Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
ÍR
2
0
Selfoss
Kristján Atli Marteinsson '58 1-0
Bergvin Fannar Helgason '65 2-0
23.05.2025  -  19:15
AutoCenter-völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Kristján Atli Marteinsson
Byrjunarlið:
1. Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (m)
3. Breki Hólm Baldursson
4. Sigurður Karl Gunnarsson
6. Kristján Atli Marteinsson
7. Óðinn Bjarkason ('86)
8. Alexander Kostic
11. Guðjón Máni Magnússon
13. Marc Mcausland (f)
16. Emil Nói Sigurhjartarson ('86)
23. Ágúst Unnar Kristinsson
30. Renato Punyed Dubon
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
27. Jóhannes Kristinn Hlynsson (m)
5. Hrafn Hallgrímsson
9. Bergvin Fannar Helgason
19. Hákon Dagur Matthíasson
20. Ísak Daði Ívarsson ('86)
21. Sigurður Orri Ingimarsson ('86)
25. Gundur Ellingsgaard Petersen
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Jóhann Birnir Guðmundsson (Þ)
Halldór Arnarsson
Andri Magnús Eysteinsson
Sölvi Haraldsson
Davíð Örvar Ólafsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Sterk byrjun Breiðhyltinga og mörk úr hornum
Hvað réði úrslitum?
Það var jafnræði með liðunum til þess að byrja með og ekki mikið um opin færi en í seinni hálfleik skoruðu ÍR-ingar fjórða leikinn í röð úr hornspyrnu, það eru 4 leikir búnir. Skiptingar Jóa og Davíðs breyttu leiknum líka en Bergvin Fannar var búinn að vera inn á í nokkrar sekúndur þegar hann skoraði 2. mark ÍR-inga og eiginlega kláraði leikinn.
Bestu leikmenn
1. Kristján Atli Marteinsson
Er ekkert smá mikilvægur fyrir þetta ÍR lið og er alltaf öflugur á miðjunni, hvað þá á grasinu í Mjóddinni. Stórkostlegur í kvöld og braut auðvitað ísinn eftir mikið baráttumark.
2. Emil Nói Sigurhjartarson
Byrjaði sinn fyrsta leik á tímabilinu og spilaði fantavel. Lagði upp annað markið á Begga eftir mikla baráttu. Var mjög góður án boltans og með boltann í dag hann Emil sem er skemmtilegur leikmaður. Menn eins og Ágúst Unnar, Kalli og Marc koma líka til greina sem voru stórkostlegir í dag líkt og mest allt ÍR liðið. Villi í markinu líka alltaf seigur.
Atvikið
Fyrsta mark leiksins þegar Kristján Atli braut ísinn. Það ætlaði allt um koll að keyra í Skógarselinu þegar boltinn söng í netinu eftir barning í teignum. Þetta setti tóninn fyrir ÍR-liðið og manni leið aldrei eins og Selfoss væri að fara að koma til baka eftir fyrsta markið.
Hvað þýða úrslitin?
ÍR-ingar halda áfram að byrja deildina vel og hafa byrjað fyrstu tvo heimaleikina á tveimur sigrum og hafa ekki fengið á sig mark. Þeir sitja í 3. sæti deildarinnar og eru taplausir. Selfyssingarnir eru í 10. sæti og geta farið niður í fallsæti ef Fjölnir nær í stig á móti Völsungi á morgun. En Selfyssingar hafa tapað þremur deildarleikjum í röð og fjórum með bikarnum.
Vondur dagur
Erfitt að benda á einn. Mér fannst takturinn úr Selfoss liðinu fara eftir að ÍR kemst yfir. Kannski er það bara sjálfstraust sem hitt liðið fær en það var ekki mikill kraftur í sóknarleik gestanna eftir fyrsta markið.
Dómarinn - 6
Mér fannst Sveinn dæma þetta ágætlega. Ekkert mjög mikið eða stórt að leiknum en mörg atvik samt sem áður sem maður er ósammála. Mér fannst t.d. Selfoss geta fengið vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleik.
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
2. Ívan Breki Sigurðsson
5. Jón Vignir Pétursson (f)
7. Harley Willard
8. Raúl Tanque ('10)
10. Nacho Gil ('82)
11. Alfredo Ivan Sanabria ('82)
18. Dagur Jósefsson
21. Frosti Brynjólfsson
28. Eysteinn Ernir Sverrisson
32. Aron Lucas Vokes
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
12. Arnór Elí Kjartansson (m)
3. Reynir Freyr Sveinsson ('82)
15. Alexander Clive Vokes
17. Brynjar Bergsson ('82)
20. Elvar Orri Sigurbjörnsson ('10)
24. Guðmundur Stefánsson
77. Einar Bjarki Einarsson
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Heiðar Helguson
Helgi Bárðarson
Halldór Rafn Halldórsson

Gul spjöld:
Aron Lucas Vokes ('30)
Ívan Breki Sigurðsson ('53)

Rauð spjöld: