Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
Selfoss
0
0
Völsungur
17.05.2025  -  16:00
JÁVERK-völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Síðustu viðureignir Selfoss og Völsungur mættust tvisvar í 2. deildinni í fyrra og báðir leikir unnust á útivelli. Leikurinn í Húsavík var heldur rólegri en Selfyssingar unnu 0-1 sigur eftir mark frá Gonzalo Zamorano. Leikurinn á Selfossi var hins vegar mikil skemmtun en leikurinn fór 3-4. Selfyssingar komust snemma yfir en lentu svo manni færri stuttu seinna. Völsungur nýtti sér það og komst 1-2 yfir en Selfyssingar gáfust ekki léttilega upp og komu sér aftur yfir 3-2 þegar að 10 mínútur voru eftir. Völsungur gerði sér svo lítið fyrir og skoruðu 2 mörk eftir að klukkan sló 90 mínútur og höfðu betur 3-4 gegn Selfossi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Völsungur Völsungur hefur ekki byrjað mótið vel og eru neðstir í töflunni með núll stig og -5 í markatölu. Þeir hafa bara skorað eitt mark og fengið sex á sig. Völsungur missti auðvitað markahæsta leikmann 2. deildar í fyrra Jakob Gunnar en hann fór til KR og er á láni hjá Þrótt núna. Völsungur ætlar sér að koma a.m.k. stigi á töfluna en verða að fara langa leið á erfiðan útivöll

Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson

Fyrir leik
Selfoss Selfyssingar hafa byrjað mótið ágætlega og sitja í 7. sæti. Selfoss fékk Grindavík í heimsókn í fyrstu umferð og spiluðu mjög góðann leik þar sem að þeir unnu 2-1 eftir tvennu frá nýja framherja sínum Raul. Í annari umferð fóru Selfyssingar svo í Árbæinn og spiluðu við Fylki sem reyndust vera of erfiðir og lögðu Selfyssinga 2-0. Leikurinn í dag er mjög mikilvægur fyrir bæði lið en þau eru liðin sem komu upp úr 2. deildinni í fyrra.

Mynd: Selfoss

Fyrir leik
3. umferð Lengjudeild karla! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Jáverk-vellinum þar sem Selfyssingar taka á móti Völsungi í þriðju umferð Lengjudeildar karla

Mynd: Árni Þór Grétarsson

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: