
Fram
2
3
Valur

0-1
Nadía Atladóttir
'3
Lily Anna Farkas
'10
1-1
Alda Ólafsdóttir
'23
2-1
2-2
Jasmín Erla Ingadóttir
'66
2-3
Jordyn Rhodes
'111
12.05.2025 - 18:00
Lambhagavöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Skýjað og tíu stiga hiti
Dómari: Bergvin Fannar Gunnarsson
Áhorfendur: 147
Maður leiksins: Elaina Carmen La Macchia (Fram)
Lambhagavöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Skýjað og tíu stiga hiti
Dómari: Bergvin Fannar Gunnarsson
Áhorfendur: 147
Maður leiksins: Elaina Carmen La Macchia (Fram)
Byrjunarlið:
1. Elaina Carmen La Macchia
5. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza
7. Alda Ólafsdóttir (f)
('62)


11. Lily Anna Farkas

18. Júlía Margrét Ingadóttir

20. Freyja Dís Hreinsdóttir
('91)

22. Ólína Sif Hilmarsdóttir
('99)

23. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
('62)

26. Sylvía Birgisdóttir
('21)

35. Telma Steindórsdóttir
77. Eyrún Vala Harðardóttir
('15)
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
33. Þóra Rún Óladóttir (m)
3. Olga Ingibjörg Einarsdóttir
('91)

6. Katrín Erla Clausen
('21)

8. Karítas María Arnardóttir
9. Murielle Tiernan
('62)

10. Una Rós Unnarsdóttir
('15)

13. Mackenzie Elyze Smith
16. Eydís Arna Hallgrímsdóttir
('99)

25. Thelma Lind Steinarsdóttir
('62)


30. Kamila Elise Pickett
- Meðalaldur 23 ár
Liðsstjórn:
Óskar Smári Haraldsson (Þ)

Pálmi Þór Jónasson
Gareth Thomas Owen
Kirian Elvira Acosta
Guðlaug Embla Helgadóttir
Gul spjöld:
Júlía Margrét Ingadóttir ('57)
Thelma Lind Steinarsdóttir ('78)
Óskar Smári Haraldsson ('103)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Bikarmeistararnir áfram
Valur nær að klára þetta í hörkuleik. Þær fara áfram í átta-liða úrslitin en Fram situr eftir með sárt ennið.

????Fram 2 - Valur 3
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 12, 2025
Mörkin úr leik Fram gegn Val í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta
Fram:
??Lily Anna Farkas
??Alda Ólafsdóttir
Mörk Vals:
??Nadía Atladóttir
?? Jasmín Erla Ingadóttir
??Jordyn Rhodes pic.twitter.com/Glbh9PNVze
120. mín
Dauðafæri!
Nadía vinnur boltann úr öftustu línu Fram og keyrir upp. Hún er með tvo liðsfélaga með sér en ákveður sjálf að skjóta. Elaina sér auðveldlega við henni. Þarna átti Nadía að gefa boltann!
119. mín
Stórhættulegur bolti fyrir en Berglind Rós nær að koma þessu frá á síðustu stundu. Það liggur svolítið á Val.
114. mín
Það er ekkert sérlega líklegt að Fram komist aftur inn í þetta, en það er allt í hægt í þessum blessaða bolta.
111. mín
MARK!

Jordyn Rhodes (Valur)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
MARK!!!!!
Varamaðurinn að skora eftir hornspyrnu frá Önnu Rakeli.
Þetta var ódýrt mark hjá Fram að gefa eftir alla þá vinnu sem þær eru búnar að leggja í þennan leik. Mjög svekkjandi fyrir þær.
Þetta var ódýrt mark hjá Fram að gefa eftir alla þá vinnu sem þær eru búnar að leggja í þennan leik. Mjög svekkjandi fyrir þær.

108. mín
Þvílík varsla!
Dominique með þrumuskot eftir hornið en Tinna gerir frábærlega í að verja! Fram mun líklegri til að skora!
107. mín
Dauðafæri!
Frábær sókn hjá Fram og Lily Farkas fær mjög gott færi til að koma þeim yfir, en skotið fer í varnarmann og yfir. Fram fær hornspyrnu.
105. mín
Una Rós lætur vaða frá miðju. Alls ekki slæm tilraun en Tinna Brá grípur. Þetta leit alveg ágætlega út.
103. mín
Gult spjald: Óskar Smári Haraldsson (Fram)

Óskar Smári orðinn rauður af reiði. Var brjálaður að fá ekki aukaspyrnu þegar haldið var í Murielle.
102. mín
Heimakonur eru búnar að koma sér aftur inn í leikinn hér í framlengingunni. Það er bara jafnræði með liðunum þessa stundina.
100. mín
Dominique ætlar að spyrna aukaspyrnu frá miðlínu inn á teig, en drífur ekki. Valur fer í skyndisókn.
99. mín

Inn:Eydís Arna Hallgrímsdóttir (Fram)
Út:Ólína Sif Hilmarsdóttir (Fram)
Ólína Sif búin að vera mjög öflug í dag.
98. mín
Það er mjög lítið að gerast. Dregið af Valskonum þessar síðustu mínútur og þær eru ekki að skapa sér neitt.
95. mín
Það er enn smá kraftur í Fram! Lily Farkas með fína tilraun fyrir utan teig sem Tinna nær þó að grípa.
93. mín
Una Rós fær boltann út á hægri kanti og Tinna Brá er lengst út úr markinu. Hún reynir skotið en það er ekki alveg nægilega gott. Þetta var hættulegt fyrir Valsliðið.
90. mín
Framlenging!
Leikurinn endar með 2-2 jafntefli og við förum í framlengingu. Spurning hversu mikla orku leikmenn hafa. Verulega dregið af heimakonum og þær lágu í vörn allan seinni hálfleikinn. Ég veit ekki hvort þær geti hálftíma í viðbót af því en við sjáum til.

90. mín
Helena Ósk með góða fyrirgjöf og Jasmín nær fínum skalla, en Elaina nær að verja.
89. mín
Við erum að fara að detta inn í uppbótartíma og staðan er enn jöfn. Gætum verið að fara að fá framlengingu hérna.
87. mín
Það kom ekkert úr þessari skyndisókn en núna fær Valur aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Anna Rakel gerir sig klára í að spyrna inn á teiginn.
86. mín
Fram fær aukaspyrnu ekki langt frá miðlínunni. Telma ætlar að setja þennan bolta inn á teiginn.
84. mín
Fram kemst í sjaldgæfa sókn en þær fara illa með hana. Boltinn aftur fyrir endamörk.
83. mín
Það er eiginlega ótrúlegt að Valsliðið sé ekki búið að skora annað mark. Leikurinn fer eingöngu fram á vallarhelmingi Fram.
83. mín
Anna Rakel með enn einu góðu hornspyrnuna og boltinn dettur fyrir Berglindi Rós í teignum. Mjög gott færi en hún hittir boltann ekki nægilega vel.
81. mín
ELAINA!
Jasmín komin í algjört dauðafæri en Elaina nær að verja frábærlega. Dominique svo með frábæra tæklingu og bjargar því að Jasmín skori ekki úr frákastinu.
79. mín
Varsla!
Elísa með flotta tilraun eftir aukaspyrnu en Elaina nær að blaka boltanum yfir markið. Hún er að eiga frábæran leik!
77. mín
Jordyn Rhodes með slakt skot. Hún hefur komið inn með kraft en er ekki að gera merkilega hluti á síðasta þriðjungi vallarins.
77. mín
Anna Rakel búin að eiga margar frábærar hornspyrnur en Elaina nær að grípa inn í núna.
76. mín
Spurning hvort þjálfarar Vals fari ekki að henda Fanndísi Friðriks inn á. Hún er enn á meðal varamanna.

76. mín
Lily Farkas með skot langt utan af velli. Ekkert svo galin tilraun en Tinna var aldrei í vafa um að þessi færi yfir markið.
75. mín
Elísa með góða sendingu út á Jasmín sem kemur á ferðinni og á skot, en Elaina nær að verja og halda boltanum.
73. mín
Nadía vinnur boltann af Telmu í öftustu línu en nær ekki að gera sér mat úr þessu.
72. mín
Það er rosalega lítil orka í Framliðinu þessa stundina. Þriðja mark Vals liggur í loftinu.
70. mín
Það er komið meira hungur í Valsliðið en það hefur dregið mikið af Framkonum. Gestirnir mun líklegri.
69. mín
Elísa skorar en markið dæmt af vegna rangstöðu. Ég held að þetta hafi verið réttur dómur.
68. mín
VEL VARIÐ!
Helena Ósk með flotta fyrirgjöf á Jordyn sem tekur frábærlega á móti boltanum, en Elaina ver stórkostlega! Valskonur næstum því komnar yfir þarna.

67. mín
Valur þurfti svo sannarlega á þessu marki að halda. Mér fannst leikurinn vera að detta svolítið mikið niður áður en þetta mark kom.
66. mín
MARK!

Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
Stoðsending: Berglind Rós Ágústsdóttir
Stoðsending: Berglind Rós Ágústsdóttir
VALUR JAFNAR!
Frábært spil hjá Valskonum! Þeirra besta sókn í leiknum skilar marki.
Vel spilað úti hægra megin hjá Bryndísi, Helenu og Berglindi. Sú síðastnefnda á svo fyrirgjöf sem Jasmín setur í markið með hnénu sínu.
Vel spilað úti hægra megin hjá Bryndísi, Helenu og Berglindi. Sú síðastnefnda á svo fyrirgjöf sem Jasmín setur í markið með hnénu sínu.

65. mín
Heimakonur eru að taka allan þann tíma sem þær geta í allt og þannig verður það á meðan þær eru enn yfir.
62. mín

Inn:Thelma Lind Steinarsdóttir (Fram)
Út:Ólína Ágústa Valdimarsdóttir (Fram)
Fram klárar skiptingarnar sínar.
62. mín

Inn:Murielle Tiernan (Fram)
Út:Alda Ólafsdóttir (Fram)
Fram klárar skiptingarnar sínar.
61. mín
Jasmín með geggjaða sendingu í gegn á Elísu en Telma er fljótari og kemst á undan í boltann.
61. mín
Valskonur eru ítrekað að taka vitlausar ákvarðanir í sóknarleik sínum. Eru ekki að ná að búa sér til nægilega góðar stöður.
59. mín
Dauðafæri!
Eftir góða sókn Fram þá á Ólína Sif flotta fyrirgjöf á fjærstöngina hægra megin þar sem Lily Farkas er aleins, en skot hennar fer yfir markið. Þarna hefði hún getað komið Fram í þægilega stöðu!
59. mín
Fram lítið náð að halda í boltann í byrjun seinni hálfleiks. Meira stress í þeim núna og aðeins meiri kraftur í Valsliðinu.
57. mín
Gult spjald: Júlía Margrét Ingadóttir (Fram)

Fyrir peysutog. Held að það hafi verið Júlía sem fékk þetta spjald.
57. mín
Jordyn með sendingu út til hægri á Bryndísi en fyrirgjöf hennar er virkilega slök.
56. mín
Helenu Ósk með fasta sendingu á fjærstöngina en Jasmín nær ekki að taka á móti boltanum. Það er meiri kraftur í Valsliðinu núna, en það þurfti svo sem ekki mikið til eftir þennan fyrri hálfleik.
54. mín
Sending í gegn á Nadíu og hún reynir skot úr þröngu færi, en Elaina ver það í hornspyrnu.
52. mín
Þetta Framlið tapaði 7-1 gegn Breiðabliki um daginn. Þær hafa heldur betur náð að þjappa sér saman eftir það.
51. mín
Framarar eru yfir í baráttunni, þeim langar þetta meira - allavega í augnablikinu og hingað til í leiknum.
50. mín
Anna Rakel komin inn á miðjuna og Elísa er í vinstri bakverði. Bryndís er áfram að spila í hægri bakverðinum.
49. mín
Hornspyrnan er góð en það ræðst enginn á boltann. Valskonur horfa bara á hann og það gera Framkonur líka. Markspyrna fyrir Val.
48. mín
Frábær sending á bak við vörn Vals og Una Rós sækir hornspyrnu fyrir heimakonur.
45. mín
Maður hefur ekki oft séð fjórfalda breytingu í hálfleik en það gerist hérna. Valsliðið mætir með ansi öflugan hóp inn af bekknum fyrir síðari hálfleik og spurning hvort að leikur þeirra verði betri.
45. mín
Hálfleikur
Ég held að það sé fjórföld breyting hjá Val í hálfleik. Jasmín er klár í að koma inn á og svo eru þær nokkrar aðrar að fara yfir leikskipulag. Það er ekki mikil ánægja með þennan fyrri hálfleik hjá þjálfarateyminu.
45. mín
Hálfleikur
Ég trúi ekki öðru en að það verði nokkrar skiptingar hjá Valsliðinu í hálfleik. Þær eru með möguleika til þess að breyta, svo sannarlega.
45. mín
Hálfleikur
Það er Fram sem leiðir í hálfleik í þessum Reykjavíkurslag. Og það er bara sanngjarnt. Valsliðið búið að vera grútlélegt og Fram yfir í baráttunni og á markatöflunni.
Matthías og Kristján þurfa heldur betur alvöru hálfleiksræðu því bikarmeistararnir eru í hættu á að falla úr leik.
Matthías og Kristján þurfa heldur betur alvöru hálfleiksræðu því bikarmeistararnir eru í hættu á að falla úr leik.

43. mín
Hættulegt!
Smá líf í Völsurum!
Ragnheiður Þórunn vinnur boltann af Dominique og kemur honum út á Elínu Mettu sem horfir strax á markið. Skot hennar fer af varnarmanni og rétt fram hjá. Þetta er betra frá gestunum!
Ragnheiður Þórunn vinnur boltann af Dominique og kemur honum út á Elínu Mettu sem horfir strax á markið. Skot hennar fer af varnarmanni og rétt fram hjá. Þetta er betra frá gestunum!
39. mín
Valsliðið galopnar til baka og Framarar í hættulegri stöðu en Ólína Sif missir boltann aðeins of langt frá sér.
36. mín
Bryndís vinnur boltann eftir skyndisókn Fram og horfir strax til hliðar og til baka. Ekkert fram á við. Svolítið einkennandi fyrir slakan leik Vals hingað til.
35. mín
Það er voðalega lítil ákefð í Valsliðinu. Það er eins og þær séu ekki undir. Allt voðalega hægt og rólegt yfir þessu hjá þeim.
34. mín
Alda hristir Nathöshu af sér og setur boltann í svæðið á Ólínu Sif. Hún á hættulega fyrirgjöf en Bryndís nær að koma boltanum í burtu.
33. mín
Anna Rakel finnur Nadíu á bak við vörnina og hún með fyrirgjöf sem fer beint í hendurnar á Elainu.
32. mín
Valsliðið er í bullandi vandræðum með að leysa pressu Fram. Tapa boltanum hér á hættulegum stað en sleppa með það.
31. mín
Elín Metta komin í ágætis stöðu og mundar skotfótinn, en Dominique kemst fyrir skotið. Valur fær hornspyrnu.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Mér finnst vera rosalega deyfð yfir þessu Valsliði. Rosalega dapurt hjá Hlíðarendafélaginu.
28. mín
Bjargað á línu!
Natasha nær skallanum eftir horn og boltinn virðist vera á leiðinni inn, en Framarar bjarga á línu!
27. mín
Maður sér það að Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals, er ekki sérlega sáttur með stöðu mála niður við hliðarlínu.

26. mín
Þetta er svo sannarlega áhugaverður leikur. Ekki bjóst maður við þessari stöðu fyrir leik.
24. mín
Natasha fór aðeins aftan í Ólínu í markinu og var í raun bara heppin að hún stoppaði ekki sóknina því þá hefði Valur verið að spila manni færri núna.
23. mín
MARK!

Alda Ólafsdóttir (Fram)
Stoðsending: Ólína Sif Hilmarsdóttir
Stoðsending: Ólína Sif Hilmarsdóttir
MARK!!!!
Arnfríður Auður með slaka sendingu til baka á Natöshu og kemst Ólína Sif inn í boltann.
Hún keyrir upp og gerir allt rétt. Sending á fjær þar sem Alda er mætt til að skora og koma Fram yfir!
Skelfilegt hjá Valsliðinu.
Hún keyrir upp og gerir allt rétt. Sending á fjær þar sem Alda er mætt til að skora og koma Fram yfir!
Skelfilegt hjá Valsliðinu.

21. mín

Inn:Katrín Erla Clausen (Fram)
Út:Sylvía Birgisdóttir (Fram)
Núna á Fram bara einn skiptingaglugga eftir. Og það eru bara 20 mínútur búnar af leiknum.
20. mín
Vesen hjá Fram
Jæja, Sylvía sest aftur niður. Þetta er högg fyrir Fram, að gera tvær skiptingar svona snemma. Alda Ólafs, fyrirliði, kveinkar sér líka út við hliðarlínuna.
18. mín
Sylvía er komin aftur inn á. Fram í álitlegri sókn en Ólína Sif rennur og sóknin á sama tíma rennur út í sandinn.
16. mín
Núna er Sylvía sest niður vegna meiðsla. Spurning hvort að Fram þurfi að gera aðra skiptingu strax. Óskar Smári vill örugglega sleppa því ef það er hægt. Ekki ákjósanleg staða.
16. mín
Það hefur verið mikill kraftur í Framliðinu eftir markið og þær eru að ná að ýta Valsliðinu svo niður.
14. mín
Eyrún Vala leggst niður í annað sinn á stuttum tíma. Ég held að hún hafi lokið hér í dag. Óskar Smári þarf að gera skiptingu snemma.
10. mín
MARK!

Lily Anna Farkas (Fram)
FRAM JAFNAR!
Frábær sókn hjá Frömurum þar sem boltinn var færður frá vintri til hægri. Sylvía á fyrirgjöf og svo á Eyrún Vala skot sem fer í Natöshu.
Boltinn berst þaðan til Lily sem á mjög gott skot í fjærhornið. Tinna Brá horfir bara á eftir boltanum.
Þetta er jafn leikur aftur!
Boltinn berst þaðan til Lily sem á mjög gott skot í fjærhornið. Tinna Brá horfir bara á eftir boltanum.
Þetta er jafn leikur aftur!

8. mín
Valskonur að stilla upp mjög ungri miðju hér í dag. Arnfríður Auður er fædd árið 2008 og Kolbrá Una er fædd árið 2006. Katie Cousins og Berglind Rós spiluðu þarna flestalla leiki í fyrra.
3. mín
MARK!

Nadía Atladóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Stoðsending: Elín Metta Jensen
MARK!!!!
Þetta var ekki lengi að gerast!
Valskonur komnar í forystu og það er Nadía Atla sem skorar markið eftir undirbúning frá Elínu Mettu frá vinstri. Sending fyrir og Nadía er réttur leikmaður á réttum stað.
Núna þarf Fram að svara. Þetta er ekki byrjunin sem þær ætluðu sér.
Valskonur komnar í forystu og það er Nadía Atla sem skorar markið eftir undirbúning frá Elínu Mettu frá vinstri. Sending fyrir og Nadía er réttur leikmaður á réttum stað.
Núna þarf Fram að svara. Þetta er ekki byrjunin sem þær ætluðu sér.

Fyrir leik
Frábærar móttökur!
Bæði lið eru að klára sína upphitun. Það eru 13 mínútur í það að við förum af stað. Það er vel hugsað um blaðamenn hér á Lambhagavellinum en hér er alltaf tekið mjög vel á móti manni. Einn skemmtilegasti völlurinn til að heimsækja, án nokkurs vafa.

Fyrir leik
Svona eru byrjunarliðin
Fram:
1. Elaina Carmen La Macchia
5. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza
7. Alda Ólafsdóttir (f)
11. Lily Anna Farkas
18. Júlía Margrét Ingadóttir
20. Freyja Dís Hreinsdóttir
22. Ólína Sif Hilmarsdóttir
23. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
26. Sylvía Birgisdóttir
35. Telma Steindórsdóttir
77. Eyrún Vala Harðardóttir
Valur:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
5. Bryndís Eiríksdóttir
6. Natasha Anasi (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Nadía Atladóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
16. Elín Metta Jensen
17. Arnfríður Auður Arnarsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir
1. Elaina Carmen La Macchia
5. Dominiqe Evangeline Bond-Flasza
7. Alda Ólafsdóttir (f)
11. Lily Anna Farkas
18. Júlía Margrét Ingadóttir
20. Freyja Dís Hreinsdóttir
22. Ólína Sif Hilmarsdóttir
23. Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
26. Sylvía Birgisdóttir
35. Telma Steindórsdóttir
77. Eyrún Vala Harðardóttir
Valur:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
5. Bryndís Eiríksdóttir
6. Natasha Anasi (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Nadía Atladóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
16. Elín Metta Jensen
17. Arnfríður Auður Arnarsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir
Fyrir leik
Stór nöfn byrja á bekknum
Bæði þjálfarateymi hafa ákveðið að hrista nokkuð mikið upp í liðum sínum fyrir þennan leik. Það eru stór nöfn á varamannabekkjunum í dag. Murielle Tiernan er á meðal varamanna hjá Fram og hjá Val eru Elísa Viðarsdóttir, Jasmín Erla Ingadóttir, Berglind Rós Ágústsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir og Jordyn Rhodes á meðal varamanna.


Fyrir leik
Versti tímapunkturinn til að mæta Val
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, talaði um það eftir sigurinn gegn Víkingi að þetta væri líklega versti tímapunkturinn til að mæta Val.
,,Ég væri alveg til í að mæta Val ekki eftir tvo tapleiki. Það er líklega versti tímapunkturinn til að mæta Val. Þær eru frábært lið, með frábæra leikmenn og frábæra þjálfara. Það verður mjög krefjandi leikur," sagði Óskar Smári.
,,Ég væri alveg til í að mæta Val ekki eftir tvo tapleiki. Það er líklega versti tímapunkturinn til að mæta Val. Þær eru frábært lið, með frábæra leikmenn og frábæra þjálfara. Það verður mjög krefjandi leikur," sagði Óskar Smári.

Fyrir leik
Valur er ríkjandi bikarmeistari
Valskonur eru ríkjandi bikarmeistarar og hafa titil að verja. Þær fóru alla leið í fyrra og tóku Breiðablik svo í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli, 2-0.

Fyrir leik
Liðin mættust í bikarnum í fyrra
Þessi tvö lið áttust við í Mjólkurbikarnum í fyra. Þá var Fram í Lengjudeildinni og tapaði 8-0. Þær stefna eflaust á að gera betur í dag og eru vonandi tilbúnari í verkefnið en þá. Amanda Andradóttir skoraði þrennu fyrir Val í þeim leik en hún er núna að spila í Hollandi.

Fyrir leik
Gengi liðanna í sumar
Fram eru nýliðar í Bestu deildinni en eftir erfiða byrjun þá hafa þær spilað vel að undanförnu og náð í góð úrslit gegn FHL og Víkignum. Síðasti leikur liðsins var frábær gegn Víkingum.
Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að liðin séu að koma inn í þennan leik í mismunandi góðu skapi. Framarar í góðum gír og Valsliðið ekki. Valur hefur tapað tveimur í röð í deildinni og er aðeins með sjö stig eftir fimm leiki. Liðið hefur þá aðeins skorað sex mörk.

Það er alveg hægt að færa rök fyrir því að liðin séu að koma inn í þennan leik í mismunandi góðu skapi. Framarar í góðum gír og Valsliðið ekki. Valur hefur tapað tveimur í röð í deildinni og er aðeins með sjö stig eftir fimm leiki. Liðið hefur þá aðeins skorað sex mörk.

Fyrir leik
Leikir dagsins í bikarnum
mánudagur 12. maí
17:00 Stjarnan-Tindastóll (Samsungvöllurinn)
18:00 Fylkir-FH (tekk VÖLLURINN)
18:00 Fram-Valur (Lambhagavöllurinn)
18:00 HK-Grindavík/Njarðvík (Kórinn)
19:30 Þróttur R.-Víkingur R. (AVIS völlurinn)
Þór/KA, Breiðablik og ÍBV eru nú þegar komin í átta-liða úrslitin.
17:00 Stjarnan-Tindastóll (Samsungvöllurinn)
18:00 Fylkir-FH (tekk VÖLLURINN)
18:00 Fram-Valur (Lambhagavöllurinn)
18:00 HK-Grindavík/Njarðvík (Kórinn)
19:30 Þróttur R.-Víkingur R. (AVIS völlurinn)
Þór/KA, Breiðablik og ÍBV eru nú þegar komin í átta-liða úrslitin.
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
5. Bryndís Eiríksdóttir
6. Natasha Anasi (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Nadía Atladóttir

14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
('45)

16. Elín Metta Jensen
('45)

17. Arnfríður Auður Arnarsdóttir
('45)

21. Lillý Rut Hlynsdóttir
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir
('90)

28. Kolbrá Una Kristinsdóttir
('45)
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
3. Sóley Edda Ingadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
('45)

9. Jasmín Erla Ingadóttir
('45)


10. Berglind Rós Ágústsdóttir
('45)

23. Fanndís Friðriksdóttir
24. Auður Björg Ármannsdóttir
26. Ása Kristín Tryggvadóttir
('90)

30. Jordyn Rhodes
('45)


32. Ágústa María Valtýsdóttir
- Meðalaldur 24 ár
Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín
Matthías Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Anna Sóley Jensdóttir
Gul spjöld:
Rauð spjöld: