Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
FH
2
0
Vestri
Sigurður Bjartur Hallsson '32 1-0
Björn Daníel Sverrisson '48 2-0
22.06.2025  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað 13° og rennislétt gras
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 867
Maður leiksins: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson
4. Ahmad Faqa
7. Kjartan Kári Halldórsson ('84)
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('84)
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('75)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ísak Óli Ólafsson
23. Tómas Orri Róbertsson ('64)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
37. Baldur Kári Helgason
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
11. Bragi Karl Bjarkason ('84)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('75)
17. Dagur Örn Fjeldsted
18. Einar Karl Ingvarsson ('64)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('84)
32. Gils Gíslason
34. Óttar Uni Steinbjörnsson
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Tómas Orri Róbertsson ('20)
Kjartan Kári Halldórsson ('52)
Böðvar Böðvarsson ('87)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: FH vinnur enda spiluðu þeir á grasi
Hvað réði úrslitum?
Það var ekkert að frétta í þessum leik fram að stórkostlegu marki Sigurðar Bjarts. FH komu svo sterkir inn í seinni hálfleikinn og voru fljótir að bæta marki númer tvö við. Eftir það var leikurinn eiginlega bara búinn.
Bestu leikmenn
1. Björn Daníel Sverrisson (FH)
Björn Daníel var frábær í dag. Lagði upp og skoraði, en burtséð frá því var hann límið inn á miðsvæðinu og var tengdur öllu góðu sem FH gerði í dag.
2. Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Duglegur og vinnusamur, gerði ekkert gríðarlega mikið annað en markið sem hann skoraði. En þegar þú skorar svona mark, verður þú að fá hrós.
Atvikið
Fyrsta mark leiksins sem Sigurður Bjartur skorar, flikkar boltanum yfir varnarmanninn og stekkur svo á boltann með hinni löppinni og neglir honum í netið. Frábært mark.
Hvað þýða úrslitin?
FH fer upp í 7. sætið tímabundið með 14 stig. Vestri er enn í 3. sæti með 19 stig, en þetta var fyrsti leikurinn í deildini og það á margt eftir að gerast. Þannig taflan mun örugglega líta öðruvísi út.
Vondur dagur
Vestra liðið sem heild átti bara vondan leik. Þeir voru aldrei líklegir til neins, lélegasti leikur þeirra í sumar.
Dómarinn - 9
Ekkert við Jóhann Inga að sakast í dag, eina ástæðan sem hann fær ekki fullkomna einkunn, er bara því þetta var ekki beint erfiðasti leikurinn að dæma.
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
Anton Kralj ('55)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
6. Gunnar Jónas Hauksson
7. Vladimir Tufegdzic ('55)
10. Diego Montiel
22. Elmar Atli Garðarsson ('55)
28. Jeppe Pedersen ('74)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
40. Gustav Kjeldsen
77. Sergine Fall ('74)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
33. Vladan Djogatovic (m)
14. Birkir Eydal
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('55)
16. Abdourahmane Diagne ('74)
19. Emmanuel Duah ('55)
23. Silas Songani ('55)
29. Kristoffer Grauberg ('74)
- Meðalaldur 27 ár

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Jón Hálfdán Pétursson
Ívar Pétursson
Benjamin Schubert
Vignir Snær Stefánsson
Ferran Montes I. Corominas
Jón Ólafur Ragnarsson

Gul spjöld:
Sergine Fall ('41)
Jeppe Pedersen ('51)
Gustav Kjeldsen ('91)

Rauð spjöld: