Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Valur
0
0
Þróttur R.
14.05.2025  -  19:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Mjólkurbikar karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Spámaðurinn Baldvin Már Borgarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í bikarnum og hann spáir í leikina.

Valur 3 - 0 Þróttur
Valsmenn eru of stór biti fyrir vini mína í Laugardalnum, Bjarni í Papco verður vant við látinn að þessu sinni og við það fer vindur úr seglum Þróttara sem lenda í Orra Hrafns hakkavélinni sem skorar amk eitt, látið ykkur bregða ef það verður með skalla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Bæði lið koma á jákvæðum nótum inn í leikinn Bæði lið unnu sterka sigra í sinni deild fyrir þetta einvígi.

Valsmenn fóru illa með Skagamenn á laugardaginn þar sem þeir kjöldrógu þá í mikilli markaveislu 6-1. Lúkas Logi, Patrick Pedersen og Tryggvi Hrafn Haraldsson skoruðu allir tvö mörk hvor auk þess að valda miklum ursla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð



Þróttarar fóru góða ferð til Keflavíkur á föstudaginn þar sem þeir höfðu betur 0-1 við erfiðar aðstæður eftir mark frá Liam Daða Jeffs og höfðu með sér gríðarlega sterk Þrjú stig af erfiðum útivelli í Lengjunni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leið Valsmanna Valsmenn komu inn í Mjólkurbikarinn í síðustu umferð eða 32-liða úrslitum þar sem þeir heimsóttu Lengjudeildarlið Grindavíkur á Nettóhallar gervigrasinu fyrir aftan Reykjaneshöllina.
Valsmenn fóru faglega í gegnum það einvígi 1-3.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Leið Þróttara Þróttarar byrjuðu Mjólkurbikarinn á því að fá 4. deildarlið Hafna í heimsókn á Avis völlinn í annari umferð þar sem þeir höfðu betur með sjö mörkum gegn engu.

Í 32-liða úrslitum heimsóttu Þróttarar Völsung á Húsavík þar sem þeir unnu frábæran endurkomusigur í framlengingu 2-3 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarateymið Ívar Orri Kristjánsson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar eru þeir Bergur Daði Ágústsson og Arnþór Helgi Gíslason.
Á skiltinu er svo Þórður Þorsteinn Þórðarson og eftirlitsmaður KSí er Oddur Helgi Guðmundsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá N1 vellinum á Hlíðarenda þar sem Valsmenn taka á mót Þrótti í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: