hafþórsson ('77)
20. Viktor Steinarsson ('62)
80. Liam Daði Jeffs ('62)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Hans Sævar Sævarsson
Alexander Máni Curtis
Bjarki Reyr Jóhannesson
Amir Mehica
Tiago J, Mota Da Pena Ferreira

Gul spjöld:
Brynjar Gautur Harðarson ('25)

Rauð spjöld: